Morgunblaðið - 18.10.2000, Qupperneq 1

Morgunblaðið - 18.10.2000, Qupperneq 1
BLAÐ ALLRA LANDSMANNA 2000 U MIÐVIKUDAGUR18. OKTÓBER BLAÐ KSI leitar til Jörundar STJÓRN KSÍ hefur ákveðið að leita til Jörundar Áka Sveinssonar uin að hann verði næsti landsliðsþjálfari kvenna í knattspymu í stað Loga Ólafssonar, þjálfara FH, sem hljóp í skarð- ið eftir að Þórði Lámssyni var sagt upp. Jörand- ur framlengdi á dögunum samning sinn við Breiðablik en undir hans sljóm urðu Blikar bæði íslands- og bikarmeistararar í ár. „Það verður væntanlega gengið frá samningi í næstu viku. Jörandur hefur sýnt og sannað að hann er mjög hæfur þjálfari enda náð góðum árangri og okkur þykir hann því vera besti kost- urinn í stöðunni. Hann þekkir kvennaknatt- spyrnuna vel, hefur áhuga á henni og er með mikinn metnað til hennar. Við lítum svo á að það sé mikið mál fyrir kvennaknattspyrnuna að svona aðili sé í þessu starfi,“ sagði Eggert Magn- ússon, formaður KSI, við Morgunblaðið í gær. Vassel kemur ekki til KR KEITH Vassel kemur ekki til KR-inga eins og forráðamenn félagsins höfðu vonast til. Hann gaf félaginu ákveðið afsvar í gær. KR er eina liðið í úrvals- deild karla sem ekki hefur erlendan leikmann innan sinna raða. Heyrst hefur að það sé meðal annars vegna þess að félagið skuidi Körfuknatt- leikssambandinu það mikið að það fái ekki leikheimild fyrir erlendan leik- mann. „Það er rétt að umrætt félag skuid- ar okkur eitthvað, en það er ekki ástæðan fyrir því að það er ekki með erlendan leikmann," sagði Pétur Hrafn Sigurðsson, framkvæmdastjóri KKÍ, spurður hvort þetta væri rétt. „I fyrra voru sett ákvæði í reglur um erlenda leikmenn sem segja að stjórn KKI sé ekki heimilt að veita er- lendum leikmanni keppnisleyfi nema félag það sem sækir um leyfíð fyrir hönd leikmannsins sé skuldlaust við KKÍ. Þetta hefiir gefist mjög vel og tryggir okkur að félögin gera upp við okkur í það minnsta einu sinni á ári,“ sagði Pétur Hrafn. Ingi Þór Steinþórsson, þjálfari meistaraflokks karla, sagði i samtali við Morgunblaðið í gær að nú færu KR-ingar að leita að erlendum manni. „Það var alltaf ætlunin að sjá til fram í nóvember hvernig okkur gengi og Keith [Vassel] hefði ekki komið fyrr en þá. Nú er ]jóst að hann kemur ekki og þá förum við að leita að einhverjum öðrum,“ sagði Ingi Þór. Morgunblaðið/BB Dúfa Dröfn Ásbjömsdóttir hefur staðið í stórræðum að undanförnu. Hún er búin að semja við íslands- og bikarmeistara Breiðabliks í knattspyrnunni og norska meistaraliðið Gimli í körfuboltanum. Dúfa semur við Gimli og Breiðablik Leikur með Noregsmeisturunum í körfuknattleik í vetur og íslands- og bikarmeisturunum í knattspyrnu næsta sumar DÚFA Dröfn Ásbjörnsdóttir, körfuknattleiks- og knattspyrnukona frá Sauðárkróki, stendur í stórræðum þessa dagana. Dúfa hefur varið mark ÍA í knattspyrnunni en er búin að semja við íslands- og bikarmeistara Breiðabliks til tveggja ára, og þá eru samningar hennar við norsku meistarana í körfuknattleik, Gimli frá Bergen, á lokastigi. Dúfa Dröfn er 17 ára gömul, verður átján í desember, og hefur leikið körfuknattleik með Tindastóli á veturna og knatt- spyrnu með IA á sumrin en hún er í unglingalandsliði í Sigurðsson báðum íþrótta- greinum. Hún er annar markvarða unglingalands- liðsins í knattspyrnu sem tekur þátt í milliriðli Evrópukeppninnar á Spáni í lok nóvember og gengið hefur verið frá því í samnings- drögum við Gimli að hún verði laus þaðan til að spila á Spáni. Dúfa lék með unglingalandsliðinu í körfu- knattleik í Svíþjóð í fyrra og líklegast er að áhugi norsku meist- aranna hafi kviknað þegar full- trúar þeirra sáu til hennar þar. „Við vitum í raun ekki hvernig þeir komust á snoðir um hana. Það kom bara tilboð frá Noregi og nú er aðeins eftir að ganga frá smá- atriðum í sambandi við samning hennar við Gimli. Að öllu óbreyttu fer hún til Noregs fyrir næstu helgi en norska deildin byrjar 28. október," sagði Steinunn Hjartar- dóttir, móðir Dúfu, við Morgun- blaðið í gær. Tímabilinu í Noregi lýkur í mars og þá kemur Dúfa heim og tekur til við æfingar með Breiðabliki. Frá því hefur verið gengið að hún geti æft knattspyrnu í Bergen með úrvalsdeildarliðinu Björnar í vetur þannig að hún ætti að koma heim í góðri æfingu. Hjá Breiðabliki mun Dúfa keppa við sjálfan landsliðsmarkvörðinn, Þóru B. Helgadóttur, um stöðuna. Þóra er í námi í Bandaríkjunum og verður því ekkert með fyrr en í byrjun íslandsmóts og fer utan nokkru áður en því lýkur þannig að Dúfa fær að öllu óbreyttu tals- verð tækifæri með Kópavogsliðinu. Dúfa lék með Tindastóli í 1. deildinni í körfuknattlpik á síðasta vetri og var þá þriðji stigahæsti leikmaður liðsins með 152 stig í 19 leikjum. I knattspyrnunni hefur hún leikið í hálft þriðja ár með ÍA og hefur spilað 32 leiki í efstu deild með félaginu. Hún spilaði með stúlknalandsliðinu á síðasta ári og unglingalandsliðinu í ár. KNATTSPYRNA: ÍSLAND MEÐ í UMSÓKN UM EM 2008 / C3

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.