Morgunblaðið - 07.11.2000, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 07.11.2000, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 7. NÓVEMBER 2000 C 27 Morgunblaðið/Þorkell Á byggingarstað. Frá vinstri: Gísli Kristófersson stíiðarverksljóri, Gísli Pálsson byggingarverkfræðingur, Jón Guðmundsson fasteignasali, Haukur Harðarson arkitekt og Pálmi Guðmundsson arkitekt. ingin verður steypt upp í vetur og væntanlega tilbúin seinni hluta næsta sumars. „Byggingin verður mjög áberandi á þessum stað og þannig úr garði gerð, að hún kynnir sig sjálf,“ segir Pálmi. „Lóðin er í halla, sem hefur það í för með sér, að hægt er að gera bílageymslu, sem er ekki bein- línis undir byggingunni, heldur 1 undir hallanum á lóðinni.“ Hátæknibygging Að sögn Pálma hefur verið lögð mikil áherzla á það í hönnunarvinn- unni, að þetta á að vera svokölluð hátæknibygging. ,AHar lagnaleiðir inni í bygging- unni eru t. d. sérstaklega rúmar og gefa möguleika á viðbótum, þannig að mjög auðvelt verður fyrir nú- tímafyrirtæki að koma sér fyrir í I þessari byggingu, en slíkt getur 1 stundum verið örðugt, einkum í eldra húsnæði," segir Pálmi. Hann hefur mikla reynslu af þvi að hanna slíkt húsnæði, en hann og starfsfélagar hans hönnuðu m. a. innréttingar og húsgögn í húsnæði Viðskiptastofu Landsbankans á 4. hæð hússins Laugavegur 77. „Það var mjög flókið verkefni að koma þar fyrir nútímaviðskipta- stofu, eins konar kauphöll, en ^ leggja þurfti um 1500 lagnir. Ástæðan var sú, að húsnæðið hafði ekki verið hannað fyrir þess konar starfsemi í upphafi," segir Pálmi. „Þessi nýbygging við Laugaveg 180 tekur mið af slíku frá upphafi og hún er að því leyti mjög opin, hvað notkun varðar. Hún gæti hentað fyrir mjög fjölbreytta starfsemi, ekki sízt fyrir tölvufyrirtæki, teikni- stofur og hvers konar fyrirtæki í þekkingariðnaði, sem byggjast á nútímahátækni.“ Pálmi Guðmundsson starfar á 1 teiknistofu Hauks Harðarsonar, sem fyrr greinir. „Þessi stofa mun breyta um nafn á næstunni og taka upp nafnið Tekton ehf.,“ segir Pálmi. „Við munum annast skipu- lagsgerð og hvers konar áætlana- gerð og ráðgjöf við hönnun mann- virkja og innréttinga. Við erum að víkka út starfsvið okkar. Við mun- um þannig hanna alla sameign í þessa nýbyggingu að Laugavegi 180, sem er að sjálfsögðu verkefni á sviði innanhússarkitektúrs. Sjálfur sit ég nú við hönnun lóð- arinnar umhverfis húsið. Þar þarf að koma fyrir ansi mörgum bílum, en vonandi verður lóðin ekki bara bílaplan heldur nokkurt augnayndi líka.“ Áberandi er, að þær byggingar af þessu tagi, sem byggðar hafa verið hér að undanförnu t. d. nýbygging- arnar við Borgartún, eru allfrá- brugðnar þeim eldri byggingum, sem þær hafa leyst af hólmi. Er okkur íslendingum að fara fram í hönnun slíkra bygginga? „Okkur er vafalaust að fara fram, en þeim aðilum, sem skipuleggja byggðina og veita byggingarleyfin, það er skipulagsyfirvöld og bygg- ingarnefndir, er líka að fara fram,“ sagði Pálmi Guðmundsson að lok- um. Tilbúið í ágúst næsta sumar Húsið á að verða tilbúið til inn- réttinga í ágúst á næsta ári. Að sögn Jóns Guðmundssonar, fast- eignasala í Fasteignamarkaðnum, sem er með húsið í sölu kemur til greina hvort tveggja, að leigja húsið eða selja það. „Hér er er um að ræða glæsilega byggingu á áberandi stað við ein fjölförnustu gatnamót höfuðborgar- innar,“ segir Jón.. „Staðurinn hefur því afar mikið auglýsingagildi fyrir þau fyrirtæki, sem veljast inn í