Morgunblaðið - 20.12.2000, Blaðsíða 1
Sveinn Einarsson/2 Jónína Michaelsdóttir/2 Hjörtur Marteinsson/3 Sigfús Daöason/3 Steinar Bragi/4 Gyrðir
Eiíasson/4 Rannveig Löve/4 Súsanna Svavarsdóttir/5 Guðbergur Bergsson/5 Benjamín Kristjánsson/5 Nína
Björk Árnadóttir/6 W. J. Hooker/6 Hans H. Jahnn/6 Aleksis Kivi/7 F. Dostojevskí/7 Dagný Kristjánsdóttir/8
MENNING
LISTIR
ÞJÓÐFRÆÐI
BÆKIJR
PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS
MIÐVIKUDAGUR 20. DESEMBER 2000
BLAÐ E
Jólafostuþankar um
íslenskar barnabækur
Mikil gróska er í útgáfu barna- og unglinga-
bóka. Fjölmargar frumsamdar bækur,
ríkulega myndskreyttar eru á boðstólum og
ýmsar breytingar í efnistökum og fram-
setningu merkjanlegar. Dr. Sigrún Klara
Hannesdóttir fjallar um barnabóka-
útgáfuna á þessu hausti.
Andri Snær Aðalsteinn Ásberg Elias Snæland
Magnason Sigurðsson Jðnsson
Guðrún Þorvaldur Kristín
Helgadóttir Þorsteinsson Steinsdóttir
Sigrún Hallfríður Ingi- Ragnheiður
Eldjárn mundardúttir Gestsddttir
AHVERJU ári gerast bók-
menntaleg undur á fs-
landi. Þá flæða á markað
hundruð hugverka sem
menn hafa setið langtímum saman
við að semja og útgefendum hafa
þótt vænleg til sölu. Fjölmiðlar fyll-
ast af auglýsingum og úrdráttum
úr bókunum og frásögnum af höf-
undum og viðtölum við þá. Flest
allir landsmenn, sem hafa á annað
borð gaman af að líta í bók, bíða
spenntir eftir að sjá hvað nýtt kem-
ur á markað. Útgefendur leitast við
að tryggja að allir aldurshópar fái
eitthvað við sitt hæfi. Við sjáum
ævisögur, íslenskan þjóðiegan fróð-
leik, sagnfræði, fræðirit, íslenskar
skáldsögur og síðast en ekki síst ís-
lenskar barnabækur.
Gróskan í íslenskri barnabóka-
útgáfu hefur verið mikil að und-
anförnu og má segja að síðastliðinn
aldarfjórðung hafi orðið bylting á
barnabókamarkaði.
Mér hefur alltaf fundist að upp-
haf þessarar byltingar hafi verið
bók Guðrúnar Helgadóttur um Jón
Odd og Jón Bjarna. Það var eins og
íslenskir barnabókahöfundar
fengju þarna nýja sýn á veröldina.
Það var ekki lengur skammarlegt
að skrifa um gott og skemmtilegt
líf í borg, menn þurftu ekki að fara
út í sveit til að ná áttum, og hægt
var að skrifa á framúrskarandi
fyndinn og frumlegan hátt um
hversdagslega hluti. Hversdags-
sögur þurftu ekki að vera leiðinleg-
ar og fullar af sorg og drunga. Frá
þessum tímamótum hafa á hverju
ári komið fram nýir höfundar með
ný og spennandi viðfangsefni.
Sótt í menningararfinn
Efni íslenskra barnabóka hefur
orðið sífellt fjölbreyttara á undan-
förnum árum og höfundar að feta
sig óhræddir inn á nýjar brautir.
