Morgunblaðið - 24.10.2000, Side 5
MORGUNBLAÐIi)
ÞRIÐJUDAGUR 24. OKTÓBER 2000 B 5
HANDKNATTLEIKUR
Mm
FOLK
■ MIKILL hiti var í leikmönnum
Aftureldingar eftir leikinn gegn
Fram og höguðu nokkrir þeirra sér
mjög ósæmilega. Einn þeirra braut
skynjara fyrir þjófavamarkerfi
hússins og þá flugu stólar og annað
lauslegt upp í loft.
■ VILHELM S. Sigui'ðsson sem
leikið hefur með liði Fram undan-
farin ár er genginn til liðs við Aft-
ureldingu. Hann lék sinn fyrsta
leik fyrir nýja félagið gegn gömlu
félögunum í fyrrakvöld.
■ GUNNAR Andrésson skoraði 7
mörk fyi'ir Amicitia Ziirich þegar
lið hans tapaði, 29:26, fýrir Wacker
Thun í svissnesku úi’valsdeildinni í
handknattleik um helgina. Amicitia
er um miðja deild með 5 stig eftir 5
leiki.
■ HELGI Jónas Guðfínnsson lék
mjög vel og skoraði 18 stig þegar lið
hans, Ieper, sigraði Atomics Bruss-
els, 86:58, á útivelli í belgísku úr-
valsdeildinni í körfuknattleik á
sunnudaginn. Helgi lék í 30 mínút-
ur og hitti úr 4 af 9 þriggja stiga
skotum sínum.
Morgunblaðið/Jim Smart
Gunnur Sveinsdóttir, leikmaður FH, sækir að marki Gróttu/KR. Ágústa Edda Björnsdóttir er til varnar.
Víkingar voru auð-
veld bráð fýrir Hauka
HAUKAR og Stjarnan eru efst og jöfn á toppi 1. deildar kvenna í
handknattleik. Bæði lið eru með fullt hús stiga eftir fimm um-
ferðir og virðast í dag með bestu liðin en FH, íslandsmeistarar
ÍBV og Fram koma skammt á undan og virðast hafa burði til að
blanda sér í toppbaráttuna. Þrír leikir voru í deildinni um helgina
og unnust þeir allir á útivelli.
Ingibjörg
Hinriksdóttir
skrifar
Haukar sóttu Víking, deildar-
meistarana frá síðustu leiktíð,
heim og sigruðu örugglega, 21:16.
Víkingar byrjuðu
leikinn betur, Helga
Torfadóttir lokaði á
skot Haukanna og á
sama tíma nýttu
Víkingar, með Guðbjörgu Guð-
mannsdóttur í broddi fylkingar,
sóknir sínar og voru yfir 5:3. En þá
sögðu Haukar hingað og ekki
lengra, þær náðu að klippa á
hverja sókn Víkinga á fætur ann-
arri, fundu leiðina framhjá Helgu
Torfadóttur í marki Víkings, skor-
uðu sex mörk í röð og breyttu stöð-
unni í 5:9. Víkingar byrjuðu síðari
hálfleikinn vel, færðu vörn sína
framar og freistuðu þess að klippa
út Brynju Steinsen, leikstjórnanda
Hauka. Helga varði vítaskot í byrj-
un hálfleiksins og síðan tvö skot til
viðbótar. Það dugði þó Víkingum
ekki til afreka því Haukar með
Söndru Anulyte, sem besta mann,
þéttu leik sinn enn frekar og sigr-
uðu verðskuldað 16:21.
Víkinga vantaði hugmyndaflug
og samheldni til að klára þennan
leik. Helga Torfadóttir, sem jafnan
fer fyrir félögum sínum með frá-
Lærisveinar Sigurðar
steinlágu í Noregi
ÞAÐ gengur hvorki né rekur hjá
Sigurði Gunnarssyni og læri-
sveinum hans í norska hand-
knattleiksliðinu Stavanger Hand-
ball. Um helgina steinlá Stav-
anger fyrir Kragerö, 35:21, og er
Stavanger-liðið því enn án stiga
eftir fjórar fyrstu umferðirnar í
1. deildinni.
