Morgunblaðið - 17.10.2000, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 17.10.2000, Blaðsíða 12
J -+ Enn stórleikur hiá Ólafi Olafur Gottskálksson átti enn einn stórleikinn í marki Brentford á laugardaginn þegar lið hans vann Peterborough 1:0 í ensku 2. deildinni. ívar Ingimarsson fékk einnig mjög góða dóma fyrir frammistöðu sína í vörn Brentford. Barry Fry, knattspymustjóri Peterborough, hrósaði Olafi sér- staklega eftir leikinn. „Ég hef sjald- an séð markvörð stjóma vítateign- um svona gersamlega eins og Ólafur gerði í dag,“ sagði Fry. „Óli tefldi reyndar tvisvar á tvær hættur þeg- ar hann fór út úr markinu en hann var stórkostlegur og hefur verið frá- bær allt tímabilið,“ sagði Ray Lewington, aðstoðarstjóri Brent- ford, sem stjómaði liðinu í leiknum. Brentford lyfti sér upp í 15. sæti deildarinnar með sigrinum og er nú aðeins tveimur stigum á eftir Stoke sem datt niður í 10. sæti með 2:1- ósigri gegn Swansea í Wales. Stoke réð ferðinni í fyrri hálfleik en seinni hálfleikur var slakur hjá liðinu og Swansea komst í 2:0 áður en Kyle Lightboume skoraði undir lokin. Guðjón Þórðarsoh var mjög óhress með frammistöðu Stoke og sagði við enska fjölmiðla að varnarleikur liðs- ins í seinni hálfleik hefði verið afar slakur. Bjarni Guðjónsson átti góðan leik með Stoke en hann og Brynjar Bjöm Gunnarsson léku allan leik- inn. Mistök Brynjars leiddu af sér annað mark Swansea. Stefán Þ. Þórðarson kom inn á sem varamað- ur hjá Stoke um miðjan síðari hálf- leik. Stoke er nú sjö stigum á eftir liðunum sem eru í 2.-3. sæti en á tvo leiki til góða. Walsall, lið Sigurðar Ragnars Eyjólfssonar, er með fjögurra stiga forystu þrátt fyrir 0:0 jafntefli gegn Bristol City en hann fékk ekki tæki- færi frekar en fyrri daginn. Guðni tryggði Bolton sigur GUÐNI Bergsson tryggði Bolton mikilvægan sigur á Wolves, 2:1, i ensku 1. deildinni i knatt- spyrnu á laugardaginn. Rúmum 20 mínútum fyrir leikslok óð Guðni upp völlinn og eftir gott spil komst hann inn fyrir vörn Uifanna og skoraði af öryggi. Guðni fór af velli skömmu fyr- ir leikslok en hann hafði gert sitt og sigurinn hélt Bolton í þriðja sæti deildarinnar með 24 stig. Heiðar Helguson lagði upp eitt marka Watford sem hélt sigurgöngunni áfram og vann QPR, 3:1. Jóhann B. Guðmunds- son var ekki í 16 manna hópi Watford. Liðið hefur unnið 9 leiki og gert eitt jafntefli, en þótt ótrúlegt megi virðast dugar það ekki til að vera á toppnum. Fulham hefur nefnilega unnið alla 10 leiki sína, Iagði Black- burn 2:1 á sunnudaginn og er með 30 stig. Bjarki Gunnlaugsson er að hrista af sér meiðslin og lék síð- ustu 12 mínúturnar með Preston sem vann Tranmere, 1:0. Nýlið- ar Preston eru í 5. sætinu og næst á eftir kemur fjórða fs- lendingaliðið í deildinni, WBA, sem tapaði heima fyrir Norwich, 2:3. Þar er Lárus Orri Sigurðsson ekki enn farinn að leika með að- ailiðinu en hann hefur nú jafnað sig eftir að hafa slitið krossband í hné í mars. Rautt eftir tvær sekúndur ENSKI knattspyrnudómarinn Pet- er Kearles setti sennilega heims- met um helgina þegar hann rak leikmann af velli þegar aðeins 2 sekúndur voru liðnar af leiknum. Kearles var að flauta til leiks í áhugamannadeild í Englandi þar sem Cross Farm Park Celtic mætti Taunton East Reach Wand- erers. Einn leikmanna Cross Farm, Lee Tood, bölvaði dómaran- um fyrir hve hátt hann blés í flaut- una þegar hann hóf leikinn. Kearl- es var ekki ánægður með þessi viðbrögð, reif upp rauða spjaldið og rak Tood af velli. Ámi Gautur meistari Ami Gautur Ara- son, landsliðs- markvörður í knatt- spymu, varð á sunnu- daginn norskur meist- ari með Rosenborg þriðja árið í röð. Félag hans vann titilinn níunda árið í röð en Þrándheimsliðið hefur borið ægishjálm yfir önnur norsk félög frá árinu 1992. Með þess- um sigri jafnaði Ros- enborg met Glasgow Rangers í Skotlandi en ekkert félag í Evrópu hefur orðið landsmeistari oftar en níu ár í röð. Rosenborg innsiglaði sigur sinn FOLK ■ KARL Þórðarson var valinn leikmaður aldarinnar hjá Skaga- mönnum á uppskeruhátíð Knatt- spyrnufélags IA um helgina. Sig- urður Jónsson varð í öðru sæti og Ríkharður Jónsson í þriðja ■ GUNNLAUGUR Jónsson og Margrét Ákadóttir voru valin leikmenn