Morgunblaðið - 15.11.2000, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 15.11.2000, Blaðsíða 2
2 C MIÐVIKUDAGUR 15. NÓVEMBER 2000 KNATTSPYRNA MORGUNB LAÐIÐ ■ THIERRY Henry, sóknarmaður Arsenal, var sendur heim frá París í fyrradag en hann var mættur þang- að til að fara með franska landsliðinu í vináttulandsleik í Tyrklandi sem fram fer í kvöld. Henry tognaði í nára um síðustu helgi. ■ JOHN Lukic, sem verður fertugur í desember, mun verja mark Arsenal í þremur leikjum í meistaradeild Evrópu á næstu vikum. David Sea- man er frá vegna meiðsla og í gær kom í ljós að enn verður bið á því að Alex Manninger verði fær um að standa á milli stanganna. ■ SEDAN tók um helgina forystuna í frönsku knattspyrnunni með sigri á Marseille, 2:0. Olivier Quint og Cedric Mionnet skoruðu mörkin. Sedan, sem vann Leiftur 3:0 og 3:2 í Intertoto-keppninni í sumar, hefur komið mjög á óvart í vetur og er nú þremur stigum á undan Paris SG. ■ JOHN Toshack, Walesbúinn gamalkunni, hefur snúið St. Etienne til betri vegar eftir að hann tók við franska liðinu á botni 1. deildar fyrir skömmu. Liðið hefur nú fengið 10 stig í síðustu fjórum leikjunum og er komið upp í miðja deild. Alex tryggði St. Etienne sigur á Mónakó, 1:0. ■ RENE Vandereycken, fyrrver- andi landsliðsmaður Belgíu í knatt- spyrnu, var í gær rekinn úr starfi þjálfara þýska knattspyrnuliðsins Mainz. Þar með hafa níu af átján lið- um í næstefstu deild þegar skipt um þjálfara eftir að tímabilið hófst en aðeins 12 umferðum er lokið. ■ ANDY Cole á í samningaviðræð- um við Manchester United um þess- ar mundir um nýjan samning til vorsins 2005. Kröfur Coles eru m.a. um rúmlega tvöfalda hækkun á laun- um úr um 2,7 millj. kr á viku £ rúm- lega 6 millj. Takist honum að ná fram þessari hækkun verður Cole með að- eins lægri laun en fyrirliði Man- chester-liðsins, Roy Keane. ■ TALIÐ er fullvíst að forráðamenn Manchester United hugsi sig vel um áður en þeir hækki laun framherjans knáa svo ríflega því framundan eru einnig samningar við Ryan Giggs, David Beckham, Paul Scholes og NeviIIe bræðurna, Gary og Phil. Ekki er talið ólíklegt að þeir fari fram á svipaða hækkun og Cole, ekki síst takist Cole að ná fram þessari ríflegu hækkun. ■ SIR Alex Fergvson, knattspyrnu- stjóri Manchester United, verður fjarri góðu gamni þegar lið hans mætir nágrönnum sínum S Man- chester City. Ferguson fór í byrjun vikunnar til S-Afríku til þess að vera viðstadddur brúðkaup sonar síns í Höfðaborg. „Þetta er ekki alveg og eins og ég hafði reiknað með,“ segir Ferguson. „Þegar brúðkaupið var ákveðið i febrúar var með tjáð að það ekki yrði leikið í deildinni um þessa helgi.“ ■ PETER Taylor, knattspymustjóri Leicester, segir ekkert vera hæft í þeim fregnum að Neil Lennon sé á leið til Celtic. Vitað er að Martin O’Neill, knattspyrnustjóri Celtic, sem áður var hjá Leicester, hafinn mikinn áhuga á að fá Lennon til Skotlands. Celtic bar í hann víurnar í sumar en eftir nokkrar viðræður ákvað Lennon að vera um kyrrt í Leicester og skrifaði undir fjögurra ára samning við félagið. ■ DUNCAN Ferguson verður vænt- anlega kominn á fulla ferð með Ever- ton fyrir jólin, en hann hefur nærri því ekkert leikið með félaginu á leik- tíðinni vegna meiðsla. ■ RAINER Osmann var í gær vikið úr starfi þjálfara þýska handknatt- leiksliðsins Eisenach. Osmann hefur stýrt Iiðinu undanfarin átta ár en óánægja er með gengi þess í vetur þar sem það er í 15. sæti af 20 liðum. Jiirgen Beck, fyrrum leikmaður liðs- ins, tekur við til bráðabirgða en Lothar Doering, fyrrum þjálfari Magdeburg, er sagður efstur á óska- lista stjórnarmanna Eisenach. Paolo Maldini, fyrirliði ítala, sem mætir Englendingum ÍTórínó Metnaði ekki svalað Reuters Paolo Maldini, fyrirliði Ítalíu. PAOLO Maldini, fyrirliði ítalska landsliðsins, leikur