Morgunblaðið - 20.10.2000, Síða 5

Morgunblaðið - 20.10.2000, Síða 5
mórgiIneilaðíð FÖSTIÍÍ)X'rtl!R 2t). OKTÓBER 2000 D BÍÓBLAÐIÐ Frumsýning /stjörnu- bíó frumsýnir bandarísku gamanmyndina Lúöann eða Losermeð Jason Biggs og Mena Suvari. Astir lúðanna Lúðinn: Jason Biggs og Mena Suvari í aðalhlutverkunum. Gamanmynd Amy Heckerling: Jason Biggs í titilhlutverki iúðans. PAUL Tannek (Jason Biggs) leikur námfúsan námuverkamann sem kemur úr smábæ. Hann hefur orð- ið þess heiðurs aðnjótandi að fá skólastyrk við New York-háskóla. Paul er góðhjartaður en svolítið aulalegur í útliti og klæðaburði. Hann gengur t.d. með veiðihúfu öllum stundum. Skólafélagar hans gera grín að honum, segja að hann hafi fengið húfuna hjá framleið- endum Fargo. Paul verður hrifinn af Dóru Dia- mond (Mena Suvari), sem verður draumastúlkan í lífi hans. Verra er að hún er bálskotin í bókmennta- kennaranum Edward Alcott (Greg Kinnear). Dóra er í slæmum mál- um þar sem hún er nánast blönk, hefur hvergi samastað og Edward notfærir sér hana út í ystu æsar. En svo hittast Paul og Dóra á dýraspítala fyrir hreina tilviljun og viti menn, það neistar á milli þeirra. Þau hjálpast að á öllum vígstöðvum, Paul fær að vita hverju hann á að klæðast og Dóra fær að gista hjá honum í staðinn. Þannig er söguþráðurinn í bandarísku gamanmyndinni Loser eða Lúðinn sem frumsýnd er í dag í Stjörnubíói. Leikstjóri er Amy Heckelring, sem ekki er óvön ungl- ingakómedíunni, en með aðalhlut- verkin fara Jason Biggs og Mena Suvari. „Myndin fjallar um tvær pers- ónur sem trúa á sjálfa sig og ákveða að snúa baki við fólki sem aðeins notfærir sér þær,“ segir Amy um innihald myndar sinnar. „Eg ætla að gera það sama við há- skólann og ég gerði við mennta- skólann í Clueless. Eg hafði mjög gaman af því að gera hana en eftir kvikmyndina og sjónvarps- þáttaröðina sem fylgdi í kjölfarið langaði mig að gera eitthvað sem snerti meira mína eigin reynslu." Og áfram heldur hún: „Þegar ég var i háskóla vissi ég ekki að ég væri unglingur. Eg var bara ein- hver sem vann mér inn peninga til þess að borga skólagjöldin. Líf mitt snerist eingöngu um peninga í þá daga og þess vegna ákvað ég að segja sögu tveggja einstaklinga sem ekki hafa efni á að fá sér nýja hluti og falla ekki inn í hópinn. Þetta er fólkið sem ekki er boðið í partíin. Lúði er einhvers konar andstæða að því leyti við Clue- less.“ Jason Biggs, sem síðast lék í American Pie, hrósar leikstjóra sínum. „Amy skilur okkur betur en við gerum sjálf og það gerir þessa mynd svo frábæra. Ég veit ekki hvað Amy er gömul, en ég held að hún sé ennþá mikill unglingur í sér. Hún er bara svo svöl og skemmtileg." Mena Suvari, sem lék svo eftir- minnilega í Amerískri fegurð, er sammála Biggs en uppáhalds- myndir hennar eru einmitt Heckelring-myndirnar Fast Times at Ridgemont High og Clueless. Lúðinn Leikarar: Jason Biggs, Mena Suvari. Leikstióri: Amy Heckelring (Fast Times at Ridgemont High, Look Who’s Talking, Johnny Dangerously, Clueless). P® 1 i ■ fiji l s n ,THE PEOI unipc nuiiiL ARDS Besta evrópska leikstjórann árið 2000 Besta evrópska leikarann 2000 Bestu evrópsku leikkonuna 2000 mhl.is og evrópska kvikmyndaakaclemían bjóða nú íslendingum í þriðja sinn að taka þátt í atkvæðagreiðslunní í þremur eftirsóttustu verðlaunaflokkum Evrópsku kvikmyndaverðlaunanna 2000. Greiðir þú atkvæði á mbl.is eöa fyllir út neðangreindan atkvæðaseðil áttu möguleika á að vera við verðlaunaafhendinguna sem fer fram í París 2. desember nk. Myndii sem koma til greina verða að hafa verið frumsýndar á tímabilínu 1. nóvember ‘99 til 31. október '00. EUROPEAN ACADEMY F I L M ********* ALtlANCE ATLAHTtS ■ ARTHUR AHDERSEH LLP ■ ARTISAN ENTERTAINMEHT - BUENA VISTA INTERNATIONAL LE STUDI0 CANAL CREATIVE ARTIST AGENCY 8CCA) • J&M ENTERTAINMENT KIN0WEIT MEDIEN AG MEDUSA FILM S.P.A. ■ MGM-UA ■ M0RGUNBLA0IÐ (ICELAND) NEW LIFE INTERNATIONAl LAUREN FILMS SA PARAM0UNT SKY M0VIES S0GEPAQ SA ■ S0NY PICTURES ENIERTAINMENT STADTSPARKA5SE KÖLN ■ IFl INfERNATlONAL TIME WARNER TWENTIETH CENTURY FOX ■ UFA FIIM & TV PR00UKTI0N UIP UNIVERSAl PICTURES TAKTU ÞÁTT M£Ð ÞVf AÐ FYLLA ÚT MEÐFYLGJANDI ATKVÆDASEÐIL EÐA FARBU Á NETIÐ: Ul 1’ > VAL FÓLKSINS 2000 - ATKVÆÐASEÐILL EVRÓPSKU KVIKMYNDAVERÐLAUNIN Á

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.