Morgunblaðið - 15.11.2000, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 15.11.2000, Blaðsíða 1
BLAÐ ALLRA LANDSMANNA „Faxi“ hættir | með Svíum STAFFAN „Faxi“ Olsson, einn fremsti hand- knattleiksmaður heims undanfarinn áratug, hef- ur ákveðið að gefa ekki kost á sér framar í sænska landsliðið í handknattleik. Olsson er 36 ára og lék síðast með landsliðinu á Ólympíuleikunum í Sydn- ey í haust. Eftir leikana gaf hann til kynna að svo kynni að fara að hann léti staðar numið með landsliðinu þótt hann vildi ekki útiloka að hann ' yrði með því á HM í Frakklandi í janúar næstkom- andi. Olsson hefur nú eytt allri óvissu í því efni < með því að lýsa þessu yfir. Hann lék 308 landsleiki og hefur verið ein burðarása sænska landsliðsins sem er núverandi heims- og Evrópumeistari. Olsson leikur með þýska meistaraliðinu Kiel og rennur samningur hans við félagið út í vor. Hefur það boðið „Faxa“ nýjan samning til eins árs sem hann er með til skoðunar. Atli Eðvaldsson, landsliðsþjálfari í knattspyrnu, stjórnar æfingu liðsins í Varsjá í gær. Morgunblaðið/Kristinn Þeir t lyrja í Varsjá ATLI Eðvaldsson, landsliðsþjálfari í knattspyrnu, tilkynnti byrjunarlið sitt gegn Pólverjum á fundi með leikmönnum eftir kvöldverð í gær- kvöldi. í markinu verður Árni Gaut- ur Arason, miðverðir verða Eyjólf- ur Sverrisson og Hermann Hreiðarsson. Arnar Viðarsson verð- ur vinstri bakvörður og Auðun Helgason sá hægri. Á miðjunni verða Brynjar Björn Gunnarsson og Rúnar Kristinsson, Tryggvi Guðmundsson verður á vinstri vængnum og Heiðar Helguson á þeim hægri og frammi verða Eiður Smári Gujðjohnsen og Ríkharður Daðason. Peir sem hvíla í upphafí leiks eru því Birkir Kristinsson, Arnar Grét- arsson, Helgi Kolviðsson, Bjarni Guðjónsson og ívar Ingimarsson. Verður vonandi betra en fyrír 21 árí ATLI Eðvaldsson, landsliðsþjálfari í knattspyrnu, lék báða þá lands- leiki sem íslendingar hafa leikið við Pólverja og eftir leikinn í dag verður hann eini fslendingurinn sem hefur komið að öllum þremur landsleikjum þjóðanna. Atli segist renna nokkuð blint í sjó- inn með leik Pólverja enda hafí þjálfari Uðsins notað mikið af leik- Skúli Unnar Sveinsson skrifar frá Póllandi mönnum að undan- fömu og því sé ef til viU ekki mikið að græða á þeim mynd- böndum sem hann hafiskoðað. „Ég vona bara að leikurinn verði ekki eins og leikurinn sem við töpuð- um hér 2:0 fyrir 21 ári. Þá vorum við undir pressu í einar 80 mínútur ef ég man rétt, vonandi gengur okkur bet- ur núna,“ sagði Atli. Hann sagðist einkum hugsa leikinn í dag sem góða æfingu fyrir leikinn við Búlgara í Evrópukeppninni. „Pólski þjálfarinn er með 18 menn á listanum hjá sér en við erum með sextán og það var búið að ræða um að við mættum nota alla þá leikmenn sem við erum með þannig að ég á von á að bæði lið nýti sér það enda eru æf- inga- og vináttuleikir einkanlega hugsaðir til að liðin geti búið sig undir eitthvað sem skiptir meira máli,“ sagði Atli. Við höfum lent í vandræðum með lið frá austurhluta Evrópu, kannt þú einhverjar skýringar á hvers vegna það er? „Já, það er rétt að við höfum alltaf átt í mestu vandræðum á móti þeim þjóðum og ég veit ekki hver skýringin er, kannski gæti hún verið að þessi lið eru ekki með eins fræga menn og mörg önnur Hð sem við höfum leikið við í gegnum tíðina. Við þetta gæti hugsast að það náist ekki upp rétta stemmningin eins og fyrir leiki við frægari leikmenn. Við gerðum jafn- tefli í Tyrklandi um árið og Tyrkir unnu Austur-Þjóðverja þrjú eða fjög- ur núll í Austur-Þýskalandi. Svo komum við til Austur-Þýskalands og töpuðum 2:0 og áttum ekki nokkra möguleika. Pólverjar áttu einu sinni Boniek og Lado og þá alla en kannski er þetta eitthvað landlægt hjá okkur að því fleiri fræg nöfn sem eru á list- anum því betur gengur okkur að ná upp stemmningu." Atli sagðist ekki ætla að leggja út í miklar breytingar á leikskipulagi. „Það hefur sýnt sig, held ég, að kerfið sem sHkt virkar ágætlega, en við verðum að láta menn finna fyrir okkur í upphafi leiks þannig að þeir geri sér ljóst að þeir rúlla ekkert yfir okkur. Lið frá Áustur-Evrópu spila svipað og við höfum átt í erfiðleikum með þau. Líklegt er að Pólverjar leiki snaggaralegt þríhymingaspil með löngum skiptingum og á móti Wales um daginn reyndu þefr mikið að senda á miUi bakvai’ðar og miðvarðar og komast þannig í gegn. Þjálfarinn er búinn að nota rúmlega 30 leikmenn síðustu mánuði og er enn að bæta við þannig að mér finnst við ekki þekkja þá nóg til að fara að aðlaga leik okkar að þeim. Ef við náum að leika eins og við viljum leika, með gríðarlega mik- illi hreyfingu í vöminni og snöggum sóknum, þá vonast ég til að við stönd- um okkur vel, en að sjálfsögðu verður þetta erfiður leikur. Við munum gera okkar besta til að fá það út úr honum sem við viljum. Þetta er einkum og sér í lagi æfingaleikur fyrir liðið,“ sagði landsliðsþjálfarinn. AUÐUNN JÓNSSON ÆTLAR SÉR GULLVERÐLAUN í JAPAN/C8

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.