Morgunblaðið - 18.10.2000, Síða 2

Morgunblaðið - 18.10.2000, Síða 2
2 C MIÐVIKUDAGUR 18. OKTÓBER 2000 KNATTSPYRNA Meistaradeild Evrópu í knattspyrnu Markaregn í Madrid EVRÓPUMEISTARNIR Real Madrid frá Spáni tryggðu sérfyrst allra liða sæti í 16 liða úrslitum meistaradeildar Evrópu ásamt löndum sínum frá Valencia og enska liðinu Arsenal. Real Madrid vann Bayer Leverkusen á heimavelli með fimm mörkum gegn þremur í miklum markaleik og Real getur ekki endað neðar en í öðru sæti A-riðilsins. Valencia lauk keppni í C-riðli með fullt hús stiga eftir 1:2 sigur á útivelli í gegn Lyon frá Frakklandi. Robert Pires tryggði Arsenai jafntefli gegn Lazio með marki á 88. mínútu eftir að Pavel Nedved hafði komið Lazio yfir í fyrri hálfleik. ÚRSLIT KNATTSPYRNA Meistaradeild Evrópu A-RIÐILL Real Madrid - Leverkusen...........5:3 Guti (3. 65.), Helguera (24.), Raul (75.), Figo (88.) - Brdaric (19.), Kirsten (55.), Rink (78.) Sporting Lissabon - Spartak Moskva.0:3 Dimas (16. sjálfsmark), Titov (52., 67.) RealMadrid.......4 3 10 11:7 10 Spartak Moskva.... 4 3 0 1 8:2 9 Leverkusen.......4 1 0 3 8:12 3 Sporting.........4 0 1 3 5:11 1 B-RIÐILL: Lazio - Arsenal..................1:1 Nedved (24.) - Pires (88.) Shakhtar Donet.sk - Sparta Prag..2:1 Gleveskas (35.), Zubov (87.) - Jarosik (16.) Arsenal 4 3 1 0 7:3 10 Lazio 4 2 1 1 7:3 7 Sparta Prag 4 1 0 3 4:8 3 Donetsk 4 1 0 3 6:10 3 C-RIÐILL: Hcerenveen - Olympiakos...........1:0 Jensen (82.) Lyon - Valencia...................1:2 Marlet (90.) - Sanchez (45.), Baraja (85.) Valencia..........4 4 0 0 6:2 12 Olympiakos........4 2 0 2 5:4 6 Lyon..............4 1 0 3 5:6 3 Heerenveen........4 1 0 3 2:6 3 D-RIÐILL: Sturm Graz - Mónakó.................2:0 Schoop (40.,88.) Rangers - Galatasaray...............0:0 Rangers..........4 2 11 8:3 7 Galatasaray......4 2 11 6:7 7 SturmGraz........4 2 0 2 5:10 6 Mónakó...........4 1 0 3 7:6 3 England 1. deild: Barnsley - Tranmere..............1:1 Birmingham - Stockport...........4:0 Bolton - Nottingham Forest.......0:0 Burnley - Sheffield Wed..........1:0 Grimsby - QPR....................3:1 Portsmouth - Crewe...............2:1 Preston - Norwich................1:0 Sheffield United - Huddersfield..3:0 Watford - Gillingham.............0:0 WBA-Wolves.......................1:0 2. deild: Boumemouth - Wigan...............0:0 Brentford - Colchester...........1:0 Bristol Rovers - Rotherham.......1:1 Cambridge - Stoke................1:1 Millwall - Bristol City..........1:1 Notts County - Bury..............1:0 Oldham - Wycombe.................2:0 Oxford - Luton...................0:0 Port Vale - Northampton..........2:2 Reading - Wrexham................4:1 Swansea - Swindon................0:0 Walsall - Peterborough...........1:1 Skotland St. Johnstone - Celtic...........0:2 BLAK l.deild karia ÍS - Þróttur R..3:0 (25:23,25:12,25:22) l.deildkvenna ÍS - Þróttur R..3:0 (25:12,25:23,25:21) IKVOLD KÖRFUKNATTLEIKUR 1. deild karla: Höllin: Armann/Þróttur - Stjaman.20 HANDKNATTLEIKUR 1. deild karla: Nissan-deildin: Hlíðarendi: Valur-KA..........20 Real Madrid fékk óskabyrjun gegn Bayer Leverkusen á heimavelli sínum Bernabeu þegar Guti skoraði fyrsta mark kvöldsins á 3. mínútu. Eftir markið slökuðu Evrópumeistaramir aðeins of mikið á og Leverkusen jafnaði leikinn á 19. mínútu með skallamarki frá Thomas Brdaric en Ivan Helguera kom Real aftur yfir sex mínútum síðar. Ulf Kirsten jafnaði leikinn með öðru skallamarki Bayern á 55. mínútu. Guti og Raul skoruðu næstu tvö mörk Real Madrid með 10 mínútna millibili um miðjan síð- ari hálfleik og staðan 4:2. Þjóðverj- amir gáfust ekki upp og komust aft- ur inn í leikinn með marki frá varamanninum Paulo Rink á 78. mínútu en dýrasti knattspymumað- ur heimsins