Morgunblaðið - 03.11.2000, Page 6

Morgunblaðið - 03.11.2000, Page 6
6 C FÖSTUDAGUR 3. NÓVEMBER 2000 BIOBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ I PflRlS Oddny Sen Goðsagnir ogþjóð- félagið íParís er kvikmyndaáhuginn svo mikill að Parísarbúar geta vart beðið eftir nýjustu mynd- unum. Þarerþvíjafnan mikið slúörað um hvað eraðgerast í kvikmyndaframleiðslu og umræðan gjarnan sett í sam- , hengi viö ýmis þjóðfétagsmái. TIL dæmis var umfjöllun um Grænu míluna eftir Frank Darabont sett í samhengi við almennar umræöur í fjölmið- lum um dauöarefsingar í Bandaríkjunum, þegarmynd- in varfrumsýnd í Frakklandi í mars sl. Nú er nýtt mál ofar- lega á baugi; kvikmyndin um Leni Riefenstahl en Jodie Fosfermun leika hlutverk hennar. Meðal annarra hafa franskirgyðingar hafa látið ærlega í sér heyra þar sem Riefenstahl er mjög umdeild þersóna. Hún vann náið með v Hitlerá tímum Þriðja ríkisins oggerði m.a. áróöursmynd- irnar Sigur viljans 1935 og Ól- ympíu 1938. Leni hófferil sinn sem leik- kona og lék í myndum Arn- olds Falks, sem þekktastur erfyrirfjallamyndirsínar. Leni varð fyrir áhrifum af myndmáli Falks og notaði hvíta, snævi þakta tindana í myndum sín- um í goösagnarkenndu lík- ingamáli; t.d. umlykja þung og mikil fjallaský flugvél Hitiers á j leið hans til Nurenberg í Sigur viljans. Við gerð myndarinnar lét Hitler Leni hafa 120 kvik- myndavélartil ráðstöfunar og Sigur viljans er áhrifamikil mynd, sem hefði nýst beturí öðrum tilgangi. En Lenier lif- andi goðsögn og eftirfall Þýskalands fór hún til Afríku og gerði ýmiss konar skemmtilegartilraunirmeð neðansjávarmyndatökur, auk þess sem hún heimsótti afr- íska þjóöflokka oggerði merk- arheimildarmyndirum lifnað- arhætti þeirra og sérkenni. Gamla konan (hún er ein- hvers staðará milli níræðs og grafar) er oft í viötölum á Arte, frönsk/þýsku menningarsjón- varpsstöðinni, alls ófeimin við að viðra skoöanir sínar og hefurm.a. viöurkennt aö hafa tekið rangar ákvaröanir á leið sinni til frama. Hvað sem því líður er spennandi að fylgjast með þróun myndarinnar um þessa merku konu. Aðrar myndir sem slúðrað hefurverið um ernýtúlkun Hal Hartleys á Fríðu og Dýrið (La Belle et la béte), sem var upphaflega gerð afJean Cocteau. Hartiey færirsög- una í nútímabúning en hún hefst á því að sjónvarpskona nokkurfer að leita að kær- 1 asta sínum, sem hvarf við dularfullar aðstæður á ísl- andi. í leit sinni kynnist hún goösagnarkenndu skrímsli (Robert Burke). Francis Coppola veitir fé f fyrirtækið ogtökum á íslandi er lokið. Madonna og Peter Greena- way leiöa saman hesta sína í óvenjulegri trílógíu, sem hinn frumlegi breski kvikmynda- geröarmaöur er með í fram- leiöslu og heitir The Tulse LuperSuitcase. Greenaway , er ekki allra en eitthvað virð- ist hann ætla að koma til móts við almenning þar sem trílógían, sem er frönsk fram- leiðsla að hluta, verður einnig gerð fyrir sjónvarp í 16 hlut- um. Frumsýning /Bíóhöllin, Kringlubíó og Regnboginn frumsýna Disney-myndina The Kideða Drenginn meö Bruce Willis í aðalhlutverki. Aftur til fortíðar Ef þú hefðir tækifæri til þess að hitta sjálfan þig sem átta ára barn, myndi það barn vera ánægt með hvernig þú hefur fullorðnast? I tilfelli Russ Dur- itz er svarið eitt stórt NEI! Russ Duritz (Bruce Willis) er frækinn ráðgjafi í auglýsinga- mennsku er verður heldur betur undrandi þegar hann rekst á Rusty (Spencer Brelsirí) sem er Russ sjálf- ur átta ára gamall drengur. Rusty er prýðispiltur en svolítið nördalegur sem minnir Russ á allt það sem hann hataði við sjálfan sig þegar hann var bam. Hann hefur síðan reynt að fjar- lægjast barnið í sér með góðum ár- angri. En bamið er hundóánægt með það hvemig Russ er orðinn. Hann sýnir lítinn áhuga á auði hans og þeim ár- angri sem hann hefur náð í lífínu. Hann skilur ekki ráðgjafastarfíð og spyr eftir starfinu sem hann dreymdi um að gegna, flugmennskunni. Svo á hann heldur ekki eiginkonu og ekki einu sinni hund! Þannig er sagan í nýjustu Disney- myndinni, Drengnum eða The Kid, sem fmmsýnd er í þremur kvik- myndahúsum í dag. Bruce Willis fer með aðalhlutverkið en með önnur hlutverk fara Spencer Breslin, Emiiy Mortimer, Lily Tomlin og Jean Smart. Leikstjóri er Jon Turteitaub. Hand- ritið gerir Audrey Wells. Bruce Willis f The Kid: Hittir sjálfan sigsem átta ára barn ogkemst að því að hann hefur svikið hugsjónir sínar. Þau Turtletaub hittust fyrir þrem- ur áram þegar hún kynnti fyrir hon- um hugmynd sína um fertugan mann sem hittir sjálfan sig þegar hann var drengur. „Mér leist strax stórkost- lega vel á hugmyndina,“ er haft eftir leikstjóranum. „Mér fannst það frá- bært að búa til mynd um mann sem hittir sjálfan sig þegar hann var átta ára og veltir þeirri spurningu upp hvort hann sé ánægður með að vera sá sem hann hefur orðið í lífinu. Eg held að fólk hugsi svolítið um þetta og spyrji sig að því sama að minnsta kosti einu sinni á ævinni.