Morgunblaðið - 08.11.2000, Síða 3

Morgunblaðið - 08.11.2000, Síða 3
MORGUNBLAÐIÐ BÆKUR MIÐVIKUDAGUR 8. NÖVEMBER 2000 B 3 A landamærum himins o g helvítis BÆKUR Skáhlsaga BRÓÐIR LÚSÍFER Höfundur: Friðrik Erlingsson. Útgefandi: Iðunn Á SUMUM jörðum þrífst ekki neitt, hvorki gróður, dýralíf né mannlíf - meira að segja ungar vonir sigla þar í strand - jafnvel þótt um sé að ræða kirkjujarðir. Það er á þannig jörð sem hin nýja skáldsaga Friðriks Erlingssonar gerist. Þar er landið stórbrotið og hrjóstrugt og bera kennileitin nöfn eins og Gálgaklettar, Skipsskaða- vík og Hryggbrot. Pímgnð kemur ungur prestur, séra Ósvald, ásamt konu sinni, Emilíu, til að sjá um unga drengi sem eiga bágt og koma þeim til manns. Ekki vantar viljann, en gamla fólkið í sveitinni veit að djöfullinn heimtar sitt - og þetta heimili hugsjóna og góðra fyrirheita fær nafnið Helvíti meðal gárunganna þar. Sagan fylgir að miklu leyti Hin- riki, sem er uppnefndur Lúsífer, og samskiptum hans við prests- hjónin, góða bolann Gamla Nóa (sem hefur sterka og vel unna táknræna merkingu í sögunni) og nokkra drengi, þá Skugga, Móra, Tomma tvist og Óla litla. Auk þess fær lesandinn að skyggnast inn í líf flestra þeirra persóna sem Lúsífer á samskipti við. Lúsífer er fremur áhorfandi að lífinu en þátt- takandi í því. Innra líf hans er svo kaotískt að hann reynir að halda sig fjarri öðrum. En hann þráir kærleika og vináttu - svo mikið að hann gefur drauma sína og leynd- armál umhugsunarlaust eftir þeg- ar hann álítur einhvern sýna sér vinarhug. Lúsífer vill helst hafa reglu á hlutunum, helst hafa alla daga eins. En það verður ekki á allt kosið. Flestir drengjanna sem við sögu koma eru á unglingsaldri og svo virðist að þeir hafl þegar komið til helvítis og eigi skilið að nú linni. Það er aðeins spurning hvort eitt- hvað heilt sé eftir í þeim eða hvort vonir þeirra séu svo gersamlega sigldar í strand að þeir eigi aðeins eftir að grotna niður á strönd- inni sem þeim hefur skolað upp á. Býr jörð- in sem sveitungarnir kalla Helvíti yfh- nær- ingu til að sefa sorgir þeirra, tempra heift- ina, tortryggnina, ótt- ann og tilgangsleysið, eða er hún staðurinn sem endanlega rýfur samband þeirra við það sem eftir er af mennsku í þeim? Prestshjónin ungu vilja vel en það er ljóst frá byrjun að þau eru ekki á sömu leið. Þau hafa ekki sama bakgrunn og lesandinn hlýtur að spyrja sig hvernig þau ætli að ná sameigin- legu markmiði. Það er meira skyggnst inn í hugarheim séra Ósvalds en Emilíu. Hann er einfari sem hefur raðað sínum brotum saman til að mynda heild sem hann heldur að dugi en það er spuming strax frá upphafi hvort hans eigin öldur hafi lægt nógu mikið til að vel fari. Hann býr yfir ofsafengnum trúarhita og er sannfærður um að meira þurfi ekki til, lengi vel. Séra Ósvald er ákaflega vel skrifuð pers- óna. Þótt aðeins sé lítið eitt skyggnst inn í hugarheim hans og athafnir verður hans flókni persónuleiki ljóslifandi. Hver hugsun hans og athöfn endurspeglast síðan í ungl- ingsdrengjunum sem hann hefur, meira af vilja en mætti, ákveðið að hjálpa. Hann er góður maður og vill vel en harmur hans felst í því að hann vill vera svo miklu miklu betri - í eigin augum. Leiðina sér hann úti í buskanum og auðninni í stað þess að horfa á fegurðina sem er allt í kringum hann. Þótt ekki sé Emilía andstæða hans er hún ólík honum og tvímælalaust hið góða afl sögunnar en það er spurn- ing hvort allir þessir drengir séu móttækilegir fyrir