Morgunblaðið - 03.11.2000, Side 3

Morgunblaðið - 03.11.2000, Side 3
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 3. NÓVEMBER 2000 C 3 BÍÓBLAÐIÐ Leikstjóri K-19: The Widowmaker, stórmyndarinnar meö Harrison Ford, sem Sigurjón Sighvatsson hyggstgera aö hluta til hérlendis á næsta ári, er Kathryn Bigelow, ein fárra kvenleik- stjóra sem komist hafa á skriö í Holly- wood. Hún er jafnframt sú þeirra sem sérhæft hefur sig í kvikmyndagrein sem karlarnir hafa nánast einokað - ofbeldis- og hasarmyndinni, skrifar Árni Þórarinsson. TÖLUVERÐUR fjöldi kvenna er nú starfandi í leikstjórastétt óháða kvikmyndageirans vestra en þær eru fáar sem hlotið hafa náð fyr- ir augum Hollywood- veldisins, a.m.k. varanlega. Þannig hefur það verið allt frá því að Dor- othy Arzner var undantekning sem sannaði regluna á þriðja og fjórða áratugnum. Sumar hafa fengið eitt tækifæri, aðrar nokkur ef þær nýttu það fyrsta vel, en svo hafa þær horfið sjónum; skýrt dæmi um það er Sus- an Seidelman, sem sló í gegn með Desperately Seeking Susan 1985 en hefur horft á feril sinn fjara út síðan. Þær leikstýrur sem nokkuð reglu- lega fá verkefni í Hollywood eru telj- andi á fingrum annarrar handar; Amy Heckerling (Look Who’s Talk- ing, Clueless), Penny Marshall (Big, Awakenings), Penelope Spheeris (Wayne’s World). Og flestar konur í hópi Hollywoodleikstjóra einbeita sér að gamanmyndum, unglinga- myndum, tilfinningadrömum. Aðeins ein kona stendur nú við hlið Kathryn Bigelow andspænis einokun karlanna á hasar-, spennu- og ofbeldismyndagerð; það er Mimi Leder, sem er þó ekki gömul í hett- unni (Deep Impact, The Peacema- ker). Þær eiga sér engu síður for- vera sem lítill gaumur hefur verið gefinn. Á sjöunda og áttunda ára- tugnum unnu a.m.k. tvær konur við leikstjóm B-hasarmynda með „djörfu" ívafi fyrir Roger Corman, þær Stephanie Roth- man og Barbara Peeters. Tegund í útrýmingarhættu? Kathryn Bigelow fylgir greinilega fús í þeirra fótspor því hún er yfir- lýstur aðdáandi B-mynda og hefur stýrt námskeiði um slíkar myndir í California Institute of the Arts. Hún segir þá hugmynd „eiginlega móðg- andi“ að konur eigi aðeins að gera til- finningaþnmgnar myndir. „Grín- myndir og myndir um ástarsambönd virtust eina leiðin fyrir kvenkyns leikstjóra," segir hún. „Ég vildi gera eitthvað annað. Það er alltaf verið að spyrja mig hvers vegna ekki fleiri konur geri spennu- og hasarmyndir. Ég hef reynt að skýra hvers vegna við getum gert slíkar myndir því ég vildi óska að fleiri konur gerðu það, en okkur hefur samt ekki fjölgað. Mér líður eins og tegund í útrýming- arhættu. Konur eru aðeins fangar eigin ímyndunarafls. Við eigum óhik- að að steypa stöðluðum ímyndum af stallinum." Kathryn Bigelow kemur að kvik- myndagerð úr myndlist og þykir af- ar fær málari. Myndlist var aðal- áhugamál hennar sem unglings í San Francisco; hún var einrænn krakki og viðkvæm, einkabam foreldra sinna, móðirin bókavörður, faðirinn rak málningarverslun. Hún henti Barbiedúkkunum sínum út í horn þegar