Morgunblaðið - 27.10.2000, Qupperneq 7
MORGUNBLAÐIÐ
BIOBLAÐIÐ
FÖSTUDAGUR 27. OKTÓBER 2000 C
Sæbjörn Valdimarsson/Arnaldur Indriöason/Hildur Loftsdóttir
Ekki missa af
HINNI HEILLANDI TÓNLISTAR-OG HEIMILDAMYND WIMS WENDERS,
BUENA VISTA SOCIAL CLUB, SEM SLÓ SVO RÆKILEGA í GEGN Á
NÝLIÐINNI KVIKMYNDAHÁTÍÐ í REYKJAVÍK. ÞAR KYNNUMST VIÐ
TÓNLIST, LÍFSVIÐHORFUM OG LÍFSREYNSLU HÓPS AFROSKNUM
KÚBÖNSKUM MÚSÍKSNILLINGUM MEÐ ÞÁ REUBEN GONZALEZ OG
IBRAHIM FERRERí BRODDI FYLKINGAR. BÆÐI TÓNLISTIN OG
KVIKMYNDIN HAFA FARIÐ SIGURFÖR UM ALLAN HEIM OG VAKIÐ VERÐ-
SKULDAÐA ATHYGLI ÁTÓNLISTARMÖNNUM SEM NÁNAST VORU
GLEYMDIR EN BAÐA SIG NÚ í FRÆGÐARUÓMA. ÞEIR SEM HAFA SÉÐ
ÞESSA MYND GETA EKKI HÆTT AÐ TALA UM HANA; EINA LEIÐIN TIL AÐ
LOSNA VIÐ ÞÁ ER AÐ FARA SJÁLFUR. OG VERÐA ÞAR MEÐ EINS OG
ÞEIR.
NÝJAR MYNPIR
BEDAZZLED
Kringlubíó: Kl. 4 - 6 - 8 - 10:05. Aukasýning
föstudagkl. 12:10.
Stjörnubíó: Kl. 6-8-10. Aukasýning föstudag/
laugardagkl. 12. Laugardag/sunnudag kl. 2.
SHAFT
Laugarásbíó: Kl. 6-8-10- Aukasýning föstu-
dag á miönætti. Um helgina kl. 4.
SPACE COWBOYS
Bíóhöllin: 3:30-6-8-10:30.
Kringlubíó: Kl. 5:30 - 8 - 10:30. Aukasýning
föstudagkl. 12.
Bíóborgin: Kl. 5:30-8-10:30.
WITH OR WITHOUT YOU
Háskólabíó: KI.6-8-10.
DANCER IN THE DARK ★★★★
DRAMA
Dönsk/bresk. 2000 Leikstjóri: Lars Von Trier. Að-
alhlutverk: Björk Guðmundsdóttir, Peter Storm-
are, Catherine Deneuve.
Túlkun Bjarkar í nýjustu mynd danska
leikstjórans Lars Von Triers er alveg
einstök og heldur uppi brothættum
söguþræöi.
Háskólabíó: Mánudag kl. 5:20 - 8.
ÍSLENSKI DRAUMURINN ★ ★★★
GAMAN
íslensk. 2000 Leikstjúri: Robert Douglas. Aðai-
leikendur: Þórhailur Sverrisson, Jón Gnarr, Hafdís
Huld.
íslensk gamanmynd, sem er mein-
fyndin, hæfilega alvörulaus en þó
meö báöa fætur í íslenska veruleik-
anum, er komin fram. Alveg hreint af-
bragðs góö mynd.
BíóhdlliniW. 4-6-8-10.
BUENA VISTA SOCIAL CLUB
★★★V4 TÓNLIST
Þýskal/Bandar/Frakkl/Kúba. 1999. Leikstjórn
og handrit: Wim Wenders.
Ómótstæðileg tónlist ómótstæöi-
legra, kúbanskra tónlistarmanna,
fjörgamalla aö árum en þess fjörugri.
Þeir eru mennirnir á bak viö myndina,
ásamt Ry Cooder. Fylgst með þeim á
æfingum í Havana og á tónl-
istarferðalagi til Amsterdam og New
York. Ómissandi.
Bíóborgin: Föstudag kl. 10. Um helgina kl. 4-6.
