Morgunblaðið - 08.11.2000, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 08.11.2000, Blaðsíða 4
4 B MIÐVIKUDAGUR 8. NÓVEMBER 2000 MORGUNBLAÐIÐ BÆKUR Að vera öðruvísi Samkennd ljær tilgang LÚKAS, 10 áragutti, er aðalsöguhetja bókar- innar Saklausir sdlar- dagar. Hann er elstur þriggja systkina sem eiga hvert sinn föður. Pabbi Lúkasar er út- lendingur sem er flutt- ur af landinu og frá honum hefur Lúkas erft dökkt: yfirbragð. Fyrir vikið þarf hann oft að þola glósur krakkanna í hverfinu. Uppgjör er óuinflýjanlegt þegar allir krakkarnir hafa snúið við honum baki af liræðslu við villingana sem láta hann ekki í friði. Höfundur bókarinnar er Valgeir Skagfjörð og myndir eru eftir Guð- jón Ketilsson. „Þetta byijaði í einhverju fikti í raun og veru. Ég var að segja krökkunum minum sögur frá því ég var krakki og þeim finnst þetta allt- af jafn skemmtilegt,“ segir Valgeir þegar hann er spurður um tilurð sögunnar. Hann skrifaði þessa sögu til að íjalla um einelti og kynþátta- fordóma. „Mér fannst vanta ein- hvern flöt á því máli. Það er ekki eins og fordómar séu nýtt fyrir- brigði. Þótt það hafi ekki verið margir einstaklingar með annað Iitaraft þegar ég var að alast upp fékk maður sinn skammt. Ojj það var fullt af alls konar fólki. Eg get. nefnt að þroskaheftir voru með okkur, það voru ekki til sér staðir fyrir þá og við vöndumst því. Það var bara hluti af lífinu að fólk væri misjafnt." Samt hafa ekki allir samþykkt það. „Nei, nei, en við krakkarnir vor- um ekkert að fárast yfir því, heldur miklu fremur fullorðna fólkið. Til dæmis sótti ég spilatima inn í Mið- tún þar sem Höfðaborgin var í gamla daga. Eitt sinn, þegar ég var að bíða eftir strætó, fór ég að leika mér við strák sem bjó þar. Amma og afi keyrðu framhjá og sáu mig. Þau tóku mig inn i bil þar sem þau lásu yfír mér. Mér var alveg bannað að leika mér við börn í þessu húsi. Ég skildi þetta ekki. Þetta var skemmtilegur strákur og gaman að leika við hann. Svona er þetta. Það er fullorðna fólkið sem stýrir viðhorfinu og hvernig það talar. Það síast náttúr- lega inn í börnin sem fara að trúa því sem er sagt við þau heima. Sum smitast af þessu en önnur láta það ekki trufla sig. Eru einelti og for- dómar svipaðir í dag? Að mati Valgeirs hefur það versnað frekar en hitt „og orðið grimmilegt. Við sjáum það á þessu fólki sem flutti hingað frá Taílandi og Víetnam. Nú er komin kynslóð sem er fædd hér og uppalin en viðhorfið virðist lítið hafa breyst. Forddmar og einelti ala af sér reiða einstakl- inga sem koma ekki til með að fóta sig fyrr en þeir losna undan þvf og skilja að börn sem leggja önnur börn í einelti vita ekki alltaf hvað þau eru að gera.