Morgunblaðið - 15.11.2000, Blaðsíða 4
4 C MIÐVIKUDAGUR 15. NÓVEMBER 2000
KNATTSPYRNA
MORGUNBLAÐIÐ
Ríkharður Daðason er ánægður hjá Stoke
Allt miklu
__~rra enég
átti von á
Morgunblaðið/Kristinn
Ríkharður Daðason og Arnar Grétarsson á æfingu landsliðsins í gær, þar sem leikmenn skölluðu knöttinn sín á milli. Ríkharður hef-
ur skorað ófá mörkin með skalla.
farið á æfíngu og vissi því ekkert, ekki
hvert ég átti að fara í homspymum
og ekki neitt í rauninni þannig að
þetta var held ég bara heppni,“ segir
Ríkharður.
Um leikinn við Pólverja sagði hann:
„Veistu hvað, ég verð held ég að játa
að ég veit eiginlega ekki neitt um þá
núna annað en að þeir hafa leikið
nokkuð vel undanfarin ár. Þeir hafa
ekki komist áfram í keppni en hafa
alltaf verið að taka stig af stóm liðun-
um og verið við það að komast áfram,
en það hefur vantað herslumuninn.
Eg reikna með að þeir leiki svipað og
mörg landslið í Austur-Evrópu, era
fljótir og spila hratt og stutt á milli sín
á litlum svæðum en skipti síðan
snaggaralega með löngum sending-
um inn á önnur svæði og nýta sér
hraðann þannig. Okkur hefúr gengið
fremur erfiðlega gegn þjóðum úr
austurhluta álfunnar, altént finnst
mér að þeir skellir sem við höfum
fengið hafi verið á móti svona liðum.
Við höfum ekki unnið marga leiki
gegn þessum þjóðum, ef við undan-
skiljum sigurinn á Rússum heima fyr-
ir tveimur áram. Við verðum að reyna
að læra að verjast svona spili og fylgja
manninum okkar í stað þess að horfa
of mikið á eftir boltanum. Þegar við
náum að setja smápressu á þessi lið
þá hefur okkur tekist að ógna þeim
aðeins, en vandamálið hefur ef til vill
frekar verið að verjast aðgerðum
þeirra. Ég held því að þetta sé kær-
komið tækifæri til að takast á við
það.“
RÍKHARÐUR Daðason er markahæstur þeirra sem í landsliðshópn-
um eru, hefur gert tíu mörk með landsliðlnu í þeim 35 leikjum sem
hann hefur leikið. Hann er nýgenginn til liðs við Stoke í Englandi þar
sem hann skoraði í sínum fyrsta leik eftir að hafa komið inn á undir
lok leiksins. Markið tryggði liðinu sigur og var þetta einstaklega
skemmtileg reynsla fyrir Ríkharð.
Skúli Unnar
Sveinsson
skrifar
frá Póllandi
Hann segir margt hafa komið á
óvart þegar hann kom til Stoke.
„Það sem maður rekur augun fyrst og
fremst í er hversu
stórt batterí þetta er
allt saman, miklu
stærra en ég hafði
gert mér í hugarlund.
Völlurinn er glæsilegur og það eru
miklu fleiri starfsmenn hjá félaginu
en til dæmis hjá Viking í Noregi þar
sem ég var. Þar voram við í þriðja
sæti í deildinni en þó svo að Stoke sé í
annarri deild þá er allt miklu stærra
og viðameira hjá þeim.
Norskir blaðamenn voru óþreyt-
andi við að spyrja hvers vegna ég
væri að fara til Stoke og töldu að
þetta væri skref aftur á bak hjá mér,
að fara úr efstu deild í Noregi í félag
sem væri í efri hluta annarrar deildar
í Englandi.
Það kom mér þvi mjög á óvart að
sjá alla umgjörðina hjá Stoke, völlinn,
starfsfólkið og allt í kringum liðið, það
er mun meira og stærra en ég hef átt
að venjast,“ segir Ríkharður.