101REYKJAVÍK ★★★ GAMAN
íslensk. 2000. Leikstjóm og handrit: Baltasar
Kormákur. Aðalleikendur: Victoria Abril, Hilmir
Snær Guónason, Hanna Maria Karlsdóttir, Balt-
asar Kormákur.
Svört kynlífskómedía úr hjarta borgar-
innar, nútímaleg og hress sem skoö-
ar samtímann í frísklegu og fersku
Ijósi raunsæis og farsa. Vel leikin,
einkum af hinni kynngimögnuöu Al-
modóvar-leikkonu Victoriu Abril og er
yfir höfuð besta afþreying.
Háskólabíó: Alla daga kl. 6. Aukasýning um
helgina kl. 4.
THE CELL ★★★HROLLUR
Bandarísk. 2000. Leikstjóri: Larsen Singh. Hand-
rit: Mark Protosevich. Aðalleikendur: Jennifer Lof>
ez, VinceVaughn, VincentD’Onofrio.
Einstaklega áhrifarík taka og tónlist
og tjöldin minnisstæð í sinni súrreal-
ísku fegurö. Kemur inn á nýjar hliöar
á fjöldamorðingjaklisjusúpunni en
annað er upp og ofan.
Háskólabíó: Kl. 5:45-8-10:15.
Laugarásbíó: Kl. 5:50-8-10:10. Aukasýningar
föstudag um helgina kl. 3:50.
HIGH FIDELITY ★★★ GAMAN-
MYND
Bandarísk. 2000. Leikstjóri: Stephen Frears. Að-
alleikendur: John Cusack, Ibeb Hjejle, Todd Lou-
iso, Jack Black.
Skondin og mannleg mynd um sjálfs-
vorkunnsamt fórnarlamb í ástarmál-
um. Frábærirleikarar.
Bíóborgin: kl. 10.
KJÚKLINGAFLÓTTINN - CHICKEN
RUN ★★★ FJÖLSKYLDUMYND
Leirbrúöur fara meö aöalhlutverkin í
fjölskylduvænni endurvinnslu Flótt-
ans mikla - með Watership Down-ív-
afi.
ÍSLENSKTTAL:
Bíóhöllin: Kl. 4-6. Aukasýningum helgina kl. 2.
Háskólabíó: Kl.. 6-8-10. Aukasýning um helg-
ina kl. 4.
ENSKTTAL:
Bíóhöllin: Kl. 4-6-8-10. Aukasýningum helg-
ina kl. 2.
U-571 ★★★ STRÍÐ
Bandarísk. 2000. Leikstjórn og handrit Jonathan
Mostow. Aðalleikendur Matthew McConaughey,
BillPaxton, Harvey Keitel.
Vel gerö og spenanndi stríösmynd
um kafbátahernað, Bryddar ekki á
umtalsveröum nýjungum en stendur
fyrir sínu sem góö afþreying.
Bíóhöllln: Kl. 8:15-10:30.
Kringlubíó: kl. 8-10:10.
Bíóborgin: kl. 8-10:10. Aukasýning föstudag og
e. helgi kl. 5:50.
WHAT LIES BENEATH ★★★
HROLLUR
Leikstjórn og handrit: Robert Zemeckis. Aðal-
leikendur Harrison Ford, Michelle Pfeiffer, James
Remar.
Kunnáttusamlega gerður spennutryllir
og nútímadraugasaga í anda Hitch-
cock gamla. Pfeiffer og Fordarinn í
toppformi. Hrollvekjandi afþreying.
Regnboginn: Kl. 5:30 - 8 - 10:30. Aukasýning
um helgina kl. 3.
Bíóhöllin: Kl. 5:30-8-10:30.
ÁSTRÍKUR OG STEINRÍKUR M/
ÍSL. TALI ★★1/2 FJÖLSK.
Frönsk. 1999. Leikstjóri ClaudeZidi. Handrit Gér-
ard Lauzier. Aðalhlutverk Christian Clavier, Gerard
Depardieu, Roberto Benigni.
Leikin mynd um gallharöa Galla í
Gaulverjabæ, sem eru í miklu uppá-
haldi hjá smáfólki um víöa veröld.
Dugar pöbbum og mömmum líka.
