Morgunblaðið - 08.11.2000, Síða 5
MORGUNBLAÐIÐ
MIÐVIKUDAGUR 8. NÓVEMBER 2000 B 5
BÆKUR
Verðandi manneskja
ÞAÐ telst fremur
óvenjulcgt að þrír höf-
undar séu að einni og
sömu skáidsögunni. Þó
hefur það gerst með
Dís, nýrri skáldsögu um
reykvíska nútímakonu,
23 ára að aldri. „Dís er
lélegur kokkur, lieltek-
in af Jónasi frá Hriflu
og með ævisöguástríðu
á háu stigi. Les Kosmó-
pólitan í laumi, á milli
þess sem hún rembist
við að vera ekki meðal-
manneskja í tilvistar-
kreppu. En umfram alit
á hún bestu jarðskjálfta-
sögu í heimi.“
Höfundarnir þrír eru
Birna Anna Björnsdótt-
ir, Oddný Sturludóttir
og Silja Hauksdóttir.
Þær segja að huginynd-
in hafi upphaflega kom-
ið frá Kristjáni B. Jónas-
syni útgáfustjóra
Forlagsins. „Hann hafði
samband við okkur og
reifaði þá hugmynd að
fá unga höfunda til að
vinna saman að bók. Af
hans hálfu gat þetta
orðið safn smásagna
eða eitthvað annað en
hann bað okkur að nefna fieiri nöfn
Birna Anna Björnsdóttir, Silja Hauksdóttir
og Oddný Sturludóttir.
Grænlensk
minningabrot *
sem til greina kæmu. Við hugsuðum
málið og lögðum í staðinn til að við
skrifuðum skáldsögu saman. Hann
tók mjög vel í það og við hófum þeg-
ar undirbúning að skriftunum,"
segir Birna Anna.
„Við kynntumst og urðum vin-
konur í MH, en það má segja að upp-
hafið að samvinnu okkar þriggja
hafi hafist þegar ég hafði umsjón
með þætti á RÚV fyrir þremur ár-
um,“ segir Oddný. „Ég fékk þær
Birnu Önnu og Silju til að koma í
þáttinn og saman lékum við Budd-
urnar, þrjár vinkonur í krumpugöll-
um á besta aldri sem létu gamminn
geisa. Okkur þótti þetta svo
skemmtilegt að okkur langaði til að
skapa stærri og merkari verk en
saumaklúbbshjal." í sumar höfðu
þær þann háttinn á við skriftimar
að vinna sanian, og settu sér
ákveðna áætlun. „Við hittumst
klukkan 9 á morgnana fimm daga
vikunnar í allt sumar og skrifuðum
til kl 18. Á hverjum morgni ákváð-
um við hvað við mynduin skrifa um
þann daginn.“
Þær segja það ekki hafa verið
vandamál að skrifa þrjár samtimis.
Þær hafi hver skrifað á sína tölvu
og alltaf vitað hvað hver hinna var
að fást við. „Við lásum efnið liver
fyrir aðra nærri jafnóðum og það
varð til og ræddum það fram og aft-
ur. Það sem skipti sköpum var
hversu vel undirbúnar við vomm.
Við notuðuin tímann í fyrravetur og
vor til að ræða efnið; skapa aðal-
persónuna í huga okkar og ná sam-
an um hana. Síðan gekk þetta eins
og í sögu hjá okkur í sumar," segja
þær og eru hvergi bangnar. Litið
mál að skrifa skáldsögu samkvæmt
þessu.
Sagan um Dís Sigurðardóttur,
hina 23 ára gömu Reykjavíkurmey,
lýsir sumrinu 2000 í lífi hennar.
„Hún vinnur í nióttökunni á Hótel
Borg, kláraði menntó á réttum túna
og fór eina önn í Háskólann og aðra
önn til Spánar. Vandi Dísar er dálít-
ið sá að allir virðast vera búnir að
finna sig í lífinu nema hún. Allir eru
þegar orðnir eitthvað nema hún.
Hún er svona verðandi manneskja,"
segja þær.