í dag, Luis Figo, bætti við fimmta marki Real á 88. mínútu úr vítaspyrnu og sigurinn var í höfn. Lið Spartak frá Moskvu vann sannfærandi 3:0 sigur á útivelli gegn Sporting Lissabon í Portúgal. Fyrsta mark Rússanna var sjálfs- mark varnarmanns Sporting. Peter Schmeiehel kom engum vörnum við þegar Egor Titov skoraði næstu tvö mörk gestanna og kollegi hans í marki Spartak sá við mýmörgum marktækifærum leikmanna Sport- ing og átti stórleik. Pires jafnaði rétt fyrir leikslok Það stefndi allt í sigur Lazio sem lék á heimavelli gegn Arsenal í B- riðli er skammt var til leiksloka. Pavel Nedved hafði hafði komið lið- inu yfir með marki á 24. mínútu. Skotið frá Nedved fór í vamarmann og breytti um stefnu og John Lukic sem stóð í marki Arsenal átti ekki möguleika að ná til knattarins. Frakkinn Robert Pires nýtti sér vel óvenjuleg mistök varnarmannsins sterka, Alessandro Nesta, á 88. mínútu og jafnaði leikinn með góðu skoti yfir Angelo Peruzzi markvörð Lazio og tryggði Arsenal sæti í 16 liða úrslitum keppninnar. Shakhtar Donetsk frá Úkraínu vann sinn fyrsta sigur í meistara- deildinni er liðið vann Sparta Prag frá Tékklandi með tveimur mörkum gegn einu og bæði liðin hafa 3 stig eftir 4 leiki og hafa sáralitla mögu- leika á að komast áfram úr B-riðli. Valencia með fullt hús stiga Valencia var eitt þriggja liða sem komið er áfram í 16 liða úrslit keppninnar og hefur nú fullt hús stiga eftir 4 leiki. Spænska liðið tap- aði í úrslitaleik keppninnar gegn Real Madrid í vor og með 2:1 úti- sigri á franska liðinu Lyon er Val- encia á góðri siglingu í C riðli. Markahæsti leikmaðurinn í spænsku knattspymunni, Juan Sanches, skoraði fyrsta mark leiks- ins og Ruben Baraja bætti við öðm marki fyrir gestina á 85. mínútu. Steve Marlet minnkaði muninn fyr- ir Lyon á lokamínútu leiksins og Lyon hefur nú tapað síðustu þrem- ur leikjum sínum í keppninni. Hollenska liðið Herenveen vann sinn fyrsta sigur í C-riðli er liðið mætti gríska liðinu Olympiakos og það var Daniel Hansen sem skoraði BJARKI Gunnlaugsson var hetja liðs Preston í gærkvöldi en hann tryggði sínum mönnum sigurinn gegn Norwich í ensku 1. deildinni í knattspyrnu. Bjarki, sem er nýbyrjaður að spila eftir meiðsli, kom inn á sem varamaður á 78. mínútu og skoraði eina mark leiks- ins á lokamínútunni. Bjarki fékk sendingu frá Hollendingnum Eric Meijer, lánsmanni frá Liverpool, og skoraði með föstu skoti. Watford missti af toppsætinu Watford missti af tækifærinu til að skjótast í toppsætið þegar liðið fékk Gillingham í heimsókn. Þrátt fyrir góð færi sem Heiðar Helgu- son og félagar hans sköpuðu sér tókst þeim ekki að skora frekar en gestunum. Heiðari var skipt út af á lokamínútunni en Jóhann B. Guðmundsson var ekki í hópnum. Bolton og Nottingham Forest gerðu sömuleiðis 0:0 jafntefli. Guðni Bergsson gat ekki leikið vegna meiðsla í nára. Lárus Orri Sigurðsson var ekki í leikmannahópi WBA sem hafði betur gegn Wolves, 1:0. Fulham er sem fyrr efst í 1. deild með 30 stig, Watford er í öðru sæti með 29 stig, Birming- ham er með 26 og síðan koma Bol- ton og Preston með 25 og 24 stig. eina mark leiksins á 82. mínútu. Mónakó steinlá í Austurríki Miðvallarleikmaðurinn Markus Schopp var í aðalhlutverki kvöldsins í Austurríki þegar hann skoraði bæði mörk Sturm Graz í 2:0 sigri liðsins á frönsku meisturunum frá Mónakó. Sigur austurríska liðsins kemur nokkuð á óvart þar sem Mónakó vann fyrri leik liðanna með fimm mörkum gegn engu. Schopp kom Sturm Graz yfir á 40. mínútu og leikmenn Mónakó áttu mun meira í leiknum það sem eftir lifði leiks en Schopp bætti við öðru marki tveimur mínútum fyrir leiks- lok og útlitið er nokkuð dökkt hjá Mónakó sem vermir neðsta sæti D- riðilsins. A Ibrox-vellinum í Glasgow tóku