Talsetningin ágæt.
Bíóhöllin: kl. 3:45 - 6. Aukasýning um helgina kl.
1:30.
Kringlubíó; kl. 3:45 - 5:45. Aukasýning um helg-
ina kl. 1:30.
Stjörnubíó: kl 5:50. Um helgina kl. 1:40 - 3:50.
ÁSTRÍKUR OG STEINRÍKUR M/
ENSKU TALI ★★% FJÖLSK.
Frönsk. 1999. Leikstjóri ClaudeZidi. Handrit Gér-
ard Lauzier. Aðalhlutverk Christian Clavier, Gerard
Depardieu, Roberto Benigni.
Leikin mynd um gallharöa Galla I
Gaulverjabæ, sem eru í miklu upp-
áhaldi hjá smáfólki um víöa veröld.
Dugar pöbbum og mömmum líka.
Bíóhöllin: kl. 8-10:10.
BIG MOMMA’S HOUSE ★★%
GAMAN
Bandarísk. 2000. Leikstjóri: Raja Gosnell. Hand-
rit: Darryl Quarles. Aðalleikendur: Martin
Lawrence, Nial Long, Paul Giamatti.
Grínleikarinn Martin Lawrence bregö-
ur sér í gervi roskinnar og há-
vaðasamrar ömmu í dálaglegu sum-
argríni fyrir alla fjölskylduna. Ágætis
skemmtun og Martin fer stundum á
kostum.
Regnboginn kl. 6 - 8. - 10. Aukasýningar um
helgarkl. 2-4.
FANTASIA 2000 ★★^ FJÖLSK.
Bandarísk. 2000.
Flott mynd meö fullkomnum hljóð- og
myndgæöum. Því miöur bætir hún
litlu viö upprunalegu myndina og virk-
ar jafnvel gamaldags fyrir vikið.
Bíóhöllin: Kl. 3:50. Aukasýning um helgina kl. 2.
HOLLOW MAN ★★% SPENNA
Leikstjóm: Paul Verhoeven. Aðalleikendur: Kevin
Bacon, Elizabeth Shue, Josh Brolin, William Dev-
ane.
Vísindamaöur missir stjórn á sér þeg-
ar hann gerist ósýnilegur og viö tekur
ásjálegur en heldur dellukenndur
spennutryllir.
Regnboginn: Kl. 8-10:10.
Laugarásbíó kl. 8 -10:10. Aukasýnlng um helgar
kl. 5:45.
SCARY MOVIE ★★% GAMAN-
HROLLUR
Bandarísk. 2000. Lelkstjúri: Keenan Ivory
Wayans. Handrit; Shawn og Marlon Wayans. Aóal-
leikendur: Shawn og Marlon Wayans, Shannon El-
izabeth, Carmen Electra.
Fyndin og fríkuð mynd sem skýtur á
hrollvekjur seinustu ára meö beittum
og grófum húmor.
Laugarásbíó kl. 6-8-10. Aukasýning föstudag/
laugardagkl. 12. Um helgina kl. 4.
Stjörnubíó kl. 6 - 8 Aukasýningar laugardag/
sunnudag kl 4.
Regnboginn kl. 6-8-10. Aukasýning
um helgina kl. 2-4.
TITAN A.E. ★★^TEIKNIMYND
Bandarísk. 2000. Leikstjórar: Don Bluth og Gary
Goldman. íslensk talsetning: Hilmir Snær Guðna-
son, Pálmi Gestsson, Þórunn Lárusdóttiro.fl.
Spennandi og skemmtileg
geimfantasía um ungan mann sem
hefur þaö í valdi sínu að bjarga mann-
kyninu frá glötun.
Regnboginn. íslenskttal kl. 6. Aukasýningar laug-
ardag/sunnudag kl. 2-4.
TUMITÍGUR - íslenskt tal ★★%
TEIKNIMYND
Bandarísk. 2000. Leikstjóri Jun Falkenstein.
Handrit: A.A. Milne. Raddir Laddi, Jóhann Siguró-
arson, Sigurður Sigurjónsson o.fl.
Þokkaleg teiknimynd fýrir yngstu
kynslóðina segir af ævintýrum Tuma
og vinar hans. Góð talsetning.