„Dís finnst allir aðrir eiga svo
auðvelt með að skilgreina sig, eða
að minnsta kosti láta líta svo út sem
þeir hafi sjálfa sig á hreinu. Sjálf er
hún ekki með neitt á hreinu, nema
kannski þá staðreynd að hún er ekki
með neitt á hreinu.“ Þetta er sem
sagt saga konu við aldamótin 2000
og iíklegt að margir finni samhljóm
við vangaveltur uin eigin framtíð í
Dís Sigurðardóttur. Höfundarnir
segja að Dís sé nokkuð venjuleg
stúlka. „Hún hefur ekki farið í með-
ferð vegna vímuefnaneyslu og hún á
ágæta fjölskyldu og vini. Sagan lýs-
ir innri og ytri atburðarás ílífi Dís-
ar þetta sumar, en einnig rifjar hún
upp síðastliðin ár og skoðar þau
með sinni einstöku kaldhæðni."
Hvort þær ætli að halda áfram að
skrifa saman segjast þær ekki hafa
uppi neinar áætlanir um. „Það get-
ur vel verið.“ Birna Anna starfar
sem blaðamaður, Silja Hauksdóttir
hefur unnið við dagskrárgerð og
Oddný Sturludóttir er í Tónlistar-
skólanum í Reykjavík. „Við ætlum
ekki að hætta þessu þótt bókin hafi
orðið til. Eða eins og þeir segja í
rokkinu: Never quit your day job,“
og þótt þær vilji ekki viðurkenna að
þær séu orðnar meiri manneskjur
en Dís Sigurðardóttir sem berst við
að verða eitthvað, er sumarið samt
liðið og þær eru skáldsögu ríkari.
/
g var búin að vinna í Kaup-
þingi í tvær vikur og vissi
ekki enn í hverju starf
mitt var fólgið. En ég var
staðráðin í því að gera mitt allra
besta. Eg var titluð sérlegur aðstoð-
armaður Gríssins en aðalstarf mitt
fyrstu dagana var að átta mig á í
hverju starf hans var fólgið. Hann
fundaði voða mikið með allskonar
fólki og var alltaf í símanum. Mér var
úthlutaður bás nálægt skrifstofunni
hans inni í stóru herbergi fullu af
slíkum básum þar sem sátu nokkrar
týpur sem voru svona aðstoðar-eitt-
hvað eins og ég, nema þær voru alltaf
rosalega uppteknai’ og sífellt á þön-
um. Eg var eldsnögg að tileinka mér
„það er brjálað að gera!“-taktana og
stakk örugglega ekki svo í stúf við
hina. Alltaf í símanum (stutt símtöl,
tala hratt), alltaf að pikka á tölvuna,
alltaf að blaða í pappírum, alltaf að
standa snöggt upp. Það var mjög vin-
sælt að rjúka burt, koma svo strax
aftur og hringja.
Ur skáldsögunni Dís
BÆKUR
Greinasafn
GLIMT - AF MENN-
ESKER OG STEDER I
GRÖNLAND
Höfundur, Jorgen Fleischer:
Forlaget Atuagkat, Nuuk 2000.
117 bls„ myndir.
GRÆNLAND, „gi-anninn í
vestri", hefur löngum skipað nokk-
uð sérstakan sess í huga íslend-
inga. Frá Islandi er skemmra til
Grænlands en annarra landa og öll
þekkjum við söguleg tengsl land-
anna á fyrri tíð. íslensk skólabörn
læra söguna um Eirík rauða og
menn hans, sem sigldu til Græn-
lands á 10. öld og námu þar land
og á síðari tímum hefur saga ís-
lensku byggðarinnar á Grænlandi
á miðöldum, og þá ekki síst enda-
lok hennar, verið fræðimönnum
hugleikin. Sitthvað hefur verið
skrifað og gefið út um þau mál
hérlendis og á Grænlandi hafa ís-
lendingar tekið þátt í rannsóknum
fornleifafræðinga og annarra
fræðimanna á grænlenskri mið-
aldasögu. Sú saga er öll sveipuð
magnaðri dulúð og óvissu og ein-
mitt það gerir hana svo spennandi
í augum margra. Við vitum ekki
hver urðu örlög hinna fornu Græn-
lendinga, en finnum glöggt til
skyldleikans við þá.
