Morgunblaðið - 15.11.2000, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 15.11.2000, Blaðsíða 8
Auðunn Jónsson tekur þátt í HM í kraftlyftingum í Japan Ekki aftur silfur - gull skal það vera AUÐUNN Jónsson kraftlyftingamaður er farinn til Japans til að taka þátt í heimsmeistaramótinu í kraftlyftingum þar sem hann ætlar sér að hampa gulli eftir að hafa fengið silfurpening undanfarin tvö ár. Keppt er í hnébeygju, bekkpressu og réttstöðulyftu en keppnin er um samanlagðan árangur. Mótið fer fram í Akita, sem eru 600 kíló- metra frá Tókýó svo ferð Auðuns var löng og ströng, en Auðun mun koma á áfangastað síðdegis í dag.. „Þetta verður strembið ferðalag og getur tekið sinn toll,“ sagði Auðunn, sem mun keppa á sunnu- dag. „Ég fæ þá þrjá daga til að koma mér fyrir en það má alls ekki minna vera.“ Með í för eru fjórir aðstoðarmenn, Hjalti Árnason, Grétar Hrafnsson og Ólafur Sigurgeirsson, sem reyndar dæmir einnig í nokkrum flokkum á mótinu. Morgunblaðið/Arni Sæberg Auðunn Jónsson, kraftlyftingamaður. Þetta er Qórða heimsmeistaramót Auðuns og alltaf hefur hann staðið á verðlaunapalli en aldrei feng- btefán . T-T1 Stefánsson en sllfur 1 Ukramu skrifar 1998 og aftur á Italíu ári síðar. „Það er í kominn tími til því á mótinu í fyrra missti ég af gullinu með minnsta mögulega mun í samanlögðu - þá skipti bara heppni máli því ég tók 1.000 kíló en sigurvegarinn tveimur og hálfu kílói meira,“ sagði Auðunn , en leiðin á verðlaunapall verður ekki greið því fyrir eru aðrir kappar, sem líka taka tonnið. Sænskur lyftinga- maður hefur tekið 990 kíló í ár og margir eru að lyfta í kringum 950 en helsti keppinautur Auðuns er Rússi, sem hefur tekið meira en þúsund kíló í samanlögðu - báðir fóru þeir þó yfu- Evrópumetið í fyrra, sem var 990 kíló. „Ég veit að Rússinn tók 990 kíló í ; september en aftur á móti tók ég 1.012 á Islandsmótinu. Hins vegar •í lyftir maður ekki alltaf sínu besta á mótum erlendis, þá lyftir maður af meira öryggi og þorir ekki að taka eins mikla áhættu. Það má ekki gera örlítil mistök í einni grein því þá er samanlagður árangur svo fljótur að fara niður. Til dæmis í fyrra gekk engin grein hjá mér alveg upp en heldur engin iUa svo að samanlagður árangur var góður. Fyrir mótið núna er ég búinn að taka meiri þunga en í fyrra svo að ég get verið bjartsýnn en ég var mjög svekktur í fyrra svo að maður býr sig undir hvað sem er. Það hjálpar að hafa alltaf komist á verð- launapall og ég veit að ég ætti að vera í baráttu um efstu sætin en það þarf að halda haus fram að mótinu, gæta {þess að vera ekki of stressaður held- ur mátulega og nýta sér það.