Morgunblaðið - 03.11.2000, Page 7
mmimam mbbí . _ mmmm ’&eœaimmn . wmmmmm
MORGUNB LAÐIÐ
/ /
. FÖSTUDAGUR 3. NÓVEMBER 2000 C 7
BIOBLAÐIÐ
Sæbjörn Vafdimársson/Amaldur Indriðason/Hildur iMtsaotar
. , Éik.v,
¥tíí|
Bioin i borginni
HINNI UMTÖLUÐU OG UMDEILDU MYND LARS VON TRIERS, DANCER
IN THE DARK—MYRKRADANSARANUM. EINS OG ALLS STAÐAR ÞAR
SEM MYNDIN HEFUR VERIÐ SÝND SKIPTAST BÍÓGESTIR HÉRLENDIS
í A.M.K. TVO HÓPA VARÐANDI SKOÐANIR Á ÞESSARI MELÓDRAMA-
TÍSKU SÖGU AF BARÁTTU EINSTÆÐRAR MÓÐUR FYRIR FRAMTÍÐ
SONAR SÍNS. ANNAÐ HVORT FALLA MENN t STAFI EÐA FARA í FÝLU;
ÞEIR ERU EKKI MARGIR SEM ERU MITT Á MILLI. EN JAFNVEL ÞÓTT
STÆLARNIR í LEIKSTJÓRANUM TRUFLIÁHORFANDANN, SAGAN OG
PERSÓNURNAR SÉU Á KÖFLUM VEIKBYGGÐ OG ÓSANNFÆRANDI
LÆTUR EINSTÆÐUR OG EINLÆGUR LEIKUR BJARKAR GUÐMUN-
DSDÓTTURí AÐALHLUTVERKINU TÆPLEGA NOKKURN MANN
ÓSNORTINN.
NÝJAR MYNDIR
THE KID
Bíóhöllin; K/. 3:50 - 5:55 -8-10:15. Aukasýning
föstudag kl. 12:30. Um helgina ki. 1:40.
Stjörnubíó ki. 6-8-10. Aukasýningarum helgina
| ki.2-4.
Kringlubíó; K/. 3:45 - 5:50 - 8-10:10. Aukasýn-
ing föstudag/laugardag kl. 12:15. Um helgina kl.
1:30.
THE EXORCIST
Bíóhöllin; K/. 8 - 10:30. Aukasýning föstudag kl.
12.
Kringlubíó; Kl. 5:30-8-10:30. Aukasýningföstu-
dag/laugardag kl. 12:00
FORSÝNINGAR
NURSE BETTY
Bíóborgin kl. 10:30.
DANCERIN THE DARK
J ★★★★DRAMA
IDönsk/Bresk. 2000. Leikstjóri: Lars Von Trier. Að-
alhlutverk: Björk Guðmundsdóttir, Peter Stormare,
Cathehne Deneuve.
Túlkun Bjarkar í nýjustu mynd danska
leikstjórans Lars Von Triers er alveg
einstök og heldur uppi brothættum
söguþræöi.
Háskólabíó Föstudag kl. 5:20. Laugardag kl. 2 -
5:20.
ÍSLENSKIDRAUMURINN
★★★★GAMAN
íslensk. 2000. Leikstjðri: Robert Douglas. Aðal-
leikendur: Þðrhallur Sverrison, Jón Gnarr, Hafdís
Huld.
íslensk gamanmynd, sem er mein-
fyndin, hæfilega alvörulaus en þó
meö báöa fætur í íslenska veruleikan-
um, er komin fram. Alveg hreint af-
bragðsgóö mynd.
Bíóhöllln; kl .4-6-8-10. Aukasýning föstudag
kl. 01:00.
Kringlubló; K/. 5:30-8-10:30. Aukasýning föstu-
dagkt. 01:00. Um helgina á miðnættl.
IBUENA VISTA SOCIAL CLUB ★★★
^TÓNLIST
Þýskal/Bandar/Frakkl/Kúba. 1999. Leikstjóm
oghandrit: Wim Wenders.
Ómótstæöileg tónlist ómótstæöi-
legra, kúbanskra tónlistarmanna,
fjörgamalla að árum en þess fjörugri.
Þeir eru mennirnir á bak við myndina,
ásamt Ry Cooder.
Fylgst meö þeim á æfingum í Havana
og á tónlistarferöalagi til Amsterdam
og New York. Ómissandi.