Hann segir knattspyrnuna í Eng-
landi bæði hraðari og harðari. „Leik-
menn fá mun minni tíma til að dunda
sér og verða því að vera snöggir að
ákveða hvað þeir ætla að gera við
boltann. Það getur verið að það hafi
eitthvað haft að segja í fyrsta heila
leiknum mínum að ég var lítið búinn
að æfa þá vikuna, en ég var orðinn
dauðþreyttur eftir 60 mínútur. í Nor-
egi fékk maður alltaf smáhvíld í leikn-
um þegar hitt liðið var að sækja, en í
Englandi era sóknimar það hraðar að
maður fær ekki þessi litlu augnablik
inn á milli til að ná púlsinum niður.
Mér fannst þetta skárra hjá mér núna
um helgina enda búinn að æfa vel og
ég held að þetta verði bara fínt.“
Var ekki vont fyrir þig að skora sig-
urmarkið í fyrsta leiknum sem þú
komst inn á í?
„Jú, eiginlega bæði vont og gott,“
segir Ríkharður brosandi. „Eg held
það hafi verið ágætt að skora svona í
upphafí - þá er maður altént búinn að
því og fólk getur ekki klagað yfir því
að nýi senterinn skori ekki. Ég fann
fyrir því að þegar ég var að koma að
menn hugsuðu: „Loksins kemur
hann“ og það var ætlast tii þess að
eitthvað gerðist þegar ég kæmi.
Væntingamar vora kannski orðnar
meiri en æskilegt er og þetta mark
mitt þarna í fyrsta leiknum ýtir ef til
vill enn frekar undir það að menn ætl-
ist til að ég skori alltaf þegar ég kem
við boltann.
Annars var þetta mark alveg ævin-
týralegt. Ég var að vona þegar ég vai'
settur inn á að ég gæti kannski látið
eitthvað til mín taka í framlenging-
unni sem allt stefndi í, en kláraði
þetta áður en til hennar kom. Ég veit
ekki hvað ég á að segja, ætli þetta hafi
ekki aðallega verið heppni. Ég var
nýkominn til borgarinnar, hafði ekki
Tveir lands-
leikir á dag
PÓLVERJAR hafa sjö sinn-
um leikið tvo iandsleiki
sama daginn. Þetta gerðist á
árunum 1932 til 1938 og
hafa Pólverjar þá haft
tveimur A-liðum á að skipa.
Árið 1932 vann Pólland
lið Letta í Varsjá og sama
dag vann lágu Rúmenar í
Búkarest. Tveimur árum
síðar gerðu Póiverjar og
Rúmenar jafntefli í Póliandi
á meðan Póliand vann Letta
í Riga. Árið eftir gerði Pól-
land jafntefii við Letta í
Lod/. og sama dag vann tap-
aði liðið fyrir Þjóðverjum í
Wroclaw.
Lettar og Pólverjar gei ðu
aftur jafntefli 1936 í Riga og
sama dag vann Júgóslavía
lið Póllands 9:3 í Belgrad og
er það mesla skor sem verið
hefur í landsleik Pólveija.
Pólveijar unnu Dani í
Varsjá í september 1937 og
gerði jafntefli við Búlgaríú
sama dag. Mánuði síðar
unnu Pólveijar lið Júgó-
slaviú og Lettlands sama
dag og ári síðar lá liðið fyr-
ir Lettum í Riga og gerði
jafntefli við Júgóslavíu.
Enn hverfa buningar
BUNINGATASKA Iandsliðsins skilaði sér ekki í ferð þess til
Tékklands fyrir skömmu en hún kom til íslands nokkrum
dögum eftir að Iiðið kom heim úr þeirri ferð. Nú skilaði allur
farangur sér en þegar Guðmundur R. Jónsson Iiðstjóri liðs-
ins tók upp úr töskunum á mánudagskvöldið kom í ljós að
einhverjir fíngralangir höfðu komist í eina töskuna og tekið
nokkra búninga eða hótelgalla eins og þeir eru kallaðir en
það er fatnaður sem strákarnir klæðast þegar þeir eru inni á
hótelum.