Þrátt fyrir landfræðilega nálægð
og sterk söguleg tengsl mun hitt
sönnu nær, að íslendingar viti
næsta lítið um Grænlendinga og
grænlensk málefni nútímans. A
síðari árum hefur að vísu komist á
margvísleg samvinna með íslend-
ingum og Grænlendingum og
margir íslendingar hafa lagt leið
sína til Grænlands og dvalið þar
um lengri eða skemmri tíma, ýmist
við störf eða sem ferðamenn. Lítið
er hins vegar fjallað um Grænland
og grænlensk málefni hér á landi
og þekking okkar á þessum næstu
nágrönnum okkar, sögu þeirra,
menningu og þjóðlífi er takmörk-
uð, svo ekki sé fastar að orði kveð-
ið.
Jorgen Fleischer heitir gi-æn-
lenskur maður, fæddur árið 1924 í
Ikerasak. Hann var meðal hinna
fyrstu innfæddu Grænlendinga
sem gerðu blaðamennsku að aðal-
starfi og var um aldarfjórðungs
skeið, frá 1962 til 1987, aðalrit-
stjóri blaðsins AG, en svo nefnist
nú elsta blað inúíta. Það var stofn-
að árið 1861 og er nú gefið út á
tveimur tungumálum, grænlensku
og dönsku. Fleischer er þekktur
maður á Grænlandi, hann hefur'
skrifað margar bækur og tekið
virkan þátt í þjóðmálum.
Á langri ævi hefur Fleischer
víða farið á Grænlandi og mörgum
kynnst. I þessari nýjustu bók sinni
bregður hann upp svipmyndum af
fólki, stöðum og atburðum, sem
hafa orðið honum minnisstæðir, og
gerir það á svo skemmtilegan hátt
að honum tekst að hrífa jafnvel
bláókunnugan íslenskan lesanda
með sér. Hann byrjar á því að
segja frá heitri laug á eyjunni
Uunartoq á Suður-Grænlandi. Þar
voru byggðir norrænna manna á
miðöldum, en laugin er hin eina á
öllu Grænlandi, sem er svo heit að
fólk getur baðað sig í henni árið-
um kring. Inn í frásögnina af laug-
inni góðu fléttar Fleischer nátt-
úrulýsingum, sögulegum fróðleik
og hugmyndum um framtíðina af
mikilli list. Þessu næst segir frá
ferðalögum við Grænlands-
strendur á fyrri tíð, frá sauðfjár-
bændum á Suður-Grænlandi og
kynnum af þeim, þá frá ýmsum
eftirminnilegum samferðamönnum
og einkar athyglisverða frásögn er
að finna í bókinni af heimsókn í
bandarísku herstöðina í Thule og
slysinu er B-52 sprengjuþota hlað-
in kjarnavopnum fórst þar árið
1968. Fleischer kom til Thule strax
eftir slysið og ræddi m.a. við
nokkra sjónarvotta. í bókinni birt-
ir hann hluta viðtalanna og eru
þau fróðleg heimild um þessa at-
burði, sem töluvert hefur verið
fjallað um að undanförnu.
Öll er þessi litla bók einstaklega
vel skrifuð og skemmtileg aflestr-
ar, og stórfróðleg. Frásögn höf-
undarins er óður til lands og þjóð-
ar og einkennist af hlýju, kímni og
virðingu fyrir viðfangsefninu.
Jafnframt varpar hún ljósi á græn-
lenskt samfélag, sögu og menn-
ingu á 20. öld. Jón p pór
BÆKUR
G r e i n a s a I n
ISLAND
Á NÝRRIÖLD
Gunnar G; Schram (ritsj.): Hugleið-
ingar 22 Islendinga við upphaf nýs
árþúsunds. Háskdlaútgáfan,
Reykjavík 2000.315 bls.
