Morgunblaðið - 20.10.2000, Side 8

Morgunblaðið - 20.10.2000, Side 8
8 D FÖSTUDAGUR 20. OKTÓBER 2000 BÍÓBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ Sagt er um Walt Disney aö hann hafi ekki fundið upp teiknimyndina heldur skilgreint hana. Svo mikiö er víst aö hann framleiddi þá fyrstu oggeröi teiknimyndaformið að stóriðnaöi og milljaröaviöskiptum, skrifar Sæbjörn Valdimarsson. Eftirlætísverkefnið og það metnaðarfyllsta var Fant- asía (’40), en nýlega hófust hérlendis sýningar á fram- haldi hennar, sem beðið hafði verið með eftirvæntingu í hálfa öld. Walt Disney lagði grundvöllinn að einu voldugasta fjölmiðlaveldi samtímans, gladdi hjörtu bama í öll- um aldurshópum með uppfinningum sínum, þar sem Mikka mús ber hvað hæst í fjölskrúðugri flóru teikni- myndafígúra. Hann „fann upp“ skemmtigarða einsog við þekkjum þá; mótaði framtíðina á ýmsa lund. Walt Disney var af aldamótakyn- ^slóðinni síðustu, fæddur í Chicago ár- ið 1901. Faðir hans var lánlítill draumóramaður sem eyddi ævinni í mislukkaðar auðgunartilraunir. Aður en Walt hélt 16 ára að heiman tíl að þjóna fóðurlandinu í fyrra stríði hafði hann komist að því að hægt var að flýja harðneskju föður síns og ann- arra með því að stunda listnám. Sem leiddi til að ungi maðurinn settí upp teiknistofu í Kansas City er stríðinu lauk. Þar uppgötvaði hann teikni- myndagerðina, nýtt listform og tækni, hvetjandi fyrir ungan hæfi- leikamann og metnaðarfúllan, sem þráði að verða föðurbetrungur. Hið nýja form bauð upp á nýjan heim og nýja möguleika. Hitchcock v lét einhvem tímann svo ummælt: „Walt getur einfaldlega strikað út leikara sem honum líkar ekki við“ og ekki laust við að kenndi öfundar í röddinni. Teiknarinn var afskiptur inni í miðju landi og málin þróuðust ekki af krafti fyrr en hann fluttíst til Los Angeles. Þar stofnaði hann fyrir- tæki með eldri bróður sínum, Roy, sem sá um fjármál og aðra veraldlega hluti. A teikniborðinu tókst ekki betur til en svo að fyrstu fígúrunni hans, Ós- valdi kanínu, var stolið. Sem varð til i þess að músin sem öskraði spratt fram á borðið. Borubrattur, jafnvel illa innrættur á köflum í fyrstu útgáf- unum, en jafnan snjall við að leysa vandamálin; Mikki mús varð tákn hinnar óbugandi bandarísku þjóðar- sálar í miðjum þrengingum krepp- unnar miklu. Mikki mús varð lands- frægur, síðar heimsfrægur, með sínum kostum og göllum og teikni- myndin var komin til að vera. Disney Frá Mikka mús til Walt Disney, Mlkki ogAndrés: Skemmtun við alþýðuhæfi. varð fyrstur til að bjóða slfkt verk í fullri lengd, með tilheyrandi tónum og tali. Frá listrænu sjónarhomi var fjórði áratugurinn besti tími Walts. Nýtti sér litina jafnskjótt og hljóðið. Náði að laða að sér og þjálfa góðan kjama lista- og tæknimanna. í litla kvik- myndaverinu hans þróaðist teikni- myndin hratt í þá vem sem hún er í dag og hefur nafn hans jafnan staðið fyrir því besta til þessa dags og öllum merkustu nýjungum á sviði tækninn- ar. Þegar hann hætti öllu sínu til að gera fyrstu löngu teiknimyndina, Mjallhvít og dvergana sjö (’38), reyndist það engin áhætta er á hólm- inn var komið. Myndin hlaut frábær- ar viðtökur, jafnvel í hópi gáfu- og menntamanna, sem töldu hana mann- bætandi á sinn jákvæða, bamalega hátt. Öðru máli gegndi með hinn dökk- leita Gosa (Pinocchio) (’40) og Fanta- siu (’40), en Walt ákvað meðan á gerð hennar stóð að hún yrði aðeins sú fyrsta af mörgum sem áttu að flétta Maestro MTT FE HVAR SEM ÞÚ ERT Reuters Michael Eisner: Flinkuren harðsvíraður kaupsýslumaður. saman teiknimyndagerð og sígilda tónlist. Hún hlaut hins vegar vonda dóma og trega aðsókn. Menningarvit- arnir sögðu hana barmafulla af lág- kúm en tæknilega þótti hún og þykir enn, nánast fullkomin. A fimmta áratugnum fóru að verða umtalsverð stakkaskiptí. Til þess tíma hafði Walt stjómað kvikmynda- verinu einsog ríki sínu. Hafði yfímm- sjón og síðasta orðið um útlit mynd- anna sem