hús- ið. Staðsetning sem þessi er ekki í boði hvenær sem er og maður skilur ekki hvers vegna ekki er búið að byggja á jafngóðum bygingarreit fyrir löngu. Það gefur að skilja, að svona gott húsnæði á einum albezta stað borg- arinnar hlýtur að seljast við háu verði á markaðnum. Maður sér fyr- ir virðulegar fjármálastofnanir eða banka eða þá nútímahátæknifyrir- tæki í þessari nýbyggingu, svo að eitthvað sé nefnt,“ sagði Jón Guð- mundsson ennfremur. Hann kvað heldur hafa dregið úr eftirspurn að undanförnu eftir at- vinnuhúsnæði. Hins vegar hefði ekki borið á neinum verðlækkunum, hvorki á atvinnu- né íbúðarhúsnæði, en vaxtahækkanir nú nýverið væru auðvitað ákveðin hættumerki. „En hús á svo eftirsóttum stað, eins og þessi nýbygging við Lauga- veg 180, eru hafin yfir allar mark- aðsaðstæður og ættu að seljast hve- nær sem er með tilliti til svo góðrar staðsetningar," sagði Jón Guðmundsson að lokum. IMGM(D)ILT Heimasíða: rGuðlaug GelrsdóWr, lögg. tastelgnasall o p-i ð ^Fasteignasala (suaurÍandsbráu^4^bT5uTúsínT,‘ www.thingholt.is virka daga frá k I 17 - g 533 3444T Smárar - Kóp. Sérstaklega glæsi- legt einbýlishús á frábærum stað. Vönduð eign og vel staðsett með mikilli lofthæð, fal- legt útsýni. Skipti á rað-/parhúsi í Smár- um/Lindum koma til greina. Verð 27,8 millj. 4200 Hamrabyggð - Hafnarf. Glæsi- legt 174,5 fm einbýli í smiðum. 4 herbergi og stórar stofur. Húsið stendur við 1. braut á golfvelli Keilis og útsýni er fallegt. Húsið afhendist fullb. utan, múrað og húðað með Ijósum kvarts. Verð 15 millj. IMHililiKLLlS Flúðasel - endaraðhús Faiiegt 183 fm raðhús á tveimur hæðum, ásamt stæði í bílgeymslu. Að auki er kjallari undir öllu húsinu. 5 svherb. Húsið er laust við kaupsamning. Áhv. 7 millj. byggsj. og hús- bréf. Verð 15,9 miilj. Ásland - Mosfellsbær Glæsilegt parhús á tveimur hæðum á fallegum útsýn- isstað. 5 svefnherb. Stórar stofur. 28 fm bíl- skúr. Húsið er nánast fullbúið utan en fok- helt að innan. Verð 13,5 millj. 4184 Jöklasel - Seljahvefi Vorum að fá í einkasölu fallegt ca 220 fm endaraðhús m. innb. bílskúr. 4 góð svefnherb. Glæsil. opið rými f risi sem nýta má sem dagstofu eða sjónvarpsstofu og leikherb. Sérinng. á jarðhæð og hæð. Mögul. skipti á 4 til 5 herb. íbúð í sama hverfi. Verð 18,3 millj. 4201. Grasarimi - Grafarvogi stór- glæsilegt 193,7 fm raðhús. 4 svefnher- bergi. Stórar stofur með upptekin loft. Glæsilegt eldhús. Falleg baðherbergi. Fal- legt parket á stofum og herbergjum. Flísar á baðherb. Baðkar og sturtuklefi. Suður- garður með timburverönd. 27,3 fm bílskúr með fjarst. á hurðaropnara. Glæsileg eign. Verð 21,8 millj. 4235 Torfufell Gott 128 fm raðhús og að auki 23,7 fm bllskúr. Hæðin er sofa, borðst., eld- hús, baðherb. og 3 svefnherb. f kjallara, sem er með sérinngangi, eru 3 góð ibúðar- herb. með eldunaraðstöðu og stórt bað- herb. Verð 19,5 millj. 4240 Hringbraut - m. aukaíb. par- hús, sem er tvær hæðir og kjallari. 4 her- bergi og 2 góðar stofur m. útg. út í garðinn. Eldhús, baöherb. og þvottah. á hæðunum. 2ja herb. ibúð i kjallara með sérinng. Tvö sérbilastæði. Verð 16,9 millj. 4217 Berjarimi Fallegt parhús á tveimur hæðum. 4 góð svefnherbergi. Stór stofa. Fallegt eldhús. Garður i rækt. Stutt í skóla. Verð 20,5 m. tmm■bess Asparfell - lyftuhús 140 fm íbúð á tveimur hæðum auk ca 20 fm innb. bil- skúrs. Gestasn., eldhús, stofa og svalir á neðri hæð. Fjögur góð svefnherb., bað- herb., þvottaherb. og svalir á efri hæð. Hús- vörður. Verð 12,9 millj. 