í UPPHAFI inngangs þessarar
bókai- segh- ritstjórinn, Gunnar G.
Schram: „Ný öld er gengin í gai’ð.
Henni fylgii’ nú sem fyrr eftirvænting
og óvissa en þó umfram allt eðlislæg
foivitni sem býr í brjóstum okkar
allra: Hvernig skyldi takast til, hvern-
ig verður þessi nýja öld, upphaf ár-
þúsundsins, fyrh' mig og þig, vini okk-
ar og vandamenn og þjóðina alla?“
Það eru gömul sannindi og ný, að
þegar stórt er spurt verður oft lítið
um svör. Engu að síður er óhætt að
taka undir það með Gunnai-i, að á
tímamótum sem árþúsundamótum
muni fleii'i velta framtíðinni íýrir sér
en ella og það vai' í sjálfu sér góð hug-
mynd að fá tuttugu og tvo þjóðkunna
Islendinga til að velta fyrh' sér spui'n-
ingunni, hvernig nýja öldin muni
reynast landi og þjóð. Hvers vegna
höfundarnir eru tuttugu og tveh' en
hvorki fleiri né færri, kemur hins veg-
ai- ekki fram í bókinni.
Sennilega eru fá
verkefni erfiðari en það
að eiga að skrifa af viti
um framtíðina. Hún er,
sem betur fer, alltaf
óræð og má í raun einu
gilda hve mjög við
vöndum okkur. Jafnvel
hinir skarpskyggnustu
reynast sjaldan forspá-
ir og skrif af þessu tagi
geta sjaldnast orðið
annað og meh’a en al-
mennar hugleiðingar.
Þær geta á hinn bóginn
orðið bæði gagnlegar
og skemmtilegai' og
það á við um allar
greinarnai' í þessari bók. Þær byggj-
ast á víðtækri reynslu, eim allar lipur-
lega og skemmtilega skrifaðar og
byggjast ekki síst á þekkingu og
skilningi höfunda á fortíðinni. Það er í
sjálfu sér einkai' athyglisvert, en þarf
varla að koma á óvart. Án þekkingar á
fortíðinni vitum við ekki hvað er nýtt
og þai' sem fortíð og eigin reynsla
hlýtm- ávallt að móta athafnir okkai'
og hugsanir fer ekki hjá því að for-
tíðin hafi áhrif á framtíðina, hvort sem
okkm- líkar betur eða ven-.
Bókin ísland á nýrri öld skiptist í
íjóra efnisílokka og fjallar hinn fyrsti
um Líf, tní og list, annar um Þjóðmál,
þriðji um Athafnalíf og hinn fjórði og
síðasti um Heilsu, náttúru og um-
hverfi. í hverjum flokki
skrifa nokkrh- höfundar
um þau viðfangsefni
sem þeim eru kunnust
og eru höfundar í fyrsta
flokknum fimm, sjö í
þeim næsta, fjórir í hin-
um þriðja og sex í hinum
fjórða. Greinamar í bók-
inni eru mjög mislangar,
allt frá fjórum og upp í
tæplega þijátíu síður.
Allar bera þær býsna
glögg merid höfunda
sinna, viðfangsefna
þein-a og áhugamála og
eru allar fróðlegar og
skemmtilegar aflestrar.
Ekki ætla ég mér þá dul að reyna að
dæma eina grein annarri betri, þar
verður hver lesandi að dæma eftir
eigin smekk og áhugamálum. Sjálfm'
hafði ég þó mesta ánægju af greinum
skáldanna tveggja, Matthíasar
Johannessens og Steinunnar Sigurð-
ai’dóttm’, og grein Ingva Þorsteins-
sonar þótti mér einkar fróðleg.