“ Skammaðir ef lóðin skella Auðunn er enginn nýgræðingur þegar kemur að stórmótum því 16 ára gamall 1988 keppti hann á sínu fyrsta stórmóti og á þrjá silfurpen- inga frá heimsmeistaramótum ungl- inga auk þess að hafa sigrað á Evrópumeistaramótinu 1998. „Ég ætti því að vera kominn með keppnis- reynslu en það er alltaf eitthvert stress fyrir öll mót, annars væri eitt- ’j hvað að,“ bætti Auðunn við en sagði aðstöðu kraftlyftingamanna á íslandi ekki eins og best yrði á kosið. „Það hafa ekki komið inn margir nýir til að lyfta undanfarið en samt nokkrir í ár og þeir hafa verið að bæta sig. Það er samt ekki nógu mikil breidd og mun- ur frá því þegar ég var að fara í lyft- ingastöðina í Engjahjalla tólf ára gamall. Þar héldu flestir til og voru margir að æfa, þetta var þeirra heimavöllur og allt snerist um lóðin,“ sagði Auðunn. „Nú erum við inni á líkamsræktarstöðvunum, stundum við góðar aðstæður en oft úti í homi og skammaðir ef lóðin skella á gólf- inu. Aðstaðan hjá mér í Gym 80 er þó góð eins og er en það þarf eitthvað meira þar sem allir geta komið sam- an, rétt eins og í gamla Jakabólinu, auk þess að það er betra fyrir þá sem eru að byrja." Sjö máltíðirádag Að sögn Auðuns er ekki nóg að lyfta bara lóðum fyrir mót, það þarf að huga að stressinu og gæta þess að fá ekki á tilfinninguna að maður sé að skreppa saman. „Núna eru þyngstu æfingamar búnar og þá taka við æf- ingar þegar minni þyngdir fara upp,“ sagði Auðunn. „Manni finnst maður alveg ómögulegur, finnst að kraftur- inn sé að minnka og kílóin að fjúka, svo að maður þarf að éta eins og mað- ur getur því oft er eins og maður sé að skreppa allur saman. Það þarf því að borða um sjö máltíðir á dag til að halda sér í sínum þyngdarflokki svo það er nokkuð fyrir því haft að vera nógu þungur. Ef ég fer að slaka að- eins á í matnum og borða bara eins og mig langar, er nokkuð víst að maður léttist alltof mikið. Svo er líka þessi fiðringur og stress í manni fyrir svona mót og þá tapast líka þyngd en síðan þegar maður byrjar að lyfta, þó að maður hafi misst einhveija þyngd út af stressi, er maður oft aldrei eins sterkur, sagði Auðunn hlæjandi en hann keppir í -125 kílóa flokki. „Ég er alveg við mörkin en stefnan er að fylla alveg út í flokkinn og vera sem næst mörkunum.“ Læt flagga í Japan Og nú verður tekið á því - gull skal það vera. „Já, nú er það gullið auk þess að ég ætla mér að bæta Evrópu- metið og um leið minn persónulega árangur við þessar aðstæður því á þessum stórmótum má ekki ekkert vera að lyftunum til að þær verði ekki ógildar. Ég yrði mjög óánægður ef ég næði ekki að bæta mig en sem betur fer sýna æfingarnar að framhaldið lofar góðu.“ Það er hins vegar ekki ókeypis að standa á efstur á verðlaunapalli og hlusta á þjóðsönginn á meðan íslenski fáninn er dregin að hún. „Svona ferð er auðvitað mjög dýr, sérstaklega þegar er svona langt að fara og það þarf að taka með aðstoðarmann. Hins vegar er að ganga í gegn styrkur á Alþingi fyrir svona ferðir og það er alveg frábært. Ég á að taka þjóðsöng- ALLAN Hansen, 54 ára gamall Dani, búsettur á Friðriksbergi, er ekkert veiyulegur áhugamaður um hlaup. Áður en árið verður á enda ætlar hann sér að hafa lokið 105 maraþonhlaupum á einu ári, en hvert þeirra er 42 km og 195 metr- um betur. Hansen hefur hlaupið tvö maraþonhlaup á viku frá því í byij- un árs og á sunnudaginn kom hann í mark í 88. hlaupi ársins á heima- inn með mér ásamt tveimur fánum og er tilbúinn til að láta flagga þeim þarna í Japan,“ bætti lyftingakapp- inn við til alls