Alþýðublaðið - 06.03.1959, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 06.03.1959, Blaðsíða 2
■yEÐRIÐ í dag: NA stinnings- kaldi, lægir í dag, léttskýj- að, frost 3—7 stig. iÐAGSKRA alþingis: Ed.: 1, , Voruhappdrætti Samtaands , íslenzkra berklasjúklinga, frv. 2. Almannatryggingar, , frv. Nd.: 1. Almanatrygg- ingar, frv. 2. Sala Bjarna- staða, frv. 3FRÁ GUÐSPEKIFÉLAGINU Aðalfundur Septímu verður í kvöld og hefst kl. 7.30. Að aðalfundarstörfum loknum, ikl. 8.30, flytur Gretar Fells , fyrirlestur, er hann nefnir: Yoga hamingjunnar. Utan- félagsfólki er heimilt að íhlusta á fyrirlesturinn. — Kaffi verður á eftir. tJTVARPIÐ í dag: 18.30 Barnatími: Afi talar við Stúf litla, annað samtal. 18.55 Framtaurðarkennsla I ispænsku. 19.05 Þingfréttir, 20.35 Kvöldvaka: a) Ragn- ar Jóhannesson kand. mag. flytur minningaþátt eftir Halldóru Bjarnadóttur um íheimili Jóns Árnasonar þjóðsagnaritara. b) íslenzk tónlist: Lög eftir Pál ísólfs- son (plötur). e) Andrés Björnsson les kvæði eftir Árna G. Eylands. d) Samtal um Bolungarvík: Hallfreð- ur Örn Eiriksson kand. mag. ræðir við Finntaoga Bernótusson. 22.20 Lög unga fólksins (Haukur Hauk'sson). Að gefnu tilefni viljum við benda he.ðruðum viðskiptavinum vorum á. að verð á brauðj er sem hér segir: Cokt. sm. kr. 3,00 — Kaffisnittur kr. 5,00---og stórar brauðsneiðair 10,00 — 11,60 og 12,00 kr. Smurbrauðsstofan Njálsgötu 49 Sím; 1-51-05. RANNSÓKN ARLÖGREGLAN hefur nú upplýst nokkur inn- brot, gömul og ný. Brotizt var inn í bifreiðaverzlunina Orku á Laugavegi aðfararnótt 10. febr. s.l. og síolið þaðan nokkru af smávarningi. Ungur maður, drukkinn, var þar að verki. Sömu nótt var brotizt inn í mjólkurísgerðina Dairy Queen að Hjarðarhaga 47 og vöru- geymslu Hagabúðarinnar í sama húsi. Litlu var stolið. Sajni maður, sem brauzt inn í Orku var þar að verki og ann- ar til með honum. Báðir þessir menn brutust inn í efnalaugina Björg að Sól- vailagötu 74 í miðjum des. sl. Þriðji maðurinn var þá með þeim. Þar var stolið hreinsuð- um fatnaði. Tveir þeir fyrrnefndu brut- ust og inn í afgreiðslu íþrótta- vallarins á Helunum sumarið 1957 og stálu þeir þaðan tölu- verðu af vindlingum. 18. ágúst 1957 brauzt annar þeirra ásamt öðrum manni inn í Hagabúðina og stálu þaðan nokkur hundruð krónum í Fötin, sem stolið var í efna- lauginni Björg, n'áðust að mestu leyti, og var fatnaðurinn ó- skemmdur. Mennirnir hafa yf- irleitt verið undir áhrifum á- fengis við innbrotin. Þeir hafa lítið komið við sögu lögregl- unnar. Einn þeirra er yfir tví- tugt, hinir yngri. Framhald af 1. síðu. kjörin án atkvæðgreið'slu: Jón Sigurðsson, Þórunn Valdi'mars- dóttir, Bergsteinn Gu'ðjónsson, Eðvarð Sigurðsspn, Snorri Jóns son og Kristján Guðlaugsson. Er stjórnarkjöri var lokið, tók Jón Sigurðsson við fundar- stjórn og þakkaði það traust, sem sér og þeim: öðrum1, er