Bíóborgin kl: Föstudag kl. 6-8. Laugardag kl.4 -
6. SunnudagM. 4-6-8.
101REYKJAVÍK ★★★ GAMAN
íslensk. 2000. Leikstjóm oghandrit: BaltasarKor-
mákur. Aðalleikendur: Victoria Abril, Hilmlr Snær
Guðnason, Hanna Maria Karisdóttir, Baltasar Kor-
mákur.
Svört kynlífskómedía úr hjarta borgar-
innar, nútímaleg og hress sem skoðar
samtímann í frísklegu og fersku Ijósi
raunsæis ogfarsa. Vel leikin, einkum
af hinni kynngimögnuðu Almodóvar-
leikkonu Victoriu Abril og er yfir höfuö
besta afþreying.
Háskólabíó; Föstudag/laugardag kl. 6. Engin sj'm-
ing sunnudag.
THE CELL ★★★ HROLLUR
Bandarísk. 2000. Leikstjóri: Larsen Singh. Hand-
rit: Mark Protosevich. Aðalleikendur: Jennifer Lop-
ez, Vince Vaughn, Vincent DOnofrío.
Einstaklega áhrifarík taka og tónlist
og tjöldin minnisstæö í sinni súrreal-
ísku fegurö. Kemur inn á nýjar hliðar á
fjöldamorðingjaklisjusúpunni en ann-
aöeruppogofan.
Háskólabíó; Föstudag/laugardag kl. 8 - 10:15.
Engin sýning sunnudag.Laugarásbíó: Kl. 5:50 - 8
-10:10. Aukasýningar um helgina kl. 3:50.
KJÚKLINGAFLÓTTINN - CHICKEN
RUN ★★★ FJÖLSKYLDUMYND
Leirbrúöur fara meö aöalhlutverkin í
fjölskylduvænni endurvinnslu Flóttans
mikla - meö Watershio Down-ívafi.
ÍSLENSKT TAL: Bfóhöllln; Kl. 4-6. Aukasýning um
helgina kl. 2.
Háskólabíó; Föstudag/laugardag kl. 8. Engin sýn-
ing sunnudag.
ENSKT TAL: Bíóhöllln; Kl. 4-6.
U-571 ★★★ STRÍÐ
Bandarísk. 2000. Leikstjóm og handrít Jonathan
Mostow. Aðalleikendur Matthew McConaughey,
Bill Paxton, Harvey Keitel.
Vel gerö og spennandi stríösmynd um
kafbátahernað. Bryddar ekki á um-
talsveróum nýjungum en stendur fýrir
sínu sem góð afþreying.
Bíóhöllin Kl. 8-10:15.
Bíóborgin; kl. 10:10.
WHAT LIES BENEATH ★★★
HROLLUR
Leikstjóm og handrít: Robert Zemeckis. Aðalleik-
endur Harríson Ford, Michelle Pfeiffer, James
Remar.
Kunnáttusamlega geröur spennutryllir
og nútímadraugasaga í anda Hitch-
cock gamla. Pfeiffer og Fordarinn í
toppformi. Hrollvekjandi afþreying.
Regnboginn; Kl. 5:30-8-10:30. Aukasýningum
helgina kl. 3.
ÁSTRÍKUR OG STEINRÍKUR M/ÍSL.
TALI ★★ Vi FJÖLSK.
Frönsk. 1999. Leikstjóri Claude Zidi. Handrit Gér-
ard Lauzier. Aðalhlutverk Chrístian Clavier, Gerard
Depardieu, Roberto Benigni.
Leikin mynd um gallharöa Galla í Gaul-
verjabæ sem eru í miklu uppáhaldi hjá
smáfólki um víöa veröld. Dugar
pöbbum og mömmum líka. Talsetn-
ingin ágæt.
Bíóhöllin; kl. 4:15. Aukasýning um helgina kl. 2.
Kringlubío; kl. 3:30. Aukasýning um helgina kl.
1:45.
Stjörnubíó; kl 5:50. Um helgina kl. 1:40 - 3:50.
ÁSTRÍKUR OG STEINRÍKUR M/
ENSKU TAU ★★ % FJÖLSK.
Frönsk. 1999. Leikstjúri Claude Zldl. Handrit Gér-
ard Lauzier. Aðalhlutverk Christian Clavier, Gerard
Depardieu, Roberto Benignl.
