Morgunblaðið - 27.10.2000, Síða 1

Morgunblaðið - 27.10.2000, Síða 1
Bresk kvikmynd stefnir í sigurför um heiminn Billy BIIKot iml Bntskðnu ni NÝ bresk bíómynd, Billy Elliot, hefur hlotið óvenju há- stemmt lof gagnrýnenda í heimalandinu og víðar; þeir segja hana jafnvel skáka myndum á borð við Fjögur brúðkaup og jarðarför og Með fullri reisn. Titilpersónan, Billy Elliot, er 11 ára gamall strákur í kolanámubæ, sem kýs frekar að læra ballett en box. Amaldur Indriðason fjallar um þessa frumraun leikstjórans Stephens Daldry, sem væntanlega verður sýnd hér eftir áramót. II ísiendingurinn Agústa eftirsótt vestra 1 fKllpptog okdij':]-!) i jHollj/vfood 1GUÐRÚN Ágústa Einarsdóttir hefur dval “ ist í áratug vestur í kvikmyndaborginni 1 Hollywood og er nú komin í hóp eftirsóttustu auglýsingaklippara þar um slóðir. Al- Ivarlegt umferðarslys varð til þess að hún markaði lífi sínu nýja stefnu, eins og fram kemur í viðtali Signrbjörns Aðalsteinssonar við hana. Nýtt í bíó Geim- kúrekar •Sambíóin Áifabakka, Bíóborgin og Kringlubíó frumsýna í dag myndina Space Cowboys með fjór- um rosknum kempum kvikmynd- anna, Clint Eastwood, sem jafn- framt leikstýrir, James Garner, Donald Sutherland og Tommy Lee Jones. Segir myndin af fyrrverandi tilraunaflugmönnum sem aldrei komust út í geim á sínum tíma en draumurinn rætist þegar hóað er í þá áratugum síðar. Með eða án þín • Háskólabíófrumsýnirí dag bresku myndina With Or Without You eftir Michael Winterbottom. Meö helstu hiutverkin fara ChristopherEcclest- on, Dervla Kirwan, Yvan Attalog Al- un Armstrong. Myndin segir frá hjón- um sem vilja eignast barn en það gengur erfiðlega og þess tekur brátt aö sjá merki í sambandi þeirra. Shaft á ný • Laugarásbíó og Borgarbíó á Ak- ureyri frumsýna í dag endurgerðina Shaft sem byggist á samnefndri bíómynd frá árinu 1971. Leikstjóri er John Singleton en með helstu hlutverk fara Samuel L. Jackson, sem leikur Shaft, og Manessa Williams auk Christian Bales og Rlchard Roundtree, sem fer með lítiö hlutverk en hann lék Shaft í upprunalegu útgáfunni. í endur- gerðinni fæst Shaft við illskeyttan morðingja sem vill koma honum fyrir kattarnef. Sjö óskir • Stjörnubíó, Kringlubíó, Nýja bíó Keflavík og Borgarbíó Akureyri frumsýna í dag bandarísku gaman- myndina og endurgerðina Bedazzied með Brendan Fraser og Elizabeth Hurleyí aöalhlutverkum. Leikstjóri er Harold Ramisen myndin segirfrá heldur uppburðalitlum manni sem eignast sjö óskir en selur um leið sál sína djöflinum. Væntanlegt Breskur krimmi • Þann 10. nóvemberfrumsýnir Stjörnubíó nýjan breskan krimma eft- ir Guy Ritchie sem heitir Snatch. Hún segir frá demantsráni í Amster- dam ogfurðulegum afleiðingum þess. Ritchiegerði áðurkrimmann Lock, Stock and Two Smoking Barr- els ogfara margir leikaranna úr þeirri mynd með hlutverk T nýju myndinni m.a. knattspyrnuhetjan Vinnie Jones auk þess sem BradPitter f henni. Prófessor- inn 2 • Þann 10. nóvemberfrumsýna Bíó- höllin, Nýja bíó Keflavík og Háskóla- bíó bandarísku framhaldsmyndina Klikkaða prófessorinn 2 eöa The Nutty Professor 2 með Eddie Murphy í aðalhlutverki. Hann fer reyndar með nokkur hlutverk mynd- arinnar og er óþekkjanlegur bak við gervin en sem kunnugt er var fýrri myndin endurgerö