MORGUNBLAÐIÐ
KNATTSPYRNA
MIÐVIKUDAGUR 15. NÓVEMBER 2000 C 5 .
Morgunblaðið/Kristinn
Rúnar Kristinsson lætur skotið ríða af á æfingu I Varsjá í gær - Ámi Gautur Arason stendur í markinu.
Kann vel
við mig
í hópnum
(VAR Ingimarsson hjá Brentford I Englandi var kallaður inn í lands-
liðshópinn skömmu áður en haldið var af stað til Póllands þar sem
læknir Leicester hringdi í Atla og sagði að Arnar Gunnlaugsson
þyrfti helst að fá hvíld frá landsliðinu að þessu sinni til að ná sér
betur eftir meiðsli. ívar á einn landsleik að baki og er því næstur því
að geta kallast nýliði í hópnum.
Eg hef tvisvar áður verið í
landsliðhópnum og því er ég
búinn að ganga í gegnum nýliðarút-
ínuna og kann alveg ljómandi vel
við mig í þessum hópi. Ég hef aldrei
spilað hér og hef raunar aldrei
komið til Póllands, en mér líst vel á
leikinn og held að við hljótum að
fara í þennan leik til að sigra.“
Hvernig hefur gengið hjá þér í
deildinni í vetur?
„Það gengur ágætlega hjá mér í
Englandi þó svo að liðinu mætti a!-
veg ganga örlítið betur, en við eig-
um jafna möguleika og önnur lið á
að komast upp um deild. Þetta er
hörku deild, það eru 46 leikir sem
þarf að leika og menn verða því að
halda dampi í langan tíma, það er
ekki nóg að leika vel eina helgina og
taka því síðan rólega þá næstu, en
það hefur reyndar verið svolítið um
það hjá okkur í vetur,“ sagði Ivar.
ívar leikur með liði sínu á laugar-
daginn og síðan liggur leiðin til
Stoke á miðvikudaginn: „Það verð-
ur skemmtilegur leikur, sérstak-
lega ef við vinnum, þá verður það
ennþá meira gaman. Ég lék á móti
Stoke á okkar heimavelli í fyrra en
var meiddur þegar við lékum á
Brittania vellinum þeirra sem var
leiðinlegt því það var fullt af íslend-
ingum að horfa á og hefði verið
gaman að vera með. Það verður
virkilega gaman að kljást við ís-
lensku strákana í Stoke á miðviku-
daginn," sagði ívar.
i
*
Tryggvi til Blackbum
TRYGGVI Guðmundsson, leikmaður hjá Tromsö í Noregi, fer
ekki til Noregs eftir leikinn við Pólveija, heldur til Englands
þar sem hann mun skoða aðstæður og æfa með Blackburn.
Tryggvi fór til félagsins ekki alls fyrir löngu en var þá lítil-
lega meiddur á hæl og gat ekkert æft en nú er hann orðinn
góður af þeim meiðslum og Graeme Souness, þjálfari liðsins,
vill endilega skoða hann.
Tveir
leikir og
■ ■■ ■ ■■
tvotop
ÍSLENDINGAR og Pólverjar hafa tvívegis
mæst í knattspyrnulandsleik og hafa Pól-
verjar haft betur í báðum leikjum, í septem-
ber 1978 í Laugardalnum og í Krakov í
október ári síðar. Pólverjar gerðu tvö mörk
í hvorum þessara leikja en íslendingum
tókst ekki að svara fyrir sig.
Pólverjar hafa leikið 590 landsleiki síðan
þeir léku þann fyrsta árið 1921. Liðið hefur
sigrað í 244 leikjum, gert 143 jafntefli og
tapað 203 leikjum. Markatalan er hagstæð
því liðið hefur gert 1.015 mörk en fengið
872 á sig.