Leikin mynd um gallharöa Galla í Gaul-
verjabæ sem eru í miklu uppáhaldi hjá
smáfólki um víöa veröld. Dugar
pöbbum og mömmum líka.
B/óhöllin; kl. 8-10:10.
BEDAZZLED ★ ★1A GAMAN
Bandarísl. 2000. Leikstjóm: Harold Ramis. Hand-
rít: PeterCook, ofl. Aðalleikendur; Brendan Fraser,
Elizabeth Huríey, Frances ÓConnor.
Mynd sem kemur manni í gott skap og
skilur viö mann á sömu nótum, tekst
það sem henni er ætlaö. Fraser fer á
kostum sem lúöi sem lendir í sálna-
veiöum Skrattans sem er mjög fram-
bærilegurí líkama Elisabeth Hurley.
Kringlubíó:Kl. 4-6-8-10.
Stjömubíó; Kl. 6-8-10. Aukasýning föstudagkl.
12.. Laugardag/sunnudag kl. 2-4.
BIG MOMMA’S HOUSE ★★% GAM-
AN.
Bandarísk. 2000. Leikstjóri: Raja Gosnell. Hand-
rit: Darryl Quartes. Aðalleikendur: Martin
Lawrence, Nial Long, Paul Giamatti.
Grínleikarinn Martin Lawrence bregö-
ur sér í gervi roskinnar og hávaða-
samrar ömmu í dálaglegu sumargríni
fyriralla fjölskylduna. Ágætis skemmt-
un og Martin fer stundum á kostum.
Regnboginn kl. 6-8. Aukasýningar um helgarkl. 2
-4.
FANTASIA 2000 ★★% FJÖLSK.
Bandarísk. 2000. Leikstjórí:. Handrit:.
Rott mynd með fullkomnum hljóð- og
myndgæöum. Því miöur bætir hún litlu
viö upprunalegu myndina og virkar
jafnvel gamaldags fýrir vikiö.
Bíóhöllln; K/. 3:50.. Aukasýningum helgina kl. 2.
HOLLOW MAN ★★%SPENNA
Leikstjóm: Paul Vérhoeven. Aðalleikendur: Kevin
Bacon, Elizabeth Shue, Josh Brolin, William Dev-
ane.
Vfsindamaöur missir stjóm á sér þeg-
ar hann gerist ósýnilegur og viö tekur
ásjálegur en heldur dellukenndur
spennutryllir.
Regnboglnn; Kl. 10.
SCARY MOVIE ★★% GAMAN-
HROLLUR
Bandarísk. 2000. Leikstjórí: Keenan Ivory
Wayans. Handrít; Shawn og Marlon Wayans. Aðal-
leikendur: Shawn og Marlon Wayans, Shannon El-
izabeth, Carmen Electra.
Fyndin og fríkuð mynd sem skýtur á
hrollvekjur seinustu ára meö beittum
oggrófum húmor.
Laugarásbfó Fóstudagogmánudagkl. 5:50-8-
10:10Umhelginakl. 4-6-8-10. Stjömubíókl. 6
- 8 Aukasýningar laugardag/sunnudag kl 4.
Regnboginn kl.6-8-10. Aukasýningum helgina
kl.2-4.
SPACE COWBOYS ★★% SPENNA
Bandarísk. 2000. Leikstjóri: Clint Weastewood.
Handrit:. Aðalleikendur; Clint Eastwood, James
Garmer, Tommy Lee Jones, Donald Sutherland.
Kempum kvikmyndanna er skutlaö út
í geiminn undir stjóm Eastwoods.
Vandræðagangur á kempum í byrjun
en síöari hluti betri en sá fyrri. Rnar
tæknibrellur.
Bíóhöllin; 5:30 - 8-10:30. Aukasýning föstudag
kl. 01:00
Kringlubíó; Kl. 5:30-8-10:30. Aukasýning föstu-
dagkl. 12.
Bíóborgln; Kl. 5:30-8-10:30.
TUMITÍGUR - íslenskt tal
★★V4TEIKNIMYND ^
Bandarísk. 2000. Leikstjórí Jun Falkenstein.
Handrit: A.A. Milne. Raddir: Laddi, Jóhann Sigurö-
arson, Siguröur Sigurjónsson o.fí.
