Morgunblaðið - 14.11.2000, Side 6

Morgunblaðið - 14.11.2000, Side 6
6 B ÞRIÐJUDAGUR 14. NÓVEMBER 2000 MORGUNBLAÐIÐ ~ MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 14. NÓVEMBER 2000 B 7 HANDKNATTLEIKUR HANDKNATTLEIKUR MARKVARSLA Hlyns Morthens, sem varði 24 skot og stórleikur Al- eksander Petersons lögðu grunninn að 24:22 sigri Gróttu/KR á KA, þegar norðanmenn skelltu sér á Seltjarnarnesið á laugardaginn. En það mátti varla tæpara standa því heimamönnum tókst að knýja f ram framlengingu með því að jaf na í 20:20 þegar tæplega hálf mín- úta var eftir af venjulegum leiktíma. Nýliðarnir í Gróttu/KR sigla því lygnan sjó í 5. sæti en norðanmenn eru í 8. sæti. Eftir tvö mörk á fyrstu mínútunni varð löng bið eftir næstu mörk- um. Sóknarleikur Gróttu/KR varð mmi oft endasleppur þvi stefán KA lét tvo menn fara Stefánsson langt út á völl til að skrifar stöðva stórskytturn- ar Aleksander og Hilmar Þórlindsson. Það vantaði líka brodd í sóknarleik KA auk þess sem Hlynur í markinu reyndist þeim óþægur ljár í þúfu. Fyrir vikið var oft mikið óðagot og fum í sóknarleik beggja liða en rétt fyrir miðjan fyrri hálfleik hvarf feimnin og liðin skipt- ust á að skora svo að skildi meira en eitt mark liðin að. Eftir hlé tók Aleksander sóknar- leik Gróttu/KR í sínar hendur og rað- aði inn mörkum, oft úr erfiðri stöðu en það dugði ekki alveg til því Hörð- ur Flóki Olafsson, sem stóð á milli stanganna hjá KA, lét líka ljós sitt skína svo að gestirnir að norðan náðu þriggja marka forystu, 13:16, um miðjan hálfleik. Heimamenn voru þó ekki af baki dottnir og með seiglu tókst þeim að komast yfir á ný en eft- ir sveiflur í lokin þurfti mark Hilm- ars til að ná framlengingu. Jafnt var eftir fyrri hluta fram- lengingarinnar og í þeim síðari fékk hvort lið þrjár sóknir - Hilmar og Al- eksander skoruðu sitt markið hvor fyrir Gróttu/KR en eitt skot var var- ið en sóknum KA lauk með skoti fram hjá, skoti í stöng og eitt skot var varið svo að tveimur mörkum mun- aði þegar upp var staðið, 24:22. „Ég er sérstaklega ánægður með að mínir menn hættu aldrei og börð- ust allan leikinn þótt það hafi vantað svolítið upp á til að taka betur upp þráðinn eftir sigur á Aftureldingu í síðasta leik á Varmá,“ sagði Olafur Lárusson, þjálfari Gróttu/KR, eftir leikinn en í síðasta leik vann liðið frækinn sigur á Aftureldingu í Mos- fellsbæ. „Það vantaði herslumun í vöm, samvinnu, hreyfingum og ákveðna hluti í sóknarleiknum. Við réðum einnig hraðanum betur í síð- asta leik því núna var aðeins of mikili flumbrugangur í fyrri hálfleik. Hins vegar gáfust menn aldrei upp, höfðu trú á sigri og uppskáru samkvæmt því. Það þarf mikið þrek til að spila Mm FOI_K ■ INGA Lára Þórisdóttir, hand- knattleikskona, lék ekki með liði sínu Stjömunni gegn Fram á laugardag þar sem hún var erlendis. Þetta hefði að öllu jöfnu ekki komið að sök fyrir Stjörnuna, en eftir að Halla Marfa Helgadóttir meiddist í fyrri hálf- leiknum var Ingu Láru sárt saknað í Garðabæjarliðinu. ■ STJARNAN fagnaði 40 ára afmæli sínu í Garðabæ á laugardag. Þann dag