bám (og bera til þessa dags) nafn hans og undirskrift. Fyrir- tækið óx og dafnaði og það kallaði á fórnir. Varð að treysta á aðra í aukn- um mæli. Walt fylgdist grannt með hvað var í uppsiglingu í iðnaðinum og var einn sá fyrsti sem skildi og notfærði sér möguleika sjónvarpsins. Um svipað leyti (’55) hófst hann handa með skemmtigarðana, sem í dag skila fyr- irtækinu hvað mestum tekjum. Þeir em mikið til byggðir á draum- og framtíðarsýn þessa eina manns. Sjálfsagt hefur Walt verið ham- ingjusamur maður um það leyti sem hann féll frá, aðeins 65 ára gamall. Stjómaði ekki aðeins sínu farsæla lífi heldur milljóna annarra, beint og óbeint, um allan heim. Sums staðar ráku þó menn upp ramakvein, líkt og í Svíþjóð, þar sem hinn sósíal- demóktratíski tvískinnungur hefur jafnan séð skrattann í öllu mögulegu sem ómögulegu ef það kemur að vest- an (að undanskildum útflutningstöl- unum). Djöfulskap kapítalismans tókst þeim að heimfæra uppá Andrés önd og félaga. Sem er afrek útaf fyrir sig. Gott ef Drési, Goofy, Mína og Mikki em ekki bannfærð þar líkt og soraklám. Til marks um jákvæð áhrif fígúranna um heim allan má nefna að eitt af góðskáldum okkar, Þórarinn Eldjám, ortí ljóðabálk sem heitir Disneyrímur og gefín var út á bók á sínum tíma. Walt lagði alla tíð mikla áherslu á að allt sem nafn hans tengdist flokk- aðist undir hreint og ómengað skemmtiefni fyrir fjölskylduna. Ein- kunnarorð hans voru að: „Færa al- menningi hamingju." í þeim anda var fyrirtækið rekið á meðan hann var við stjómvölinn og talsvert á annan ára- tug eftir hið ótímabæra fráfall hans. Banameinið var krabbamein sem vís- indunum hefur ekki enn tekist að vinna á og því skipaði milljarðamær- ingurinn svo fyrir að skrokkurinn yrði hraðfrystur með lækningu í huga í fyllingu tímans. Eftír 1980 þótti eigendum Disney, sem þá var orðið hlutafélag, tímabært að fara inná fleiri svið kvikmynda; gerðar en bama- og fjölskylduefnis. I því skyni vom tveir nýir framleiðslu- armar settir á laggimar: Touchstone og Hollywood Pictures. Ein fyrsta mynd Touchstone vai- gamanmyndin Splash (’84), með Tom Hanks og Dar- yl Hannah, sem sló ærlega í gegn þótt ýmsum þætti nóg um striplið í mynd frá Disney-veldinu. Touchstone hefur gengið vel allar götur síðan. Öðm máli gegnir um Hollywood Pictures, saga þess var lengst af hálfgerð hrak- fallasaga. Enn rneiri breytingar hafa orðið á fyrirtækinu eftír að Michael Eisner tók við stjómartaumunum á síðasta áratug. Hægt og sígandi hefur hann gert fyrirtækið að einu af þremur langvoldugustu fjölmiðlaveldum sam- tímans, með anga sína um allan heim. (Hin tvö em News Corp og AOL- Time/Wamer). Á hans valdaskeiði hefur The Walt Disney Company vaxið fiskur um hrygg og keypt fjölda annarra fyrirtækja. Líkt og keppina- utinn Miramax, sem einbeitir sér að gerð listrænna mynda með góðum árangri, ABC sjónvarpsstöðvamar og ekki síst stutt við bakið á endur- komu teiknimyndanna stóm, sem komu fyrirtækinu á koppinn. Eisner hefur sannað sig sem frá- bær kaupsýslumaður og stjómandi. Hann er einnig harðsvíraður og margir telja hann kaldrifjaðan ná- unga sem sé jafn víðsfjarri ímyndinni sem Walt og Roy stofnuðu og byggðu upp og hugsast getur. Er menn leiða hugann að fyrirtækinu muna þeir ekki lengur Mikka mús en þess betur nafna hans, Eisner. Gámngamir fóm að kalla þetta fyrram tákn sóma- kærrar barna- og fjölskylduskemmt- unar, Mouschwitz (!) Á meðan hluthafamir gleðjast er allt í þessu fína. Eisner fékk annan, útsmoginn viðskiptajöfur sér til halds og trausts fyrir fáeinum ámm. Sá var enginn annar en Michael Ovitz, stofn- andi og eigandi CAA, öflugustu um- boðsskrifstofu skemmtanaiðnaðarins. Það reyndist ekki pláss fyrir báða, Ovitz varð að játa sig sigraðan í nýja starfinu sem snarsnerist uppí harðs- víraða valdabaráttu þar sem Eisner gætti þess að enginn skyggði á geisla- bauginn hans. Það reyndist ekki erfitt fyrir Ovitz að lúffa, þar