Og hver er svo framtíðarspá þessai~a
tuttugu og tveggja höfimda, hvemig
líst þeim að hagm’ lands og þjóðar
muni velkjast á komandi öld? Þai’ er
því íyi-st til að svara, að engin heild-
stæð spá kemm’ fram í bókinni, enda
ekki til þess ætlast, en mér virðist sem
flestir höfundanna verði að teljast
hai’la bjartsýnh’. Þeii’ fjalla vitaskuld
hver um sitt svið, þótt ekki séu við-
fangsefnin þröngt afmörkuð, og ráðast
niðm’stöður þeirra og fi’amtíðarsýn
öðni fremur af því. Ef tala má um ein-
hveija heildamiðurstöðu, eitthvert eða
einhver atriði, sem flestir eða allir höf-
undar leggja á áherslu á, er hún sú að á
komandi öld beri íslendingum skylda
til að umgangast landið og náttúru
þess af virðingu og nærfæmi og að
þeim muni vegna best, sem afla sér
góðrar þekkingar og menntunar. Hinir
muni eiga undir högg að sækja.
Flestir munu geta tekið undir þess-
ai’ skoðanir, en engu að síður er athygl-
isvert að svo margir af helstu foiystu-
mönnum þjóðarinnar í nútíð og náinni
fortíð skuli vera sammála um einmitt
þessi atriði. Þá hljótum við, venjulegir
borgai~ai’, að velta því íyrir okkm’ hví-
líku Grettistaki íslendingai’ verði að
lyfta á komandi árum ef þeir eiga ekki
að dragast langt aftur úr öllum á ein-
mitt þessum tveim sviðum: mennta- og
umhvei’fismálum. Ekki kemur fram í
bókinni hvemig höfundai’ voru valdir,
hvort þai’ vai’ fylgt einhvem reglu.
Hitt vii’ðist mér þó allrar athygli vert
að konur eni fáai’ í höfundahópnum,
aðeins þrjár, og flestír eru höfundamir
komnii’ um miðjan aldur eða ofai’. Að-
eins einn þehTd er fæddur eftir 1960.
Þessi ,,skekkja“ sem svo má kalla í ald-
urs- og kynjaskiptingu di’egm’ úr giidi
bókarinnai’ sem vitnisburðar um iram-
tíðarsýn Islendinga á árþúsundamót-
um. Ekki er ósennilegt að yngi-a fólk
og konur sjái framtíðina a.m.k. að
nokkru leyti öðmm augum en þeh’
ágætu höfundai’, sem hér stýra penna.
Jón Þ. Þór
Nýjar bækur
• UT er komin bókin Lífsgleði -
minningnr og frásagnir. Þórir S.
Guðbergsson skráði.
í fréttatilkynningu segir: „í þess-
ari nýju bók rifja fimm þekktir ís-
lendingar upp liðnar stundir og lífs-
reynslu.
Séra Birgir Snæbjörnsson er
þekktur fyrir frásagnargleði og
skemmtileg stílbrögð. Hér rifjar
hann upp nokkrar eftirminnilegar
sögur frá æskuslóðum á Akureyi’i,
bernskubrekum og sögulegri flug-
ferð.
Jón Guðniundsson, bóndi og fv.
oddviti á Reykjum í Mosfellsbæ, er
löngu þekktur fyrir störf sín, einnig
sérstæðai’ og skemmtilegar frásagn-
h’. Ásamt æskuminningum segir Jón
frá samferðamanni sínum og sveit-
unga Stefáni Þorlákssyni í Reykja-
hlíð.
Margrét Thoroddsen, húsmóðh’
og viðskiptafræðingur, rifjar upp
æskuminningar úr Reykjavík á fyrri
hluta aldarinnar.
Ragnheiður Þórðardóttir, hús-
móðir á Akranesi, ekkja Jóns Áraa-
sonar alþingismanns, segir frá
bernskuárum á Skaganum og eftir-
minnilegu fólki sem hún kynntist á
þeim tíma. “
Utgefandi er Hörpuútgáfan á
Akranesi. Bókin erprentuð í Odda
hf, 176 bls. Ljósmyndir: Ljós-
myndastofan Nærmynd, Reykjavfk,
og Ljósmyndastofa Páls, Akurejri. ,
Leiðbeinandi verð er 3.590.
Fróðlegt greinasafn
Gunnar G. Schram