Morgunblaðið - 20.10.2000, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 20.10.2000, Blaðsíða 3
MXJRGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 20.: OKTÓBER 2000 D[ | 3 BÍÓBLAÐIÐ Unforgiven: Eastwood ogGene Hackman með Óskarsverðlaunin fyrir meistaraverk leikstjórans. True Crime: Misráðin spennumynd. Perfect Worlcl: Þrátt fyrir nærveru Kevins Costners tókst Eastwood ekki vel upp í þessari mynd. Nýi smellurinn. Space Cowboys: Eastwood (yst t.h.) með James Garner, Tommy Lee Jones og Donald Sutherland. In the Line Of Rre: Eastwood með Rene Russo íprýðilegri spennu- mynd. Absolute Povver: Eastwood með gomlum félaga úr Unforgiven. Gene Hackman. m ««. Eftir 22 bíómyndir sem leikstjóri, 12 sem framleióandi og vel á sjöunda tug leikhlutverka stendur Clint Eastwood á enn einum hátindinum. Nýjasta mynd hansT Geimkúrekarnir, sýnir lítil ellimörk á þessari helstu goösögn bandarískra kvikmynda og hefur verið ein mesta aö- sóknarmynd vestra undanfarnar vikur. Árni Þórarinsson skrifar um einstæöan feril Eastwoods en Geimkúrekarnir verð- urfrumsýnd hérlendis 27. október ROWDY Yates hét hann, kú- rekinn sem Clint Eastwood gerði frægan og gerði Clint Eastwood frægan. Hár og grannur og lágmæltur í leikstíl sín- um, ef leikstíl skyldi kalla, svipbrigð- in fá og andlitið í senn harðneskjulegt og viðkvæmnislegt. Þannig steig Eastwood fram á sjónarsviðið í einni best skrifuðu sjónvarpssyrpu Banda- ríkjanna, Rawhide, sem lék um skjái á árunum 1959 til 1966 og sagði frá kúrekaflokki Gils Favors, leiknum af Eric Fleming, sem rak beljuhjörð frá Texas til Kansas og lenti í alls kyns ævintýrum á þeirri löngu leið. Nú leikur Eastwood lausum hala sem geimkúi-eki í Space Cowboys, í félagi við nokkra prýðilega samtíðarmenn sína, James Garner, Donald Suther- land og Tommy Lee Jones og slær í gegn eina ferðina enn. Drengjalegt andlit Rowdy Yates hefur fyrir löngu vikið fyrir rúnaristum misjafnrar lífsreynslu. En glettnin í svipbrigða- leysinu og reisnin í limaburðinum er til marks um mann sem stoltur getur litið yfu- farinn veg. Clint Eastwood hefur hægt og bítandi og af stakri hógværð vaxið úr samanbitinni töff- arahetju í flinkan leikstjóra í hinni epísku bandarísku hefð og á köflum metnaðarfullan listamann. Það blés ekki byrlega í byrjun. Clinton Eastwood jr. fæddist á krepputímum, 31. maí árið 1930 og þvældist æskuárin með bensínaf- greiðslumanninum föður sínum um alla vesturströndina. Clinton yngri náði sjaldnast að vera í sama skólan- um lengur en eina önn í einu og eftir að hann útskrifaðist úr gagnfræða- skóla vann hann um hríð í sama starfi og faðirinn, eða sem skógarhöggs- maður eða verkamaður í stálbræðslu. Hann gekk í herinn en ekkert varð af þátttöku hans í Kóreustríðinu; hann var í fríi þegar flugvélin sem hann var í hrapaði í Kyrrahafið og East- wood synti sex kílómetra til lands. Þá var hann gerður að sundkennara annarra hermanna. Tveir félagar hans í hernum voru leikararnir David Janssen (Flóttamaðurinn) og Martin Milner og þeir hvöttu hann til að reyna fyrir sér í leiklistinni. Honum skolaði á land í Hollywood órið 1954, 24 ára að aldri, og náði samningi hjá Universal, lék aukahlutverk í mynd- um á borð við Franeis In the Navy, Revenge Of the Creature, Tarantula og First Traveling Saleslady. Hann missti vinnuna þegar einhverjir yfir- menn Universal komust að þeirri nið- urstöðu að barkakýli hans væri of stórt! ■ Nafnlausi maðurinn: Hvessir augu og fýlirgrön... Hann gafst ekki upp, vann fyrir sér með því m.a. að grafa sundlaugar fyrir stjömur sem hann átti síðar eft- ir að skáka af hvelfingunni. Árið 1959 fékk hann, þrátt fyrir likamslýti og vegna þess að einhverjum stjóranum fannst hann líta út eins og kúreki, annað aðalhlutverkið í Rawhide og náði þokkalegum frama í sjónvarpi. Þegar hann átti frí frá Rowdy Yates í nokkrar vikur árið 1964 tók hann að sér hlutverk í hraðsoðnum ítölskum vestra, Hnefafylli af dollurum - A Fistful of Dollars eftir Sergio Leone. Hann gerði það sér til afþreyingar