kosn ingu hlutu í stjórnina, hefði verið sýnt Og óskaði góðrar samvinnu og að vegur og virð- ing fulltriúaþáðsins mætti háld- aist og aukast. Þá tók Eggert G. Þorsteinsson til máls og flutti ftáfarandi iformianni, Birni imgum. Bifreiðasalan og leigan Ingólfssfræti 9 Sími 19092 og 18966 Kynnið yður hið stóra i'u val sem við höfum af alls konar bifreiðum. Stórt og rúmgott sýningarsvæði. .... . . . , Bjarnasyni-, þakkir fyrir störf S7nt ennfremur vmd' hans í þágú' fultrúaráðsins og verkalýðssamtakanna' og tóku fundarm'enh undir orð Eggerts mteð almiennU' láfataki. Einng þakkaði Jón Sigurðsson Birni fyrir störf hans í þágu fulltrúa- ráðsins. Undir liðnum Önnur m'ál hóf Eðvarð 'Sigurðsson um’ræður um síðustu efnlhagsráðstafanir stjórnarivaldánna o'g flutti til- lögu gegn þeim ráðstöfunum. Jón Sigurðsson tók næstur til máls og flutti han-n svolát- andi 'dagskrlá'rtiilögu: „Þar sem umrætt miál var eikki auglýst á dagskrá fundár- ins og að fundurinn telur að ennþá liggi ekki nægjanleg reynsla fyrir um iheildarverk- anir hinna nýju efnahagsráð- stafana, þá vísar fundurinn framkomiinni tilliögu frá og tek- ur fyrir næsta mái á dagskrá.“ Dagskbártillaga Jóns Sigurðs sonar var samþykkt með 71 at- ikv. gegn 58. Eftir aðalfundinn kom hin nýkjörna stjórn fúlltrúaráðsins saman og s'kipti með sér verk- um. Jóh SigU'rðsson var kjör- inn förmaður, Guðni Árnason varaformaður, Guðjón Sv. Sig- urðsson ritari, Þórunn Valdi- mahsdóttir gjaldkeri og Óli Bergholt LútJhersson meðstjórn andi. I fulltrúaráðinu eiga nú sæti 148 fulltrúar. Ingóífssfræfi 9 ©g leigan Sími 19092 og 18966 Sími 18-8-33 Góður bílskúr óskast til leigu sem næsi Miðbænum, þarf að vera vatn og hiti í honum. BILLINN VARÐARHÚSINU við Kalkofrisveg. Sími 18-8-33. 3ö skip Tízkumunir úr silfri með og án stei-na. Armbönd Eyrnalokkar Men Nælur í úrvali. GULLSMIÐIR SsTEINÞÓR & JÓHANNESS ^ Laugavegi 30. ^ Fi'amhald af 1. síðu. 17 skip voru strikuð út af skipaskrá 1958, þar eð þau sukku eða urðu ónýt af öðruifi orsökum. Skipin- eru þessi (875 rúmlestir að stærð): Bifröst, sökk í Reykjavíkurhöfn ’57; Sæfinnur, fórst við Hornafjörð ’57; Bergfoss SI, sökk við Grímsey ’57; íslendingur RE, seldur til niðurrifs ’57; Grettir SH, seldur til niðurrifs ’57; Oddur VE, talinn ónýtur ’57; Búrfell, strandaðí við Eyjar í jan, ’57; Þorgeir Sigurðsson, talinn ónýtur ’57; Gæfa RE, ta-linn ónýtur ’58; Unnur RE, strandaði við Landeyjarsand í marz ’58; Von TH, strandaði við Reykjanes í marz ’58; Bjarmi SU, talinn ónýtur ’57; Sæbjörg VE, talin ónýtur ’58; Friðrik NS, talinn ónýtur ’57; Geir RE, talinn ónýtur ’58; Gissur ísleifsson AR’, strandaði '58; og Björg KE, strandaði og ‘er talinn ónýtur. 