léku bæði karla- og kvennalið fé- lagsins. Stúlkurnar töpuðu fyrir Fram 26:28 en strákamir lögðu FH 22:18. ■ RAGNHEIÐUR Stephensen skor- aði 4 mörk fyrir Bryne sem tapaði, 28:24, Gjövik/Vardal í norsku úr- valsdeildinni í handknattleik á sunnudaginn. Stabæk, undir stjórn Kristjáns Halldórssonar, tapaði fyr- ir Nordstrand, 24:20. vísu hefði ég viljað sjá meiri hraða á köflum en er sáttur við að menn séu í nægri æfingu til að ljúka þessum leik. Dagsformið skiptir einnig máli og það var nógu gott í dag þó að það hafi oft verið betra,“ bætti Olafur við og sagðist enn halda sig við það markmið að halda liðinu í deildinni. „Við emm sáttir við stöðuna, tökum einn leik fyrir í einu og sjáum svo til. Upphaflegt markmið okkar er að halda sér í deildinni, sem er raun- hæft fyrir lið sem er að koma upp um deild og það hefur ekkert breyst." Sem fyrr segir vom Hlynur og Al- eksander í aðalhlutverkum en Hilm- ar og Sverrir Pálmason gerðu vel. „Eg er sár yfir tapinu því það er slæmt, þegar við eram þremur mörkum yfir, að bæta ekki við og ná svo að halda því út leikinn,“ sagði Atli Hilmarsson, þjálfari KA, eftir leik- inn. „Hins vegar börðust mínir menn allan leikinn og hafa bætt sig mikið frá síðasta leik. Ég vona að við föram að fikra okkur upp töfluna því staða okkar er ekki góð en það verður bara að halda áfram að vinna í því. Að vísu erum við í vandræðum með menn sem era meiddir en það verður líka að taka því,“ bætti Atli við. Hörður Flóki markvörður, Heimir Örn Ai-n- arson og Guðjón Valur Sigurðsson vora bestu menn KA en Andreas Björk Tómasdóttir, leikmaður Fram, sækir hér að marki Stjörnunnar. Haukar taplausir HAUKAR halda efsta sæti 1. deildar kvenna eftir leiki helgarinnar. Haukar lögðu Val að Hlíðarenda, 16:23, en á sama tíma tapaði Stjarnan öðrum leik sínum í vetur, gegn Fram 26:28, en heldur þó öðru sætinu í deildinni og er með 14 stig. Ingibjörg Hinriksdóttir skrífar Fyrirfram var búist við miklum baráttuleik hjá Stjörnunni og Fram, eins og oftast er þegar þessi tvö lið mætast. Sú varð þó ekki raunin á laugardag. Fram- arar höfðu einfald- lega betur á öllum sviðum handboltans, markvarslan var betri, sóknarleikurinn var fjöl- breyttari og varnarleikurinn sterk- ari. Framarar fengu óskabyrjun og þær skoraðu úr 9 af fyrstu 10 sókn- um sínum í leiknum, en á sama tíma skoraði Stjarnan aðeins fjögur mörk og misnotaði m.a. vítaskot. Framar- ar höfðu sex marka forskot þegar mest lét og voru hreinlega að valta yfir Garðabæjarliðið. Það munaði miklu fyrir Stjörnuna í fyrri hálfleiknum að Nína K. Björnsdóttir skoraði ekki mark og að markverðir liðsins, Sóley Hall- dórsdóttir og Lijana Sadzon, sem hafa varið mjög vel í vetur, fundu sig engan vegin. Stjarnan rétti heldur úr kútnum í síðari hálfleiknum. Um miðjan hálf- leikinn hrökk Nína í gang, skoraði sitt fyi’sta mark og fór mikinn það sem eftir lifði leiks. Þetta hleypti dá- lítilli spennu í leikinn, varnarleikur Stjörnunnar og markvarslan lagað- ist verulega og Fram skoraði aðeins tvö mörk úr síðustu 10 sóknum sín- um, en það voru þó