í kvöid gegn Englendingum sinn 114. lands- leik og heldur áfram að bæta leikjamet þjóðar sinnar en fyrra metið átti Dino Zoff, 112 leiki. Hinn 32 ára gamli Maldini hefur verið fastamaður í landsliðinu síðastliðin 12árog bráðum hálfa ævina verið lykilhlekkur í vörn AC Milan þar sem hann komst í liðið 17 ára gamall og er því á sinni 16 leiktíð með liðinu. Maldini mun eflaust þykja skýtið að vera einn elsti maður vall- arins, hvað þá að allir andstæðing- arnir séu yngri en £nar hann, hafandi allan Logi sinn ferill verið tákn Vignisson ítalski'ar æsku, um- skrífar kringdur pabbatýp- um á borð við Franeo Baresi. Hann virðist reyndar hafa lést á brún og sótt af meira kappi á þessu ári en misserin á undan og skrifa margir þyngslin, sem einkennt hafa kapp- ann, á tvennt; annars vegar var hon- um mjög erfitt að leika undii- stjórn föður síns með ítalska landsliðinu og virtist eldast um mörg ár við press- una sem fjölskyldan varð fyrir í þjálfaratíð Cesare Maldini og hins vegar féll honum lítt í geð að reynt væri að breyta honum í annan Baresi eftir að Franco hætti loks 37 ára gamall að „sópa“ fyrir aftan hann. Maldini var færður í miðvörðinn bæði hjá Milan og landsliðinu og lík- aði ekki par vel þótt hann stæði svo sem sína pligt. Bakvarðarstaðan vinstra megin er hans ær og kýr og hann vill hafa svigrúm til að bregða sér í sóknina við önnur tilefni en föst leikatriði. Einhverskonar málamiðl- un virðist hafa fundist þar sem hann er vinstra megin í þriggja manna vörn og fær fyrstur varnarmanna að bregða sér fram ef kostur er. Maldini hefur verið ótrúlega sig- ursæll á ferli sínum með AC Milan og hampað Italíumeistaratitlinum 6 sinnum, Evrópubikar meistaraliða 3 sinnum, unnið 4 bikartitla, í tvígang orðið meistari meistaranna í Evrópu og í þrígang heimsmeistari félags- liða. En titlarnir með landsliðinu hafa engir orðið og það þykir Maldini afar sárt. „Ef við hefðum orðið Evrópumeistarar í sumar er hugsan- legt að ég hefði látið staðar numið með landsliðinu," segir Maldini. „En vonbrigðin voru gífurleg og gerðu mig staðráðinn í að halda áfram og freista þess að verða heimsmeistari með ítölum á HM 2002. Ég er ekki í landsliðinu til þess að slá eitthvert leikjamet, ég er í þessu til þess að næla £ titil sem sárvantar i safn mitt,“ segir Maldini, sem hefur tapað mikilvægum leikjum með ft- alska landsliðinu á HM og svfður það sárt. Verst þykir honum að rifja upp undanúrslitaleikinn gegn Argentinu- mönnum 1990. „Sá leikur er ein daprasta minning m£n vegna þess að við höfðum allt sem þuifti til að vinna keppnina. í úrslitaleiknum 1994 mættum við Brasiliumönnum sem voru með betra lið en við og kannski voru úrslitin sanngjörn. Hinsvegar vorum við álitnir sigurstranglegri gegn Argentinumönnum á HM á It- alíu 1990, höfðum ekki fengið á okk- ur mark í keppninni, við vorum á heimavelli í skínandi formi og rökleg niðurstaða virtist vera að við mætt- um Þjóðverjum í úrslitaleiknum en svo fór sem fór. Það tap var alveg jafn slæmt og tapið í Rotterdam í sumar, sem er enn bitur minning. Ég hugsa í sífellu um síðustu 30 sekúnd- ur leiksins og þær fjölmörgu leiðir sem við hefðum getað farið við að halda fengnum hlut og verða Evr- ópumeistarar." Maldini hefur verið mjög heppinn að meiðast til þess að gera lítið á ferli sínum og er í toppþjálfun. Hann neit- ar hinsvegar að gefa upp hversu lengi hann ætlar að halda áfram í boltanum, ítrekar aðeins að hann eigi enn eftir að landa mikilvægum titlum til þess að verðlaunasafnið verði fullkomnað. Hefurtrú á Eriksson Aðurgreind vonbrigði hafa skerpt á Maldini og gert hann staðráðinn í að ná að vinna stóran titil með landsliðinu áður en ferli hans lýkur. Hann er mjög ánægður með hvernig liðið hefur leikið undanfarið og líst vel á þjálfarann Giovanni Trapatt- oni, sem