Þokkaleg teiknimynd fyrir yngstu kyn-
slóöina segir af ævintýrum Tuma og
vinar hans. Góö talsetning.
Bíóhöllin; Laugardag/sunnudag kl. 1:30..
Kringlubíó; kl. 3:50. . Aukasýning laugardag/
sunnudagkl.2.
WITH OR WITHOUT YOU ★★^
DRAMA
Bresk. 2000.
Leikstjóm og handrít Michael Winterbottom. Aðal-
leikendur: Chrístopher Ecclestone, Dervia Kirwan.
Winterbottom fjallar um hjón í ^
kreppu í lunkinni mynd sem hæfir
beturí sjónvarpi en kvikmyndahúsi.
Háskólabíó; Föstudag kl. 8 -10. Laugardag kl. 8.
Engin sýning SUNNUDAG
GOSSIP ★★ SPENNA
Bandarísk. 2000. Leiksjórí: Steve Guggenheim.
Handrít: Gregory Poiríer. Aðalleikendur: James
Marsden, Lena Headey, Norman Reedus.
Nokkuð áhugaverður samsæristryllir
með óþörfum, óvæntum sögulokum.
Leikarar og kvikmyndageröarmenn
lofa þó góöu í framtíöinni.
Bíóhöllin; Kl. 8-10. Aukasýning föstudag kl. 12..
Bíóborgin; Kl. 8.
ROADTRIP ★★ GAMANMYND
Bandarísk. 2000. Leikstjórí: Todd Phillips. Aðal-
leikendur: Breckin Meyer, Seann William Scott,
AmySmart.
Nokkuð fýndin gamanmynd um fjóra
lúöa á feröalagi. Hlutverk hins súra
Tom Greens mætti vera stærra.
Bíóborgin föstudagkl. 6. Sunnudagkl.4-6.
SHAFT ★★ SPENNA
Bandarísk. 2000. Leikstjórí: John Singleton. Aðal-
hlutverk: Samuel L. Jackson, Chrístian Bale, Jeffr-
ey Wríght.
Töffaramynd ársins er því miöui
óspennandi. Hún er ótrúleg, flöt
grunn. Wright og Bale eru flottir en
Jackson í erfiðri stööu.
Laugarásbíó; K/. 6-8-10-Aukasýrtingföstudag *-
á miðnætti. Um helgina kl. 4.
LOSER ★^
GAMANDRAMA
Bandarísk. 2000. Handrít og leikstjóm: Amy
Heckerling. Aöalleikendur: Jason Biggs, Mena Suv-
arí.
Þokkalega framleidd en glórulaus
mynd um nemendur og hornrekur
sem er gjörsamlega útilokaö að fá
samúð meö.
Stjömubió; Kl. 8 -10. Aukasýning um helgina kl 6
kl. 12.,
POKÉMON/ÍSL TAL ★
BARNAMYND
Japönsk. 1999. Leikstjórar: Michael Hargrey, Kun-
ohiko Yuyama. Handrít: Norman J. Grossfeld, Tak-
eshi Shudo. Teiknimynd.
Ljót, leiðinleg, fær eina stjömu fyrir að *
ná til barnanna meö einhverjum óskilj-
anlegum hætti.
Bíóhöllin; Laugardag/sunnudag kl. 1:50.
Qifinmunrl ”Eg stefni ávallt tn
OVipilljfllU stjarnanna", sagði
Eftir flrnald bandaríski leik-
Indriðason stjórinn William
Friedkin árið 1989 í
samtali við The Los Angeles Times,
„en stundum hitti ég Dresden." Og
ekki bara stundum, því miður.
Friedkin er tveggja mynda maður.
Allt sem hann hefur gert utan
Franska sambandsins og Særinga-
mannsins er í versta falli arfalélegt
en í besta falli viðunandi. Þetta eru
myndirnar tvær sem munu halda
nafni hans á lofti lengur en hann á
kannski skilið.
Þær eru að sönnu verulega góðar
og sýna leikstjóra í essinu sínu fara
nýjar leiðir. í Franska sambandinu
tók hann gömlu löggumyndina og
færði á annað og æðra plan með
áherslu á drungalegt borgarraun-
sæi studdur áfram af Gene Hack-
man og Roy Scheider, myndin hef-
ur að auki að geyma kröftugasta
bílaeltingarleik kvikmyndasögunn-
ar. í Særingarmanninum breytti
hann hrollvekjunni til frambúðar;
hann ber að einhverju leyti ábyrgð
á þessum hræðilega vondu ungl-
ingahrollvekjum sem böggað hafa
mann núna í tvo áratugi.
