Tíminn - 21.11.1965, Side 7

Tíminn - 21.11.1965, Side 7
SUNNUDAGUR 21. nóvember 1965 TÍMINN 7 Einstætt óhæfu- verk. Vafalítið hefur enginn emb- ættisveiting valdið meiri undr- un og andúð en veiting bæjar- fógetaembættisins í Hafnar- firði á dögunum. Svo augljós hefur mönnum verið sá órétt- ur, sem Birni Sveinbjörnssyni var sýndur, þegar hann var sniðgenginn eftir að hafa gegnt embættinu frábærlega vel á tíunda ár. Mönnum er það jafn- framt ljóst, að hann var ekki sniðgenginn vegna þess, að verið væri að verðlauna mann, sem hefði lengri starfsaldur eða hefði þjónað erfiðu embætti út á landi. Ef sú röksemd hefði verið látin ráða, átti Jóhann Gunnar Ólafsson, bæjarfógeti á ísafirði, að ganga fyrir. Þriðji maðurinn, Einar Ingimundar- son, var einfaldlega valinn vegna þess, að hann var í tengslum við forsætisráðherr- ann og að Sjálfstæðisflokkurinn vildi losa þingmannssæti það, sem hann skipar nú. Hér voru persónuleg og pólitísk sjónar- mið látinn ráða því, að fram- inn var hinn mesti óréttur. Sem betur fer a embættisveit- ingin í Hafnarfirði sér enga hliðstæðu í sögu þjóðarinnar almenningur að líta svo á, að skipun hans í embætti væri formsatriði eitt, sem hlyti að koma til framkvæmda, þegár fyrirrennari hans segði starf- inu lausu formlega. En í stað þess var honum þá „kastað út á gaddinn“. Einróma mótmæli. Það ánægjulega hefur gerztj í sambandi við þetta mál, að! almenningur hefur nær ein-l róma lýst andúð sinni á því, J að BirnJ. Sve.inbjÖrnssyni vari ekki veitt embæt'ið. Starfsfólk; ið við bæjarfógetaembættið ?; Hafnarfirði hóf þessa mótmæla- i öldu með því að segja upp störf j um sínum. Það er orðinn fátíð-j ur atburður. að menn sýni slik-j an manndóm ng þann, sem felst j í þessura uppsögnum. Vald-1 níðsluverkin vrðu færri, ef j menn sýndu yfirleitt slíkan; manndóm. í kjölfar starfsfólks-i ins við bæjarfógetaembættið! fylgdu síðan hreppstjór- arnir í Gullbringusýslu, sem allir mótmæltu embættisveit- ingunni og fimm þeirra áréttuðu mótmæli sín með því að segjaj af sér. Hreppstjórarnir í Kjós-, arsýslu lýstu einnig yfir því, | að þeir hefðu helzt kosið, að Björn Sveinbjörnsson héldi Björn Sveinbjörnsson. á þeim tíma sem íslendingar hafa farið sjálfir með mál sín Sú andúð, sem þetta mál hefur vakið, nægir vonandi til þess að slíkt óhæfuverk verði aldrei unnið aftur. Vísað úr embætti. Órétturinn, sem var framinn í sambandi við þessa embættis veitingu, er 'fólginn í því, að gengið var framhjá manni, sem búinn var að gegna embættinu á 10. ár með lofsamlegum vitn- isburði allra. Afstaða almenn- ings til málsins er mjög vel mörkuð í grein séra Garðars Þorsteinssonar, sem birtist í Mbl. nýlega, en þar segir á þessa leið; „Ég skal strax taka það fram, að ég tel það vítavert að steini sé kastaö að þeim manni, sem skipaður hefur verið í ‘bæjar- fógetaembættið í Hafnarfirði. Hann á það ekki skilið að dómi þeirra, sem bezt þekkja. En hitt má hver lá okkur sem vill, þótt okkur virðist sa mað ur hart leikinn, sem „vísað er úr embætti“ eftir að nafa í nærri áratug haft alla ábyrgð þess á hendi og rækt embættisstörf sín öll með þeim ágætum. að vakið hefur aðdáun og virðing hvers manns. Og um almennar vinsældir hans þurfa þeir ekki að spyrja. sem fylgzt hafa rnpð því sem nú að undanförnu hefur gjörzt í sambandi við þetta mál. Formlega var hann ekkr skip- aður í embættið