því góða. Drengirnir sem eru speglun af séra Ösvaldi. Þótt kyrrð hennar og hlýja séu eitt sterkasta aflið á heimilinu og hún búi yfir þeim kærleika sem ætti að geta flutt fjöll er ekki allt sem skyldi. Það er ekki hægt að rækta og við- halda kærleika ef enginn kann að taka við honum. Enginn ungling- anna er neitt sérstakt eðaleintak. Uppnefni þeirra eru ekki að ástæðulausu. Það mætti ætla að þeir næðu vel saman í þessari bræðrareglu, allir búnir að sigla í strand. En smám saman kemur í ljós að þeir voru ekki á sömu siglingaleið og strönduðu ekki í sömu fjörunni. Það eina sem þeir eiga sameiginlegt er tortryggni og óraunhæfir draumar. Hver og einn þeirra er dreginn mjög skýrum dráttum. Þótt maður kynni að halda að trakteringarnar sem þeir hafa hlotið í ólgusjónum hafi gert þá svipaða tekst höfundinum að setja sig rækilega inn í hugarheim hvers og eins, vinna persónuna þaðan og skapa þannig mjög ólíka einstaklinga sem láta engan ósnortinn. Bróðh- Lúsífer er vel skrifuð saga og þótt sögumaðurinn hafi nokkuð mikla yfírsýn og innsýn í persónur og aðstæður kann Friðrik mjög vel með að fara. I stað þess að sögu- maður verði veggur á milli persóna og lesenda verður hann öflugur tengiliður. Umhverfi sögunnar er fullt af fyrirboðum, náttúrulýsing- arnar eru svo skýrar að auðvelt er að sjá landið fyrir sér. Það sama á við persónurnar og undirrituð gat ekki varist þeirri tilfinningu að hún væri að lesa málverk á hreyfingu. Það er greinilegt að Friðrik Erlingsson hefur fundið sinn eigin stíl, sína eigin rödd. Hún er hljómmikil og sterk, auk þess sem Friðrik hefur næma tilfinningu fyrir því smæsta og leyndasta í mannlegu eðli - eins og kom strax fram í fyrstu skáld- sögu hans, Benjamín dúfu. Sú næmni er skýr í Bróður Lúsífer - og hún er orðin töluvert þroskaðri. Súsanna Svavarsdóttir Friðrik Erlingsson Elskulegir stubbar BÆKUR B a r n a b ó k SNJÓSTUBBURINN LITLA LAMBIÐ Eftir Andrew Davenport. í þýðingu Oddnýjar Jónsdóttur fyrir Vöku Helgafell árið 2000. Prentað í Eng- landi. Hvor bók er 24 blaðsíður. SÓLIN, sólin, sólin! Tvær litlar systur, 1V2 árs og tæplega fjögun-a ára, dansa og baða út öllum öngum af gleði fyrir framan sjónvarpsskjá- inn. Foreldrarnir líta hvor á annan og þurfa ekki að velkjast í vafa um tilefni fagnaðarlátanna. Aðeins ein sjónvarpsþáttaröð getur vakið upp jafn mikla kátínu hjá báðum systr- unum eldsnemma á laugardags- morgnum. Sú yngri og athafnasam- ari er ekki sein á sér að sækja tvær stubbabrúður inn í barnaherbergi. Hún kemur færandi hendi til systur sinnar og hlið við hlið sitja systum- ar hvor með sína stubbabrúðuna í fanginu eins og postulínsbrúður fyr- ir framan sjónvarpið. Stubbarnir eða Teletubbies eins og brúðurnar heita á frummálinu lifa hvorki sérstaklega flóknu né viðburðaríku lifi. Af því leiðir að trúlega hefur sjálf atburðarásin í frásögnum af Stubbunum ekki endi- lega mesta vægið í huga aðdáend- anna. Persónusköpunin skiptir þeim mun meira máli og þar mæta yngstu börnunum kunnuglegir eig- inleikar. Stubbarnir eru frekar þéttvaxnir, dálítið stirðbusalegir í hreyfingum, svolítið seinir að hugsa og alveg hreint óendanlega góðvilj- aðir eins og kemur fram í nýju bók- unum tveimur frá Vöku-Helgafelli. Önnur bókin hefst á því að lítið lamb birtist skyndilega í Stubba- landi. Stubbarnir halda að lambið sé dapurt og ákveða hver með sín- um hætti að gleðja lambið. En allt kemur fyrir ekki, lambið heldur áfram að vera dapurt eða þar til jarm