einmitt þessi tvö mörk sem skildu liðin að þegar upp var staðið og Fram sigraði 26:28. „Við leiddum leikinn allan tímann, við ákváðum að byggja upp sterka vörn og ljúka sóknunum með mörk- um til að koma í veg fyrir að þær kæmust inní hraðaupphlaup. Skytt- urnar okkar komu sterkar inn, Olga vann gríðarlega vel á línunni og þetta skilaði sér vel. Við unnum leik- inn fyrst og fremst á vörninni. Þessi lið hafa alla tíð háð mikla baráttu- leiki og það er sérstaklega ánægju- legt að vinna hér á heimavelli Stjörnunnar í síðasta leik fyrir jóla- frí,“ sagði Svanhildur Þengilsdóttir, leikmaður Fram. Hugrún Þorsteinsdóttir mark- vörður og Olga Prokhorova léku best í samstilltu liði Fram sem sýndi það í þessum leik að liðið kemur til með að gera mjög harða atlögu að Islandmeistaratitlinum í úrslita- keppninni í vor. Litlar breytingar hafa orðið á leikmannahópnum, leik- menn þekkja hvern annan mjög vel og hafa mikinn vilja til að ná lengra í ár heldur en í fyrra. Stjörnuliðið hefur aftur á móti gengið í gegnum miklar breytingar undanfarin ár, en liðið hefur hefðina og reynsluna á bak við sig og það mun án efa skila liðinu langt í topp- baráttu vetrarins. Hind Hannes- dóttir og Jóna Margrét Ragnars- dóttir léku ágætlega og Sóley og Nína komu sterkar inn í síðari hálf- leik. Batamerki hjá Val Það voru mikil batamerki að sjá á liði Vals, sem mætti toppliði Hauka að Hlíðarenda. Hinir ungu leikmenn Vals stóðu vel í meistaraefnunum úr Hafnarfirði og létu Haukana hafa verulega mikið fyrir 16:23-sigri. Jafnræði var með liðunum í fym hálfleik, Haukarnir byrjuðu á flatri 6-0-vörn þar sem bestu varnarmenn síðustu ára stóðu hlið við hlið; Brynja Steinsen, Auður Hermanns- dótth’, Harpa Melsted og Inga Fríða Tryggvadóttir. Einhvern veginn dugði þetta þó ekki til að stöðva bar- áttuglaða Valsara sem héldu leikn- um í jafnvægi með góðum hraða- upphlaupum og hornaspili. Én Haukar voru ekki komnir að Hlíðarenda til að bíða lægri hlut. Sett var í fluggírinn í síðari hálf- leiknum, hraðaupphlaup voru keyrð, línuspilið var frábært og skytturnar brutu sér leið í gegnum vörn Vals frekar en að skjóta fyrir utan. Þetta dugði til að tryggja þeim öruggan fimm marka sigur. „Ég fékk tækifæri til að byrja inná í fyrsta sinn í vetur og fann mig vel í þessum leik. Ég er orðin góð af meiðslunum og formið er allt að koma. Þetta var erfiður leikur og við þurftum að hafa verulega mikið fyr- ir þessum sigri. Haukarnir hafa ver- ið á fljúgandi siglingu í vetur, bæði við og strákarnir, og það eru komnir 16 Haukaleikir í deildinni án taps, þannig að leikmenn Hauka eru mjög sáttir við gang mála í dag,“ sagði Inga Fríða Tryggvadóttir, sem átti mjög góðan leik í liði Hauka og er greinilega að ná sínum fyrri styrk. Hún ásamt Hörpu Melsted og Thelmu B. Árnadóttur léku best í liði Hauka en hjá Val voru þær Berglind íris Hansdóttir markvörð- ur, Arna Grímsdóttir og Hafrún Kristjánsdóttir bestar. Halla María með brák- uð rifbein HALLA María Helgadóttir, leikmaður Stjörnunnar í handknattleik, varð fyrir því óhappi í leik gegn Fram á laugardag að bráka tvö rifbein. Hdn lenti í samstuði við leikmann Fram um miðjan fyrri hálf- leik og gat ekki leikið meira með liði smu. „Ég fór í myndatöku á Slysavarðstof- una í gær og }>á kom í ljós að tvö rifbein eru brákuð. Ég verð frá æfingum í a.m.k. tvær vikur. Höggið var mikið og það má segja að það hafi verið lán í óláni að rifbeinin brotnuðu ekki.