Skrifaðar eru sögur sem sækja í ís-
lenskan menningararf, bæði með
því að söguhetjan flytur sig í tíma
og finnur sig skyndilega í fortíðinni
eða þá að samdar eru hreinar æv-
intýrasögur. Það er ekkert feimn-
ismál lengur að tala um krakka sem
eru skyggnir, skrifa um drauga eða
fyrirhitta verur úr öðrum heimi
sem líkjast mannabörnum. Á þessi
mið hafa róið margir okkar bestu
höfundar og nægir þar að nefna
Kristínu Steinsdóttur sem lætur
mörkin hverfa milli raunveruleika
og ímyndunar. Hún lætur krakka
sitja á krossgötum á nýársnótt og
bíða eftir því sem verða vill. Vík-
ingagull Elíasar Snælands Jónsson-
ar lætur upptök sögu sinnar verða í
víkingakorti. Aðalsteinn Ásberg
Sigurðsson hefur skrifað nokkrar
bækur sem gerast í heimi sem við
sjáum aðeins að hluta til. Um
Brúna yfir Dimmu liggja mörkin
milli mannheima og dulheima.
Blíðfinnur er ekki beinlínis per-
sóna úr íslenskum veruleika en við-
fangsefnið er barátta góðs og ills og
heimurinn ævintýraheimur.
Sígildar bækur
og nútimaraunsæi
Sem betur fer koma gamlar sí-
gildar barnabækur út í nýjum út-
gáfúm því það er líka dýrmætt að
íslensk börn fái aðgang að þeim
menningararfi sem liggur í eldri
bókum. Hér má til nefna Öddubæk-
urnar, svo og bækur Stefáns Júlí-
ussonar um Kára litla. Bók Hjartar
Gíslasonar um Brekku-Bleik og
fuglasagan Um loftin blá koma út á
ný en þær hafa ekki sést í áratugi.
Býsna vinsælt er að fjalla um
einelti sem getur verið gríðarlega
sársaukafull lífsreynsla fyrir þá
sem í því lenda. í verðlaunabók Is-
lenska barnabókasjóðsins lætur
Ragnheiður Gestsdóttir unga og
hæfileikaríka stúlku glíma við
skelfilegt andlegt ofbeldi þar sem
bekkjarsystkini hennar setjast að
henni. Saklausir sólardagar eftir
Valgeir Skagfjörð fjallar um sama
efni þar sem drengur verður fyrir
aðkastinu. Hallfríður Ingimundar-
dóttir skrifar um unga stúlku sem
þarf að glíma við mikla sorg og
móðurmissi, en tekst að vinna sig
út úr þeim raunum.
Myndabækur
Ef til vill er það mesta undrunar-
efnið varðandi íslenska barnabóka-
útgáfu að hægt skuli vera að gefa
út margar fallegar myndabækur
sem aðeins koma fyrir augu ís-
lenskra barna. Sérstakur fjársjóður
liggur í myndskreytingu íslenskra
ævintýra og þjóðsagna og má hér
sérstaklega nefna Búkollu og Grá-
mann í Garðshorni sem bæði eru
komin í nýjan búning. Þulur Theó-
dóru Thoroddsem eru endurútgefn-
ar með upprunalegum myndskreyt-
ingum Muggs en
þær hafa verið
lengi ófáanlegar.
Brian Pilkington
hefur samið nýja
tröllasögu, Hlunk,
sem kemur reyndar
út á fleiri tungu-
málum. Halla eftir
Stein Steinar er fal-
leg og sérstök bók
með myndum
Louisu Matthías-
dóttur - ný lista-
verkabók. Hnoðri
litli er falleg bók
fyrir yngstu lesend-
urna um andarunga
á Tjörninni og enn
ein perlan kemur
nú úr penna Guð-
rúnar Hannesdótt-
ur sem skrifar sögu
um Einhyrninginn.
Sigrún Eldjárn á
sinn fasta sess með
myndabækur sem
hafa orðið einstak-
lega vinsælar - og
svona mætti áfram
telja.
Samspil hefðar
og markaðar
Enginn gæti látið
sér detta annað í
hug en að ungir íslendingar séu
miklir lestrarhestar. Undanfarin ár
hafa komið út að meðaltali um 150
titlar fyrir börn og unglinga, og er
þá talið bæði þýtt efni og frum-
samið, nýjar bækur og endurútgáf-
ur. Nokkur sveifla hefur verið í
þessari útgáfu síðastliðinn áratug
eða allt frá um 280 titlum á ári og
niður í liðlega 100. Þarna má
merkja samspil efnahags í landinu
og þess hversu mikil barnabóka-
útgáfan er, en annað mikilvægt at-
riði varðandi fjölda barnabókatitla
eru sveiflur í verðlagi bóka. Þegar
söluskattur hvarf af bókum jókst
barnabókaútgáfa að miklum mun
en minnkaði svo aftur þegar virð-
isaukaskatturinn var upp tekinn og
þegar ofan á bættist efnahagslægð
var útgáfan komin niður fyrir
hættumörk þar sem íslensk börn og
unglingar höfðu mjög takmarkað
lesefni að velja úr.
