Morgunblaðið - 24.10.2000, Side 8

Morgunblaðið - 24.10.2000, Side 8
8 B ÞRIÐJUDAGUR 24. OKTÓBER 2000 KNATTSPYRNA MORGUNBL7AÐIÐ Figo fékk að kenna PORTÚGALINN Luis Figo fékk vægast sagt óblíðar móttökur frá stuðningsmönnum Barcelona þegar hann mætti á gamla heima- völl sinn, Camp Nou, í fyrsta skipti eftir að hann gekk í raðir erki- fjendanna í Real Madrid. 98.000 áhorfendur sem troðfylltu leik- vanginn í Katalóníu létu Figo fá það óþvegið enda reiðin og sárindin enn til staðar hjá blóðheitum stuðningsmönnum félags- ins eftir að Figo ákvað að segja skilið við Barcelona og taka risa- tilboði frá Real Madrid. egar Figo hljóp inn á völlinn ætlaði allt um koll að keyra og hávaðinn var slíkur að Figo tók fyr- ir eyrun enda glumdu yfír leik- vanginn fúkyrði um Portúgalann snjalla. Þá blístruðu stuðningsmenn Börsunga í hvert skipti sem Figo ifékk knöttinn og hentu í hann laus- legum munum þegar hann nálgaðist áhorfendastúkurnar. Um allan leikvanginn voru skilti og borðar með niðrandi ummælum um Figo eins og: „Við höfum 10 milljón ástæður fyrir að hata þig, Júdas“. Figo var í strangri gæslu hins 22 ára gamla Carles Puyol allan leik- tímann og honum er hrósað í há- sterkt í spænskum fjölmiðlum fyrir að hafa haldið aftur af dýrasta knattspyrnumanni heims. „Ég valdi Puyol til að leika gegn Figo vegna þess að hann er svo fljótur og þó svo að hann hafi þurft að skipta um kant þá breytti það ekki því að hann átti hreint frábær- an leik,“ sagði Ferrer, þjálfari Bareelona. „Ég var mjög sáttur við mína frammistöðu en ég var orðinn ansi þreyttur undir lokin. Við vissum að yrðum að hafa góðar gætur á Figo enda frábær leikmaður þar á ferð,“ sagði Puyol sem kostaði Börsunga 4,8 milljörðum króna minna en Figo. Figo var langt frá sínu besta í leiknum en var samt hættulegasti leikmaður Real Madrid í leiknum. Börsungar unnu orrustuna inni á vellinum og unnu mjög svo sann- gjarnan sigur, 2:0. Luis Enrique, fyrrum leikmaður Madridinga, skoraði fyrra markið og Simao Sabrosa, landi Figos sem fyllti skarð hans þegar hann skipti yfir í Real Madrid, skoraði síðara markið. „Þetta var sigur liðsheildarinnar. Það var gott jafnvægi í mínu liði milli varnar og sóknar og við hefð- um getað gert út um leikinn miklu fyrr,“ sagði Llorene Serra Ferrer, þjálfari Börsunga, eftir leikinn. Valencia skaust í toppsætið með 1:0 sigri gegn Real Zaragoza og skoraði Gaizka Mendieta sigur- markið sex mínútum fyrir leikslok. Meistararnir í Deportivo máttu sætta sig við jafntefli á heimavelli gegn Real Mallorca. Juan Carlos Valeron kom meisturunum yfir á 78. mínútu en Albert Luque jafnaði fyrir Mallorca fimm mínútum fyrir leikslok. Þórður Guðjónsson var ekki í liði Las Palmas sem vann góðan 0:3 úti- sigur á Atletico Bilbao. Taylor stjómar enska landsliðinu PETER Taylor var á sunnudag ráðinn sem timabundinn Iandsliðsþjálfari Englands og aðstoðarmaður hans var ráðinn Steve McLaren, þjálfari Man- chester United, og munu þeir stjórna liðinu í vináttuleik gegn Itölum þann 15. nóvember á Ítalíu. Taylor er sem kunnugt er knattspyrnustjóri Leicester en hann stjórnaði áður ung- mennalandsliði Englands. Enska knattspyrnusambandið tilkynnti ráðningu Taylors eftir að því mistókst að fá leyfí hjá Newcastle til að ræða við Bobby Robson knattspyrnustjóra um að taka hugsanlega við landslið- inu í næstu sjö leiki. „Við fórum eftir settum reglum en þetta er nú undir Newcastle komið. Dyrnar eru enn opnar fyrir Robson,“ sagði David Davies forseti knatt- spyrnusambandsins. „Með ráðn- ingu tvímenninganna erum við að hugsa til framtíðar og viljum að Peter og Steve séu báðir hluti af henni,“ bætti hann við. Knattspymusambandið leitar þó enn að framtíðarlandsliðs- þjálfara enda er starf þeirra Peters og Steves bundið við þennan eina leik til