Morgunblaðið - 03.11.2000, Page 4
i C FÖSTUDAGUR 3. NÓVEMBER 2000
MORGUNBLAÐIÐ
BÍÓBLAÐIÐ
Bíóblaðið og Filmundur standa að hryllingsmyndaviku 9.-15. nóv.
Kvikmynda-
húsagestir, veikir
fyrir hrollvekjum,
ættu aö finna eitt-
hvaö áhugavert um
næstu helgi. Kvik-
myndaklúbburinn
Filmundur býðurí
tilefni hryllings-
myndaviku, í sam-
vinnu viö Bíóblaðiö,
tvö klúbbskírteini á
veröi eins. Sæbjörn
Valdimarsson
kynnti sér hvaöa
gæsahúðarmeðul
verða á boöstólum
vestur í Háskóla-
bíói á nýjum Bíó-
blaðsdögum.
Anatomy: Lík í læknis hendi.
HROLLVEKJAN er í upp-
sveiflu um þessar mundir
og hefur sett mark sitt á
myndaval kvikmyndahús-
anna. What Lies Beneath og Scary
Movie eru báðar af þessu sauðahúsi
þótt ólíkar séu. Sú fyrrnefnda í
hefðbundna kantinum hin gerir
góðlátlegt grín að þessari gömlu og
rótgrónu grein í kvikmyndasög-
unni. Hrollurinn fellur vel að hinni
íslensku þjóðarsál sem alist hefur
upp við draugasögur ýmiss konar í
gegnum aldirnar og almenn myrk-
fælni þessarar skammdegisþjóðar
er víðfræg. Þangað leitar klárinn
sem hann er kvaldastur.
Hryllingspakkinn sem Bíóblaðið
og Filmundur standa að er litríkur,
innihaldið kemur víða að og frá
ýmsum tímaskeiðum. Sjálfar eru
myndirnar af margvíslegum gerð-
um hrollvekjunnar, allt frá klassísk-
um vampírumyndum til evrópskra
nútímahrolla. Flaggskipið verður
nýsjálenska myndin Braindead sem
frumsýnd var árið 1996, fékk góða
dóma en lélega dreifíngu og aðsókn.
Forfallnir hrollvekjuunnendur
hafa tjáð mér að Braindead sé með
þeim bestu sem þeir hafí augum lit-
ið, leikstjórinn enginn annar en Pet-
er Jackson sem sigraði heiminn
með Heavenly Creatures fyrir
nokkrum árum. Sá ágæti maður var
valinn til að leikstýra einni dýrustu
og metnaðarfyllstu kvikmyndagerð
allra tíma, þríleiknum Hringadrótt-
inssögu - Lord of the Rings sem nú
er í upptökum.
Braindead segir frá Lionel, ung-
um manni sem verður ástfanginn af
Pequitu. Ljón er í veginum sem er
móðir Lionels. Ósátt við samdrátt-
inn eltir hún elskendurna á stefnu-
mót í dýragarðinum. Tekst þá ekki
betur til en svo að apaköttur bítur
kerlinguna með voveiflegum afleið-
ingum. Mamman breytist í upp-
vakning sem eltir fólk uppi, bítur og
kemur sér þannig upp uppvakn-
ingasöfnuði ógurlegum. Lionel
lendir vitaskuld í nokkrum hremm-
ingum með stóðið. Braindead er
sögð bæði sóðaleg og bráðfyndin á
sinn groddalega hátt.
Nótt uppvakninganna - Night of
the Living Dead er fyrsta mynd
hrollvekjuleikstjórans George A.
Romero og jafnamt talin hans besta
og komin í tölu klassískra „cult“- og
hryllingsverka fyrir löngu. Gervi-
tungl fellur til jarðar og geislar frá
því gera að verkum að dauðir rísa
upp úr gröfum sínum og nota lifend-
ur til átu. Hópur fólks leitar hælis á
sveitabæ og reynir að þrauka af
nóttina en úti fyrir vafra mösul-
ánægjulegt að endurnýja kynnin
við þessa heiðursmenn eftir fjóra
áratugi. Sjálfsagt glamra tennurnar
eitthvað minna en vonandi verður
gæsahúðin á sínum stað.
The Irrefutable Truth About
Demons kemur einnig frá andfætl-
ingum okkar á Nýja-Sjálandi. Þetta
er ný mynd, frumsýnd á síðasta ári.