Rangers á móti tyrkneska liðinu Galatasaray sem eru núverandi Evrópumeistarar bikarhafa. Leik- urinn endaði með markalausu jafn- tefli og staðan í D riðli er mjög opin, Rangers og Galatasaray eru jöfn í efsta sæti riðilsins með 7 stig og Sturm Graz kemur þar á eftir með 6. Dick Advocaat, þjálfari Rangers, sagði eftir leikinn að leikmenn sínir hefðu leikið vel og skapað sér mun fleiri marktækifæri en gestirnir. Mircea Lucescu, þjálfari tyrkneska liðsins, var sáttur við stigið og kenndi slæmum aðstæðum um að leikurinn var lítið fyrir augað en úr- hellisrigning var í Glasgow á meðan leikurinn fór fram. Lærisveinar Guðjóns misstu af dýrmætum stigum í 2. deildinni missti Stoke af dýrmætum stigum og ljóst er að lærisveinar Guðjóns Þórðarsonar þurfa að taka sig á ef liðinu á að takast að komast í 1. deildina. Stoke fékk á sig mark úr víta- spyrnu á síðustu mínútu leiksins gegn Cambridge og lokatölur urðu 1:1. Peter Thorne skoraði mark Stoke á 41. mínútu leiksins. Brynj- ar Björn Gunnarsson lék allan leikinn, Bjarna Guðjónssyni var skipt út af á 88. mínútu og Stefán Þórðarson fór af velli á 76. mínútu. Ólafur Gottskálksson hélt marki Brentford hreinu annan leikinn í röð er liðið lagði Colchester, 1:0, með marki á lokamínútu leiksins. ívar Ingimarsson lék eins og Ólaf- ur allan leikinn fyrir Brentford. Sigurður Ragnar Eyjólfsson var ekki í leikmannahópi Walsall sem gerði jafntefli gegn Peterborough. Walsall er í toppsætinu með 28 stig, Stoke er í 10.-11. sæti ásamt Brentford með 17 stig. I skosku úrvalsdeildinni náði Celtic fimm stiga forkoti á toppi deildarinnar með 2:0 sigri gegn St.Johnstone. Joos Valgaeren og Henrik Larsson skoruðu mörk Celtic sitt í hvorum hálfleik. Golfklúbbur Reykjavíkur auglýsir laust til umsóknar starf golf kennara wmtá Golfkennari hefur yfirumsjón með allri golfkennslu á golfvöllum Golfklúbbs Reykjavíkur í Grafarholti og á Korpúlfsstöðum. Æskilegt er að umækjendur hafi PGA menntun og reynslu af golfkennslu. Umsóknir sendist til framkvæmdastjóra Goifklúbbs Reykjavíkur, Grafarholti/Korpúlfsstöðum, pósthólf 12068,132 Reykjavík. Umsóknarfrestur er til 10. nóvember. Stjórn Golfklúbbs Revkiavíkur. Bjarki með sigurmark MORGUNBLAÐIÐ Frakkinn Thierry Henry fagnar hér ian Róm í gærkvöldi. Liðin mmmmmmmmmmmmmmmmmmaammmmummtmm Sijja ekki afram áHM SILJU Úlfarsdóttur, fijálsíþróttakonu úr FH, tókst ekki að komast áfram í undanúrslit í 400 metra hlaupi í gær á heimsmeistaramóti unglinga í Suður- Ameríku. Mótið, sem fram fer fram í borginni Santiago í Chile, er ætlað keppendum sem fæddir eru árið 1981 og 1982 og hljóp Silja í 2. riðli og á 3. braut. Silja kom í mark á tímanum 54,40 sekúndum og varð 18. í röðinni af þeim 25 keppendum sem luku keppni en 16 keppendur komust áfram í undanúrslit. Silja var talsvert frá srn- um besta árangri sem jafnframt er Is- landsmet í flokki kvenna 19-20 ára, 54,97 sekúndur. „Ég var ekki sátt við einbeitinguna hjá mér fyrir hlaupið og meðan á því stóð. Undanfama daga hefur verið að myndast meiri andleg spenna í kringum þetta hlaup og það var eins og líkaminn hafi ekki verið til- búinn í átökin, þetta small einfaldlega ekki saman hjá mór. Núna er 400 metrunum lokið en ég er ánægð með viðbragðið í 400 metrunum sem gefur mér aukið sjálfstraust í 200 metra hiaupið á fimmtudag og þar ætla ég mér að komast áfram í undanúrslit, “ sagði Silja í samtali við Morgunblaðið í gær. Þess má geta að íslandsmet Guð- rúnar Amardóttur í greininni frá ár- inu 1997 er 52,83 sekúndur. Ingi Sturla Þórisson, sem er einnig úr FH, keppir í tveimur greinum í kvöld að ís- lenskum tíma. Ingi hleypur 110 metra grindahlaup kl. 19.35 og síðan 400 metra hlaup kl. 20.50. i

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.