pabbinn kom heim með lita- sýnishorn úr búðinni. Þá kom mynd- Kathryn Bigelow: Konur eru aðeins fangar eigin ímyndunarafls. sínunrii Tcaméron:Oft»W,,,,,yndn,á,i jamescamc erseWmagnað. listin af sjálfu sér. Og eftirminnileg- asta lífsreynsla hennai’ úr æsku snerist um háskann; hún var á hest- baki í miðju fljóti og rétt slapp lifandi upp á bakkann. Sem sagt: Mynd- listaráhugi plús lífsháski samasem hasarmyndaleikstjóri. Myndlistarkona og róttæklingur Leiðin að þeirri lendingu var að vísu aðeins bugðóttari. Hún var tán- ingur á byltingarárum sjöunda ára- tugarins, þá myndlistarnemandi í San Francisco Institute of Art, og tók virkan þátt í námsmannahreyf- ingunni. Henni er minnisstætt að „finna aflið í 500.000 námsmönnum ögra ríkisstjóminni með því að krefj- ast loka stríðsrekstrar í Víetnam. Ég fann líka hvernig kynferðislegir og pólitískir múrar hrundu á auga- bragði“. Hún segir þennan tíma hafa haft afgerandi mótunaráhrif á sig, eins og kveikt hafi verið á ljósaperu. Tvítug að aldri fékk hún eftirsótt- an styrk til dvalar við Whitneysafnið í New York, þar sem hún hafði vinnuaðstöðu til að stunda list sína, málaði risastórar abstrakt-expressj- ónískar myndir og naut leiðsagnar listamanna á borð við Richard Serra, Robert Rauschenberg og Susan Sontag. Hún gekk í bresku framúr- stefnugrúppuna Art and Language Bigelow að störfum: Neitar að hætta að gera bíómyndir. og var virk, bæði í myndlistinni og hugmyndafræði samtímans. En smám saman fór myndmál kvikmyndanna að hafa æ meiri áhrif á hana, hún innritaðist í kvikmynda- deild Columbiaháskóla og segir að um eðlilega þróun hafí verið að ræða. „Ég lít svo á að ég noti sömu hugar- orku við kvikmyndagerð og mynd- list.“ Árið 1978 gerði hún í skólanum stuttmyndina Set Up, 17 mínútna at- hugun á því „hvers vegna ofbeldi í myndmáli er svo seiðmagnað". Þar voru tveir menn látnir berja hvor annan til óbóta í dimmu húsasundi á meðan tveir heimspekiprófessorar mösuðu um athæfið á hljóðrásinni. Hún viðurkennir núna að þessi frum- raun hafi verið „tilgerðarleg". Meg- ináhrifavaldar hennar í kvikmynda- gerð eru hins vegar Sam Peckinpah, Stanley Kubrick, Samuel Fuller og Martin Scorsese, allt karlmenn, all- ir þekktir af vægðarlausum grein- ingum á ofbeldi. Leiðin til Hollywood Fjórum árum eftir stuttmynd- ina, 1982, gerði Kathryn Bigelow fyrstu leiknu bíómynd sína í fullri lengd í félagi við Monty nokkurn Montgomery, sem rétt eins og hún fór síðar að starfa með Sig- urjóni Sighvatssyni sem fram- leiðandi. Þau leikstýrðu saman „sálfræðilegri mótorhjóla- mynd“, eins og hún kallar það. The Loveless, sem fengist hefur hérlend- is á myndbandi, er einkennileg og dálítið kraftlaus og langdregin stíl- æfing, sagan nánast aukaatriði, stemmning undirliggjandi erótíkur aðalatriði og sá hraði og sú snerpa sem einkennt hefur myndir Bigelow síðan víðs fjarri. Fimm ár liðu þar til hún leikstýrði og samdi ein og óstudd Near Dark, furðulega blöndu nútímavestra og vampírumyndar, sem vakti verulega athygli