af gildum og kunnum ástæðum. En af því hér var orðið um alll annað að ræða en venjulega setningu í embætti til bráðabirgða, hlaut embættinu áfram. Hreppsnefnd in í einu stærsta byggðarlagi embættisins, Miðneshreppi, hef ur tekið undir mótmælin. Sama hafa Alþýðuflokksfélögin í Hafn arfirði gert. Þannig má rekja þetta áfram. Undantekningarlít ið hafa engir aðrir en allra flokksblindustu Sjálfstæðis- menn reynt að mæla þessu óhæfuverki Jóhanns Hafsteins bót. Þess munu ekki dæmi hér- lendis, að embættisveiting hafi verið jafn almennt og einróma fordæmd. Árásin á Finn Jónsson. Það hefur ekki dregið úr andúð almennings, hvemig að- almálgögn ríkisstjómarinnar, Morgunblaðið og Vísir, hafa hagað málflutningi sínum. í stað þess að reyna að verja málsstað dómsmálaráðherr- ans, hafa þau ráðizt á þá, sem mest hafa mótmælt embættis- veitingunni, með slíku offorsi, að einsdæmi er. Það sýnir glöggt hinn ofbeldissinnaða hugsunarhátt þeirra, sem mest hafa stjórnað þessum skrifum. Andstæðingarnir skyldu brotnir á bak aftur með illu eða góðu. Gott dæmi um þetta var árás Mbl. á löngu látinn mann, Finn Jónsson. Vegna þess, að sonur Finns stóð framarlega í hópi þeirra, sem sögðu upp störf- um sínum hjá bæjarfógetaemb- ættinu í Hafnarfirði, skyldi seilzt til hans með því að svívirða faðir hans. Sonurinn skyldi ekki segja mikið, því að látinn faðir hans hafði gert sig sekan um óréttmætar emb- ættisveitingar! Ekkert voru þær embættisveitingar sambæri legar við veitingu bæjarfógeta embættisins í Hafnarfirði ó dögunum. Um það skeytti Mbl. ekki. Aðalatriðið var að reyna að óvirða Jón Finnsson og væri það ekki hægt með verkum hans sjálfs, skyldi faðir hans dreginn í svaðið og syninum kennt um ávirðingar hans. Sem betur fer er Mbl. eitt íslenzkra blaða um slíkan málflutning. Geðveikisbrígzl. Árásin á Finn Jónsson var þó ekki hámarkið í æsiskrifiun Mbl. Hámarki sínu náðu þau, þegar Mbl. gerði ummæli al- kunns æsingabelgs, Páls Kolka, að sínum orðum. Páll hafði nefnilega komizt að þeirri niðurstöðu, að þeir, sem ekki væru á sama máli og hann varðandi þetta mál, væru ekki andlega heilir. Þeir væru annaðhvort geðtruflaðir eða móðursjúkir. Mbl. fór i fram- haldi af þessu mörgum orðum um andleg kölduflog og and- lega farsótt í Hafnarfirði. Svip að hafa ýmsir einræðisherrar gert fyrr og síðar. Með slíkum ofstækisáróðri hafa þeir reynt að brjóta allan mótþróa niður. Hitler sagði, að andstæðingar sínir væru blindaðir af áróðri kommúnista og væru þvi i sjúkdómsástandi, sem gerði þá óhæfa til að hafa áhrif á mál þjóðarinnar. Með álíka hat- ursáróðri hefur Mbl. reynt að brjóta niður alla gagnrýni á Hafnarfjarðarhneykslinu. Þótt þessi áróður Mbl. hafi haft öfug áhrif við tilganginn, er hann eigi að síður gott vitni um vilja blaðsins til þess að skapa andlegt kúgunarástand í landinu, því að hvar væri kom ið frelsi manna, ef enginn mætti gagnrýna gerðir valdhafanna, án þess að verða fyrir ásök- unum um geðtruflun og móður sýki. Siðleysibrigzl. Forsætisráðherrann hefur ekki viljað láta hlut sinn eftir liggja í þessu máli. í Reykja- 'víkurbréfi Mbl. síðastliðinn sunnudag réðst hann á starfs- fólk bæjarfógetaembættisins í Hafnarfirði og bar því hvorki meira né minna á brýn, en að það hefði gert sig sekt um sið- leysi. Ámi Gunnlaugsson lög- fræðingur svaraði þessu mjög myndarlega í opnu bréfi til Jóhanns