er fimmti landsliðsþjálfa- rinn sem Maldini leikur undir stjórn. Hinir voru Azeglio Vicini, Arrigo Sacchi, Dino Zoff og auðvitað faðir hans, Cesai’e Maldini. „Vicini, faðir minn og Zoff voru allir rólyndismenn á meðan Sacchi var órólegur full- komnunarsinni. Trapattoni er eins og hann kemur fyrir, afar blátt áfram, viðkunnanlegur nánungi með djúpa þekkingu á fótbolta og er gríð- arlega kappsamur." Italh’ binda vonir við að Trapatt- oni sé rétti maðurinn til þess að yngja upp landsliðið og gera leik þess sókndjarfari og skemmtilegri en hann hefur verið undanfarin ár. Italir hafa átt afar sigursæl yngri landslið og margir góðir leikmenn eru að koma upp úr þeim sem eru farnir að banka á dymar hjá lands- liðinu eins og Roberto Baronio, Sim- one Inzaghi, Andra Pirlo og sam- herjar Maldinis úr AC Milan, þeir Gattuso, Giunti, Ambrosini og Francesco Coco en sá síðastnefndi er sókndjarfur vinstri bakvörður eða vængmaður sem Maldini er geysi- hrifinn af. „Það er hinsvegar ekki rétt að bera okkur saman, við erum ólíkir leikmenn og það hefur gert Francesco mikið ógagn að vera líkt við mig,“ segir Maldini um Coco, sem hefur verið mörg ár að festa sig í sessi hjá Milan og verið eilíf vara- skeifa fyrir Maldini þar til nú að hann hefur fært sig framar á völlinn og þeir virðast þrífast ágætlega í sama liðinu. Coco hefur átt stórleiki undanfarið og spilað sína fyrstu landsleiki undir stjórn Trapattoni. Hann kemur til með að aðstoða Maldini við að kljást við David Beck- ham, sem Maldini telur fremstan enskra knattspyi’numanna. „Beck- ham og Michael Owen gætu staðið sig vel á Ítalíu. Enska boltanum hef- ur farið mikið fram, áður var mikið um háloftaleik en lið eins og Man. Utd., Arsenal og Chelsea halda bolt- anum vel á jörðinni og leikstíll þeirra er ekki ólíkur því sem gerist í Serie A.“ Maldini hefur mikla trú á Sven Göran Eriksson, nýráðnum lands- liðsþjálfara Englendinga, og skilur ekki umræðuna sem hefur orðið um þjóðemi hans. „Hann er Svíi sem vinnur á Ítalíu en við lítum ekki á hann sem útlending. Við lítum ein- faldlega á hann sem knattspyrnu- þjálfara. Ég held að hann muni standa sig mjög vel með enska liðið.“ Móðganir og mútur Maldini og leikmenn AC Milan voru settir í fjölmiðlabann eftir að ásakanir komu fram af hendi Leeds o.fl. að Barcelona hefði boðið leik- mönnum Milan fé fyrir að sigra Leeds í Meistaradeildinni á dögun- um. Fór þetta afar illa í Milan-menn og hugsuðu þeir enskum þegjandi þörfina og vildu ekkert ræða við þarlenda blaðamenn. Voru þetta nokkuð hastarleg viðbrögð og álitin mistök í bæði ítölskum og enskum blöðum. „Hver hefði verið betri en einmitt Paolo Maldini til að koma fram og skýra frá því sem raunveru- lega gerðist, kveða þá niður orðróm- inn ef ekkert gerðist?" spurði breska blaðið Guardian og segir að ímynd Maldini sé þannig að afar erfitt sé að vefengja orð hans, hann sé einfald- lega einn af þessum sönnu sendi- herrum knattspyrnunnar. Mútumál eru gríðarlega viðkvæm á Ítalíu og ekki nema von að Maldini og félagar taki ásökunum um eitt- hvað ólöglegt (eða í þessu tilviki fremur ósiðlegt) illa. Fyrir 20 árum var jú AC Milan ásamt Lazio dæmt niður i aðra deild vegna hneykslis sem tengdist veðmálum og hagræð- ingu úrslita og kostaði málið fram- herjann fræga Paolo Rossi tveggja ára keppnisbann. Nú er annað slíkt mál í uppsiglingu á Ítalíu og snertir það spútniklið Ataþanta, sem er við topp deildarinnar. í ágúst lék Atal- anta við annarrar deildar lið Pist- oiese í bikarkeppninni og lauk leikn- um með 1-1 jafntefli eftir að Atalanta hafði leitt leikinn. Veðmangarar töp- uðu hundruðum milljóna á þessum úrslitum og kom í ljós að fjöldi fólks tengt leikmönnunum hafði veðjað á þessi úrslit á síðustu stundu eftir að hafa fengið símtöl frá þeim. Hafa 8 leikmenn, 