Morgunblaðið - 24.10.2000, Side 4
4 B ÞRIÐJUDAGUR 24. OKTÓBER 2000
HANDKNATTLEIKUR
MORGUNBLAÐIÐ
Fram slapp
með skrekkinn
Sókriin ekkert
augnayndi
Góð vörn Framara
Það var fyrst og fremst góður
varnarleikur Framara sem færði
þeim sigurinn. Flöt og hávaxin 6:0-
vörn þeirra var lengst af mjög
traust með þá Guðlaug Arnórsson,
Inga Þór Guðmundsson og Gunnar
Berg Viktorsson sem bestu menn.
Sóknarleikur þeirra bláklæddu var
hins vegar ekkert til að hrópa húrra
fyrir. Hann var á köflum vandræða-
legur og hnoðkenndur og á því
þurfa Framarar að ráða bót á.
Ljósu punktararnir í sóknarleikn-
um var frammistaða Hjálmars Vil-
hjálmssonar sem skoraði sex mörk,
sum með miklum þrumufleygum, og
Róberts Gunnarssonar línumanns
sem ávallt stendur fyrir sínu.
Mosfellingar mistækir
um að spila afar illa. Menn börðust
ekki og voru að gera mikið af mis-
tökum. í hálfleik töluðum við um
að við ættum heilmikið inni og
náðum að mestu að fylgja því eftir
sem við ætluðum að gera.
Þegar upp er staðið byrjuðum
við of seint og það gengur ekki
upp að mæta í Framhúsið og ætla
að spila af 50% getu í 30 mínútur.
Betra liðið vann í þessum leik,
Framarar börðust í 60 mínútur en
ekki við,“ sagði Asgeir Sveinsson,
aðstoðarþjálfari Aftureldingar, við
Morgunblaðið eftir leikinn. Að-
sjmrður um atvikið í lokin sagði
Asgeir: „Eg man ekki eftir að hafa
séð oft dæmt á að maður stígi inn í
teiginn en ég vil ekki tjá mig
meira um það.“
leik en fram að því hafði Aftureld-
ing aðeins skorað fimm mörk. Mos-
fellingar tóku of seint við sér í
seinni hálfleik en þeir sýndu þá sitt
rétta andlit, fóru að berjast og taka
á Frömurum í vörninni og voru
hársbreidd frá því að snúa töpuðum
leik sér í vil. Gintas Galkauskas hélt
sínum mönnum á floti í fyrri hálf-
leik en í þeim síðari vöknuðu Gint-
aras og línumaðurinn Magnús Már
Þórðarson af værum blundi. Horna-
spil Mosfellinga var lélegt og til að
mynda komst Páll Þórólfsson ekki á
blað en það er leikmaður sem vana-
lega skilar sæmilegum skammti af
mörkum fyrir sitt lið.
Við vorum að spila nokkuð góða
vörn en í síðari hálfleik misst-
um við mikið menn útaf og fyrir
vikið kom los á vörnina. Við vitum
að sóknarleikur okkar er ekkert
augnayndi en við eigum eftir að
slípa hann til þegar á veturinn líð-
ur og laga margt, meðal annars ég
sjálfur. En meðan vörnin heldur
erum við nokkuð sáttir. Við vorum
heppnir að klúðra þessu ekki niður
í lokin þegar þeir fengu dæmt
vítakastið. Maður veit að þessi
regla er til í lögunum en ég hef
ekki oft séð reyna á hana,“ sagði
Björgvin Björgvinsson, leikstjórn-
andi Framara, í samtali við Morg-
unblaðið eftir leikinn.
Við komum einfaldlega ekki til-
búnir til fyrri hálfleiksins og vor-
FRAMARAR tylitu sér í toppsætið í 1. deild karia í handknattleik
þegar þeir iögðu Aftureldingu, 25:24, í leik sem einkenndist af
mikilli baráttu og pirringi leikmanna jafnt sem forráðamanna.
Mosfellingar, sem áttu undir högg að sækja allan tímann, fengu
kjörið tækifæri til að knýja fram framlenginu þegar þeir fengu
dæmt vítakast 20 sekúndum fyrir leikslok. Bjarki Sigurðsson,
þjálfari og leikmaður Aftureldingar, framkvæmdi vítakastið og
skoraði en dómarar leiksins dæmdu það ógilt og vildu meina að
Magnús Þór Þórðarson hefði stigið innfyrir punktalínuna áður
en boltinn fór f mark Framara. Heimamenn fengu því dæmt
aukakast, náðu að halda boltanum út leiktímann og tryggja sér
sigurinn og Framarar því með fullt hús stiga eftir fimm umferðir.
Guðmundur
Hilmarsson
skrifar
Fram og Afturelding eru tvö
þeirra liða sem spáð er vel-
gengni í vetur en handboltinn sem
þessi tvö lið buðu
upp á í Safamýrinni
reis ekki ýkja hátt.
Framarar lögðu
grunn að sigri sínum
í fyrri hálfleiknum. Þeir náðu mest
sex marka forskoti og héldu undir-
tökunum allt þar til 7 mínútur voru
til leiksloka. Þá minnkuðu Mosfell-
ingar muninn í tvö mörk, 23:21, og
þegar tvær mínútur voru til leiks-
loka munaði aðeins einu marki,
25:24, þegar Bjarki Sigurðsson
skoraði úr vítakasti. Framarar
misstu knöttinn 35 sekúndum fyrir
leikslok, Mosfellingar geystust í
sókn og Hjörtur Arnarson fiskaði
vítakast 20 sekúndum fyrir leikslok.