ársins 2000 í meistara- flokkum karla og kvenna hjá IA. Efnilegust voru valin þau Grétar Steinsson og Elín Anna Steinars- dóttir. ■ RAGNHEIÐUR Stephensen náði sér ekki á strik í iyrsta leik sínum með nýliðum Bryne í norska kvennahandboltanum um helgina. Hún skoraði aðeins eitt mark í ósigri, 23:18, gegn Stabæk, liði Kristjáns Halldórs- sonar. ■ FRIÐRIK Stefánsson tók 17 fráköst og skoraði 11 stig þegar lið hans, Lappeenrannan, mætti Pyrbasket í finnsku úrvalsdeild- inni í körfuknattleik á sunnudag- inn. Lið hans beið lægri hlut, 101:108, og er neðst í deildinni, án stiga eftir sex leiki. ■ GUNNAR Andrésson skoraði 2 mörk fyrir Amicitia sem vann Schaffhausen, 21:18, í svissnesku úrvalsdeildinni í handknattleik á laugardaginn. Amicitia er í 6. sæti með 5 stig eftir 4 leiki og Gunnar hefur skorað 18 mörk í þessum fjórum leikjum. ■ HILMAR Þórlindsson, hand- knattleiksmaður úr Gróttu/KR, missti af sigurleik með félögum sínum á ÍR á laugardaginn - hann var með flensu. ■ STEPHEN Lee, einn fremsti billardspilari Bretiands mun mæta fyrir aganefnd Alþjóða billiardssambandsins 14. nóvem- ber. Við hefðbundið lyfjaeftirlit í ágúst á síðasta ári fannst að hann hefði neytt kannabisefna og þarf hann að svara fyrir þær ásakanir. ■ KANSAS City Wizards varð bandarískur meistari í knatt- spyrnu á sunnudaginn með því að sigra Chicago Fire, 1:0, í úrslita- leik. Danski sóknarmaðurinn Miklos Molnar skoraði sigur- markið. Maður leiksins var valinn markvörðurinn Tony Meola en hann var einnig valinn besti leik- maður deildakeppninnar. ■ HRISTO Stoitchkov, Búlgarinn snjalli, var í aðalhlutverki hjá Chicago Fire en hann hefur sýnt snilldartilþrif með liðinu í vetur og er geysilega vinsæll í Chicago. ■ DAVID Zitelli tryggði Hibemi- an sigur á Rangers, 1:0, í skosku úrvalsdeildinni í knattspyrnu á laugardaginn. Zitelli er ekki vin- sæll hjá stuðningsmönnum Rang- ers því hann skoraði fyrir Stras- bourg frá Frakklandi þegar liðið sló Rangers út úr UEFA-bikarn- um fyrir þremur árum. með glæsibrag en liðið vann Bryne 9:0 á heimavelli sínum, Lerkendal, í næstsíð- ustu umferð úrvals- deildarinnar. Ami Gautur lék á ný í marki liðsins en hann missti af síðustu tveimur deildaleikjum vegna meiðsla. Hann átti frekar náðugan dag eins og tölurnar gefa til kynna en yfir- burðir Rosenborg voru miklir. Bent Skammelsrud varð meistari níunda árið í röð með Rosenborg og er eini leikmaður félagsins sem hefur spilað allan tímann frá 1992. Ríkharður og Tryggvi skoruðu Ríkharður Daðason skoraði mark Viking Stavanger, sem tapaði óvænt fyrir Moss á heima- velli, 1:2. Viking er áfram í öðru sætinu í norsku deildinni, en þarf að vinna Stabæk á útivelli í loka- umferðinni til að halda því. Rík- harður, sem þótti besti leikmaður Viking í leiknum, átti sláarskot 7 mínútum fyrir leikslok en skömmu síðar skoruðu gestirnir sigurmark sitt eftir skyndisókn. Auðun Helga- son lék ekki með Viking. Brann, undir stjórn Teits Þórð- arsonar, vann góðan útisigur á Lilleström, 1:2, og er með sama stigafjölda og Viking í 3. sætinu. Rúnar Kristinsson lék á miðjunni hjá Lilleström en þurfti að fara af velli um miðjan síðari hálfleik vegna nárameiðslanna sem hrjáðu hann í landsleiknum á dögunum. Þar með hrundi leikur Lilleström og Brann gekk á lagið. „Við hefð- um svo sannarlega þurft á Rúnari að halda allan leikinn en því miður gat hann ekki haldið lengur áfram,“ sagði Arne Erlendsen, þjálfari Lilleström. Indriði Sig- urðsson lék ekki með Lilleström, sem er úr leik í baráttunni um Evrópusæti. Tryggvi Guðmundsson skoraði eitt mark og lagði annað upp þegar Tromsö vann Haugesund, 5:2. Tromsö er í fimmta sæti og er í baráttunni um Evrópusæti, eins og Stabæk, sem er í fjórða sæti eftir 4:2 útisigur á Molde. Pétur Mar- teinsson og Marel Baldvinsson gátu ekki leikið með Stabæk vegna meiðsla. Þeir Ríkharður og Tryggvi eru nú jafnir í 3.-4. sæti á listanum yf- ir markahæstu menn í deildinni en þeir hafa skorað 14 mörk hvor. Helstad hjá Brann hefur skorað 16 mörk og Hoseth hjá Molde 15, þannig að báðir íslensku landsliðs- mennimir eiga möguleika á marka- kóngstigninni fyrir lokaumferðina.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.