Ég missi þó vonandi ekki af neinum leik þar sem deildin er komin í langt jólafrí og við eigum ekki leik í bikarnum fyrr en um miðjan desember," sagði Halla María. Engin miskunn hjá þeim þýsku Karí Haraldsson skrifar Þýska meistaraliðið Buxtehude, sem sigrað hafði ÍBV í EHF-bikar- keppninni í handknattleik í Þýskalandi á dögunum með 18 marka mun sýndi gestgjöfum sínum enga miskunn í seinni leiknum sem fór fram í Eyjum á laugardaginn. Buxte- hude vann enn stæn-i sigur, 34:14, og vann því einvígi liðanna í 2. umferð með samtals 38 marka mun. Þátttöku ÍBV í keppninni er þar með lokið en Eyjakon- ur slógu út búlgarska liðið Pirin í fyrstu umferðinni. Leikmenn Buxtehude byrjuðu af mikl- um krafti og vora yfirburðir þeirra í fyrri hálfleik miklir. Buxtehude spilaði mjög góða vörn auk þess sem danski mark- maðurinn Silke Christiansen varði meistaralega. Að sama skapi vora Eyj- astúlkur ekki tilbúnar í leikinn. Þær voru á hælunum, sóknarleikur IBV var bragð- daufur og óskipulagður. Besti leikmaður ÍBV í fyrri hálfleik var Tamara Mandzic en það sást lítið til stórskyttunnar Amelu Hegic. Staðan hálfleik var 6-20, Buxte- hude í vil. Allt annar bragur var á leik Eyja- kvenna í seinni hálfleik og spiluðu þær miklu betur, einkum framan af hálfleik- num. Vöm þeirra batnaði til muna en sóknarleikurinn gekk ekki sem skyldi og það var aðeins Amela Hegic sem sýndi þokkalegan leik í sókninni og skoraði nokkur mörk. ÍBV tapaði seinni hálfleiknum 8:14 og því var 20 marka tap ÍBV staðreynd. Eyjakonur reyndu að berjast en áttu við ofurefli að etja. Buxtehude var einfaldlega miklu sterk- ara, enda er liðið eitt af bestu kvennalið- um í heiminum með landsliðskonur í hverri stöðu. „Ég er ekki ánægður með leikinn, stelpurnar voru ekki nægilega vel stemmdar og það þýðir ekki þegar við eram að keppa við svona sterka and- stæðinga. Sóknarleikur okkar var slakur en við getum gert betur. Þetta var góð reynsla fyrir liðið sem á eftir að skila sér í vetur,“ sagði Sigbjörn Óskarsson þjálf- ari ÍBV. Hlynurog Petersons í stórræðum Ragnar með átta mörk í ísrael Stavanger sigraði RAGNAR Óskarsson og Ólafur Stefánsson komu mikið við sögu í góðum útisigrum liða sinna í Evrópumóti félagsliða í hand- knattleik um helgina. Báðir voru þeir markahæstir hjá sínum liðum, Ríignai’ skoraði 8 mörk fyrir Dunkerque sem vann Maccabi Raanana, 27:26, í Evrópukeppni bikarhafa í ísrael og Ólafur skor- aði 5 mörk fyrir Magdeburg sem vann Prevent Slovenj Gradec, 25:23, í EHF-bikarnum í Slóveníu. Dunkerque átti lengi vel undir högg að sækja í Israel og heima- menn voru yfir í hálfleik, 15:11. Ragnar og félagar náðu að snúa blaðinu við og standa vel að vígi fyrir síðari leikinn