Morgunblaðið - 18.10.2000, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 18.10.2000, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 18. OKTÓBER 2000 C 3 ÍÞRÓTTIR ísland með í umsókn um EM2008 NORÐURLANDAÞJÓÐIRNAR eru farnar að undirbúa fyrir alvöru sameiginlega umsókn um að halda úrslitakeppni Evrópumóts - landsliða í knattspyrnu árið 2008. ísland er með í þeim undirbún- ingi þó Ijóst sé að einungis yrði leikið í hinum fjórum löndunum, Noregi, Danmörku, Svíþjóð og Finnlandi, því fyrirhugað er að þing UEFA, Knattspyrnusambands Evrópu, yrði haldið hér á landi í tengslum við keppnina. ida sínum, Robert Pires, eftir að Pires jafnaði metin fyrir Arsenal gegn Lazio á Ólympíuleikvanginum í skildu jöfn og þar með tryggði Arsenal sér sæti í 16-liða úrslitum meistaradeildarinnar. Eftir Víði Sigurðsson Fyrsti fundur undirbúningsnefndar var haldinn í Kaupmannahöfn í síðustu viku og Eggert Magnússon, formaður KSÍ, sat hann fyrir íslands hönd. Þar var Pertti Alaja, iyrrum lands- liðsmarkvörður Finna og núverandi framkvæmda- stjóri finnska knattspymusambands- ins, ráðinn framkvæmdastjóri nefnd- arinnar. Hann heíúr störf 1. janúar og verður með aðsetur í Helsinki. Norðurlöndin en ekki Skandinavía , J>að urðu ákveðin tímamót á þess- um fúndi því þama var tekið af skarið um að sótt yrði um keppnina sem „EM á Norðurlöndum“ en ekki „EM í Skandinavíu". Þar með erum við orðn- ir virkir þátttakendur í þessum undir- búningi, ásamt Færeyingum. Við lögð- um mikla áherslu á að þing UEFA yrði haldið hér á landi ef Norðurlöndin fengju keppnina. Okkar vallarskilyrði eins og þau em í dag gera okkur ekki kleift að halda hluta keppninnar hér á landi en það er mjög spennandi kostur að fá þingið til okkar. Það verður kynnt sem „sérstök upplifun" að fara til íslands en þingið fer fram í tveggja daga hléinu á milli undanúrslitaleikj- anna og úrslitaleiksins. Svona þing er mjög stórt í sniðum og eflaust kæmu ___ Undirbúningur handknattleikslandsliðsins fyrir HM í Frakklandi Frakkar koma og þátt taka í móti á Soáni NÚ erfarið að skýrast hvernig undirbúningi íslenska landsliðsins í handknattleik fyrir HM í Frakklandi verður háttað og virðist sem leikir liðsins fyrir keppnina verði sex eða átta. Landsliðið leikur sinn næsta landsleik 6. janúar gegn Frökkum, sem koma í heim- sókn til íslands. Þá verða liðnirtíu mánuðirfrá síðustu landsleikj- unum, sem fóru fram í Svíþjóð 9. og 10. mars sl. - leiki sem Svíar unnu 28:18 og 30:24. Þeir leikmenn sem valdir verða í hópinn og búa hér á landi hefja æfingar 18. desember og æfa saman hér á landi fram að ára- mótum. Strax eftir áramótin koma þeir leikmenn sem leika erlendis til liðs við hópinn og æfir hann fram að þremur landsleikjum við Frakka, sem verða hér á landi 6., 7. og 9. janúar. Að þeim leikjum loknum verður haldið til Spánar þar sem liðið tek- ur þátt í fjögurra landa móti 11. til 15. janúar. Vonir standa til að Bandaríkjamenn komi til landsins og leiki tvo leiki 17. og 18. janúar. Liðið heldur síðan til Frakklands 21. janúar og leikur fyrsta leikinn við Svía í Montpellier þriðjudaginn 23. janúar. í A-riðli eru auk íslands og Svíþjóðar lið Portúgals, Mar- okkó, Egyptalands og Tékklands. Fjórar efstu þjóðirnar í hverjum riðli komast áfram og verða leikir með útsláttarfyrirkomulagi eftir þetta. Af þessu má sjá að leikir liðsins verða í mesta lagi átta og ef leik- irnir við Bandaríkin detta upp fyrir verða þeir aðeins sex. Frakkar bjartsýnir fyrir HM Frakkar eru bjartsýnir á að vel takist til hjá þeim með framkvæmd HM í handknattleik í janúar á næsta ári og segja þeir að nú þegar séu þeir búnir að selja 70% þeirra miða sem í boði verða en talið er að 150.000 áhorfendur eigi eftir að sjá leikina. Frakkar eru í B-riðli ásamt Arg- entínu, Kúveit, Alsír, Brasilíu og Júgóslavíu og fer riðillinn fram í Nantes. Framkvæmdanefndir Al- bertville og Marseilles hafa barist undanfrarna mánuði um að fá Frakkana til sín að riðlakeppninni lokinni og nú