frá öðru lambi heyrist í fjarska. Eins og hendi sé veifað hýrnar yfir lambinu því eins og allh’ vita er maður manns gaman! Stubb- arnir kætast yfir farsælum endi og sameinast í stóru knúsi - hvað ann- að. Hin bókin heitir Snjóstubburinn og gerist eins og nafnið ber með sér að vetrarlagi. Alveg eins og aðrh- hressir krakkar eru Stubbarnir óendanlega hrifnir af því að leika sér í snjónum. Stubbarnir búa til snjóbolta og raða saman í Snjó- stubb. Stubbunum þykir svo vænt um Snjóstubbinn að hver um sig gefur honum sitt dýrasta djásn og hið furðulega gerist. Snjóstubbur- inn fær auga, augu og loks munn - auðvitað brosandi. Stubbarnir taka höndum saman í gleði sinni og sam- einast með Snjóstubbinum í stóru knúsi því getur ekki kærleikurinn gert kraftaverk eins og sannaðist í trébrúðunni Gosa á sínum tíma? Skemmst er frá því að segja að litlu systurnar tvær tóku bókunum tveimur fagnandi. Sú yngri fór meira að segja með Snjóstubbinn í háttinn um kvöldið. Samt er ekki hægt að mæla með slíkri meðferð enda var komið brot í miðja bókar- kápuna um morguninn. Þarna birt- ist ef til vill stærsti galli bókarinnar því aldur helstu aðdáendanna veld- ur því að langeðlilegast virðist vera að gefa Stubbabækurnar út í harð- spjaldaformi. Ef talin eru til smærri atriði er eðlilegt að nefna að prent- unin á myndunum er ekki alltaf jafn skýr hverju sem það er um að kenna. Undurrituð gat heldur ekki að því gert að staldra aðeins við notkun sagnarinnar að elska undir lok beggja bókanna. Sögnin hefur eins og kunnugt er heldur víðtækari merkingu í ensku en íslensku og virðist í notkun hennar gæta áhrifa frá fyrrnefnda tungumálinu. Hinu er ekki að leyna að umhyggja Stubbanna er mjög djúp og reyndar einstæð eins og kemur fram í bók- unum. Annars er textinn einfaldur, byggist upp á endurtekningum og gerir að sjálfsögðu kröfu til þess að vera lesinn af innlifun og hlýju. Anna G. Ólafsdóttir Franz Sigurður A. Wolfgang Gíslason Magnússon Schiffer Islenskar nú- tímabókmennt- ir á þýsku BÆKUR IMútímabúkmeiiiitir WORTLAUT ISLAND Wolfgang Schiffer, Sigurður A. Magnússon og Franz Gíslason sáu um útgáfuna. Die Horen (Bremerhaven) - 344 bls. ÞAÐ þótti tíðindum sæta þegar bókmenntatímaritið die Horen helgaði heilt hefti íslenskum bók- menntum árið 1986. Með þessu hefti var brotið blað. Aldrei áður hafði Þjóðverjum staðið til boða að sjá jafn mikið úrval íslenskra sam- tímabókmennta komið saman á einum stað. Sá er hér ritar getur vitnað um áhrif þessa tímarits. Áhrif þess margfölduðust t.d. hjá þeim sem höfðu þann starfa að breiða út íslenskt mál og bók- menntir í þýskumælandi löndum á þessum tíma. Enda þurfti að prenta heftið nokkrum sinnum því það seldist upp jafnóðum. Ef eitthvað eitt hefur öðru frem- ur sannfært Þjóðverja á undan- förnum árum um að ísland er ekki bara fagurt land heldur bústaður vitiborinnar þjóðar þá hygg ég það sé þetta hefti die Horen frá 1986. Það er því ástæða til þess að fagna því að die Horen hefur ráð- ist í útgáfu 344 bls. sýnisbókar ís- lenskra nútímabókmennta á þýsku. Þeim Franz Gíslasyni, Sigurði A. Magnússyni og Wolfgang Fischer hefur verið ýmis vandi á höndum því fátt er eins erfitt og að gefa út trúverðugt yfirlit um umfangs- mikla bókmenntasköpun sem stendur svo nálægt í tíma. Þótt fagna beri verkinu verður að hafa í huga að það er áhættusamt. Það er út af fyrir sig bíræfni að gefa út sýnisbækur því að þær gefa alltaf þrönga og um leið umdeilanlega mynd af