Sigurður tók við liði Stavanger
Handball fyrir þessa leiktíð en
liðið var stofnað í sumar eftir
samruna Vikings og Stavanger.
Forráðamenn félagsins ætluðu
liðinu stóra hluti í vetur en eftir
tap gegn Runar, Skien, Fyllingen
og nú Kragerö stefnir í að Stav-
anger verði í bullandi fallbaráttu.
„Að tapa leik með 14 marka
mun er alveg hrikalegt og eftir
þessa slæmu byrjun okkar verður
erfítt að komast í úrslitakeppn-
ina. Ég sem þjálfari verð að
reyna fínna lausn á vandamáli
liðsins," segir Sigurður í samtali
við norska blaðið Rogalands Av-
is.
Tveir Islendingar leika með
liði Stavanger, Þröstur Helgason
og Björn Guðmundsson.
bærri markvörslu, má sín lítils
þegar vörnin nær ekki að klára
sína vinnu og það munar mikið um
það að stórskytta eins og Kristín
Guðmundsdóttir skuli aðeins setja
eitt mark í leiknum. Haukarnir
hafa byrjað deildina af miklum
krafti og það verður örugglega at-
hyglisverður leikur toppliðanna á
laugardaginn þegar Stjarnan kem-
ur í heimsókn á Ásvelli. Sandra
Anuyte átti mjög góðan leik í liði
Hauka á laugardag og var besti
leikmaður vallarins. Hún skoraði
úr öllum fjórum skotum sínum í
leiknum og var mjög sterk í varn-
arspili Haukanna. Brynja Steinsen
átti einnig góðan leik líkt og flestir
félagar hennar í Haukaliðinu.
Spenna á Nesinu
FH vann góðan sigur á Gróttu/
KR á Seltjarnarnesi, 23:22, eftir að
heimastúlkur höfðu leitt í hálfleik,
15:14. Fyrri hálfleikurinn var í
járnum en um miðjan seinni hálf-
leik náðu FH-ingar undirtökunum.
Þeir náðu mest fjögurra marka for-
skoti en undir lokin saxaði Grótta/
KR á forskotið og fékk kjörið tæki-
færi til að jafna en dæmt var sókn-
arbrot á einn leikmann Gróttu/KR
og FH-konur fögnuði sigri. í liði
Gróttu/KR var Alla Gorkorian at-
kvæðamest en hjá FH átti Hildur
Pálsdóttir góðan leik ásamt Björk
og Jolanta var sterk á milli stang-
anna.
Rússarnir gerðu
gæfumuninn
Lið KA/Þórs vann sinn fyrsta
leik í deildinni þegar liðið hafði
betur gegn ungu liði Vals að Hlíð-
arenda, 19:14. Norðanliðið mætti
til leiks með nýja leikmenn, tvær
leikreyndar rússneskar skyttur, og
ljóst er að þær koma til með að
styrkja lið KA/Þórs mikið í vetur
en þær gerðu gæfumuninn í þess-
um leik. Gestirnir höfðu frum-
kvæðið nær allan tímann og sigur
þeirra var aldrei í hættu. Vörn KA/
Þórs var sterk með Rússana tvo
sem lykilmenn og þá stóð Sigur-
björg Hjartardóttir sig vel í mark-
inu.
í liði Vals, sem varð fyi'ir mikilli
blóðtöku fyrir tímabilið, átti Berg-
lind íris Hansdóttir markvörður
bestan leik og hornamennirnir
Ai-na Grímsdóttir og Árný ísberg
stóðu fyrir sínu.
Upptýsingar
iskna 5602525
Textavarp ÍÚ 110*113
RÚV281. 283 Og 284
40, 25, 26,^28,^0,
Tvöfaldur
1. vinningur
i naqgtu viku T3*
Jökertölur \4kunnar
1 6 3 2 4
VINNING5TÖIUR
MIÐVIKUOAGINN
FETgrorerriTii
AÐAITÖLUR
C \ 7 V o \ Sölulönd
y J • j O J 1. vinningsins
~voru
10) 18) 27) j
BÓNUSTÖLUR
^O) ^3) miðvikudögum