Morgunblaðið - 07.11.2000, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 07.11.2000, Blaðsíða 1
---------------------------------------------,---------5-j-j--------------j--j--------j----1 --!- • MARKAÐURINN • SMIÐJAN • LAGNAFRÉTTIR • GRÓÐUR OG GARÐAR • HÝBÝLI • FRÉTTIR • Lykillinn að sparnaði, öryggi og þcegindum reunt'TaS> ií> Kjörhiti í hverju herbergi PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS ÞRIÐJUDAGUR 7. NÓVEMBER 2000 BLAÐC Sumar- húsið ÞEGAR sumarhúsið er búið undir veturinn, er margs að gæta. Bjarni Ólafsson fjallar um þetta við- fangsefni í Smiðjunni i dag. Óboðn- ir gestir mega ekki komast inn, hvort heldur innbrotsþjófar eða mýs og vatn má ekki frjósa í leiðsl- um eða hreinlætistækjum. Einnig þarf að huga að þakleka. / 42 ► Skipulag garða BEZTI tíminn til þess að undirbúa breytingar og framkvæmdir á lóð- inni eru haust og vetur. Brynja Tomer ræðir við Björn Jóhannsson landslagsarkitekt um skipulag garða. „Með vel útfærðum hug- myndum má lengja sumarið um að minnsta kosti mánuð í hvora átt,“ segir Bjöm. / 46 ► Ú T T E K T Hátækni- bygging VIÐ Laugaveg 180, á horni Kringlu- mýrarbrautar og Laugavegar, er að rísa yfir 4000 ferm. nýbygging, sem verður á sex hæðum auk bfla- kjallara. Byggingaraðili er ístak hf. Mikið er í þessa byggingu lagt og hún á eftir að setja mikinn svip á umhverfi sitt. Byggingin er aðallega ætluð fyrir skrifstofur, en á 1. hæð eru möguleikar á verzlun og þjónustu. Þetta verður að verulegu leyti súlnabygging með steyptum útveggjum í suður, vestur og austur en að mestu leyti samfelldur, bogadreginn glerveggur í norður. „Glerveggir af þessu tagi eru mikið notaðir í byggingar í Bandaríkjunum," segir Pálmi Guðmundsson arkitekt og aðalhönnuður byggingar- innar. Að sögn Pálma hefur verið lögð mikil áherzla á það í hönnunarvinnunni, að þettíi verði svokölluð hátæknibygg- ing. Allar lagnaleiðir inn í bygginguna eru t. d. mjög rúmar. Húsið á að verða tilbúið til innrcttinga í ágúst á næsta ári. Að sögn Jóns Guðmunds- sonar hjá Fasteignamark- aðnum, sem er með húsið í sölu, kemur til greina hvort tveggja að leigja húsið eða selja það. / 26 ► Meira líf í bygginga framkvæmdum á Rifi og Hellissandi EFTIR nokkurra ára deyfð yfir húsbyggingum á Rifi og Hellis- sandi urðu töluverð umskipti á þeim vettvangi í sumar og töluvert um nýbyggingar. Þetta þykir ör- ugg vísbending um, að íbúunum fer nú fjölgandi í þessum byggðar- lögum. Á Rifi hafa verið byggð tvö ein- býlishús og skrifstofubygging ofan á hús Hraðfrystihúss Hellissands hf. Þá er verið að búa annað fisk- verkunarhús undir það að þar verði starfrækt fiskréttaverk- smiðja. Á Hellissandi er búið að byggja eitt einbýlishús og lokið er við að endurbyggja elsta íbúðarhúsið á staðnum, Lárusarhús, en það hús er 111 ára gamalt. Lárusarhús er kennt við Lárus Skúlason árabátaformann, sem byggði það 1889. Lárus var for- ystumaður á Rifi í áratugi og stofnsetti þar barnaskóla 1883 og var það fyrsti barnaskólinn á Snæ- fellsnesi. Endurbygging er hafin á öðru gömlu húsi, Ytra-Vinaminni. Það hús fór nokkuð illa þegar eldur kom upp í því nú í sumar, en það verður endurbyggt sem sumarhús. Einnig hefur Pakkhús Tangs- verslunar og síðar Kaupfélags Hellissands og enn síðar Veitinga- húsið Sjólist verið endurbyggt og breytt í íbúð. Það hús er með elstu húsum á Hellissandi. Endurbygg- ing stendur einnig yfir á íbúðar- húsinu Blómsturvöllum, en í því húsi var bakarí á þriðja tug aldar. Stærsta nýframkvæmdin er svo hótelbyggingin, Hótel Hellissand- ur, með 20 tveggja manna her- bergjum og tilheyrandi veitingaað- stöðu. Ráðgert er að taka hótelið í notkun á komandi vori og verður þar starfrækt Edduhótel. Hótel Hellissandur með 20 tveggja manna herbergjum og tilheyrandi veitingaaðstöðu verður væntanlega tekið í notkun næsta vor. Morgunblaðið/Hrefna Lokið er við að endurbyggja elsta íbúðarhúsið á Hellissandi, Lárusar- hús, en það er 111 ára gamalt. Reiknaðu hvað dú færð íyrir húsbréfin á www.frjalsi.is Kaupgengi húsbréfa er mismunandi eftir fjánnálastofhunum. Fijálsi fjárfestingarbankinn keppistvið að bjóða besta kaupgengið og staðgreiðir húsbréfin samdægurs. Hærra kaupgengi þýðir hærra verð fyrir þig. Á vef bankans www.frjalsi is sérð þú nýjasta kaupgengi og þar getur þú reiknað hvað þú færð fýrir húsbréfin. Nánari upplýsingarveita ráðgjafar Fijálsa fjárfestingarbankans I sfma 540 5000. 0,A9% 1 RJALSI FJÁRFESTINCARBANKINN Sóltúni 26 105 Reykjavík * Slmi 540 5000 Fax 540 5001 * www.frjalsi.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.