Tíminn - 21.11.1965, Blaðsíða 5
SUNNUDAGUR 21. nóvember 1965
TÍIVINN
17
Sjötugur á morgun:
Jóhannes Arngrímsson
frá Þorsteinsstöðum
Frá bernskuárum mínum á
Grund í Svarfaðardal er mér
margur maður minnisstæður. Þar
var oft gestkvæmt og gaman að
heyra komumenn segja frá ýmsu,
sem þeim lá á hjarta eða þá
hafði hent. En harla misjafn var
frásagnarháttur þessara heiðurs-
manna. Sumir voru seinir og þung
ir í öllu tali, þótti mér sem út
úr þeim læki dropi og dropi frá-
sagnarinnar og að þeir ætluðu
aldrei að komast að efninu og
geta satt forvitni okkar, sem ið-
uðu í skinninu. En þannig mun
það jafnan vera með börn, þau
þola ekki allt of miklar vangavelt-
ur og umbúðir um kjarna í fná-
sögn, nema þá að lystilega sé með
farið, og er það eitt með öðru
sem kennarar þurfa að hafa í
huga.
En einn var sá maður af þess-
um gestum foreldra minna á
Grund, sem mér er einkum minn-
isstæður fyrir það, hve skemmti-
lega hann sagði frá. Það var bónd-
inn á Þorsteinsstöðum, Arngrím-
ur Stefánsson. Hann var þó ekki
mikill á lofti eða lét mikið á sér
bera, en hann lumaði á því sem
við sóttumst eftir, skemmtilegri
og hressilegri frásögn. Og ekki
var hann mikill á velli, heldur
lágvaxinn og stinghaltur, en svip-
hreinn, greindarlegur og glaðleg-
ur, léttur í máli og svo orðhagur
að mér er það enn í minni.
Því var það tilhlökkunarefni, að
ríða með honum vestur yfir Helj-
ardalsheiði vorið 1895. Þá ferð fór
móðir mín og fékk þennan frænda
sinn með sér, því að kýr var með
í förinni svo að ekki var farið
hratt yfir. Það gerði raunar ekk-
ert til, aldrei þessu vant, því að
Arngrímur sagði frá og ég drakk
undrin af vörum hans. En við
Stóruvörðu á Heljardalsheiði var
stanzað og rætt um hvort vogandi
væri að fara jökulinn ofan í Deild-
ardalinn, en þangað var ferðinni
heitið. Þá segir Arngrímur: „Á
jökulinn höldum við í herrans
jnafni.“ Þessi orð eru mér jafn
jminnisstæð og þau hefðu verið
| sögð í gær. Þau voru ákveðin og
j alvöruþungi i röddinni, allt ann-
I ar tónn en sá er ég dáðist að í
• frásögn Arngríms. En samt þótti
mér sem hann yxi í sæti sínu
jog yrði að hetju, sem óhætt væri
iað treysta. Og það reyndist líka
j svo. Ferðalagið gekk vel.
En því rifja ég þetta upp að
' gamni mínu nú, að drengurinn
ÞÁTTUR KIRKJUNNAR
Fyrir Guð og föðurlandið
„Hinir kyrrlátu í landinu,"
nefndust þeir í fyrstu, sem
bezt skildu Rrist og' bezt
fylgdu honum af heilindum,
festu og trúmennsku.
Þeir voru ekki allir í „póli-
tíkinni," eins og nú er sagt
um marga dugnaðarmenn og
framaþyrsta unglinga, sem
vita hvað þeir iVÍlja, og vilja
elska sitt land. En brestur
samt stundum þrótt til að
velja eftir eigin samvizku og
heilindum.
„Hina kyrrlátu í landinu"
þarf samt manna sízt að
skorta ættjarðarást. Til eru
leiðir hins yfirlætislausa, sem
í önn sinni og trúmennsku get
ur unnið þjóð sinni og fóstur
jörð með jafnvel helgari hætti
en nokkur stjórnmálaumsvif
geta orðið.
Með hljóðum munni
og höndu trúrri
er himinn fluttur jarðar
til.
Það er fólkið, sem er salt
jarðar og ljós heimsins, sem
alltaf ratar rétta leið út úr
ógöngum hverrar kynslóðar.
Sögð er eftirfarandi saga af
heimsfrægum ræðumanna og
trúboða.
Hann kom of ^eint til sam-
komu, þar sem hann átti að
flytja eina af sínum frægu ræð
um. Það var algjörlega óvenju
legt, að hann léti bíða eftir
sér við slík tækifæri.
Þá bar hann fram þá afsök
un, að hann hefði verið að
gréiða atkvæði í þingkosning-
um og tafist við það. En þetta
var á kjördegi til enska þings-
ins.
„Hvað er þetta“? Að kjósa!
sagði einn vina hans hneyksl-
aður. Ég hélt, að þú tilheyrðir
eingöngu hinni himnesku Jerú
salem.