Bíóhöllin: Laugardag/sunnudag kl. 1:30..
Kringlubíó: kl. 3:50. Aukasýning laugardag/
sunnudagkl. 2.
GOSSIP ★★ SPENNA
Bandarísk. 2000. Leiksjóri: Steve Guggenheim.
Handrit: Gregory Poirier. Aðalleikendur: James
Marsden, Lena Headey, Norman Reedus. é*
Nokkuð áhugaverður samsæristryllir
meö óþörfum, óvæntum sögulokum.
Leikarar og kvikmyndageröamenn
lofa þó góöu í framtíöinni.
Bíóhöllin: Kl. 8:20-10:10.
Kringlubtó: Kl. 8-10.
ROADTRIP ★★ GAMANMYND
Bandarísk. 2000. Leikstjóri: Todd Phillips. Aðal-
leikendur: Breckin Meyer, Seann William Scott,
AmySmart.
Nokkuð fyndin gamanmynd um fjóra
lúöa á feröalagi. Hlutverk hins súra
Toms Greens mætti vera stærra.
Kringlubíó kl. 6.
TAXI2 ★★ SPENNA
Frönsk. 2000. Leikstjóri: Gerard Krawczyk. Hand-
rit: Luc Besson. Aðalleikendur: Samy Naceri, %
Frédéric Diefensthal.
Eltingarleiksmynd af gamla skólan-
um. Fátt nýtt, leiðinlegir leikarar.
Háskólabíó: kl. 8.
Háskólabíó: Laugardag og sunnudag kl. 4.
LOSER ★% GAMANDRAMA
Bandarísk. 2000. Handrit og leikstjóm: Amy
Heckeriing. Aðalleikendur: Jason Biggs, Mena
Suvari.
Þokkalega framleidd en glórulaus
mynd um nemendur og hornrekur
sem er gjörsamlega útilokað aö fá
samúð meö. 4
Stjörnubíó: Kl. 6 - 8 - 10. Aukasýning föstudag
kl. 12.
LOST SOULS yz HROLLUR
Bandarísk. 2000.
Óskiljanleg og endaslepp kikmynd
um særingar og önnur átök Djöfuls
ogGuös.
Háskólabíó: Kl. 10.
Laugarásbíó: Kl. 8 -10.
POKEMON/ÍSL. TAL ★ BARNA-
MYND
Japönsk. 1999. Leikstjórar: Michael Hargrey,
Kunohiko Yuyama. Handrit: Norman J. Grossfeld,
Takeshi Shudo. Teiknimynd.
Ljót, leiðinleg, fær eina stjörnu fyrir
aö ná til barnanna með einhverjum
óskiljanlegum hætti.
Bíóhöllin: Laugardag/sunnudag kl. 1:50.
Kringlubíó: Laugardag/sunnudag kl. 2.
tmmmmum
■ÍMMH&SsBsSMNBflflEs
Qvinmvnrl ■Jcnnifcr Lopez, sem fer með
OYI|JlliyilU aðalhlutverkið í spennutryllin-
Eftir flrnald um The Cell, hefur á undra-
Indríðason skjótum tíma orðið launahæsta
spænskættaða leikkona í sögu
Hollywood og er á góðri leið með að verða ein
af launahæstu leikkonunum vestra yfirleitt.
Hún hefur aðeins leikið í bíómyndum í um
nokkurra ára skeið og varla í eftirtektarverð-
um myndum nema síðustu tvö árin en.vinsæld-
ir hennar sem poppsöngkonu ásamt þeim
myndum hafa gert Lopez að eftirsóttum
skemmtikrafti svo um munar.
Hún kom til Hollywood 22 ára gömul eða
fyrir átta árum og byrjaði að leika í sjónvarpi
m.a. í gamanþáttunum In Living Color þar
sem Damon Wayans og Jim Carrey komu
fram. Fyrsta bíómyndin hennar var My Family
eftir Gregory Nava og árið 1997 lék hún róm-
önsku söngkonuna Selenu í samnefndri kvik-
mynd. Hún var tekin að vekja athygli í kvik-
myndaborginni og Oliver Stonc fékk henni
hlutverk í lítilli mynd sinni, U-Turn, auk þess
sem Steven Soderbergh leit svo á að hún væri
rétta leikkonan á móti George Clooney í gam-
ankrimma Elmore Leonard, Out of Sight.