5 frá Pistoiese og 3 frá Atalanta, verið ákærðii’ í málinu en halda allir fram sakleysi sínu. Ef þeir verða dæmdir í langt bann gæti það eyðilagt feril þeirra og finnst ítölum sérstaklega sárt ef hinn efnilegi Cristiano Doni hjá Atal- anta reynist flæktur í málið. En kannski kemur hann þá til baka með stæl eins og Rossi gerði. Veðbankahneyksli gestgjafanna er alvarlegt mál en gestirnir eiga líka við vandamál tengt veðmálum að glíma, að vísu fremur léttvægara og hlægilegra. A undanförnum vikum hefur verið mikil umræða í breskum blöðum um að leikmenn enska landsliðsins stundi ákaft fjárhættu- spil á keppnisferðalögum og hafi málin gjörsamlega farið úr böndun- um á ÉM í sumar þar sem sumir leikmenn hafi tapað stórum fjárhæð- um og hafi þetta haft slæm áhrif á andann í hópnum. Var spilamennsk- an með fullri vitund og jafnvel þátt- töku landsliðsþjálfarans, Kevins Keegan, en hann er afar ósáttur með ft’éttaflutning af málinu og hefur höfðað mál á hendur einu ensku blaðanna. Leikmenn hafa þó viður- kennt að fjárhættuspil hafi verið stunduð og spilafíkillinn og alkó- hólistinn þun’kaði Paul Merson seg- ist hafa áreiðanlegar heimildir innan hópsins fyrir því að ekki hafi verið spilað upp á smáaura. Englending- um finnst þetta enn eitt dæmi um að knattspyrnumenn í dag séu ofborg- aðir smástrákar sem kunni ekki að haga sér. Arsene Wenger þjálfari Arsenal segir þó að menn ættu að hafa áhyggjur af 00111. „Vandamálið er ekki veðmálin og hvernig þeir gefa spilin, heldur miklu frekar hvernig þeir gefa boltann! Það er staðreynd að enskir leikmenn þurfa að taka sig á í tækni ætli landsliðið sér að ná árangri," segir Wenger. Undir þetta tekur David Lacy á The Guardian, einn virtasti knattspyrnu- blaðamaður Breta. „Veit Sven Göran Eriksson hvað bíður hans?“ spyr Lacy. „I sjónvai’pi virðist enski boltinn hraður, harður og spennandi með mikið af marktækifærum. Þess vegna er hann svo vinsælt sjónvarps- efni víða um lönd. En þegar maður fer á vellina verða gallarnir augljós- ir. Eriksson hefur þjálfað lengi i Ser- ie A, þar sem það er tekið sem gefið að það síðasta sem leikmaður, sem fær knöttinn, hafi áhyggjur af sé hvernig hann eigi að fara með hann. Ætlast er til að leikmaðurinn sé meðvitaður um staðsetningar sam- herja sinna og sé búinn að hugsa hvað hann getur gert áður en hann fær boltann. Sama sérðu hjá leik- mönnum bestu liða Englands á góð- um degi. Alltof oft er sendingum hinsvegar ábótavant og áhorfendur fagna vonlausum boltum, bara ef meiningin var góð og sendingin nógu löng. Boltinn fer alltof mikið á milli liða og ensk lið eni almennt léleg í að halda knettinum innan liðsins. Þess vegna eru andstæðingar Man.Utd. og Arsenal iðulega týndir þegar þeir leika gegn þeim, þeir eiga erfitt með að ná knettinum og eru snartauga- veiklaðir þegar þeir loks fá hann. Þetta henti ekki leikmenn Dynamo Kiev á Old Trafford í síðustu viku, ástæðan fyrir því að Úkraínumenn- irnir komust inn í leikinn var gæði sendinga þeirra og hversu vel þeir héldu bolta. United er ekki vant slík- um andstæðingum og það sást ber- lega,“ segir Lacy og er mikið niðri fyrir. Englendingar eru fremur smeykir fyrir leikinn enda mæta þeir með ungt lið sem vantar mikilvæga leik- menn á borð við Scholes, Owen og Brown. Peter Taylor bráðabirgða- stjóri enskra er ákafur í að sýna að liðið geti spilað almennilegan fót- bolta og uppi í stúku mun Eriksson sitja og fylgjast spenntur með „sín- um mönnum" sem nota bene er að finna í báðum liðum þar sem Lazio- leikmenn leika með ítölum. Hans hlutverk verður að taka til hjá ensk- um en þar bíða hans ósiðir af öðrum toga en hann átti von á... Það kraum- ar því margt undir yfirborðinu í þessum „vináttulandsleik". ■ Enska landsliðið/C6

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.