Já, svaraði mælskusnillingur
inn, það geri ég líka, en minn
gamli Adam, er þar að auki
borgari í konungsríkinu Eng-
landi.
En þú átt að krossfesta þinn
.gamla Adam“ hélt vinurinn
áfram, krossfesta holdið með
þess girndum og tilhneiging-
um, eins og postulinn segir. j
„Einmitt það. Þetta gjörði
ég líka.“ svaraði ræðumaður.
„Minn gamli Adam hefur allt-
af tilheyrt Torty-flokknum, en
eins og sakir standa nú, þá
þvingaði ég hann til að kjósa
inn.
Þannig fylgir kristinn mað-
ur sannfæringu sinni um það,
sem samvizkan telur rétt, þótt
gangi móti óskum hans og
fyrra áliti. Það er ein hin
mesta þoranraun, og ekki
heiglum hent.
En hvaða stjórn er bezt?
spurði Goethe. Og hann svar-
aði sér sjálfur: Sú, sem kenn-
ir rétta sjálfstjóm.
Það er til hryllileg ættjarðar
ást. Sú ættjarðarást, sem gleym
ir að gefa Guði það sem Guðs
er. Setur réttlæti, kærleika,
fegurð og sannleika hæst.
Sú ættjarðarást, sem kennir
manndýrkun og sjálfselsku of-
ar öllu öðru, hefur verið und-
irrót og jarðvegur flestra
styrjalda á síðari öldum. Og
hún er burðarás hins illa í
sumum stjómmálastefnum, að
minnsta kosti á vissu þróun-
arstigi þeirra.
Það er auðþekkt á því, að
þá er leitað til hins lægra og
dýrslega í mannsvitundinni,
leikið af valdhöfum á strengi
hégómaskapar, öfundar, ill-
gimi sjálfsálit, hroka og
heimsku og síðar grimmdar og
hrottaskapar, sem framleiðir
og smitar með þurrkunarlausri
illsku svokölluðum sadisma,
sem finnur gleði í misþyrm-
ingum og kvölum annarra.
Slíkt ástand einstaklings er
óttalegt. En miklu hryllilegra
þó, er það grípur heilar þjóð-
ir, milljónirnar. En það verður
í heimsstyrjöldum. Þar sem
keisarinn — valdhafinn einn
hefur tökin og gerir sig að
Guði. Þess vegna er svo athygl
isverð sú ógæfa, þegar stjórn-
málaflokkar virkja trúartilfinn
ingar fólks til fylgdar við sín-
ar hugsjónir eins og gert bef-
ur verið í kommúnisma og
nazisma á þessari öld. Þetta
hafa 'verið helttrúarstefnur,
þar sem „hugstola mannfjöld-
ans vitund og vild er villt um
og stjómað af fáum“ Það er
ekki trúleysi, sem einkennir
þessar og fleiri stjómmála-
stefnur, heldur miklu fremur
ofstækistrú blandin heimsku,
hroka og hindurvitnum, þar
sem aðalatriði virðist að loka
fyrir frjálsa hugsun.
Þess vegna er oft hið fyrsta
í framkvæmdum að loka fyrir
leit frjálsrar hugsunar að Guði
hins góða, og lítilsvirða þær
trúariðkanir, sem til hans geta
leitt. Þetta hefur einkennt Her
ódesa nútímans og Herodesa
allra tíma.
Gleymum því ekki guðs-
trúnni. Gleymum ekki að færa
fómir á altari, mannkærleika
og mannhelgi. Sú stjómmála-
stefna, sá „keisari,“ sem bend
ir og dregur í aðra átt er
byggð á falsi og lygum, sem
fyrr eða síðar leiða í ógöngur.
„Tær sanna tign þín sjálfs
ver sjálfur hreinn og frjáls,
þá skapast frelsið fyrst,
og fyrir Jesúm Krist
mun dauðans fjötur falla.“
Látið engan hlut fá vald yf-
ir sál og samvizku. Gefið það
Guði ljóss og lífs —
afli og framvindu gróandans
á hverjum tíma. Það er stefna
lífs og gæfu.
Gef þú maður Guði þínum
gjörvallt það, sem honum
ber.
Gef honum, helga honum
hugsun og mál, hjarta þitt og
athöfn alla, og fyrr eða síðar
uppsker þú blessun, ef ekki
fyrir sjálfan þig þá fósturjörð
þína og framtíð þjóðar þinnar.
Þá eignast þú hið háleita tak-
mark að lifa fyrir Guð og föð
urlandið. Gefa keisaranum það,
sem keisarans er og Guði það,
sem Guðs er, svo að jafnvel
skattgreiðslan verði þér gleði.
Árelíús Níelsson.
sem húsfreyjan á Þorsteinsstöð-
um bar undir brjósti þennan dag
sem við vorum gestir þeirra hjóna,
og sá dagsins Ijós 22. nóv. það
ár, er einmitt afmælisbarnið .sem
! þessar línur eru helgaðar.
