Morgunblaðið - 24.10.2000, Side 6

Morgunblaðið - 24.10.2000, Side 6
6 B ÞRIÐJUDAGUR 24. OKTÓBER 2000 MORGUNB LAÐIÐ 1 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 24. OKTÓBER 2000 B -7 HANDKNATTLEIKUR HANDKNATTLEIKUR Morgunblaðið/Golli Aliaksandr Shamkuts skorar eitt af fimm mörkum sínum fyrir Hauka gegn Braga. Ekki dagur Haukanna ÍSLANDSMEISTARAR Hauka hittu á slæman dag þegar þeir mættu portúgalska liðinu ABC Braga í síðari viðureign liðanna í 2. umferð undankeppni meistaradeildarinnar í handknattleik. Leikurinn, sem fram fór á heimavelli Hauka að Ásvöllum, lauk með sigri gestanna, 28:30, og þar með varð draumur Haukanna um að komast í riðlakeppni meistaradeildarinnar að engu því portúgalska liðið hafði einnig betur í fyrri leiknum, 25:22. Þátt- töku Haukanna í Evrópukeppninni er samt ekki lokið. Liðið fer í 3. umferð EHF-keppninnar og etur kappi við norska liðið Bodö. Fyrirfram var vitað að Haukar þyrftu að eiga mjög góðan leik til að eiga möguleika á að slá lið Braga út en því miður varð sú Guðmundur raunin Hauk- Hilmarsson armr gerðu sig ein- skrifar faldlega seka um allt of mörg mistök, alls staðar á vellinum það dugar ekki gegn jafnsterku og leikreyndu liði og Braga er með. Gestimir voru reyndar ekki að spila vel en þeir gerðu færri mistök og voru skrefmu á undan heimamönnum allan leiktímann. Mikið um mistök Fyrri hálfleikurinn einkenndist af misbökum á báða bóga og hvað eftir annað voru leikmenn beggja liða að gera klaufaleg sóknarmistök. Braga byrjaði betur og náði fljótlega tveggja marka forskoti en þegar 18 mínútur voru liðnar af leiknum komust Hauk- amir yfir í fyrsta sinn þegar Þorvarð- ur Tjörvi Ólafsson kom þeim yfir, 8:7. Á næstu mínútum fengu Haukar mörg tækifæri til að auka þennan mun en þeir fóru illa að ráði sínu í sókninni og misnotuðu mörg góð færi. Eins og atvinnumönnum sæmir refs- uðu leikmenn Braga Haukunum fyrir þessi mistök og þeir enduðu fyrri hálfleikinn með því að skora fjögur mörk gegn einu frá Haukum. Þegar þýsku dómaramir flautuðu til leik- hlés var ljóst að á brattann yrði að sækja fyrir Hauka enda Braga með þriggja marka forskot, 11:14. Réðu ekkert við Tchikoulaev í síðari hálfleik breyttu Haukar vöm sinni og léku 5:1 í stað flatrar 6:0 vamar. Þetta breytti litlu því Haukar áttu í miklum vandræðum með að stöðva rússneska leikstjómandann Victor Tchikouleav sem hvað eftir annað labbaði í gegnum slaka vöm Haukanna. Það var ekki fyrr en Haukar bmgðu á það ráð að leika 3:3 vöm sem þeim tókst að saxa á forskot Braga-manna. Jón Karl Bjömsson gaf Haukunum von þegar hann jafn- aði metin í 24:24, tíu mínútum fyrir leikslok en þá sögðu leikmenn Braga hingað og ekki lengra. Þeir skoruðu tvö mörk í röð og veittu svo Haukun- um náðarhöggið þegar þeir komust þremur mörkum yfir. Haukar linir og baráttulitlir Haukamir komust einhvem veg- inn aldrei í gang í þessum leik og engu líkara var en þeir hefðu ekki trú á því að geta slegið Braga-liðið út. Leik- menn Hauka voru upp til hópa linir og baráttulitlir og þegar sú er raunin á er ekki von á góðu. Haukarnir náðu að halda stórskyttunni Kostesky