á leikstjóranum og færði henni fyrsta stóra Hollywoodverk- efnið, feminíska fjöldamorðingja- mynd, Blue Steel (1990), með Jamie Lee Curtis í flóknu hlutverki byssu- glaðrai- löggu, sem ekki er öll þar sem hún er séð. Myndin gefur ekkert eftir í ofbeldi, sálarflækjum og óhugnaði og er jafn heillandi og hún er fráhrindandi og á köflum ósann- færandi. Eins og í Blue Steel skrifaði Bigelow einnig handritið að næstu mynd sinni, sem þó var mun venju- legii að efni til. í Point Break (1991) er FBI-maðurinn Keanu Reeves á höttunum eftir foringja bankaræn- ingja úr brimbrettagengi (Patrick Swayze). Að uppistöðu er þetta hefð- bundin hasarafþreying en Bigelow kryddar ótniverðuga söguna með því að gera mörkin milli góðu gæj- anna og þeirra vondu óljós og velta fyrir sér segulmagni lífsháskans og áhættunnar. Þarna var Kathryn Bigelow búin að sanna sig sem snarpur hönnuður grípandi spennuatriða. Þeir hæfi- leikar nýttust ekki síður í næstu mynd, framtíðartryllinum Strange Days (1995), sem þó gerðist í ekki meiri framtíð en svo, að hún er nú orðin fortíð, árslok 1999, aldamót að sumra mati. Þetta er, eins og allar myndir Bigelow, gölluð mynd en at- hyglisverð, grípandi og stílsnjöll. Það er heimsendisháski í frásögninni af mannkyni á heljarþröm, ringul- reiðin undirniðri jaðrar við stjórn- leysi og tæknimöguleikar laða fram ískyggilegar tilfinningar; veruleiki eins gengur kaupum og sölum sem sýndarveruleiki annars. Myndin var afar umdeild, ekki síst vegna svaka- legs ofbeldis og hrottafengins nauðgunaratriðis, sem margir áttu erfitt með að kyngja frá konu. En hvers vegna er erfiðara að kyngja nauðgun og ofbeldi í túlkun konu en karls? Spyr sá sem ekki veit. Strange Days er síðasta mynd Kathryn Bigelow, sem komin er í dreifingu. Hún var skrifuð af Jay Cocks og James Cameron, stór- myndaleikstjóra (Terminator, Titan- ic) og fyrrverandi eiginmanni henn- ar. Nýjasta mynd hennar, The Weight of Water, var frumsýnd á kvikmyndahátíðinni í Toronto fyrir skömmu við misjafnar undirtektir. Hún er spennumynd með Sean Penn og Sarah Polley (Monster) um óhugnanleg morð tveggja tíma, framleidd af Sigurjóni Sighvatssyni og annar íslendingur gerir leik- myndina, Karl Júlíusson. Þeir munu báðir vinna með Bigelow að Harri- son Ford-myndinni sem hér á að taka að hluta á næsta ári og segir frá sannsögulegu slysi um borð í sovésk- um kjarnorkukafbát. Hér stefnir því í nýjan Islandsvin. Kathryn Bigelow þykir mikill vinnuþjarkur og hörkutól, stórglæsi- leg kona, eins og sjá má á meðfylgj- andi myndum, orðin 48 ára. Hún er hæfileikaríkur stílisti sem enn hefur ekki gert efnislega fullnægjandi mynd. En hún er til alls líkleg og kveðst horfa framhjá allri andstöðu við að konur leikstýri bíómyndum, ef slík andstaða sé þá fyrir hendi. „Ég geri það af tveimur ástæðum: Ég get ekki skipt um kyn og ég neita að hætta að gera bíómyndir." REIKNIVEL OG DAGATAL ÁNETINU! torgis ÍSLEHSKA WEHAmÍDAHI Hörkukvendið í Hollywood

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.