“ Sögusviðið er um og upp úr 1960. Hver er ástæðan fyrir því? „Þetta er það umhverfi sem ég þekki og ég þekki persónurnar ágætlega sem ég skrifa um. Sagan er óður til bemskuslóðanna og lýsir heimi sem er horfínn og verður ekki aftur,“ segir Valgeir að lokum. Lúkas gekk á hljóðið. A leið- inni sá hann tilsýndar strák sem var að paufast með hamar og nagla inni í húsaporti. Af forvitni mjakaði hann sér nær. Hann giskaði á að til stæði að smíða kofa, eða kassabíl. Þegar hann var kominn fast að stráknum með hamarinn kom í ljós að hann var með fulla blikkdós af bognum og ryðguðum nöglum. Hann tíndi einn og einn nagla úr dósinni, lagði þá á stóran flatan stein og reyndi að rétta þá með hamrinum. Hann var á aldur við Lúkas, með ljósan koll, klæddur í gallabuxur og rauðköflótta bómull- arskyrtu. Þegar hann leit upp frá verkinu mátti sjá útstæð, vatnsblá augu og græna hortauma sem láku hægt og örugglega niður að lítið eitt uppbrettri efrivör. Nýjar fullorðins- tennur virtust einu númeri of stórar uppi í munninum á honum, en þær glitruðu skjannahvítar í útiteknu andlitinu þegar hann gretti sig móti sólarljósinu. Úr Sak/ausír so'/ardagar BÆKUR H e i m s p e k i BETRIHEIMUR eftir Dalai Lama. JPV forlag. 2000.182 bls. Súsanna Svavarsdóttir þýddi. TENZIN Gyatso sem gegnir emb- ætti Dalai Lama, andlegs og verald- legs leiðtoga Tíbetbúa, hefur skrifað öfgalausa bók, Betri heimur (Ancient Wisdom, Modem World - Ethies for a New Millennium) um leiðina að sálar- og heimsfriði. Hann þykist ekki vera vitrari en aðrir og ekki vera í betri stöðu en hvert annað mannsbarn. En hann gerir sér hins- vegar grein fytir ábyrgð sinni og skrifar bókina af þeim sökum. Hann hefur farið nógu víða, kynnst menn- ingu nógu margra þjóða og hefur þjáðst og glaðst nógu mikið til að öðl- ast þá víðsýni sem þarf til að geta skrifað bók handa allri heimsbyggð- inni. Tilefnið er ganga mannsandans inn í 21. öldina og mikilvægi þess að breyta þar rétt. Tilgangurinn að brýna fólk til sjálfsþekkingar og aga. Andleg heimabyggð Dalai Lama er búddismi og markmið hans er að fullnumast innan hans. En það er kostur, að sá sem hvetur til samstöðu milli trúarbragða heimsins eins og gert er í bókinni, eigi sér sjálfur heimaland fremur en að vera óháður. Það gerir orð hans dýpii. Þekking hans á öðrum trúarbrögðum dylst ekki lesendum og einnig á vestrænni heimspeki og má finna samhljóm við orð Sókratesar, Aristótelesar, Jesú og Kants svo dæmi sé tekið; „Það eina sem ég get vonað er að þú [...] temjir þér regluna um að valda ekki skaða í þínu daglega lífi.“, „Ef þú [...] hittir á morgun einhvern sem til- heyrir öðrum trúarbrögðum [...] skaltu sýna honum sömu vii-ðingu og þú vilt að hann sýni þér.“ (bls. 138). „Ef þið sem álítið ykkur stunda trú ykkar eruð ekki umhyggjusöm og öguð, hvernig getið þið þá vænst þess að aðrir séu það.“ (177). Hug- tökin í bókinni eru afar skiljanleg þeim sem alast upp við vestræna þekkingarfræði og einnig gildin; ábyrgð, samúð, heiðarleiki, kærleik- ur, umhyggja, sjálfsagi, þolinmæði, umburðarlyndi, fyrirgefning ofl. En sem betur fer veitir hann einnig inn- sýn í hugtök búddismans um t.d. „sjálfið" og „samverk- andi orsakir" og hann heldur því t.d. fram að „þar sem hagsmunir okkar eru órjúfanlega tengdir verðum við að viðurkenna að siðaregl- ur eru nauðsynlegur snertiflötur á milli minnar löngunar til að vera hamingjusamur og þinnar." (44). Áhugavert er fyrir vestrænan huga að