4122 Lækjasmári Nýkomin í sölu stór- glæsileg 175 fm íbúð á tveimur hæðum í fal- legu fjölbýli ásamt niðurgröfnu bllskýli. fbúðin skiptist m.a. í 4 svefnherb., stofu, borðstofu, sjónvarpshol, eldhús og þvotta- hús. Vandaðar innréttingar. Möguleiki á skiptum. Verð 19,2 millj. 4213 Hjallavegur - ris góö íbúð i risi i þrfbýli. Endurnýjað baðherb. Snyrtil. eign á þessum vinsæla stað. Áhv. 4,4 millj. Verð 7,7 millj. 4097 Engjasel Góð ca 88 fm íbúð á 1. hæð í góðu húsi. 2 stór svefnherbergi. Stór stofa. Góð sameign. Húsið er klætt Steni. Ein fal- legasta sameiginlega lóðin í Seljahverfinu. Verð 10,9 millj. 4239 2ja herb. Engihjalli - Kóp. góö íbúð á 7. hæð í lyftuhúsi. Stór stofa og gott herbergi. Parket og flísar. Verð 8,2 millj. 4254 atvinnuhúsnæði Funahöfði - herbergjaleiga 19 herbergja leiga I góðu húsnæði. Her- bergin eru öll vel búin, s.s. rúm, skápar, tengi f. sjónvarp og örbylgjuloftnet. Góðar leigutekjur. Áhv. 22 millj. til15 ára. Verð 38 millj. 4118 Laugavegur - hentar fjár- festum Glæsilegt atvinnuhúsnæði á tveimur hæðum. Húsnæðið er allt endurnýj- að að innan á mjög glæsilegan máta. Allar nánari upplýsingar veittar á skrifstofu. Skúlagata - jarðhæð Vorum að fá I sölu rúml. fokhelt ca 550 fm húsnæði sem býður uppá mikla möguleika. Stórir gluggar sem snúa að götu. Hentar mjög vel undir ýmsa þjónustu eða léttan iðnað. Verð 30 millj. 4241 Súðarvogur Ca 440 fm verslunar- og iðnaðarhúsnæði. Húsnæðinu má skipta í 3 einingar. Lofthæð ca 3 m. Húsnæðið lítur vel út. Gluggar og gler nýlegt. Áhv. ca 17,4 millj. til 25 ára, 7,4% vextir. Nánari uppi. á skrifstofu Þingholts. Verð 30 millj. 4232 Vesturgata Vorum að fá í einkasölu 170 fm, 2 hæðir og ris, sem í dag er nýtt undir skrifstofur. Húsnæðið var gert upp af Torfusamtökunum í kringum 1980, og er upprunalegt útlit látið halda sér. Miklir nýtingarmöguleikar. Laust fljótlega. Verð tiiboð. 4219 c Vantar - Vantar Vegna mikillar sölu undanfarið vantar okkur allar gerðir eigna á skrá. 3 Morgunblaðið/Kristján Sólveig Baldursdóttir t.v. og Margrét Jónsdóttir t.h. við listaverk sitt, Seytla í miðju húsnæði Norðurorku, en á milli þeirra stendur Fanney Hauksdóttir, arkitekt hússins. Nýtt húsnæði Norð- urorku í notkun NÝTT og glæsilegt skrifstofuhús- næði Norðurorku á Rangárvöllum var nýlega tekið formlega í notkun að viðstöddu fjölmenni. Húsnæðið er í eigu Eignarhaldsfélagsins Rangárvalla en það er samtals um 830 fermetrar að stærð á fjórum hæðum og leigir Norðurorka þrjár hæðir undir starfsemi sína. Norðurorka varð til við samein- ingu veitustofnana bæjarins, Hita- og vatnsveitu Akureyrar og Raf- veitu Akureyrar og er öll starfsemi félagsins komin á Rangárvelli. Fanney Hauksdóttir arkitekt teiknaði húsið en inni í því miðju, frá efstu hæð og niður á þá fyrstu, er listaverk eftir listakonurnar Sólveigu Baldursdóttur og Mar- gréti Jónsdóttur sem fengið hefur nafnið Seytla. Við útboð verksins átti húsið að vera á þremur hæðum en við lok framkvæmda voru hæðirnar orðn- ar fjórar. SS Byggir átti lægsta til- boð í verkið, tæpar 63 milljónir króna, sem var 106% af kostnaðar- áætlun. Með fjórðu hæðinni varð heildarkostnaður við bygginguna um 100 milljónir króna. Nýja húsið er hringlaga og teng- ist eldra skrifstofuhúsnæði Hita- og vatnsveitu Akureyrar en ráð- gert er að það húsnæði verði nýtt undir aðrar stofnanir bæjarins. f

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.