Hafsteins, en þar sagði m. a.: „Þér hafið vafalaust lesið Reykjavíkurbréf Morgunblaðs- ins sunnudaginn 14. nóvember, en höfundur þess er sagður vera forsætisráðherra Bjarni Benediktsson, og er hér gengið út frá því. Hann segir þar m. a. um gagnrýnina: „Eðlileg gagn rýni er öllum holl“. Þessu til áréttingar segi ég við yður: Því aðeins þjónar lýðræðið og frels ið tilgangi sínum, að hvort tveggja sé virt í verki. Því að- eins eigum við skilið að njóta mannréttinda, að við virðum annarra rétt. Það er því ekki sæmandi kollega yðar, Bjarna Benediktssyni, að óvirða þann rétt almennings til að gagn- rýna i verki brottrekstur Björns Sveinbjörnssonar með því að skrifa eftirfarandi í Reykjavíkurbréfinu: „Siðleysið lýsir sér í því að hafa uppi ó- sannar ásakanir og beita óhæfi legum þvingunarráðstöfunum“. ! Vill forsætisráðherra bera , ábyrgð á slíkum skrifum? Er ekki of langt gengið, pegar æðstu menn þjóðarinnar lýsa þegnum sínum sem iðkendum siðleysis fyrir það eitt að hafa haft manndóm til að sýna þá sterkustu gagnrýni gagnvart ranglæti yðar með því að fóma starfi sínu? Lögleg viðbrögð þessa fólks í þágu réttlætisins verða ekki flokkuð undir „sið- leysi“, hvað sem líður skoðun um stjórnlagafræðingsins Bjarna Benediktssonar." Forsætisráðherra mun áreið anlega hljóta lítinn sóma af þessum skrifum sínum frekar en öðrum afskiptum af þessu máli. Þessi skrif sýna hins veg ar vel hugsunarhátt hans. Þau eiga því ekki að gleymast. Alþýðuflokkurinn. Það ber að viðurkenna, að margir óbreyttir liðsmenn ann ars stjórnarflokksins, Alþýðu- flokksins, hafa sýnt mikla ein- urð og drengskap í sambandi við þetta mál. Hið sama verð ur hins vegar ekki sagt um ráð herra flokksins. Þeim var þetta mál mjög skylt, þar sem Guð- mundur í. Guðmundsson bar meginábyrgð á því, að Björn Sveinbjörnsson gegndi bæjar fógetaembættinu án fullra rétt inda. Ef Guðmundur hefði ver ið manndómsmaður, hefði hann ekki átt að fara úr Iandi f^r en hann var búinn að tryggja rétt Björns. Fyrst Guð mundur sá ekki sóma sinn í þessu, áttu flokksbræður hans í ríkisstjórninni að gera það Þeir segjast að vísu hafa tekið málið upp í ríkisstjórninni, en annaðhvort hafa þeir gert það mjög slælega eða að ráðherrar Sjálfstæðisflokksins taka Iítið eða ekkert tillit til þeirra. Vel má vera, að síðari skýringin sé réttari. Margt bendir til, að forsætisráðherra hafi vilj- að nota þetta mál til að sýna, svo ekki verði um villzt, að hann og flokkur hans hafi ÖU ráð í stjóminni. Það hefur hon- um líka vissulega tekizt. Meinsemdin. Forkólfar Sjálfstæðisflokks- ins vonast til, að öldumar f sambandi við hneykslið í Hafn arfirði fari brátt að lægja og menn sætti sig við þetta eins og svo mörg önnur hneyksli, þegar frá líður. En þeir skyldu fagna hóflega. Mál þetta hefur vakið öldu, sem ekki er líkleg til að hníga svo snögglega. Hún hefir vakið fólk til víðtækari athugunar en varðandi þetta mál eitt. Séra Garðar Þor- steinsson hittir rétta strenginn, þegar honum farast svo orð í áðurnefndri grein sinni: „En svo að ég víki aftur að sjúkdómsfaraldrinum í Hafnar- firði, má ég þá að lokum, sem einn af sjúklingunum, spyrja lækninn hvar hann telji að sóttkveikjan, sem krankleikan um veldur, eigi upptök sín? Það hefir ekki farið dult, að um langt árabil, hafa önnur Framihald á bls. 11

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.