glíma við hugmyndir búddista um t.d. sjálfið og karma. Textinn er auðmjúk- ur og höfundurinn gætir þess að taka ekki of stórt upp í sig. Ef til vill má segja bókina einhvers konar inngang fyrir alia þá sem hafa áhuga á að öðl- ast rósemd hjartans og til að starfa að heimsfriði. Hún gefur ástæður og rök fyrir því að það sé þess virði að íhuga að breyta sér til hins betra. Vissulega munu lesendur vilja ræða betur notkun höfundar á hugtökum eins og „samviska“ og „mannseðli" og spyija t.d. Er hægt að treysta á samviskuna? Hvert er þá eðli manns- ins? Hvaða lífsgildi eru óumdeilan- leg? Þeir sem hafa áhuga á því ættu t.d. að lesa bókina „Hvers er siðfræð- in megnug?" (Háskólaútgáfan, 1999), en þar er m.a. grein um sam- viskuna. Bók Dalai Lama er kjörin til að hefja djúpar umræður um ham- ingju og ábyrgð einstaklinga. Höfuðhugtökin í bókinni eru um- hyggja og samúð. Ef til vill er brjóstumkenndin ástæðan fyrir því að mannkynið lifir enn og ef til vill er framtíð mannsins falin í því að kenna í brjósti um aðra, þá sem þurfa á umhyggju að halda. Daiai Lama segist rekast á þessi gildi í öll- um trúarbrögðum og einnig í ein- staklingum og hópum sem standa utan þeirra. Eina nauðsynlega skii- yrðið til að öðlast frið er að rækta þessa þætti. Hann varpar síðan fram hugtakinu alheimsábyrgð sem sérhver geti fundið í hjarta sínu. Hann leggur ekki til „alheimstrúar- brögð“ heldur að einstaklingar leggi rækt við þau trúarbrögð sem falla að persónuleika þeirra og skapgerð, en sameinist um höfuðgildin, stefn- una: „Að hjálpa fólki til að verða góðar manneskjur" (172) Við þá sem ekki telja sig geta lagt sitt lóð á vog- arskálar heimsfriðar, segir hann að valda a.m.k. ekki öðr- urn skaða. Eg held að Islend- ingar geti notið þess að lesa bók Dalai Lama. Hún geymir umfjöllun um morg hugtök sem hér á landi hefur lengi verið áhugi á; dyggðir, lestir, hamingja, heið- arleiki, samkennd, dómgreind, ábyrgð, friður og afvopnun. Umfjöllun hans er nú- tímaleg og hvflir á þeirri speki sem hefur fylgt manninum um aldirnar. Engar heims- spár eru í henni eða gylliboð um lausnir. Höfundurinn hefur ekki áhuga á blekkingu, heldur er heiðar- leikinn honum höfuðdyggð, og ást og samúð æðsta markmið: „Þetta [ást, samúð] era mín sönnu trúarbrögð, mín einfalda trú. Hún þarfnast hvorki musteris né kirkju, mosku né sýnagógu, flókinnar heimspeki né kennisetninga. Okkar eigið hjarta, okkar eigin hugur er musterið. Kennisetningin er samúð.“ (180). Orð Dalai Lama eru ekki innan- tóm og einungis byggð á hugsun innilokaðs munks í klaustri. Þau eru reist á djúpri reynslu, sem lesendur geta kynnt sér í öðrum (Dalai)bók- um. Hann veit að verkefnið heims- friður næst ekki auðveldlega og að hann verði ekki varanlegur nema sérhver einstaklingur geri fyrst eigið innra átak (bls 145), sem að lokum leiði til alþjóðasamkomulags um af- vopnun: „En í augnablikinu og um fyrirsjáanlega framtíð eru Samein- uðu þjóðirnar eina alþjóðastofnunin sem getur haft áhrif á og mótað stefnu fyrir hönd ríkja um ailan heim.