og fyrir túkalla, en vissi ekki fyrr en myndin hafði gert hann heimsfræg- an. Nafnlausi maðurinn verður nafn Eastwood lék aðalhlutverkið í Hnefafylli af dollurum með saman- bitnu og svölu kæruleysi. Persónan „nafnlausi maðurinn" var ískaldur harðjaxl, hvessti augun undir slút- andi hattbarði, beit á jaxlinn, fýldi grön og tuggði svarta vindla, elding- arsnöggur með skammbyssuna, sem hann skaut af til hægri og vinstri en samt eftir eigin siðalögmálum. Þessi persóna og sérstæður stíll og hand- bragð Leones, auk seiðmagnaðrar tónlistar Ennios Morrecones, gerðu Hnefafylli af dollurum að vinsælda- smelli um allan heim. Næsta sutnar, 1965, hélt því Eastwood aftur til ítal- íu, smeygði sér að nýju í herðaskjól nafnlausa mannsins og þeir Leone gerðu tvær myndir til viðbótar, myndir sem sköpuðu nýtt hugtak í kvikmyndasögunni - spaghettivestr- ann. Fyrir nokkra dollara í viðbót - For a Few Dollars More og Hinn góði, hinn vondi og hinn ljóti - The §nSlai Good, the Bad And the Ugly voru, eins og fyrsta myndin, í raun og veru skopstælingar á gömlu bandarísku vestrunum en höfðu slík áhrif að síð- an hafa þær sjálfar verið skopstæld- ar. Upphefð sú, sem nú mætti East- wood í Bandaríkjunum, kom því að utan. Hann notfærði sér nýjá víg- stöðu af klókindum og tók að sér hlutverk af ýmsu og ólíku tagi. Mestu máli skipti þó það samstarf sem tókst með honum og gamalreyndum leik- stjóra, Don Siegel. Það hófst með löggumyndinni Coogan’s Bluff (1968), vestranum Two Mules For Sister Sara (1970) og bar ríkulegan ávöxt í The Beguiled (1971), einni bestu mynd Siegels og helsta leika- freki Eastwoods fram að þessu. Hann leikur hermann í borgarastríð- inu sem særður er færður til umönn- unar í kvennaskóla og veldur þar miklu fjaðrafoki. Þetta er lágstemmd mynd á yfirborðinu en undir krauma ástríður og ógnir. The Beguiled, sem Eastwood metur enn mest af verkum sínum, náði ekki almannahylli en það gerði svo um munaði önnur mynd, sem þeir Siegel gerðu þetta sama ár, 1971. Dirty Harry markaði ekki ós- vipuð tímamót á ferli Eastwoods og spaghettivestrar Leones höfðu áður gert. Hlutverk harðsoðnu löggunnar Harry Callaghan, sem ekki skirrist við að útrýma illþýði með hvaða ráð- um sem er („Go ahead, punk, make my day“, er fleyg setning úr mynd- inni), var ætlað Frank Sinatra en þegar sá bláeygi var nógu bláeygur til að hafna því stökk Eastwood til á síðustu stundu. Og sér ekki eftir því. Dirty Harry gat af sér fjórar fram- haldsmyndir, sem reyndar þynntust út smám saman, og lagði grunninn að nýrri tegund af harðsoðnum löggu- myndum. Leikstjórinn stígur fram Dirty Harry markaði óbeint önnur tímamót fyrir Eastwood. Þegar Don Siegel veiktist í nokkra daga meðan tökur stóðu yfir hljóp hann sjálfur í skarðið og leikst'ýrði atriðinu þar sem ein persónan hyggst fremja sjálfsvíg með því að stökkva niður af húsi. Og 1971 var stórt og annasamt ár hjá Eastwood; hvernig sem hann fór að því leikstýrði hann sinni fyrstu mynd, spennutryllinum Play Misty For Me. Þar sýndi hann strax drjúga hæfi- leika í mögnun óhugnaðar og laðaði fram eftirminnilegan leik hjá Jessica Walter í hlutverki galins aðdáanda útvarpsmanns, sem Eastwood lék sjálfur. Og lærifaðirinn Don Siegel tók að sér hlutverk barþjóns. Næstu fimmtán árin var Eastwood vinsælasta kvikmyndastjama heims og leikstýrði og framleiddi fjölda mynda hjá eigin fyrirtæki, Malpaso. Skipta má myndunum gróflega í þrennt. Eastwood játaði skuld sína við Leone með sérstæðum, stílfærð- um vestrum, High Plains Drifter (1973) og Pale Rider (1985), en gerði einnig einkar fallegan, hefðbundinn, epískan hefndarvestra The Outlaw - Josey Wales (1976). Hann leikstýrði nokkrum jaðarkómedíum og lék í sumum sjálfum, en engin þeirra er sérlega eftirminnileg (Breezy, Hon- ky Tonk Man, Bronco Billy, t.d.). Og hann lék áfram harðjaxla af ýmsum toga í spennumyndum, sem sumar SÍMASKRÁp ÞJÓÐSKRÁp VEFSÍÐUSKRÁp PÓSTNÚMERASKRÁ, NETFANGASKRÁ. torgis ÍSLENSKA UPPHAFSSÍBANI

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.