Hann gerði myndirnar árið 1971
og 1973 og var álitinn efnilegasti
ungi leikstjórinn í Hollywood ásamt
Coppola og Scorsese og örfáum
öðrum. En það rættist aldrei neitt
úr honum því fyrir utan þessar
myndir tvær hefur Friedkin varla
gert nokkurn skapaðan hlut af viti.
Hann er fæddur í Chicago árið 1939
og starfaði við sjónvarp áður en
hann snéri sér að kvikmyndunum
með myndinni Good Times árið
1967 en Sonny og Cher löru með að-
alhlutverkin í henni. Hann vakti at-
hygli fyrir myndir á borð við The
Birthday Party og The Night They
Raided Minsky’s, sem báðar voru
gerðar 1968, og The Boys in the
Band árið 1970, sem byggðist á
leikriti Mart Crowleys. Hann
„stefndi til stjarnanna".
Friedkin hreppti Óskarsverðlaun
fyrir leikstjórnina á Franska sam-
bandinu og var útnefndur til
Óskarsins fyrir Særingamanninn
og var ungur maður á hátindi ferils-
ins þegar hún tók að raka inn doll-
urunum um allan heim og valda
bæði deilum og skelfíngu hvar sem
hún fór.
En svo gerðist eitthvað. Annað
hvort valdi Friedkin ekki réttu
myndirnar eða hann missti töfra-
máttinn. Beðið var með eftirvænt-
ingu eftir næstu mynd hans,
Sorcerer, sem var endurgerð
frönsku myndarinnar Laun óttans.
Þegar hún loksins var frumsýnd olli
hún talsverðum vonbrigðum. Það
sama má segja um næstu myndir,
The Brinks Job árið 1978, Cruising
með Al Pacino árið 1980, sem lík-
lega er þó besta myndin sem
Friedkin hefur gert frá því á önd-
verðum áttunda áratugnum, Deal of
the Century, To Live and Die in
L.A., Stalking Dancer, Rampage,
The Guardian og Blue Chips. Tvær
var eitt sinn kvæntur frönsku
leikkonunni Jeanne Moreau
en síðar kvikmyndaframleiða-
ndanum Sherry Lansing. Þeir
leikstjórar sem hann fylgist
meö í dag og hefur gaman af
eru Paul Thomas Anderson og
David Rncher. Hann hefur
mikiö dálæti á myndum
þeirra, Boogie Nights og
Seven. M. Night Shyamalan
segist vera mikill aödáandi
Særingarmannsins og nefndi
eina persónu í mynd sinni,
Sjötta skilningarvitinu, eftir
Friedkin
wmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmm
síðustu myndir hans eru Jade, mis-
heppnuð glæpamynd byggð á hand-
riti eftir Joe Esterhaz, og Rules of
Engagement, með Tommy Lee Jon-
es og Samuel L. Jackson en hún
fjallar með sérkennilegum hætti um
átökin fyrir botni Miðjarðarhafs.
Sagt er í bók Peters Biskind,
Easy Riders, Raging Bulls, sem
Qallar um Hollywood áttunda ára-
tugarins, að erfitt hafi verið að
vinna með Friedkin á árum áður. ^
Hann hafi verið egóisti mikill og
sérvitringur og skapstirður. Ein-
hverju sinni á hann að hafa rekið
manni kinnhest þegar honum
fannst leikur hans full daufur.
Friedkin hefur neitað þessu öllu
saman. „Ég var metnaðargjarn á
þessum árum,“ segir leikstjórinn,
„og það var sjálfsagt í mér talsverð-
ur hroki. Þegar maður nær jafn
miklum árangri og ég gerði svo
ungur er stutt í hrokann. En maður
þarf að vera talsvert hrokafullur til
þess að gera bíómynd, stíga fram
og segja: Látið mig hafa milljónir í,
dollara svo ég geti gert bíómyndina
mína. Þetta gera yfirleitt ekki geð-
lurður. Það má vel vera að ég hafi
ekki sýnt af mér góða hegðun. Ég
er mannlegur. Og trúið mér, ég he'
fengið það allt aftur í andlitið o
meira til.“