Norðurlandaþjóðirnar koma nokkuð við
sögu hvað varðar tímamótaleiki og mörk
Pólverja því stærsti sigur Póllands er 9:0 er
liðið mætti Norðmönnum árið 1963. Stærsta
tap Pólverja er hins vegar 8:0 er liðið mætti
Dönum 1948 og stærsta tap liðsins á hcima-
velli var árið 1925 er það tapaði 6:2 fyrir
Svíum.
Mark eftir 33 sekúndur
Finnar koma einnig við sögu í pólskri
knattspyrnusögu því þegar þeir mættu Pól-
verjuni í febrúar 1999 gerði Wojciech Kow-
alczyk mark eftir 33 sekúndur og hefur eng-
inn verið eins snöggur að skora fyrir pólska
landsliðið. Þetta var jafnframt 1.000 lands-
liðsmark Póllands. Kowalczyk þessi gerði
einnig 900. mark landsliðsins, það var í 4:2
sigri liðsins á Austuríkismönnum árið 1992.
Pólverjar hafa einu sinni verið sneggri að fá
á sig mark en það var árið 1931 að Tékkinn
Jaroslav Pelcner skoraði hjá þeim eftir hálfa
minútu.
Rúnar rétt að átta
sig á lífinu í Belgíu
RÚNAR Kristinsson hefur leikið flesta landsleiki fyrir ísland og leik-
urinn í kvöld verður 87. leikur hans. Rúnar er nýkominn til Lokeren í
Belgíu þar sem hann mun leika næstu árin við hlið þriggja annarra
íslendinga, þeirra Arnars Grétarssonar, Arnars Þórs Viðarssonar og
Auðuns Helgasonar. Rúnar er ekki búinn að koma sér fyrir í Belgíu
en það gerist á næstu dögum og segist hann eiginlega ekki geta
sagt hvernig sér líki lífið í Belgíu ennþá þar sem hann hafi búið á
hóteli síðustu vikurnar og verið með annan fótinn í Noregi þar sem
kona hans, Erna María Jónsdóttir, eignaðist þeirra annað barn á
dögunum.
ð eram búin að fá húsnæði en
konan hefur verið í Noregi og við
eignuðumst okkar annað bam fyrir
tveimur vikum, feng-
Skúli Unnar um stelPu en áttum
Sveinsson fynr strák, Rúnar
skrifar Álex sem er að verða
frá Póllandi sex ^.a Konan hefur
sem sagt ekki komist úr landi enn
sem komið er og ég er búinn að vera á
hóteli síðan ég kom til Belgíu og því er
í raun ekkert að marka þetta ennþá
hjá mér, ég er ekki kominn inn í dag-
legan takt í lífinu og það er dálítið
óþægilegt.
Annars líst mér vel á þetta það sem
af er, okkur hefur gengið ágætlega
það sem af er, ég er búninn að leika
tvo leiki, einn í bikar og annan í deild
og við unnum þá báða. Liðinu hefur
ekki gengið vel að undanfómu en von-
andi er þetta að koma hjá okkur.
Þjálfarinn hefur sagt að hann gefi
okkur allan þann tíma sem við þurfum
til að komast inn í leikkerfið og annað
sem fylgir því að skipa um lið og setj-
ast að í nýju landi,“ segir Rúnar.
Hann segir aðstæður fínar hjá
Lokeren, fjölmargir æfingavellir og
hingað til hafi allt verið eins og það á
að vera. „Æfingaaðstaðan er miklu,
miklu betri en í Noregi þar sem við
höfðum einn æfingavöll og annan til
að spila á og það dugði ekki allt árið.