Bak við bókaútgáfu og markað
fyrir barna- og unglingabækur
stendur gömul íslensk hefð, en það
er að gefa bækur sem jólagjafir. Án
þessarar hefðar er hætt við að ekki
kæmu út svo margir titlar sem
raun ber vitni. í rannsókn sem ég
gerði árið 1997 kom í ljós að 82,9%
10 ára barna fengu bók eða bækur í
jólagjöf og að meðaltali 2,2 bækur
hvert barn. Meðal 12 ára barna
höfðu 83,6% fengið bók í jólagjöf
allt upp í 16 bækur en meðaltal yfu
allan hópinn var rúmlega tvæi'
bækur. Jólabókunum fækkar í
pakka þeirra sem eru 14 og 16 ára
og aðeins 59,8% 16 ára stelpna
fengu bók í jólagjöf. í sömu könnun
kom í ljós að 88,6% 10 ára barna og
79,2% 12 ára barna höfðu lesið bók
eða bækur um jólin. í öllum aldurs-
hópum höfðu fleiri stúlkur en
drengir lesið bækur um jólin og
stelpur sem lásu á annað borð
höfðu líka lesið meira en strákarn-
ir. Hins vegar fengu fleiri strákar
bók í jólagjöf en stelpur sem er dá-
lítið skondið sé tillit tekið til lestr-
aráhugans.
Einfalt reikningsdæmi segir að
til þess að hægt sé að gefa út
barnabók þurfi að selja 800-1.000
eintök til þess að það borgi sig fyrir
aðstandendur bókarinnar. Þar sem
aðeins eru fædd um 4.500 börn á ári
sem lesa íslensku þá þarf hvert ein-
asta barn í landinu að fá 2-3 bækur
á ári til þess að markaðurinn lifi
áfram. Þetta samspil markaðar og
jólagjafa kom skýrt fram í nefndri
rannsókn þar sem í ljós kom að
langflestar þær bækur sem lentu í
pakka barna voru nýútgefnar. Það
var aðeins í yngsta aldursflokknum
(10 ára) þar sem sígildar og eldri
barnabækur mældust að einhverju
marki. Það má getum að því leiða
að afi og amma kaupi eldri bækur
handa yngstu börnunum, en þegar
bömin eldast þá sé það tískan og
auglýsingarnar sem ráði mestu um
bókavalið. Bókatitlar sem lenda í
pakka 12 og 14 ára barna em miklu
færri en þeir sem 10 ára börn fá.
Niðurstöður
Barnabókaútgáfan á Islandi um
þessi jól er fjölbreytt og metnaðar-
full og allir ættu að geta fundið eitt-
hvað við sitt hæfi. Frumsamdar
bækur eru 70-80 sem er líklega ís-
landsmet. Þýðingar eru liðlega 100
svo að hlutfall frumsaminna bóka
er óvenjuhátt. Það þarf ekki að
hafa mörg orð um mikilvægi þess
fyrir íslenska menningu að böm og
unglingar hafi skemmtilegt og
vekjandi lestrarefni á sínu fagra
móðurmáli og íslenskir höfundar
hafa ekki látið sitt eftir liggja á
þessu ári. Ef til vill má segja að
barnabókaritunin hafi náð vissri
viðurkenningu sem sérstakt bók-
menntaform árið 2000 þegar ís-
lensku bókmenntaverðlaunin voru
veitt í fyrsta sinn fyrir barnabók.
Sagan af bláa hnettinum getur
þannig orðið álíka mælikvarði á
framfarir í barnabókaútgáfu og Jón
Oddur og Jón Bjarni voru á sínum
tíma.