í
Jóhannes Amgrímss. er af góðu
\ bergi brotinn. Hann er einn af 6
Í sonum foreldra sinna. Arngr. Stef
ánssonar og Önnu Baldvinsdóttur,
sem bjuggu ,allan sinn búskap á
Þorsteinsstöðum. Og þar hafði
Stefán búið allan sinn búskap
með konu sinni, Sigríði Sigfús-
dóttur frá Skeiði. Og faðir Stef-
áns sömuleiðis, Arngrímur hrepp-
stjóri Arngrímsson, bónda og silf-
ursmiðs frá Ytra-Garðshorni Sig-
urðssonar. En kona Arngríms
hreppstjóra var Sigríður Magnús-
dóttir prests og skálds að Tjörn
Einarssonar (D. 1794). Er sagt að
sr. Magnús hafi eitt sinn spáð því
er þau voru böm, að þau yrðu
hjón. „Þetta er nú mannsefnið
þitt Sigga mín,“ hafi hann sagt er
þeim hafði eitthvað borið á milli.
Er því „Svanurinn á Tjöm,“ sem
sr. Jón skáld á Bægisá kallaði
svo, langa-langaafi Jóhannesar
Amgrímssonar. Hafa þessir Þor-
steinsstaðamenn þótt hinir mestu
greindarmenn og sæmdarmenn.
Átján ára að aldri heldur Jó-
hannes að heiman með léttan mal,
en dýrmætan arf í barmi. Hann
lýkur námi á Eiðum með hinni
mestu.sæmd, sezt svo að á Seyðis-
firði, fæst fyrst við verzlunarstörf,
en gerist þá sýsluskrifari og full
trúi sýslumanns og þótti þar skipa
hvert sæti með prýði. Og eystra
dvelst hann til 1957, en flytur þá
til Reykjavíkur og gerist starfs-
maður á fræðslumálaskrifstofunni
og situr þar nú við ágætan orð-
stír.
Jóhannesi Arngrímssyni kippir
mjög í sitt góða kyn á alla vegu.
Hann er ágætlega greindur og
glöggskyggn á málefni og menn,
en dulur og fáskiptinn. Og yfir-
lætislausari maður mun vandfund-
inn. En orðheppinn er hann sem
faðir hans. Og ágætlega lumar
hann á léttum gáska og góðu
gamni þegar því er að skipta.
Hins vegar mundi engum hafa
nokkurn tíma tekizt að leiða Jó-
hannes á villigötu eða glapstigu.
Fyrir sínu stendur hann sterkur
og fastur í rás. En Ijúfur á man»
inn, skapþýður og skapfastur, hvað
sem tautar, traustur starfsmaður
og ágætur þegn.
Árið 1923 kvæntist Jóhannes
ágætri konu, Guðrúnu Helgadótt-
ur frá Skógargerði eystra. Eiga
þau eina dóttur barna, Guðrúnu
að nafni, og er hún gift Tómasi
lækni Jónssyni frá ísafirði.
Jóhannes Arngrímsson átti sér
góða ættar- og heimanfylgju,
greindina og heilindin, og hina
traustu og þýðu skapgerð. Og
einnig það, sem jafnan hefur þótt
einna dýrast djásn í ættargóssi
íslendingsins, íþrótt Svansins á
Tjörn og annarra slíkra í kyni
hans, langt eða skammt að baki.
Því að Jóhannes er skáld gott,
þótt hann flíki því lítt. Og ætla
ég nú að ljúka þessu fáorða af-
mælisspjalli með því að birta hér
tvö erindi eftir Jóhannes, sem
við syngjum stundum á Svarfdæl-
ingakvöldum. Fer vel á því, að
saman fari ástaróður hans til
sveitarinnar og árnaðaróskir okk-
ar til hans, sem aldrei lætur sig
vanta þar.
Snorri Sigfússon.
Svarfaðardalur.
-Við ís og bjarta elda skírð
var ættarsveitin prúða.
Hún enn er söm í sólardýrð
og sveipuð mjallarskrúða,
með fjöllin mánaskini skyggð
í skrúða minninganna.
Hún laðar hugann, Ljótólfs-
byggð
og landnám Grundarmanna.
Um þínar byggðir — þína jörð
um þína farsæld alla,
þar hoUar vættir haldi vörð
við hástól þinna f jalla.
Þær blessi sérhvern bæ og höld,
svo blómgist sveitin fríða.
Með ásýnd þinni íslands skjöld
um aldir skalt þú prýða.
JJL
Kaupmenn - Kaupfélög
Fyrtrliggjandi dalcron sloppaefni 115 sm
Kr. Þorvaldsson & Co.
Heildverzlun — Grettisgötu 6.
Símar 24478 og 24730.
Kaupmenn
Fyrirliggjandi mjög fallegt úrval af
samkvæmis- og kvöldkjólaefnum. j
Kr. Þorvaldsson & Co.
Heildverzlun — Grettisgötu 6.
Símar 24478 og 24730.