sem hann fékk tæpar 600 milljónir dala fyrir vikið. Maður reynir ekki einu sinni að margfalda þá tölu með 80. Ráðríki og að því er sumir segja, of- sóknaræði Eisners, varð einnig til þess að Jerry Katzenberg, yfirmaður teiknimynda- og kvikmyndadeildar- innar, varð að taka pokann sinn. Með dágóða summu, eftir að hann vann skaðabótamál við fyrirtækið uppá hundmð milljónir dala. Katzenberg stofnaði óðar nýjasta dreifirisann í Hollywood, DreamWorks, ásamt Spielberg og hljómplötukónginum David Geffen, og ekki gott að segja hvaða langtímaáhrif það hefur á Disn- ey-fyrirtækið. Það veltir í dag einum 23 milljörðum grænna Bandaríkja- dala, svo það má við smá mótlæti! Ef við víkjum í lokin aftur að Fanta- síu, þá hefur nýja myndin verið í hálfa öld í smíðum. Fremsta verk Walts þótti ekki beysið er það var framsýnt árið 1940, en hefúr verið að sækja í sig veðrið allar götur síðan. í dag er gamla Fantasía talin sígilt verk og myndin búin að sldla auðlegð í kassann. Sú nýja, sem er að langmestu leytí fmm- samin, hefur einnig átt við nokkrar fæðingarhríðir að etja. Framtíðin mun skera úr um hvort saga hennar verður jafn farsæl og fyrirrennarans. L0WD0W Sigríður Dogg Auðunsdóttir Ásjóna er nóg Þaö erhuggun harmigegn aö vita aö breski leikstjórinn Ter- ence Davies haföi ekki hug- mynd um hver Gillian And- erson varþegarhann réö hana í aöalhlutverk nýjustu myndar sinnar, The House ofMirth, eóa Húsgleöinnar, sem byggö er á samnefndri skáldsögu Edith Wharton. Því fyrir áhorfendanum er og veröur Gillian Anderson alltaf drottning hins dularfulla - skeptískur rannsóknarlögreglu- maöur, sem hefur sérhæft sig í aö koma upp um leyndarmála geimvera. Því er óneitánlega erfitt aðsjáhanafyrirsérí hlutverki heföarkonu í New York, snemma á tuttugustu öldinni og skal þaö fyllilega viðurkennast, aö égfór full fordóma aö sjá nýjustu bresku frumsýningarmyndina að þessu sinni. Davies fannst Gillian And- erson minna sig á persónu úr John Singer Sargent málverki en hann haföi leitað lengi aö leikkonu sem uppfyllti þaö skilyröi til að farið meö hlutverk hinnar 29 ára gömlu Li- ly Bart. Gillian And- Davies erson: Fyrri hafði aldrei störf skemma. séöTheX- Files, vegna þess aö hann trúir ekki á hiö yfirskilvitlega og velur vandlega það efni sem hann horfir á í sjónvarpi. Hinn sér- viskufulli leikstjóri haföi líklega sömuleiðis litla hugmynd um hverjir meöleikarar GillianAnd- erson í House ofMirthe ru, þeir Dan Aykroyd og Eric Stoltz, en það skiptir ekki jafn miklu máli í þessu tilfelli. Ég á hins vegar erfitt meö að gera upp hug minn um hverjum kenna eigi um, Anderson, Dav- ieseöa söguhöfundinum, Wharton, hve auðvelt er að missa þolinmæðina gagnvart aöalsöguhetjunni áöur en langt er liðið á myndina, því hún virö- ist ekki geta gert upp hug sinn um hvaöa mann hún eigi að velja. Þaö er sömuleiöis erfitt að finna til samkenndar meö þeim sem hafnarað minnsta kosti Ijórum mönnum sem hafa upp á aö bjóöa gott ríkidæmi og góöa stöóu - og eru meira aö segja nokkuð myndarlegir aö auki - og hafna þeim einfald- lega af þeim sökum aö hún geti llklega gert betur! Terence Davies hefur sagt að hann sjái fjölmargar tilvísanir í nútímann í hinni aldargömlu skáldsögu. Því er ég ekki sam- mála enda eiga nútíma samfé- lagsheföir lítiö sameiginlegt með þvt samfélagi sem dregið er upp í myndinni. Myndin er fýrst og fremst skemmtileg af- þreying og veisla fyrir augað - það skal henni taliö til tekna. Það er þvf synd hve fyrri störf aöalleikkonunnar ná aö skemma annars góðan efnivið. Því var ekki valin þroskaöri og reyndari leikkona í hlutverkið sem annars gæti skapaö mun margbrotnari, óútreiknaniegri ogflóknari karakteren ella? Út- litiö lýsir greinilega ekki innri manni í þessu tilfelli og hefði Davies betur látiö af kröfum sín- um um ásjónu aöalleikonunnar og þess í staö látiö hæfileika ráða valinu.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.