“ (150). Það er því ómaksins vert að lesa þennan texta Dalai Lama sem þræðir stiginn frá upphafi til enda, frá sálarfriði til heimsfriðs. „Það er samkenndin sem ljær lífi okkar tiigang." (179) Niðurstaða mín er að bókin sé kjörin til að vekja einstaklinga til umhugsunar um leiðir að eigin sálar- friði og um ábyrgð sína gagnvart ástandi heimsbyggðar. I samhljómi við texta Dalai Lama hefur útgefandinn JPV forlag og þýðandinn Súsanna Svavarsdóttir einnig unnið verk sitt af alúð. Gunnar Hersveinn Valgeir Skagfjörð Dalai Lama BÆKUR L j ö íM i s t Á LAUFBLAÐI EINNAR LILJU Ljóðaþýðingar eftir Baldur Pálma- son. 119 bls. Útg. Gnjúkar. Prent- un: Oddi hf. Reykjavík, 2000. BALDUR Pálmason hefur að langmestu leyti valið til þýðingar Norðurlandaskáld sem fædd voru öðru hvoru megin við aldamótin 1900. íslenskir lesendur eru kunn- ugir sumum þeirra vegna fyrri þýð- inga annarra. Meðal þeirra er Nordahl Grieg. Hann dvaldist hér um tíma á stríðs- árunum og blandaði sér í hóp ís- lenskra skálda. Héðan fór hann til Bretlands og féll í flugleiðangri yfir meginlandinu. Þar með var hann orðinn þjóðhetja með löndum sín- um. Nordahl Grieg hafði fingurinn á slagæð samtímans. Allt um það var hann lítt snortinn af róttækum nýj- ungum í ljóðlist aldarinnar. Baldur skipar honum fremst í bók sinni og þýðir eftir hann tvö kvæði, annað reyndar örstutt. Fyrra kvæðið heit- ir Suomi. Þar sem skáldið orti mikið um lönd og þjóðir mætti ætla að það væri ort til finnsku þjóðarinnar. En svo er ekki. Þetta er ástarkvæði með félagslegri undiröldu. Hið síðara heitir á norsku Sprint- erne en Hlaupararnir í þýðingu Baldurs. Það var ort 1936 vegna leikanna í Berlín. Hjá Grieg hljóðar það svo: Niggeren Owens sprinter, germanerne stuper sprengt. Det blonde Stadion undres, og Fpreren morkner strengt. Men tenk da med trest pá alle jpdiske kvinner og menn som sprang for livet i gaten - demnlddedereigjen! í íslenskri þýðingu Baldurs Pálmasonar lítur þetta svona út: Enginn er frár sem Owens, þóttaríarmikiðreyni. Glóhærðu kollamir glúpna, og grettir sig Foringinn eini. Lát huggast. Sjá, gyðingur hleypur í hræðslu upp á líf og dauða. Þið hafið þó altjent við honum - það má hefna sín á þeim kauða. Af dæmi þessu sést að Baldur hef- ur lagt áherslu á að koma hugsuninni til skila fremur en þýða orðrétt. Germanerne verður t.d. aríar. Hið fyrrtalda heyrðist mun oftar á dög- um skáidsins. Markmið Þjóðverja var að sameina öll lönd þar sem ger- mönsk tunga var töluð. Síðara orðið, aríar, heyrðist þá sjaldan í umræð- unni; fremur að til þess sé vitnað nú. Det blonde Stadion þýðir Baldur gló- hærðu kollarnir. Sú umorðun getur talist eðiileg. Orðrétt þýðing hefði ekki komist fyrir í línunni. Stadion merkir leikvangur eða íþróttasvæði og blond ljóshærður. Að segja hinn ljóshærði leik- vangur hefði líka komið ankannalega fyrir sjón- ir í íslenskum texta. Þó hér séu tekin einstök dæmi af stuttu kvæði mega þau gefa nokkuð glögga hugmynd um aðferð þýðanda. Og nóg um það. Þá koma tvö kvæði eftir Arnulf Överland. Islenskir lesendur fengu líka snemma að kynnast honum. Meðal