samnefndrar myndar með Jerry Lewis. Löður •Sambíóin Álfabakka og Kringlubíó frumsýna þann 17. nóvember banda- rísku gamanmyndina Nurse Betty eða Bettýhjúkku með Renée Zellweger, Chris Rock og Morgan Freemaní aöalhlutverkum. Leikstjóri er Neil LaBute. Zellweger \e\kur af- greiðslukonu á veitingastað sem tek- ur að trúa því að hún sé persóna í einni af sápuóperum sjónvarpsins og heldurtil Hollywood í leit að stjörnu þáttanna. Sá eini rétti •Háskólabíó frumsýnir þann 17. nóv- emberdönsku gamanmyndina Den eneste ene eða Sá eini rétti f leik- stjóm Susanne Blier. Myndin byggist á mikilli ástarflækju en hún segir af óléttri konu oggiftum manni, erekki getur átt börn, sem taka að vera sam- an og úr þvf veröur mikið drama. Með helstu hlutverk fara Sidse Babett Knudsen og Niels Olsen. Óskaböm þjóðarinnar eftir Jóhann Sigmarsson frumsýnd 24. nóvember NÆSTA frumsýning á ís- lenskri bíómynd verður á Óskabörnum þjóðarinnar eftir Jóhann Sigmarsson þann 24. nóvember í Háskólabíói, Laugarásbíói og Borgarbíói Akur- eyri. Jóhann er höfundur handrits og leikstjóri og segir myndina vera „tímalausa kómedíu um smákrimma af frystihúsakynslóðinni, tvo vini sem voru í fiski upp úr 1980 og hitt- ast á ný eftir nokkurra ára aðskilnað og lenda i ýmsum ævintýrum." Persónurnar eru, að sögn höfund- arins, byggðar á fólki sem hann hef- ur „séð, hitt eða fantaserað um. Þannig hafa öll mín handrit verið.“ Óskabörn þjóðarinnar er þriðja bíómyndin sem Jóhann Sigmarsson hefur skrifað handrit að. Sú fyrsta var Veggfóður sem Júlíus Kemp leikstýrði en hann leikstýrði síðan sjálfur eigin handriti að Einni stórri Ijölskyldu. Jóhann segir nokkurs konar „neð- anjarðarstemmningu“ í myndinni. „Ég notast við rokk og pönktónlist, klippingin er eins og í bandarískri bíómynd með um 1.800-2.000 klipp- um í stað þeirra 800-1.000 sem venjulega eru í íslenskum myndum og atburðarásin er því hröð. Ég skrifaði handritið með hliðsjón af ýmsum stílum - vegamyndum, has- armyndum, gamanmyndum.11 Handritið, sem skrifað var átta sinnum, hlaut 900 þúsund króna styrk frá Evrópska handritssjóðn- um, „þar sem Richard Attenbor- ough var formaður," segir Jóhann en myndin hlaut síðan framleiðslu- styrk úr Kvikmyndasjóði íslands. Hún kostaði milli 40-50 milljónir króna i framleiðslu en að gerð henn- ar stendur, auk Jóhanns, íslenska kvikmyndasamsteypan í samvinnu við Multi World Pictures í Hollandi. Framleiðandinn, Friðrik Þór Frið- riksson, fer sjálfur með aukahlut- verk í myndinni. I aðalhlutverkum eru Óttar Proppé, fyrrum söngvari Ham, Grímur Hjaltason, Ragnheið- ur Axel, Davíð Þór Jónsson, Jón Sæ- mundur Auðarson, Þröstur Leó Gunnarsson, PáJina Jónsdóttir og Árni Tryggvason. Kvikmyndatöku annast Guðmundur Bjartmarsson, klippingu Sigvaldi J. Kárason og Engtarnir á 70 tjöidum í Þýskalandi KVIKMYND Friðriks Þórs Friðrikssonar Englar alheimsins eftir samnefndri skáldsögu Einars Más Guðmundssonar verður sýnd á 70 filmueintökum samtímis í Pýskalandi þegar hún fer í dreifingu þar upp úr ára- mótum. Að sögn Friðriks Þórs er þetta víðtækari dreifing en áður hefur verið á íslenskri bíómynd í Þýskalandi og er sambærilegt við dreifingu á bandarískri mynd.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.