viðfangsefninu. Áhættu- samt en samt nauðsynlegt. I Wortlaut Island eru 79 verk eftir 71 höfund. Textar eru ekki langir, lengstar eru nokkrar smá- sögur en annars eru ljóðin flest. Elstur höfundanna er Snorri Hjartarson (f. 1908, d. 1986) en yngst er Ása Marín Hafsteinsdótt- ir (f. 1977). Það eru líkindi með þessum tveimur höfundum. Ljóð þeirra, sem hér birtast, bera með sér frið yfirskyggðan af aðsteðj- andi ógn. í ljóðum þessara tveggja skálda endurspeglast þættir sem eru yfirhöfuð sterkir í þessari sýn- isbók: andstæður stríðs og friðar, sakleysis og spillingar, fegurðar og Ijótleika. Freistandi er því að líta á bókina sem spegilbrot 20. ald- arinnar, aldar stríðs en lítils friðar. Spyrja má hvaða vörður hafa leitt útgefendur áfram við útgáfu þessa verks. Samtímabókmenntir er býsna teygjanlegt hugtak og mér sýnist það ekki taka miklum breytingum hér á landi þótt tilefni sé til. Tíminn líður hægt en örugg- lega og stöðugt bætast við ný verk og nýir höfundar. Venjan virðist vera sú að skeyta þeim einfaldlega aftan við það sem frá öndverðu hefur verið nefnt samtímabók- menntir. Hugtakinu virðist ekki gefið nýtt inntak í samræmi við þörf, heldur teygist aðeins úr því. Er þetta ekki eitthvað til að hug- leiða? Með þetta í huga kemur víð af- mörkun skáldahópsins ekki á óvart. Afmörkunin er við fyrstu sýn hæfilega óljós. Áherslan liggur á yngri skáldum þar sem margir eru kallaðir en á endanum fáir út- valdir. Sé eldri hluti úrvalsins skoðaður blasa við kyndugir hlutir. Hér eru nokkur ljóð Steins Stein- ars, skálds sem þrátt fyrir að yrkja að stærstum hluta hefðbund- ið, var lærifaðir yngri skálda og jók þeim kjark til að ryðja nýjum hugmyndum braut. Ekki skal efað að hann á heima hér. En þá vakn- ar spurningin um fleiri. Áf hverju slapp borgarskáldið Tómas Guð- mundsson ekki hér inn? Vissulega braut hann blað í ljóðagerðinni. Eða jafnvel enn eldri skáld sem að mörgu leyti eru nútímalegri og byltingarkenndari en áratugum yngri skáld sem eiga þó verk í þessu bindi: Jóhann Sigurjónsson og Jóhann Jónsson. fslenskar sam- tímabókmenntir eru gegnsýrðar hugmyndum þeirra og orðnotkun. Og svona til þess að segja allt sem í huga býr: Áf hverju er ekki ljóð eða saga eftir Halldór Laxness birt hér? Yfirskyggir hann aðra ís- lenska höfunda svo í Þýskalandi að betra er að láta hans einskis getið í verki sem skal sýna brot af ís- lenskum samtímabókmenntum? Eða er búið að kynna Halldór nóg á þýsku að undanförnu? Eða er ekki að finna í verkum Halldórs nógu nútímalega drætti til þess að sýna verk hans, ljóð eða smásögu, í þessari sýnisbók? Leiðinlegt er að sjá í jafn ágætri bók svo margar klaufalegar villur þar sem íslenskum stöfum og stað- reyndum er ekki haldið réttum (t.d. Þörarinn Eldjárn, Friða Á. Sigurðardóttir; Ása Marín sögð á einum stað fædd 1976 og á öðrum 1977). Þetta er ekkert sáluhjálp- aratriði í sjálfu sér en lesandinn ályktar réttilega að þessi ónákvæmni sé vísbending um aðra ónákvæmni sem fær betur dulist. Utan augljósra annmarka þess- arar sýnisbókar er sá er hér ritar í heild sæmilega sáttur við útgáf- una. Ljóst er að aðstandendur hafa lagt að baki mikla vinnu og staðið í tímafreku og vandasömu samstarfi við fjölda fólks. Enginn vafi er á því að þessi bók hefur alla burði til að verða íslenskum bók- menntum og menningu til fram- dráttar í Þýskalandi. Tilraunin frá 1986 gefur okkur leyfi til að trúa því. Ingi Bogi Bogason

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.