að byrja með. Portúgalski landsliðsmaðurinn Luis Figo hjá Real Madrid faðmar landa sinn og fyrrverandi sam- herja hjá Barcelona, Simao Sabrosa, eftir leik Barcelona og Real Madrid. Stuðningsmenn Barcel- ona létu Figo fá það óþvegið. Rómverjar með fullt hús Lið Roma er með fullt hús stiga eftir þrjár umferðir í ítölsku 1. deildinni í knattspymu. Roma, sem virðist til alls líklegt í vetur, vann sannfærandi sigur á Vicenza, 3:0, og svo virðist að tilkoma Argentínu- Lokeren tapaði heima Þrátt fyrir að hafa verið mun meira með boltann urðu leik- menn Lokeren að sætta sig við tap á móti Antwerpen, 0:1, 'Kristján f belgísku 1. deild- Bernburg inni í knattspyrnu og skrifar það á heimavelli þar frá Belglu sem engum leik- manni þeirra tókst að nýta hin gullnu færi sem leikurinn bauð upp á. Leikurinn var illa leikinn og hefði JLokeren átt að fara með stigin þrjú. Antwerpen lék stífan vamarleik en Lokeren sótti grimmt án þess að skapa verulega hættu og var fyrri hálfleikur ekki vel leikinn. Lokeren var betri aðilinn í slæmum leik. Arn- ar Grétarsson átti gott fast skot sem fór rétt fram hjá á 28 mínútu. í síðari hálfleik átti Amar Grétarsson að gera út um leikinn er hann skaut af fremur stuttu færi en markmaður Antwerpen, Mampaey Kris, náði að verja með fætinum. Rétt þar á eftir kom Fatokun inn á og náði hann að skora á 61. mínútu eftir sína fyrstu snertingu og eftir að hafa verið að- eins inni á í 15 sekúndur. Við þetta mark dofnaði yfir leikmönnum Lok- eren og virtust sumir þeirra sætta sig við tapið strax. Arnar Viðarsson sat á beknum og kom ekki inn á en hann verður trúlega með í næsta leik á móti Anderlecht þar sem varnar- tengiliður Lokeren Vanic er búinn að fá þrjú gul spjöld. Lokeren lék hrein- lega illa enda vantaði allt skipulag í samleikinn og er von forráðamanna Lokeren að þetta batni er Auðun Helgason og Rúnar Kristinsson koma. mannsins Gabriel Batistuta í liðið hafi verið Roma liðinu góð vítamín- sprauta. Batistuta skoraði þriðja mark sinna manna en áður höfðu Francesco Totti og Vincenzo Mont- ello skorað fyrir liðið sem hefur nú skorað níu mörk í leikjunum þremur. Stórleikur umferðarinnar var við- ureign AC Milan og Juventus en lið- in skildu jöfn á San Síró leikvangn- um í Mflanó, 2:2. Varamennirnir Antonio Conte og franski landsliðs- maðurinn David Trezeguet voru hetjur liðs Juventus en þeim tókst að jafna metin fyrir sína menn á síðustu 20 mínútum leiksins. Öll mörkin voru skoruð í síðari hálfleik. Heimamenn virtust á góðri leið með að tryggja sér sigur þegar Massimo Ambosini og Andriy Shevchenko skoruðu með tveggja mínútna millibili í upphafi síðari h'Ifh’'ks. Franski landsliðs- maðurinn'' "vvid Trezeguet gaf Juv- entus von þegar hann minnkaði muninn um miðjan síðari hálfleik og Conte jafnaði svo metin með glæsi- legu skoti á lokamínútu leiksins. Hvorki gengur né rekur hjá Inter þrátt fyrir þjálfai-askiptin. Marco Tardelli þjálfari Inter sá sína menn bíða ósigur gegn Udinese, 3:0, og fram undan er erfið barátta liðsins um að komast í hóp þeirra bestu á Italíu. Meistarar Lazio hafa ekki byrjað vel og eftir 2:0 ósigur gegn Verona er liðið fimm stigum á eftir grönnum sínum í Roma. Sigur Verona var sanngjam og til að strá salti í sár Lazio-liðsins misnotaði júgó- slavneski landsliðsmaðurinn Slavisa Mihajlovic vítaspyrnu á lokamínútu leiksins. Napoli á fyrir höndum erfiðan vet- ur en liðið steinlá á heimavelli fyrir Bologna. Gamla brýnið Giuseppe Signori skoraði tvö af mörkum Bol- ogna og hefur greinilega engu gleymt í þeim efnum. Sænski landsliðsmaðurinn Daniel Andersson, framherji Bari, fór illa að ráði sínu gegn Atalanta. Anders- son misnotaði tvær vítaspyrnur og Atalanta fór með sigur af hólmi, 0:2. á því

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.