Morgunblaðið - 18.10.2000, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 18.10.2000, Blaðsíða 4
Ungur keflvískur markvörður með atvinnumannatilboð frá Englandi Að mörgu SNORRA Birgissyni, 16 ára markverði ár Keflavík, hefur verið boðinn atvinnumanna- samningur hjá enska úrvals- deildarliðinu Charlton Athletics. Snorri segir samninginn spenn- andi en ætlar að íhuga málið vel áður en hann tekur ákvörðun. „Eg er eiginlega að melta þetta ennþá, það var talað um að ég hefði samband við þá í gær eða í dag en ætli ég reyni ekki að fá smáfrest enda talað um að ég fari út um áramétin ef ég sam- þykki tilboðið. Þetta er stér ákvörðun enda er ég ungur og mun ræða þetta vel við foreldra mína,“ sagði Snorri í samtali við Morgunblaðið. Hann sagði samninginn freist- andi og spennandi, en hann þyrfti að hyggja að mörgu. „Ég er ekki nema 16 ára og er nýbyrjaður í Fjölbraut við Ár- að hyggja múla þar sem ég er á félags- fræðibraut. Ef af þessu yrði þá er um að ræða fullan atvinnu- mannasamning þannig að það eru engir skélasamningar inni í myndinni. Ég yrði þá að halda áfram námi með fjartækni eða einhverju slíku og ég veit ekki hvernig það gengi með því að æfa á fullu með félaginu. Ég neita því hins vegar ekki að þetta er freistandi samningur, bæði út frá íþréttinni sem slíkri og eins fjárhagslega," sagði Snorri. Hann lék í sumar með 2. og 3. flokki Kefiavíkur en hann er á siðara árinu í þriðja flokki. I fyrrasumar lék hann hins vegar með Víkingum frá Ólafsvfk í meistaraflokki og stéð sig vel. Hann lék tvo landsleiki í sumar með ungmennalandsliðinu skip- uðu leikmönnum 16 ára og yngri. Walsall vildi ekki lána Sigurð ENSKA 2. deildarliðið Walsall fékk um helgina beiðnir frá tveimur félög- um um að fá framherjann Sigurð Ragnar Eyjélfsson leigðan í mánaðartíma. Það voru 3. deildar liðið Kidd- erminster og skoska 1. deildar liðið Airdrie sem vildu fá Sigurð leigðan, en Paul Taylor framkvæmda- stjéri Walsall neitaði báðum liðum. Sigurður er á sölu- lista hjá félaginu sem vill fá pening fyrir leikmanninn. Walsall er því ekki á þeim buxunum að leigja hann í bili. Brentford, lið þeirra ív- ars Ingimarssonar og Ólafs Gottskálkssonar, hefur einnig fylgst náið með Sig- urði en ekki boðið í hann enn sem komið er. Guðmundur hættir í KR GUÐMUNDUR Benediktsson, knattspyrnu- maður, mun yfírgefa herbúðir íslandsmeist- ara KR þegar samningur hans við félagið rennur út um áramótin. Samningaviðræður á milli Guð- mundar og rekstarfélags KR sigldu í strand en eins og Morgunblaðið greindi frá á dögunum hafn- aði Guðmundur nýjum samningi frá KR-ingum og gerði gagntilboð. „KR hafnaði þessu gagntilboði frá mér og þar með var ekki annað að gera en að slíta þessum við- ræðum,“ sagði Guðmundur í samtali við Morgun- blaðið. Samkvæmt heimildum Morgunblaðsins átti nýr samningur KR við Guðmund að fela í sér lækkun á ýmsum liðum og það sætti Guðmundur sig ekki við. Guðmundur er 26 ára gamall og hefur leikið í 6 ár með KR-ingum en hann kom til liðs við KR frá Þór á Akureyri árið 1995. Af þeim 110 leikjum sem Guðmundur hefur spilað í efstu deild eru 91 fyrir KR og mörkin 36 en hann skoraði 4 íyrir Þór