Jafnframt fyrsta verk leikstjórans
Glens Standring og segir sögu
Harrys Ballard sem kemur að kær-
ustu sinni myrtri og hefur leit að
morðingjanum með aðstoð Bennys,
dularfulls náunga sem hann veit lítil
deili á. I slagtogi við Benny kynnist
Harry satanískum heimi handan
þess raunveruleika sem hann þekk-
ir og upp koma fleiri spurningar en
svör. The Irrefutable Truth About
Demons er þekkt kvikmyndahátíða-
mynd sem hefur hlotið góðar við-
tökur hvarvetna.
Nágrannarnir vekja forvitni aðal-
persónunnar, Henri, í þýsku mynd-
inni The Curiosity and the Cat (’99).
Henri verður var við að atburðarás-
in gerist æ undarlegri hjá grönnun-
um og hann leggst á gægjur ásamt
útlenskri hjásvæfu sinni. Uppátæki
nágrannanna eru með ólíkindum og
gestir þeirra litskrúðugur hópur
fólks sem í útliti minna helst á rúss-
neska mafíósa en tala eins og
skandinavískir sjóarar. Henri fær
aldrei' nóg, jafnvel þótt hann góni
stíft gegnum gat sem hann borar á
milli íbúðanna. Hátterni fólksins við
hliðina nær smám saman undirtök-
um í lífí hans og kærustunnar. Leik-
stjóri og handritshöfundur er
Christiane Alvart sem er kunnust
fyrir klippivinnu þýsku „cult“-
myndarinnar X-TRO.
Ein aðalfreisting gæsahúðarfíkla
verður svo Anatomie - Skuggaverk,
spánný, þýsk spennu-hrollvekja
með hinni svellandi Frönku Potente
í aðalhlutverki. Potente átti minnis-
stæða innkomu í alþjóðlegar kvik-
myndir í Lola rennt - Hlauptu Lola,
hlauptu, þar sem hún fór með titil-
hlutverkið. Myndin, sem hefur gert
það gott á meginlandinu, gerist á
sjúkrahúsi. Potente leikur lækna-
nemann Paulu sem kemur til sum-
arstarfa á sjúkrahús í Heidelberg.
Strax á fyrsta degi kemst hún að
því að ekki er allt með felldu á þeirri
ágætu stofnun. Sér til skelfíngar
sér hún að líkið sem á að fara að
kryfja er ferðafélagi hennar sem
var bráðlifandi deginum áður.
Paula er í yflrvofandi hættu eftir
að hún kemst á snoðir um leynifélag
sem hefur það að markmiði að út-
vega læknavísindunum lík og það
tekst ekki nema með einu móti...
Leóurfés í The Texas Chainsaw Massacre: Vestur-
íslendingurinn Gunnar Hansen.
beinahjarðir afturgangna.
Önnur sígild „cult“-hrollvekja,
Keðjusagarmorðinginn í Texas -
The Texas Chainsaw Massacre (74)
er gerð af Tobe Hooper sem náði á
tímabili inn fyrir múra Hollywood-
borgar og gerði a.m.k. eina öndveg-
ishrollvekju, Poltergeist, fyrir hinn
hefðbundna kvikmyndamarkað.
Keðjusagarmorðinginn er, einsog
Nótt uppvakninganna, sjálfstætt,
óháð framtak. Nokkur ungmenni
halda til Texas, á afskekkt sveita-
býli sem er í eigu fjölskyldu eins í
Hinn eini sanni Dracula: Christopher Lee.
ingu, nýju blóði í vampírumyndirn-
ar og gerði breska kvikmyndafram-
leiðandann Hammer Films að
stórveldi um skeið. Dracula (’58) er
ekki djöfulleg mynd heldur feikna-
vel gerð frásögn, full af ógn, spennu
og kynhvöt. Blóðsugugreifann í
Karpata-fjöllunum leikur hinn eini
sanni Drakúla kvikmyndanna,
Christopher Lee. Annar sterkur
skapgerðarleikari, Peter Cushing,
leikur af svipaðri fagmennsku hitt
aðalhlutverkið, Van Helsing, vamp-
írubanann mikla. Það verður
hópnum. Er þau loks ná áfangastað
iðrast þau ferðarinnar sem breytist
í martröð. Þá fer að heyrast óþægi-
legt hljóð í keðjusög gufuruglaðs
nágranna með leðurgrímu fyrir
smettinu. Þess má til gamans geta
að sá geðugi maður er leikinn af
Vestur-íslendingnum Gunnari Han-
sen. Ahrifarík, suddaleg rustamynd
og óhætt að slá föstu að hún er ekki
fyrir viðkvæma.
Annar góður gestur vikunnar er
sjálfur myrkrahöfðinginn, Dracula,
sem hleypti, í orðsins fyllstu merk-
Hrollvekjandi
vikuskammtur