“ Bruce Willis fékk handritið í hend- ur þegar hann hafði leikið í Sjötta skilningarvitinu og var að leita í framhaldi af henni að einhverju öðra en hasarmynd en sem kunnugt er er Willis einn helsti hasarmyndaleik- arinn í Hollywood. „Þetta er mynd sem mín böm myndu vilja sjá,“ er haft eftir leikaranum, „og það var mjög þýðingarmikið fyrir mig. Hún byggir á nýstárlegri hugmynd og svo vildi ég líka fá tækifæri til þess að starfa með Turtletaub." Erfiðara reyndist að finna strák- inn í hlutverk Rustys og fór fram leit um öll Bandaríkin að rétta barna- leikaranum. Alls vora reyndir um 2.000 strákar í hlutverkið og þótti Spencer Breslin þeirra ágætastur. Eða með orðum leikstjórans: „Spencer hefur við sig þetta barna- lega sakleysi sem við leituðum að. Drengurinn Leikarar:_______________________ Bruce Willis, Spencer Breslin, Emily Mortimer, Lily Tomlin og Jean Smart. Leikstjóri:_____________________ Jon Turtletaub (While You Were Sleeping, Cool Runnings, Phen- omenon, Instinct). Frumsýning /Bíóhöllin, Kringlubíó og Nýja bíó Keflavík sýna Særingamanninn eftir William Fríedkin meö Lindu Biairí aöalhlutverki. Særingamaðurinn endurbættur í rólegu hverfi í Washington D.C. býr unga stúlkan Regan (Linda Blair). Móðir hennar (Ellen Burstyrí) hefur nokkrar áhyggjur af henni því hún á það til að haga sér undarlega. Móðir- in getur ekki komið henni til aðstoðar og læknar standa á gati. Móðirin hef- ur djúpar áhyggjur af dóttur sinni og óttast að það sem hrjái hana sé ekki beint líkamlegt heldur andlegt og hún hefur samband við prestinn Karras (Jason Miller). Hann telur sig vita hvað gengur að stúlkunni en er ófær um að fást við það og kallar til enn einn aðilann í þetta sinn særingar- mann úr klerkastétt (Max von Sydow) og við taka særingar ógurleg- ar á heimili ungu stúlkunnar. Þannig er söguþráðurinn i hroll- vekju William Friedkins, Særinga- manninum eða The Exorcist, sem sýnd er á ný í Bíóhöllinni, Kringlubíói og Nýja bíói, nokkuð breytt frá upp- runalegu útgáfunni frá 1973. Bætt hefur verið við um 11 mínút- um með því að splæsa inn atriðum sem ekki voru í uppranalegu útgáf- unni auk þess sem hljóðið hefur verið endurunnið og tónlist bætt við. Með aðalhlutverkin fara Ellen Burstyn, Linda Blair, Jason Miller, J. Lee Cobb og Max von Sydow, sem fer með titil- hlutverkið. Handritið gerir William B/affyuppúr samnefndri metsölubók sinni. Bók hans, Særingarmaðurinn, varð metsölubók víða um heim þegar hún kom út á öndverðum áttunda áratugnum. Seldust 13 milljónir eint- aka af henni í Bandaríkjunum einum en myndin varð ekki síður vinsæl og var á sínum tíma önnur mest sótta mynd Bandaríkjanna á eftir Guðföð- umum. Hún var einnig mjög umdeild enda fékkst hún við kirkjunnar mál- efni og slík efni geta verið eldfim. Predikarinn kunni Billy Graham líkti myndinni við hið illa en kaþólska kirkjan var sögð ánægð með trúarhit- ann í myndinni. „Þetta er sú útgáfa sem Bill Blatty hafði alltaf mestu trú ár,“ er haft eftir leikstjóranum Will- iam Friedkin um Særingarmanninn endurbættan, „og það hefur tekið mig heil 26 ár að verða loksins sam- mála honum. Það er ekki nóg með að atriðunum sem við bættum inní takist að treysta hinn trúarlega grann sem myndin byggist á heldur era í þeim verulega hrollvekjandi augnablik að auki.“ Blatty segir: „Ég hef þá trú að myndin hafi eitt og annað að kenna okkur um gott og illt. Hún er að einu leyti mjög spennandi rússíbanaferð en að öðra leyti hefur hún djúpan og alvarlegan boðskap að færa nefnilega þann að til sé guð.“ Blatty byggði bók sína á raunveralegum atburðum sem gerðust í Maryland árið 1949. Særingamaðurinn Leikarar:____________________ Ellen Burstyn, Linda Blair, Jason Miller, J. Lee Cobb og Max von Sydow. Leikstióri:__________________ William Friedkin (Good Times, The Birthday Party, Franska sambandið, Scorserer, Cruising, Jade, Rules of Engagement). Særingamaðurinn: Max von Sydow sem titilpersónan og Linda Blair rís upp úrrúmlnu.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.