á sínum heima- velli. Magdeburg, undir sljórn Alfreðs Gíslasonar, ienti líka í miklum slag í Slóveníu en hafði undirtökin mest allan tímann, 13:11 íhálfleik. Þar var það markvarsla Frakkans Christians Gaudins hjá Magdeburg sem gerði útslagið og þýska liðið á alla möguleika á að komast áfram. Jafntefli hjá Skjem Aron Kristjánsson gat ekki leik- ið með Skjern í fyrri leik liðsins gegn HC Svitlotechnik Brovary frá Ukraínu í fyrri leik liðanna í Evrópukeppni bikarhafa. Leikur- inn endaði með jafntefli, 23:23, en Skjern var undir í hálfleik, 11:9. Þetta var fyrri leikur liðanna og um heimaleik Ukraínumanna að ræða þrátt fyrir að hann færi fram á heimavelli Skjern. Síðari viður- eignin fer fram í dag. Daði Hafþórsson skoraði eitt marka Slgem en annars náðu skyttur danska liðsins sér lítt á strik gegn hávaxinni vöm Brov- ary. Gestirnir voru lengst af með forystu í leiknum. Varnarleikur Skjern var æði misjafn og illa gekk að ráða við Valentyn Anisimov, helstu skyttu Brovary, en hann skoraði hvorki fleiri né færri en 13 af 23 mörkum liðsins. Aron hefur átt í meiðslum á hné og fór á dögunum í speglun. Hann tók þátt í upphitun fyrir leikinn en kom ekki við sögu þegar á hólminn var komið. Hann sagði í samtali við Morgunblaðið reikna með að leika síðari leikinn í dag. Sigurður Gunnarsson leiddi lið sitt, Stavanger, til sigurs gegn Dukla Prag, 32:30, í Evrópukeppni bikarhafa. Kjetil Strand skoraði 13 mörk fyrir Stavanger sem á erfitt verkefni fyrir höndum í Tékk- landi. Kiel er enn í basli og mátti nú þakka fyrir jafntefli, 28:28, gegn Trieste á Ítalíu í fyrstu umferðinni í riðlakeppni meistaradeildar Evrópu. Nenad Pemnicic skoraði 8 mörk fyrir Kiel, Staffan Olsson 5 og Magnus Wislander 4 en þýsku meistararnir sakna Nikolaj Jacob- sens, danska homamannsins, sem er frá vegna meiðsla. Fram sótti mikilvæg stig til Eyja TOPPLEIKUR áttundu umferðarinnar var leikinn í Eyjum á sunnu- dagskvöldið þegar Eyjamenn tóku á móti Fram. Með sigri gátu Eyja- menn haft sætaskipti við Fram. Tryggðu gestirnir sér bæði stigin væri staða þeirra vænleg við toppinn. Mikill hraði var í leiknum og Ijóst að tvö af sterkari liðum deiidarinnar áttust við. Það fór svo að Framarar réðu við hraðann og unnu góðan sigur á annars sprækum Eyjamönnum, 30:25. | æði lið komu vel stemmd til leiks og ljóst að hvoragt liðanna vildi tapa einvíginu. Framarar byrjuðu leikinn af krafti með SkaptiÖrn Magnús Erlendsson í Ólafsson markinu fremstan í skrífar flokki. Þegar um átta mínútur vora liðnar af leiknum hafði Magnús varið 6 skot, þar af 2 vítaköst. Eyjamenn, sem höfðu fyrir leikinn unnið 12 leiki í röð í deild á heimavelli, náðu að jafna leik; inn um miðbik hálfleiksins, 5:5. I kjölfarið kom góður kafli hjá ÍBV og komst liðið í tveggja marka forystu. Undir lok fyn-i hálfleiks jafnaði Max- im Fedukine leikinn fyrii’ Fram með góðu marki úr hraðaupphlaupi og í kjölfarið kom Róbert Gunnarsson gestunum yfu’. Staðan var þá 12:11, Fram í vil og nokkrar sekúndur eftii- af fyrri hálfleik. Eyjamenn náðu að jafna metin áður en fyrri