í skefum en þeir áttu ekkert svar við Tchikoulaev sem lék leikmenn Hauka grátt og til marks um slakan vamar- leik þá fékk vinstri handarskyttan Filipe Cruz að komast sex sinnum óhindraður að níu metrunum og skor- aði í öll skiptin. Markverðimir Magn- ús og Bjami voru ekki í öfundsverðu hlutverki með þessa leku vöm fyrir framan sig en Magnús stóð engu að síður fyrir sínu og kannski var það röng ákvörðun að skipta honum útaf í byrjun síðari hálfleiks. í sókninni brugðust leikmenn á borð við Halldór Ingólfsson og Rúnar Sigtryggsson al- gjörlega. Þeir skomðu sitt hvort markið og reyndu varla skot utan af velli frekar en félagar þeirra. Einar Öm Jónsson var einn fárra í Hauka- liðinu sem lék af eðlilegri getu, Al- iaksandr Shamkuts stóð fyrir sínu og þá má nefna Óskar Armannsson sem átti góða kafla en gerði þess á milli marga feila í sókninni. Féllu út með sæmd Það er samt ekki hægt að segja annað en að Haukamir hafi fallið fyrir Braga með sæmd. Þeir áttu írábæran leik í fyrri viðureign liðanna í Braga og fyrir vikið var mikill taugatitring- ur í herbúðum portúgalska liðsins fyrir síðari leikinn. Haukamir voru hins vegar sjálfir sér verstir í heima- leiknum og með betri og agaðri leik hefðu íslandsmeistaramir hæglega getað staðið uppi sem sigurvegari í þessu einvígi. Með leikjunum gegn Braga hafa leikmenn Hauka hins veg- ar öðlast meiri reynslu sem vonandi nýtist þeim í leikjunum gegn Bodö. Liðið ekki rétl stemmt Vð vorum hreinlega að spila lé- legan leik. Við gerðum mikið af mistökum og náðum ekki að nýta okkur að Braga var alls ekki að spila neitt sérstaklega vel. Við vor- um alltaf að elta þá og gátum þar af leiðandi aldrei sett pressu á þá heldur var hún á okkur frá upp- hafi,“ sagði Viggó Sigurðsson þjálf- ari Hauka í samtali við Morgun- blaðið eftir leikinn. „Þetta er leikur sem við verðum hreinlega bara að læra af. Liðið var einhvem veginn ekki rétt stemmt fyrir leikinn og það var eins og menn hefðu aldrei trú á því sjálfir að þeir gætu klárað þetta.“ Má ekki segja að leikmenn ístöð- unum fyrir utan hafi brugðist í þessum leik? „Utlínan var í raun að gera allt of lítið en í raun má segja að allt heild- ardæmið hafi kiikkað. Þetta var einfaldlega lélegur dagur hjá liðinu. Við nýttum ekki hraðaupphlaupin og vorum að gera allt of mikið af tekniskum mistökum. í svona leik er það bara dauðadómur." „Eg held að það megi segja að við höfum barist mjög vel í þessum leikjum og fallið með nokkurri sæmd þó svo að ég hefði viljað sjá betri leik hjá liðinu í dag. Nú er þetta verkefni að baki en við tekur önnur Evrópukeppni. Við mætum sterku norsku liði og þar verður hörð barátta. Við fömm í þá leiki af fullum krafti enda mikill metnaður í liðinu að ná langt,“ sagði Viggó. Morgunblaðið/Golli Halldór Ingólfsson sækir að marki Braga. Hann náði sér ekki á strik í leiknum Þurftum að hafa fýrir sigrinum Eg veit ekki hvort við höfum leikið betur nú eða í heimaleiknum en aðalmólið fyrir okkur var að tryggja okkur sæti í meistaradeildinni og það tókst,“ sagði Victor Tchikoulaev, leikstjórnandi Braga, í samtali við Morgunblaðið efth’ leikinn. Tchik- oulaev fékk ekki góðar móttökur frá stuðningsmönnum Hauka en Rúss- inn snjalli gerði sig sekan um ljótt brot á Halldóri Ingólfssyni í fyrri leiknum og sló hann í rot. Tchik- oulaev fékk hins vegar góðar mót- tökur frá leikmönnum Hauka því hann fékk að leika lausum hala allan leikinn og skoraði 10 mörk. Fannst ykkur þetta eríiður leikur? „Það er alltaf erfitt að leika á úti- völlum í Evrópukeppninni. Haukar eru með mjög gott lið og ég vil þakka þeim fyrir tvo hörkuleiki. Við þurft- um að hafa fyrir sigrinum í báðum leikjunum og mér finnst lið Hauka mun sterkara en fyrir fjórum árum.“ Eru einhverjir leikmenn sem þér fannst standa upp úrhjá Haukum? „Ég vil ekki taka út einhverja leik- menn í liðinu. Haukar eru með góða liðsheild og ég held það geri liðið svona sterkt.“ Nú eruð þið komnir í meistara- deildina. Hvaða möguleika eigið þið þar? „Við höfum auðvitað tekið stefn- una á að komast í úrslitin en það verður örugglega mjög erfitt. Það hefur tekið tíma að átta sig á að við misstum góðan leikmann fyrir þessa leiktíð (Carlos Resende) en aðalat- riðið er að við leikum sem ein liðs- heild. Okkar styrkur felst í liðsheild- inni,“ sagði Tchikoulaev. Eldri manna bolti í sókninni HALLDÓR Ingólfsson fyrirliði Hauka var frekar daufur í dálkinn þegar Morgunblaðið náði tali af honum eftir leikinn gegn Braga. Halldór, sem hef- ur leikið svo vel í upphafi leiktíðarinn- ar, náði sór ekki á strik og munaði um minna fyrir íslandsmeistarana. „Við vissum að við þyrftum að spila góðan leik til að eygja möguleika á að komast áfram en það varð því miður ekki reyndin. Við vorum ekki nógu miklir naglar eins og við hefðum þurft að vera. Við vorum linir og létum þá berja okkur án þess að svara. Leik- menn Braga refsuðu okkur en þetta hefði þurft að vera á hinn veginn. Þetta var einfaldlega ekki okkar dag- ur.“ Hvað fannst þér fara úrskeiðis í ykkar leik? „Við vorum bara alis ekki nógu harðir í vörninni. Við tókum ekki nógu fast á þeim og vorum að spila =1= allt of mikinn eldri manna bolta í sókninni. Það var lítil hreyfing á mönnum og menn voru ekki að vinna saman. Það er ekki hægt að líkja þess- um leik saman við leikinn úti í Braga." Var eitthvað sem kom ykkur á óvart hjá liði Braga? „Miðjumaðurinn var að spila óvenju- vel hjá þeim en í heildina fannst mér Braga ekki vera að spila vel. Þeir nýttu sér hins vegar hve illa við spil- uðum.“ JVií er þessi draumur búinn og við taka leikir gegn Bodö? „Við höfum vonandi dregið einhvern lærdóm af þessum leikjum og nú þurf- um við að byija að einbeita okkur að næsta verkefni. Ég met möguleika okkar á að komast áfram til jafns á við Bodö. Þeir eru með sterkt lið svo við þurfum að spila vel til að slá þá út,“ sagði Halldór Ingólfsson. Magdeburg í toppsætinu LÆRISVEINAR Alfreðs Gíslasonar í Magdeburg eru í toppsæti Lars Christiansen og Christian þýsku úrvalsdeildarinnar í handknattieik ásamt Wallau Massen- Hjermind fóru fyrir liði Flensburg- heim eftir leiki helgarinnar. Meistararnir í Kiel léku ekki en þeir ar og skoruðu 10 mörk hver. hafatapað jafnmögumstigumog Magdeburgog Massenheim. Robert goour Magedeburg skellti Nettelsedt á heimavelli sínum, 29:19. Ólafur Stefánsson skoraði 6 mörk fyrir Magdeburg en Kretzschmar var atkvæðamestur með 13 mörk. Róbert Julian Duranona var ekki á meðal markaskorara hjá Nettel- stedt. 