Morgunblaðið - 17.10.2000, Page 9

Morgunblaðið - 17.10.2000, Page 9
MORGUNBLAÐIÐ KNATTSPYRNA Argentínumaðurinn Gabriel Batistuta er byrjaður að skora fyrir Roma Batistuta byijaður ARGENTÍNUMAÐURINN Gabriel Batistuta er byrjaður að hrella markverðina á Ítalíu á nýjan leik, nú sem leikmaður Roma. Hann gerði tvö mörk í 4:0-sigri liðsins á Lecce og er liðið í efsta sæti ásamt Juventus. Batistuta var keyptur frá Fior- entina fyrir tímabilið og þessi mikli markahrókur beið ekki lengi með að skora, gerði fyrra mark sitt skömmu fyrir leikhlé. Juventus vann góðan sigur á Bari þrátt fyrir að senterarnir Al- essandro Del Piero og Filippo Inzaghi væru fjarri góðu gamni, en þeir lágu báðir í flensu. Júgó- slavinn Darko Kovacevic notaði tækifærið, einu sinni sem oftar, og kom Juve yfír eftir tvær mínútur eftir sendingu frá Zinedine Zidane sem gerði sjálfur síðara markið úr vítaspyrnu á síðustu mínútunni. Fatih Terim, þjálfari Fiorentina, andaði léttar þegar flautað var til loka leiks liðsins við Reggina. Allt virtist stefna í annan sigur Regg- ina í jafn mörgum umferðum því liðið lagði Inter Mílan í fyrstu um- ferðinni og kom það virkilega á óvart. Á sunnudaginn kom Mass- imo Marazzina gestunum í 1:0 með marki á 69. mínútu og þannig var staðan allt þar til fjórar mínútur voru eftir. Potrúgalinn Nuno Gom- es jafnaði og Leandro kom heima- mönnum yfir mínútu fyrir leikslok. Inter vann Napoli 3:1 á laugar- daginn og var sigurinn sanngjarn og gerðu leikmenn Inter öll fjögur mörkin því Clarence Seedorf gerði sjálfsmark þegar staðan var 3:0. Það rigndi víða mikið á Italíu um helgina og báru nokkrir leikir Islendingaliðið Lokeren var lánlít- ið á laugardaginn þegar það tap- aði, 1:0, fyrir Charleroi í belgísku knattspyrnunni en Kristján Það hefð! 1 Það Bemburg mmnsta att skdið skrifar jafntefli. Arnar Grétarsson átti annað tveggja bestu færa fyrri hálfleiks en Dudas, markvörður Charleroi, varði naumlega gott skot hans frá vítateig. Sigurmark Charleroi var gullfallegt, beint úr aukaspyrnu á 63. mínútu. I kjölfar- ið fór Árnar Þór Viðarsson af velli þess merki. Brescia, með Roberto Baggio í broddi fylkingar, gerði markalaust jafntefli við Parma en það munaði ekki nema hársbreidd að Diego Fuser næði að skora fyr- ir gestina á síðustu sekúndunum, en gott skot hans fór rétt fram hjá, 12.000 áhorfendum til mikils léttis. Meistarar Lazio unnu sinn fyrsta leik, lögðu Perugia 3:0 á laugardaginn. hjá Lokeren, hann hafði byrjað leikinn vel en virtist þreyttur eftir erfiðan landsleik í síðustu viku. Arnar Grétarsson lék allan leikinn, spilaði boltanum mjög vel og virð- ist stöðugt vera að komast í betra leikform. Club Brugge hélt sigurgöngunni áfram, vann Aalst 2:0 á útivelli, og hefur sigrað í öllum níu leikjum sínum og er með 27 stig. Jan Koll- er tryggði Anderlecht 2:1 sigur á Gent og lið hans er fjórum stigum á eftir Club Brugge. Lokeren er í níunda sæti með 13 stig. Lokeren lánlítið ÆT Þórður var sterkur í fyrsta sigri Las Palmas ÞÓRÐUR Guðjónsson fékk góða dóma fyrir frammistöðu sína síð- ustu 20 mínúturnar með Las Palmas á laugardagskvöldið en lið hans sigraði þá Malaga, 2:1, á heimavelli sínum á Kanaríeyjum í fimmtu umferð spænsku knattspyrnunnar. Með sigrinum komst Las Palmas úr fallsæti deildarinnar upp í það fjórtánda. órður var á varamannabekk Las Palmas eins og í fyrri leikjum liðsins en var skipt inn á þegar 20 mínútur voru eftir, rétt eftir að gestirnir höfðu tekið for- ystuna. A næstu 12 mínútum skor- aði Las Palmas tvívegis og tryggði sér sinn fyrsta sigur á tímabilinu. E1 Mundo Deportivo gaf Þórði 3 í einkunn af 4 mögulegum þótt hann spilaði ekki lengur en raun bar vitni. Oulare og Orlando Suarez skoruðu mörkin en sá síðarnefndi kom inn á rétt á eftir Þórði. Stórveldin Barcelona og Real Madrid hrukku heldur betur í gang eftir misjafnt gengi. Real tók meistara Deportivo Coruna í bak- aríið, sigraði 3:0 og komst í topp- sætið þar sem Celta Vigo gerði að- eins jafntefli heima gegn Alaves, 1:1. Raúl, Fernando Hierro og Tuti skoruðu mörkin fyrir Real Madrid. Barcelona hefur mátt sæta mik- illi gagnrýni að undanförnu og nýi þjálfarinn, Llorenc Serra Ferrer, þótti orðinn valtur í sessi. En í heimsókn sinni til Real Sociedad hrukku Börsungar heldur betur í gang því þeir skoruðu hvorki fleiri né færri en 6 mörk á fyrstu 40 mínútum leiksins. Þeir létu þar við sitja en með þessum 6:0-útisigri lyftu þeir sér upp í sjötta sætið. Rivaldo og Alfonso skoruðu tvö mörk hvor. ÞRIÐJUDAGUR 17. OKTÓBER 2000 B 9 Enski boltinn á mbl.is Nýjar fréttir á hverjum degi. Á íþróttavef mbl.is finnur þú ítarlega umfjöllun um enska boltann og tengingar inn á heima- síður félaganna. Boltaspjaii Umferðirnar Liðin Leikirnir Leikmennirnir Tölfræðin Á íþróttavef mbl.is er einnig að finna skemmtilegan netleik í samvinnu við Ferðaskrifstofu Reykjavíkur. Þar getur þú valið þér þrjá framherja og safnað stigum samhliða því að þeir skora í deildinni. Einnig geta þrír þátttakendur myndað lið og safnað sínum stigum saman. Það er um að gera að vera með frá byrjun til að eiga sem besta möguleika á þeim glæsi- legu vinningum sem í boði eru. Ferð þú á leik með stjörnunum ? Glæsilegir ferðavinningar til Englands á leik í enska boltanum. Glæsilegir ferðavinningar á leik í Meistarakeppni Evrópu. með FERÐASKR FSTOFA REYKJAVÍKUR Vertu með frá byrjun ENSKI B0LTINN Á mbl.is

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.