hálfleikur var úti. Því var jafnt í hálfleik, 12:12. Gestimir komu mun sterkari til leiks í síðari hálfleik og skoraðu fjög- ur mörk gegn einu Eyjamanna á fyrstu mínútunum. Á þessum leikk- afla léku Eyjamenn illa og ekki bætti úr skák er fyririiði þeirra, Erlingur Richardsson, vai’ rekinn af leikvelli þriðja sinni og kom ekki meira við sögu. Framarar léku við hvern sinn fingur og var Gunnar Berg Viktors- son drjúgur í sókninni og að sama skapi var Magnús í markinu virkilega vel með á nótunum. Það var ekki fyrr en þriðjungur var eftir af leiknum að Eyjamenn vöknuðu upp við vondan draum. Þeir náðu að minnka muninn í tvö mörk en það var of seint og Fram- arar juku við forskotið og unnu góðan fimm marka sigur, 30:25. Hjá Fram var Magnús Erlendsson að spila best, varði 20 skot, þar af þrjú vítaköst. Einnig lék Eyjamaðurinn Gunnai- Berg Viktorsson vel ásamt Róberti Gunnarssyni. Eyjamenn, sem hafa verið á góðri siglingu undanfarið, vora ekki að spila nægjanlega vel í leiknum og má segja að þeir hafi ekki ráðið við þann mikla hraða sem einkenndi leikinn. Fyrsti sigur Fram í Eyjum í þrjú ár Fyrirliði Fram, Njörður Árnason, var ánægður: „Það er orðið langt síð- an við unnum hér í Eyjum, ég held að liðin séu þijú ár. Eyjamenn spiluðu ágætlega í leiknum en ég vil segja það að við höfum úr stærri hópi að ráða auk þess sem við réðum vel við hrað- ann í leiknum, það held ég að hafi riðið baggamuninn. Við voram skynsamir í okkar sóknaraðgerðum og spiluðum bara toppleik í dag,“ sagði Njörður. Skytta Eyjamanna, Guðfinnur Kristmannsson, vai’ ekki upplitsdjar- fur eftir tapið. „Þetta var virkilega lé- legt í kvöld og við spiluðum illa,“ sagði Guðfinnur Kristmannsson. Morgunblaðið/Golli Hafsteinn Hafsteinsson, Stjörnunni, vippar knettinum yfir Bergsvein Bergsveinsson, markvörð FH. Leikur mistakanna HANN var ekki rishár, handboltinn sem leikmenn Stjörnunnar og FH buðu uppá á fjölum íþróttahússins Ásgarði í Garðabæ. í sveiflu- kenndum og mjög slökum leik þar sem aragrúi mistaka leit dagsins Ijós höfðu Stjörnumenn betur, 22:18, og virðast Garðbæingar vera að rétta úr kútnum eftir slakt gengi í upphafi fslandsmótsins. Það var engu líkara framan af fyrri hálfleik að um æfingaleik væri að ræða á milli grannliðanna. Hver sóknin á fætur ann- arri rann út í sand- inn og leikmenn beggja liða vora að gera sig seka um hrein byijendamistök í íþróttinni. Sérstaklega vora heimamönnum mis- lagðar hendurnar í fyrri hálfleiknum og agaleysi og kæraleysi varð þess valdandi að Stjörnumenn misstu FH- inga fram úr sér. Til að kóróna frammistöðu sína í fyrri hálfleiknum misnotuðu Stjörnumenn öll fimm vítaköstin sem þeim áskotnaðist. Bergsveinn Bergsveinsson, mark- vörður FH-inga, varði í öll skiptin og frammistaða hans í þessum ski-aut- lega fyrri hálfleik var einn af örfáum ljósum punktum. Rússinn Eduard Moskalenko var eini leikmaðurinn í Garðabæjarliðinu sem hélt haus og hjá FH-ingum var Hálfdán Þórðar- son seigur á línunni auk þess sem Hafnfirðingamir náðu upp ágætum varnarleik. FH-ingar skoraðu fyrsta markið