líklegur. velli, nánar tiltekið á Fredreksberg Allé í Kaupmannahöfn, við mikinn fognuð áhorfenda sem saman voru komnir til þess að hylla Hansen. Með hlaupinu fær hann nafn sitt skráð í heimsmetabék Guinness. Hansen kom í mark á 3 klukku- stundum og 56 mínútum. Engan bil- bug er að finna á kappanum sem stefnir ótrauður á að hlaupa síðasta maraþonhlaup ársins á gamlársdag, Guðjón í bann? GUÐJÓN Þórðarson, knatt- spyrnustjóri Stoke City, hefur verið ákærður af enska knatt- spyrnusambandinu í kjölfar þess að hann var rekinn af varamannabekknum í leik gegn Bournemouth í lok októ- ber. Guðjón hefur fengið hefð- bundinn 14 daga frest til að svara ákærunni skriflega eða óska cftir því að fá að skýra mál sitt fyrir aganefnd sam- bandsins. Að því loknu verður refsingin ákveðin en annað- hvort fær hann áminningu eða verður bannað að sfjóma lið- inu af varamannabekknum í tiltekinn tíma. ■ RUNAR Kristinsson er annar í kjöri lesenda belgíska íþróttavefj- arins Sport 24 á leikmanni vikunn- ar í knattspyrnunni þar í landi. Rúnar hafði í gær fengið 19 prós- ent atkvæða en efstur var Sven Vermant, leikmaður Club Brugge, með 42 prósent. Hann skoraði tvö mörk, lagði eitt upp og fiskaði víta- spyrnu í leik með sínu liði. Rúnar átti sem kunnugt er stórleik með Lokeren gegn Lierse og skoraði í fyrsta deildaleik sínum með félag- inu. ■ HULDA Bjarnaddttir skoraði 2 mörk fyrir 2. deildar lið Skjern í dönsku deildinni í handknattleik sl. sunnudag. Skjern tapaði leiknum, sem var gegn Esbjerg á útivelli, 19:13. Skoruðu Hulda og samherj- ar aðeins 5 mörk í síðari hálfleik. ■ FRODE Kippe, norski knatt- spyrnumaðurinn, er kominn til St.oke City frá Liverpool og verður að minnsta kosti einn mánuði í láni. Stoke fékk Kippe fyrir mán- uði en hann meiddist strax. Nú er hann orðinn leikfær og mun taka stöðu Brynjars Björns Gunnars- sonar í vörninni gegn Brentford í næstu viku en Brynjar verður þá í leikbanni. ■ MARK Viduka, markaskorarinn hjá Leeds, er mættur til Glasgow þar sem Ástralir mæta Skotum í vináttulandsleik í kvöld. David O’Leary, knattspyrnustjóri Leeds, hafði tilkynnt að Viduka gæti ekki leikið vegna meiðsla en Astralinn ætlar samt að freista þess að spila, fái hann græna ljósið hjá sjúkra- þjálfara landsliðsins. ■ TARIBO West, landsliðsmaður Nígeríu, hefur fengið atvinnuleyfi í Englandi og getur þar með leikið með Derby gegn Bradford í úr- valsdeildinni um næstu helgi. Derby hefur fengið West að láni frá AC Milan í þrjá mánuði. ■ DERBY hefur sett þrjá leikmenn á sölulista, sóknarmennina Dean Sturridge og Deon Burton, og norska landsliðs- og miðjumanninn Lars Bohinen. því 105. á árinu, áður en farið verð- ur í steikina. Hefur hann þá lagt að baki rúmlega 4.400 kílómetra. „Mig langar til þess að gera eitt- hvað sem engum hefur áður tekist," segir Hansen, sem síður en svo hef- ur í hyggju að leggja árar í bát. Á næsta ári hyggst hann hlaupa frá Kaupmannahöfn til Parísar, alls um 1.100 km leið til þess að halda upp á heimsmetið. Óstöðvandi maraþonhlaupari

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.