hefur verið ákveðið að franska liðið fari til Albertville. Búast má við að Frakkar verði í öðru af tveimur efstu sætunum í B- riðlinum og þar sem Islendingar eru í A-riðli, sem leikur í kross við B-riðilinn, má gera ráð fyrir að ís- lenska liðið fari til Albertville verði það í 3. eða 4. sæti en til Marseilles verði það í öðru af tveimur efstu sætunum. Hinar tvær borgirnar sem keppt verður í eftir riðla- keppnina eru Toulouse og Amné- ville les-Thermes. Undanúrslita- leikirnir, leikurinn um 3. sætið og úrslitaleikurinn verða síðan í París. hingað 500 tíl 1.000 manns í tengslum við það,“ sagði Eggert Magnússon við Morgunblaðið í gær. Þegar Evrópukeppnin var haldin í Hollandi og Belgíu í sumar tók Lúx- emborg þátt með því að halda UEFA- þingið. Fjarlægðin til íslands var í fyrstu talin standa í vegi fyrir því að hægt væri að halda þingið hér, en eftir að bent var á að það tæki ekki lengri tíma að fljúga til Islands en það tók þingfulltrúa að fara með rútu frá Hol-,- landi til Lúxemborgar í sumar var sá ágreiningur úr sögunni. Hlutur Færeyinga í keppninni hef- ur ekki verið ræddur ítarlega en að sögn Eggerts er sú hugmynd uppi að þar verði haldin ráðstefna dómara í tengslum við keppnina. Rússar yrðu skæðir keppinautar Umsóknarfrestur um keppnishald- ið rennur út á árinu 2002 og ákvörðun um keppnisstað verður tekin ári síðar. Reiknað er með umsókn frá Rússum, ' sem eru taldir mjög skæðir keppinaut- ar, og þá er búist við því að Austurríki, Ungverjaland og Króatía sendi inn sameiginlega umsókn. Fyrirhugað er að leika einn riðil í hveiju landi og skipta síðan útsláttar- leikjunum á milli þeirra en úrslitaleik- urinn færi fram á Nya Ullevi- leikvanginum í Gautaborg. í öllum fjórum löndunum eru eða verða leik- vangar sem rúma minnst 30 þúsund áhorfendur og á Nya Ullevi er reiknað með að verði rúm fyrir 55-60 þúsund áhorfendur þegar byggingu hans er endanlega lokið. Auk hans bjóða Svíar upp á Rásunda í Stokkhólmi sem tek- ur 37 þúsund mannsog eru tilbúnir til að stækka völlinn í Malmö sem tekurj, dag 25 þúsund. Finnar eru með Ól- ympíuleikvanginn í Helsinki sem tek- ur 40 þúsund áhorfendur og ráðgera að byggja nýjan 30 þúsund manna völl í Tammerfors. í Noregi mun endurbyggður Ulle- vál rúma 30 þúsund manns. Danir hafa Parken sem rúmar 42 þúsund, endur- byggður Bröndby-völlm-inn mun rúma 30 þúsund, og þá er fyrirhugað að byggja 30 þúsund manna völl í Heming eða Árósum á Jótlandi. Til samanburðar rúmar Laugardalsvöll- urinn 7 þúsund áhorfendur í sæti og talsverða endurbyggingu þarf á hon- um til að hann verði samkeppnishæfur fyrir keppnina. Dikembe Mutombo með malaríu DIKEMBE Mutombo, leikmaður Atlanta Hawks í bandarísku NBA- deildinni í körfuknattleik, greindist með vægt tilfelli af malaríu- sjúkdóminum í gær. Mutombo var nýlega á ferð í heimalandi sínu Kongó og er talið að hann hafi smitast af sjúkdóminum þar. Mutombo verður frá keppni í tvær til þijár vikur sem er mun skemmri tími en hjá Alanzo Mourning sem tilkynnti Pat Riley, þjálfara liðsins, í gær að hann myndi ekki leika með Miami Heat í vetur vegna sjaldgjæfs nýrnasjúkdóms. Mutombo og Mourning léku saman í Georgetown-háskólanum í Washington á sínum tíina. NÁMSKEIÐ UM ÍÞRÓTTALÆKNISFRÆÐI Heilbrigðisráð íþrótta- og Ólympíusambands íslands heldur námskeið um íþróttalæknisfræði dagana 26.-28. október næstkomandi. Námskeiðið er einkum ætlað læknum, sjúkraþjálfurum og íþróttaþjálfurum og er haldið með styrk frá Ólympíusamhjálpinni (Olympic Solidarity). Á námskeiðinu verður m.a. fjallað um meiðsli, forvarnir, endurhæfingu, áreynsluastma, íþróttasálarfræði, „teipingar", átröskun, hreyfingu, heilsufar og lyfjamál. Gestafyrirlesari verður dr. Jón Karlsson, prófessor við Sahlgrenska háskólann (Gautaborg. Skráning fer fram á skrifstofu (Sf, (þróttamiðstöðinni Laugardal, sími 581 3377. Þátttökugjald er kr. 1.000. Heilbrigðisráð ÍSÍ. Þing UEFA verður haidið hér á landi

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.