6. marz 1959 Alþýðublaðið Útgefandi: Alþýðuflokkurinn. Hitstjórar: Beliedikt Gröndal, Gísli J. Ást- þórsson og Helgi Sæmundsson (áb). Fulltrúi ritstjórnar: Sigvaldi Hjálmars- son. Fréttastjóri: Björgvin Guðmundsson. Auglýsingastjóri Pétur Péturs- son. Ritstjórnarsímar: 14901 og 14902. Auglýsingasími: 14906. Afgreiðslu- sími: 14900. Aðsétúr: Alþýðuhúsið. Prentsmiðja Alþýðubl. Hverfisg. 8—10, Nú eru brezku blöðin góð! SVO einkennilega bregður við, að Þjóðviljinn hefur fengið mikið álit á brezkum blöðum og telur þau nú hinar beztu heimildir um það, sem er að gerast hér uppi á íslandi. Það er af, sem áður var, að Þjóðviljinn gagnrýndi með stórum orðum skrif flestra brezkra blaða um landhelgismálið og taldi lítið mark á þeim takandi. Nú eru tilefnislausar vangaveltur brezkra blaða prentmyndaðar og settar í ramma á for- síðu Þjóðviljans, svo mikið er við þær haft. Og Þjóðviljinn telur þetta „vitnisburðuru um að rík- isstjórnin sé að svíkja þjóðina í landhelgismál- inu! Slíkur málflutningur er aðeins ein af mörg- um sönnunum þess, að kommúnistar nota nú land helgismálið' til þess fyrst og fremst að ráðast á andstæðinga sína innanlands, og hugsa ekkert um, hvort svo sviksamleg framkoma kunni að skaða- þjóðina eða ekki. Hvað varðar þá um þjóðarhag? Það er frægt, og vel kunnugt Þjóðviljamönn- um, að brezk blöð eru óháðar stofnanir, sem afla sér fregna eins og hver hefur peninga og mannafla til. Þessi blöð hafa mikið af blaðamönnum í sinni þjón- ustu, sem hafa tilhneigingu til að velta vöngum og bollaléggja, þótt oft sé lítið hugsað um stað- reyndir. Þetta höfum við íslendingar þegar reynt í landhelgismálinu og það er ekki nýtt, að slíkur heilaspuni birtist um það mál á prenti í Englandi. Hitt er nýtt í þessu máli, að Þjóðviljinn skuli allt í einu byrja að endurvarpa þessum skrifum sem heilögum sannleika. Forráðamenn kommúnista vita vel, að utanríkisráðherra cða aðrir ráðherrar núverandi stjórnar eða hinnar fyrrverandi hafa ekki gengið til neinna við- ræðna eða samninga við Breta eða aðra um land helgismálið, og allar hollaleggingar hrezkra hlaðamanna um það eru hrein fjarstæða. Kommúnistar hika hins végar ekki við að revna gegn hetri vitund að nota slík skrif til rógs og svívirðinga um aðra Islendinga. Sú áróðurssókn, sem kommúnistar hafa nú byrjað í landhelgismálinu — ekki gegn Bretum heldur gegn ríkisstjórninni — hófst ekki gæfulega. Þeir lugu því, að Alþýðubandalagið hefði gert Al- þýðuflokknum tilboð um ályktun í málinu og ver- ið neitað, en verða í gær að játa í Þjóðviljanum, að það er Framsóknarflokkurinn, sem hefur reifað þetta í utanríkismálanefnd, og málið er þar ekki útrætt. Hvað er það, þótt sannleikanum sé örlíxið hagrætt? Daglegt brauð hjá Lúðvík og lagsbræðr- um hans. En íslendingar eru ekki h-rifnir af slíkum vinnubrögðum. LEIGUBÍLAR Bifreiðastöð Sfeindórs Sími 1-15-80 Sifreiðastöð Reykjavíkuí Sími 1-17-20 ev undraefni til allra þvotta

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.