Sama ár, 1997, lék hún í spennumyndinni Ana-
conda, sem naut nokkurra vinsælda.
Kvikmyndaferillinn var sumsé í býsna góð-
um farvegi þegar Lopez ákvað að gera eitthvað
allt annað. Hún sagði ráðgjöfum sínum að hún
ætlaði sér að taka eins árs frí frá kvikmynda-
leiknum og reyna fyrir sér sem söngkona.
Reynt var að draga úr henni með það og bent
á að það þætti ugglaust kyndugt ef hin eða
þessi leikkona færi allt í einu að syngja. Hún
sagði við þá: „En það er svona sem ég er. Ég
get ekki byggt líf mitt á því hvernig aðrir eru.“
Lopez virtist vita hvað hún var að gera. Lag-
ið hennar, If You Had My Love, seldist í yfir
tveimur milljónum eintaka. Hún fór að búa
með rapparanum Puff Daddy eða Sean Combs
öðru nafni og kynntist nokkuð ofbeldisfullum
heimi rappara þegar hún lenti í skotárás með
kærastanum sínum í næturklúbbi í New York
um síðustu jól. Combs var kærður fyrir að
bera skotvopn og eftir 14 tíma yfirheyrslu var
Lopez sleppt úr haldi lögreglunnar. Hún held-
ur fram sakleysi Combs í málinu.
Þá eru ekki allir jafn ánægðir með yfir-
Jennifer Lopez
leikurnæstímyndunum The
Wedding Planner, sem er róm-
antísk gamanmynd með Matt-
hew McConaughey (Brendan
Fraserátti aö leika á móti henni
en haföi annaö aö gera), og
dramanu Angel Eyes þar sem
hún leikur á móti Jim Caviezel
en Aaron Eckhart átti aö fara
meö þaö hlutverk. Lopezvarð
nýlega þrítug og segir aö þaö
hafi veriö „allt í lagi“. Hún hefur
í mörgu aö snúast og segist
ekki sofa nema fjórar eóa fimm
stundirá sólarhring.
lýsingar hennar í viðtölum um aðrar leikkonur
draumaverksmiðjunnar eins og Gwyneth
Paltrow eða Madonnu. „Það er enginn sem
undirbýr þig undir þennan bransa,“ segir hún,
„svoleiðis að þú veist ekki hvort snúið verður
út úr því sem þú segir.“ Hún sagði t.d. að Cam-
eron Diaz væri ekki annað en „heppin fyrir-
sæta“.
Lopez leikur geðlækninn Catherine Deane í
spennutryllinum The Cell sem getur með nýj-
ustu tækni og vísindum tengt sig hugsunum
annarra og m.a. fjöldamorðingja sem liggur í
dái og geymir upplýsingar um hvar síðasta
fórnarlamb hans er að finna. Lopez bjó sig y-
undir hlutverkið með því ásamt öðru að leita til
sálfræðings og ræða við hann sín vandamál.
Henni þótti það „upplýsandi“ og segir að sjálf
myndi hún örugglega vera góður sálfræðingur
því hún kunni að hlusta og dæmi ekki fólk
(þetta með Diaz er þá misskilningur).
Auk þess sem hún leikur í bíómyndum og er
poppstjarna ætlar hún að gerast fataframleið-
andi og framleiðandi snyrtivara á næstunni.
„Það eru allir að segja mér að slappa af, hvíla
mig, en mér finnst að ég eigi svo margt eftir að
gera. Ég held ég vilji geyma afslöppunina
þangað til ég giftist og eignast fjölskyldu.“
Þótt hún sé ein af hæstlaunuðu leikkonunum
í Hollywood segist hún enn ekki fá greitt eftir
verðleikum. Hún fékk tvær milljónir dollara
þegar hún lék á móti George Clooney í Out of
Sight en er nú farin að fá níu milljónir á mynd.
„Það er ekki bara það að ég hafi alltaf haft trú
á hæfileikum mínum, heldur hafði ég alltaf trú
á sjálfri mér. Ég vissi hvað ég vildi og ég var
tilbúin að þræla fyrir það.“