annars birtist kvæði eftir hann í Rauðum pennum í »lauslegri« þýð- ingu Magnúsar Asgeirssonar. Þekktastur varð hann þó eftir stríð fyrir að skipa sér vestan megin í kalda stríðinu. Överland var ekki snortinn af framúrstefnum fremur en Nordahl Grieg, öðru nær. Hann var jafnaldri Gunnars Gunnarsson- ar. Hans Börli - en eftir hann þýðir Baldur sjö ljóð - var hins vegar af kynslóð Jóns úr Vör og minnir um sumt á hann. Hans Börli yrkir meðal annars um vanda einstakiingsins sem elst upp í skauti náttúrunnar en má svo þreyja tilvist sína í mann- gerðu umhverfi þar sem önnur og harðari lögmál gilda í samskiptum manna. Meðal annarra norskra skálda, sem Baldur þýðir, eru Tarjei Vesa- as og Rolf Jacobsen, að ógleymdum Ivari Org- land. Færeyskum skáldum gleymir Bald- ur ekki. Og það er vel. Eitt ljóð er þarna eftir William Heinesen, annað eftir Karsten Hoydahl og sex eftir Guðrið Helmsdal Niel- sen, mjög skemmtileg- ur kveðskapur. Minna þýðir Baldur úr enska heiminum, en nokkuð þó, þar á meðal eitt eftii’ D. H. Lawrence. Hann er enn mikið lesinn í Bretlandi, einkum skáldsögur hans. Lawrence elskaði konur. Þar á móti var honum illa við peninga. Og ljóðið, sem Baldur þýðir, heitir einmitt Peningaæði. Það er stutt hugvekja, á útjaðri þess að geta kallast ijóð, dá- lítið stórorð ræða en áhrifaminni fyr- ir vikið. Ekki ræðst Baldur á garðinn þar sem hann er lægstur þegar hann tekur sér fyrir hendur að snúa Sea- Fever eftir John Masefield. Baldur nefnir það Sjómannsblóð. Það er hugblærinn og einfaidleikinn í kvæði Masefields sem torveldast er að túlka fyrir íslenskum lesanda. Baid- ur hefur kosið að skipta í tvennt löngum ljóðlínum kvæðisins. Hversu vel þýðandanum tekst að feta í fót- spor lárviðarskáldsins? Það getur verið álitamál. Honum hlýtur að fyr- irgefast þótt honum heppnist það ekki fullkomlega. Ljóðrænar nátt- úrustemmingar eru reyndar það sem erfiðast er að snúa frá einu tungumáli til annars. Auðveldara er að koma til skila því sem mannlegu hátterni viðkemur, einkum ef það er hæfilega óskáldlegt og sett fram í gamansömum tón. Til dæmis er at- hyglisvert hvernig Baldur snarar Þjóðvísu frá Pfalz: Af hverju fá menn eldrauð nef? Ætli því valdi nasakvef? Ti-eystir því ekki tráa mín, - telur því valda brennivín. Og nefin blá sem klakakrap koma af þrotlausum drykkjuskap. Þýðandi hefur tekið saman smá- klausur um höfundana, misjafnlega ítarlegar. Þær eru birtar aftast í bókinni. Sumar þeirra hefðu mátt vera fyllri. Engin tiltekin lína er merkjanleg í vali þýðanda á skáldum og ljóðum. Það er fremur að fjöl- breytnin einkenni safn þetta. Baldur hefur áður sent frá sér bækur með frumsömdum kveðskap. Þær hlutu góðar viðtökur. En að þýða ijóð? Það er eins konar meirapróf fyrir skáld! Þó Baldur hafi í sumum gi-einum val- ið torveldustu leiðina og sitthvað megi að þýðingarstarfi hans finna - svo sem að honum tekst ekki alltaf að leyna erfiði sínu - hefur hann að mínu viti staðist prófið. Erlendur Jónsson Ljóðaþýðingar Baldur Pálmason

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.