í síðari hálfleiknum. Þeir náðu þar með fimm marka forystu og fátt í spilun- um benti til annars en að gestirnir tækju stigin tvö sem í boði vora með sér í Fjörðinn. Eftir þetta mark FH- inga snerist leikurinn algjörlega við. Liðin höfðu hlutverkaskipti og leikur FH-inga fór á það plan sem Stjömu- menn vora á í fyrri hálfleik. Á mjög klaufalegan hátt misstu FH-ingar leikinn úr höndum sínum og þegar 12 mínútur höfðu verið leiknar jafnaði Amar Pétursson metin fyi-ir Stjömu- menn, 14:14, með marki úr vítakasti úr sjöttu tih-aun. Birkir ívar Guð- mundsson, markvörður Stjömu- manna, var hrokkinn í gang en hinum megin lak allt inn hjá Bergsveini eftir frábæra frammistöðu í fyrri hálfleiknum. Þegar Magnús Sigurðs- son kom svo heimamönnum yfir, 16:15, tólf mínútum fyrir leikslok var ljóst hvert stefndi. Mikill hamur vai- hlaupinn í leikmenn Stjörnunnar en að sama skapi var leikur FH-inga í molum sem sést best á því að þeir skoraðu aðeins fjögur mörk fyrstu 20 mínúturnar í síðari hálfleik. Stjömu- menn náðu mest 5 marka forystu, 22:17, og þar með hafði leikurinn sveiflast um 10 mörk frá því í upphafi síðai-i hálfleiksins þegar FH-ingar leiddu, 7:12. Eyjólfur Bragason, þjálfari Stjörn- unnai’, breytti liði sínu í síðai-i hálf- leiknum. Hann setti „gömlu refina" Konráð Olavson og Björgvin Rúnars- son í homastöðurnar en þeir sátu á bekknum allan fyri’i hálfleikinn. Með tilkomu þeirra vai’ð allt annai' bragur á leik Garðbæinga og ótrálegt að Eyj- ólfur skyldi ekki hafa gert breytingar á liði sínu í fyrri hálfleiknum eins og það lék. Birkir ívar Guðmundsson reif sig í gang í seinni hálfleiknum eins og flestir félagar hans og hann ásamt Eduai’d Moskalenko vora bestu leikmenn Stjörnunnar. Konráð kom ferskur til leiks í síðari hálfleikn- um og Magnús Sigurðsson lét að sér kveða þegar á leikinn leið eftir að hafa verið hálfmeðvitundai’laus lengi framan af leiknum. Stjörnuliðið er ágætlega mannað og á að hafa burði til að vera í efri hluta deildarinnar. Til þess að svo eigi að verða þurfa leik- menn liðsins að átta sig á því að hlut- irnir gerast ekki að sjálfu sér. Eftir ágætt gengi að undanfömu fengu FH-ingar harða brotlendingu í Garðabænum. Þeir köstuðu leiknum frá sér á hreint ótrálegan hátt í síðari hálfleik og leikur þeiira getur örugg- lega ekki farið á lægra plan. Eins og áður hefur verið minnst á sýndi Berg- sveinn mögnuð tilþrif í marki FH- inga í fyi-ri hálfleik en því miður fyrir hann og FH-liðið náði hann sér ekki á strik í þeim síðari. Hálfdán Þórðar- son var eini útileikmaðurinn í liði FH sem komst nokkuð vel frá sínu en aðrir vora langt frá sínu besta. Sókn-_ arleikur FH-ingar sigldi í strand í síð « ari hálfleik auk þess sem leikmenn liðsins fóra illa að ráði sínu í hraða- upphlaupunum. Líkja má leik FH- inga í fyiri og seinni hálfleik við lit búninga liðsins, það er svart og hvítt. Þeir léku fyrri hálfleikinn ágætlega, og þá sérstaklega vamarleikinn, en síðari hálfleiknum vilja þeir eflaust gleyma sem allra fyrst. *

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.