í 19 leikjum. Guðmundur varð tvívegis íslands- meistari með KR, 1999 og 2000 og bikarmeistari árin 1995 og 1999. Hann var kjörinn leikmaður ársins af leikmönnum í lokahófi KSÍ á slðsta ári. Líklegast að ég spili heima En hvað tekurnúna viðhjá Guðmundi? „Ég mundi segja að það sé langlíklegast að ég spili áfram hér heima. Nokkur félög hafa haft samband við mig og vonandi get égákveðið sem fyrst til hvaða félags ég fer. Það er best fyrir alla aðila. Ég er svo sem ekki alveg búinn að afskrifa útlönd en þessi mál komast vonandi á hreint mjög fljótlega," sagði Guðmundur. Þar með er ljóst að KR-ingar missa tvo af sín- um bestu framherjum en sem kunnugt er fer Andri Sigþórsson til austurríska liðsins Salzburg eftir áramót. Meistararnir eru því farnir að leita fyrir sér að leikmönnum til að fylla skörð þeirra. Stjörnumaðurinn Veigar Páll Gunnarsson er einn þeirra leikmanna sem KR hefur rætt við og komi ekkert út úr ferð hans hjá norska liðinu Strömsgodset er líklegt að semji við vesturbæj- arliðið. ■ ALONZO Mouming, miðherjinn kröftugi, leikur ekkert með Miami Heat í NBA-deildinni í körfuknatt- leik í vetur. Mouming er með nýmasjúkdóm og þarf að fara í sex mánaða meðferð vegna hans. ■ ANDY Cole komt í gegnum æf- ingu hjá Manchester United í gær og þar með er hann klár í slaginn gegn PSV í meistaradeildinni í kvöld. Cole lék ekki með United gegn Leicester á laugardag vegna ökklameiðsla og var óttast að hann gæti ekki leikið. United ætti þar með að geta stillt upp sínu sterkasta lið en David Beckham og Gary Nev- ille hafa báðir náð sér af meiðslum. ■ GUÐMUNDUR Viðar Afefeogfé- lagar í Malmö voru einni mínútu frá því að tryggja sér sæti í sænsku úr- valsdeildinni í knattspymu um síð- ustu helgi. Þeir gerðu þá jafntefli við Átvitaberg á útivelli, 3:3, og heimaliðið jafnaði metin mínútu fyr- ir leikslok._ ■ MALMÖ hefði komist upp með sigri en liðið á tvo leiki eftir og dug- ar tvö stig í viðbót til að fylgja Djur- gárden upp. Guðmundur, sem er 19 ára og lék alla leiki 21 árs landsliðs- ins í ár, hefur leikið flesta leiki Malmö í ár en hann hóf leikinn á varamannabekknum og kom inn á eftir rúman hálftíma. ■ LANDSKRONA, sem er með Grétar Hjartarson í láni frá Lille- ström, er í þriðja sæti og getur enn farið upp fyrir Malmö. Landskrona burstaði Brage, 5:0, en Gunnar Sig- urðsson lék í marki Brage. Grétar lék síðustu 10 mínútur leiksins og skoraði ekki. ■ ENSKA 1. deildarliðið Preston, lið Bjarka Gunnlaugssonar, hefur fengið þýska framherjann Eric Meijer að láni frá Liverpool í mán- uð. Meijer er ætlað að fylla skarð Steve Basham sem fótbrotnaði í leik með Preston um síðustu helgi. ■ MANCHSTER City mun í dag ganga frá kaupum á Richard Dunn, 21 árs gömlum varnarmanni frá Everton. City greiðir 370 milljónir fyrir Dunn sem er írskur landsliðs- maður og mun hann skrifa undir fimm ára samning við félagið. ■ LÍBERÍUMAÐ URINN George Weah mun skrifa undir eins árs samning við franska 1. deildarliðið Marseille í vikunni. Weah sagði skfl- ið við Manchester City á mánudag- inn en kappinn var ósáttur við að fá ekki að spila meira.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.