Bjarki skoraði úr vítakastinu en
eins og áður er lýst var markið
dæmt af og Framarar hrósuðu
happi og tveimur dýrmætum stig-
vikið misstu Mosfellingar Framara
of langt fram úr sér. Leikur þeirra
lagaðist til muna þegar Bjarki Sig-
urðsson kom inná eftir 24 mínútna
Mér er til efs að lið Aftureldingar
hafi gert eins mörg mistök í einum
hálfleik og það gerði í fyrri hálf-
leiknum gegn Fram. Hver sóknin á
fætur annarri rann út í sandinn
vegna klaufalegra mistaka og fyrir
Morgunblaðið/Golli
Hjálmar Vilhjálmsson lék vöm Aftureldingar oft grátt og skoraði sex mörk.
Batamerki hjá Blikum
„EINI Ijósi punkturinn í þessum leik hjá okkur er að við unnum og
fengum okkar fyrstu stig í vetur,“ sagði Magnús Sigurðsson, leik-
maður Stjörnunnar, eftir 29:26-sigur á Breiðabliki í Ásgarði á
sunnudag. Magnús, sem hefur ekki getað tekið að fullu þátt í
leikjum Stjörnunnar í vetur vegna meiðsla, lék sinn fyrsta heila
leik og virðist vera búinn að ná sér að fullu. „Ég tognaði aftan í
læri í lok ágúst og hef ekki getað beitt mér að fullu en þetta hélt í
kvöld. Ég átti von á því að sigur okkar myndi verða stærri en
kannski er það einmitt orsök þess að það tókst ekki, við fórum
ekki í þennan leik af nægilega mikilli alvöru,“ sagði Magnús.
Leikur Stjörnunnar og Breiða-
bliks var ágætlega leikinn og
það eru greinileg batamerki að sjá
á leik liðsins frá því
í fyrstu leikjunum.
Blikarnir sitja þó
sem fyrr á botni
deildarinnar, ásamt
nágrönnum sínum úr HK, og eru
bæði lið án stiga. Blikarnir byrjuðu
leikinn heldur betur en heimamenn
og höfðu forystuna allt fram undir
miðjan hálfleik þegar Stjömumenn
Ingibjörg
Hinriksdóttir
skrifar
jöfnuðu og náðu eins marks forskoti
og .fór þar fremstur i flokki Birkir
ívar Guðmundsson markvörður
sem oft varði frábærlega. En Blik-
arnir voru mjög ákveðnir og jöfn-
uðu leikinn í 13:13 fyrir leikhlé.
Stjörnumenn hafa sjálfsagt verið
teknir rækilega í bakaríið í leik-
hléinu því það var algjörlega nýtt
lið sem mætti til leiks eftir hlé.
Eduard Moskalenko, sem ekki tók
þátt í leik liðsins í fyrri hálfleik,
mætti til leiks og við það batnaði
leikur Garðbæinga til muna. Á
sama tíma gætti taugaveiklunar í
leik Breiðabliks sem glutraði bolt-
anum frá sér þrisvar sinnum í röð í
stöðunni 16:14 en Björgvin Rúnars-
son skoraði þá þrjú mörk í röð úr
hraðaupphlaupum og gerði út um
leikinn. Blikarnir gáfust þó ekki
upp, klóruðu vel í bakkann á síð-
ustu mínútum leiksins en máttu
engu að síður sætta sig við fimmta
tapleik sinn í deildinni, 29:26.
Stjömumenn voru síður en svo
sáttir við leik sinn gegn neðsta liði
deildarinnar, sem hefur verið kjöl-
dregið í fyrri leikjum sínum í vetur.
Birkir Ivar Guðmundsson mark-
vörður hélt þeim á floti í leiknum
og þeir geta fyrst og fremst þakkað
honum fyrir að hafa ekki verið
skildir eftir á botni deildarinnar.
Eduard Moskalenko breytti leik
liðsins í síðari hálfleik eins og áður
er talið. Hann kom inní leikinn af
miklum krafti og reif félaga sína
áfram. Arnar Pétursson og Björg-
vin Rúnarsson áttu ágætan leik í
liði Stjörnunnar en aðrir léku undir
getu.
Blikarnir eru sjálfsagt afar
ósáttir að hafa enn ekki fengið stig
í deildinni. Staða þeirra þar er þó
sú sama og þeim var spáð í haust,
svo það ætti ekki að koma þeim á
óvart. Leikurinn gegn Stjömunni
færir þeim þó ömgglega aukið
sjálfstraust fyrir komandi leiki.
Leikur liðsins var lengst af þokka-
lega vel skipulagður og agaður
bæði í vöm og sókn. Það sem uppá
vantar er fyrst og fremst það að
leikmenn liðsins haldi einbeitingu
allan leikinn og láti ekki grípa sig í
leikleysu og glutra þannig niður
sóknum án þess að ljúka þeim með
skoti. Zoltan Belányi lék best í liði
Breiðabliks ásamt Rósmundi Magn-
ússyni markverði.
Kubu-
maður
til HK?
HK er á höttunum á eftir
liandknattleiksmanni frá
Kúbu til að styrkja liðið í
baráttunni í 1. deild en
Kópavogsliðið hefur tapað
fyrstu fimm leikjum sínum í
deildinni. Um er að ræða
örvhenta skyttu, fyrrver-
andi landsliðsmann sem lék
með Kúbu á HM hér á landi
fyrir fimm árum. Hægri
vængurinn hjá liðinu hefur
ekki verið svipur hjá sjón
eftir að Sigurður Sveinsson
lagði skóna á hilluna og
Hjálmar Vilhjálmsson gekk
til liðs við Fram. Það er
Kúbumaðurinn hjá HK, Jal-
iesky Garcia, sem hefur
milligöngu í inálinu. Áður
hafði HK reynt að fá annan
landa hans, 25 ára núver-
andi landsliðsmann, en
hann fékk ekki leyfi til að
yfirgefa Iandið.