Veðráttan er líka allt önnur og betri,
veturnir fara illa með menn, við eram
að hlaupa á malbiki, æfa á gervigrasi
og það reynir á hné og aðra hluta
líkamans.11
Rúnai- er ekki búinn að læra
flæmskuna sem töluð er á þessu
svæði í Belgíu og segist búast við að
það taki nokkum tíma. „Þjálfarinn
þarf að tala á þremur tungumálum,
flæmsku, ensku og svo frönsku, því
það eru átta eða níu menn frá Afríku í
liðinu sem tala flestir frönsku. Hinir
leikmennimir era frá Islandi, Tékk-
landi, Slóveníu og Bosníu og í hópnum
era held ég einir fimm Belgar. Svona
er þróunin í knattspymunni en mér
fyndist nú samt eðlilegra að það væru
fleiri heimamenn í liðinu, en ef stuðn-
ingsmenn félagsins og eigendur þess
era ánægðir þá er þetta ekkert
vandamál. En það er alveg ljóst að ég
verð eitthvað lengur að komast inn í
tungumálið þar sem flæmska er ekki
endilega aðaltungumálið hjá liðinu.“
Hvað leikinn í dag áhrærir sagði Rún-
ar að auðvitað legðist hann vel í menn
eins og alltaf. „Við vitum að fyrrver-
andi austantjaldsþjóðir eru góðar
knattspymuþjóðir en ég veit í sjálfu
sér afskaplega h'tið um Pólverja ann-
að en að þeir era ekki eins sterkir og
þeir vora hér fyrir nokkuð mörgum
árum en hafa verið á uppleið að und-
anförnu. Okkur hefur nú ekki gengið
allt of vel á móti fyrverandi austan-
tjaldsþjóðum og ég kann svo sem
enga skýringu á því. Leikstíll þeirra
er mjög svipaður, léttleikandi og
tæknilega góður, þær byggja mikið
upp á stuttu þríhymingaspili og kom-
ast upp í homin og það er sammerkt
með þeim öllum að þau skapa sér yfir-
leitt fullt af færum. Þessi leikur er
ágætur undirbúningur fyrir leikinn
við Búlgaríu í keppninni því þjóðimar
spila öragglega svipað. Úrslitin skipta
í sjálfu sér engu máli, við fáum æfingu
í að leika á móti þessari leikaðferð
sem þeir nota og ef við getum lært
eitthvað af því þá er það hið besta mál.
Við reynum að veijast allir þegar við
eram ekki með boltann og það er bara
spurning hversu ofarlega við byrjum
að verjast, það verður farið yfir það í
kvöld á fundi en ég reikna með að við
leikum svipað og við höfum verið að
gera. Leikaðferðin okkai’ hefur geng- ,-t
ið vel á heimavelli en ekki náð eins vel
saman á útvelli og það þurfum við að
laga. Þetta er fínt tækifæri til þess,“
sagði Rúnar.
Hann er ekki búinn að skíra stúlk-
una. „Það er búið að gefa henni nafn
enda urðum við að fá vegabréf fyrir
hana. Nafnið er hins vegar leyndar-
mál þar til heima um jólin, við ætlum
að skíra um jólin,“ sagði Rúnar.
Asgeir í skoðunarferð
ÁSGEIR Sigurvinsson kom til Póllands frá Belgíu þar sem
hann var að líta á aðstæður hjá Standard Liege, sínu gamla fé-
lagi, en þar hóf hann langan og farsælan feril sinn sem at-
vinnumaður. Ásgeir hélt til Þýskalands á fimmtudaginn, fór
til Stuttgart, en þar lék hann og bjó um árabil, sá Evrópuleik
hjá sínu gamla félagi og hélt síðan til Belgíu.
„Forráðamenn félagsins höfðu boðið mér að koma. Þeir
voru að velja 100 ára lið félagsins og ég var í því þannig að
þeim þótti við hæfi að bjóða mér á staðinn. Það var virkilega
gaman að koma þarna á ný, ég hef ekki komið til Standard í
ein sjö ár. Það er búiðað endurnýja völlinn og hann er orðinn
alvöru völlur,“ sagði Ásgeir sem var ánægður með ferðina, sá
meðal annars leik Standard og Anderlecht í deildinni.