6.000 áhorfendur voru í íþróttahöllinni í Magdeburg og hvöttu þeir sína menn til dáða. Patrekur stóð fyrir sínu Essen burstaði botnlið Hildes- heim á heimavelli, 26:17, en staðan í hálfleik var 15:5. Patrekur Jóhann- esson skoraði 5 mörk í liði Essen og er að leika vel þessa dagana. Wuppertal steinlá fyrir Gumm- ersbach, 31:20, og er meðal neðstu liða. Heiðmar Felixson skoraði 2 mörk fyrir Wuppertal en íslands- vinurinn Dmitri Flippow var markahæstur með 8 mörk. Sigurður skoraði fimm Sigurður Bjarnason skoraði 5 af mörkum Wetzlar sem tapaði fyrir fyrir hinu sterka liði Flensburgar, 36:29. Heimamenn í Flensburg fóru á kostum í fyrri hálfleik og gerðu út um leikinn en staðan í leikhléi var 21:13. Dönsku landsliðsmennirnir Guðmundur Guðmundsson þjálf- ari Dormagen sá sína menn tapa fyrir Eisenach, 27:25, eftir að stað- an í leikhléi hafði verið 16:10. Ró- bert Sighvatsson, sem nýstiginn er upp úr meiðslum, átti góðan leik fyrir Dormagen og skoraði 5 mörk en Dormagen er í 17. sætinu með aðeins þrjú stig. Gústaf Bjarnason var ekki á marklistanum hjá Minden sem tap- aði í miklum markaleik fyrir Wall- au Massenheim, 35:33. Spænski landsliðsmaðurinn Talant Dusch- baev var í miklum ham í liði Mind- en og skoraði 12 mörk. Ólafur Stefánsson hefur leikið vel með Magdeburg, GOG lagði Skjern Dönsku meistararnir hjá GOG tóku á móti bikarmeisturum Skjern í 6. umferð dönsku deildar- keppninnar um helgina. Leikurinn Stefánsson varð aldrei spenn- skrifarfrá andi fyrir þá 1.500 Danmörku áhorfendur sem voru á leiknum. Leikmenn GOG áttu mjög góðan dag og voru komn- ir með væna stöðu um miðjan fyrri hálfleikinn 7:1 og áttu leikmenn Skjern í miklum vandræðum með að koma boltanum í markið hjá GOG. Sex núll vörn GOG-pilta var mjög góð allan leikinn og fyrir aftan þá var landsliðsmarkmaðurinn Sune Agerschou í miklu stuði. Leiknum lauk svo með stórsigri heimamanna 27:17. Lið GOG virðist vera að komast á gott skrið eftir frekar dapra byrj- un. Með liðinu leika sjö núverandi og fyrrverandi danskir landsliðs- menn. Þeir skoruðu 10 mörk úr hraðaupphlaupum í leiknum og verða örugglega í toppbaráttunni í vetur undir stjórn Bents Nygaards, sem þjálfaði lið Fram og IR hér á árum áður. Athygli vakti að Anders Dahl- Nielsen notaði Aron Kristjánsson mest á línunni í leiknum, en það var ekki fyrr en í lok leiksins sem hann spilaði sína hefðbundnu stöðu - sem leikstjórnandi og gekk þá spil Skjernarpilta mun betur. Hann lék allan leikinn í miðri vörninni og stóð sig vel. Aron gerði tvö mörk í leik# um og fiskaði tvö vítaköst. Daði Hafþórsson lék í um 20 mín. í sókn Skjern en náði sér ekki á strik. Skjern er nú í 7. sæti deildarinn- ar með 8 stig eins og GOG og Vi- borg HK. Virum er í 4. sæti með 9 stig, Bjerringbro HK er með 10, Kif Kolding með 11 og FIF er á toppn- um með 12 stig.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.