Tíminn - 21.11.1965, Qupperneq 6

Tíminn - 21.11.1965, Qupperneq 6
SUNNUDAGUR 21. nóveniber 1965 \ 18 TKMINN Evrópuþjóðir senda mikið magn af vopnum þangað. Þessi vopn fara síðan eftir króka- leiðum til hinna ýmsu ríkja S-Ameríku og í hendurnar á kommúnistum. Þessi mynd er fra hersýningu í Alsir, og sést trukkur draga tvær mlg fullkomnar sovézkar eldflaugar, samskonar og notaðar eru í NorS- ur-Víetnam til að skjóta niSur bandariskar þotur. VOPNASALA ALDREI BLÓMLEGRI EN NÚ ^Kaupmenn dauðans“ keppast við að selja eða gefa framleiðslu sína um allan heim til að tryggja „frið“ í heiminum og meðal „vina“ sinna. Vopnasala er sú verzlun, sem sífellt verður fyrirferðar- meiri í heiminu* f dag, og má segja, að hún aé að verða mjög mikið vandamál fyrir stórveldin, sem vilja halda hinu pólitíska jafnvægi sem nú er. Þessari vopnasölu má skipta 1 tvo flokka: löglega og opinbera vopnasölu, og ólög- lega vopnasölu, er fer fram ag tjaldabaki og eftir margbrotn- um krókaleiðum. Stórveldin geta kennt sjálf um sér um ástandið, enda hafa þau ausið vopnum og pen- ingum inn í „vinsamleg" lönd, til þess að byggja upp heri, og til að tryggja „friðinn". Síðan Kóreustríðinu lauk hafa Rússar og Bandaríkjamenn byggt upp óteljandi beri í mörgum löndum, og sum þeirra eru nýbúin að fá sjálf- stæði. Engu hafur verið til sparað. Þeir hafa sent við- komandi löndum hundruð hemaðarsérfræðinga, og beztu og fullkomnustu vopn, sem völ er á fyxir utan allt það fjár- magn, sem notað hefur verið til að halda þessum „vinsam- legu“ hermönnum vinsamleg- um. Meiri hlutinn af allri vopnasölu í heiminum í dag fer fram fyrir opnum tjöldum á milli landa. En stór hluti af þessari verzlun fer fram að tjaldabaki, og eiga þar hlut að máli leynistofnanir stór- Indverjar og Pakistanar notuðu jöfnum höndum hergögn frá Sovétrikjunum og Bandarikjunum í átökunum sin á mllli. veldanna, eða tækifærissinnað- ir braskarar. Það er iðulega sem leyni- þjónustur störveldanna styðja ýmsa hagsmunahópa, og út- vega þeim vopn og þjálfun, sem þeir siðan nota til að hefja byltingu. Það kemur ekki svo sjaldan fyrir, að þess- ar leyniþjónustur séu að byggja upp tvo flokka í sama landinu á sama tíma og báðir eiga að reyna valdayfirtöku til að koma sínum mönnum í stjómarsætin. Þriðja aðferðin í vopna- verzluninni er rekin af mönn- um, sem hugsa meira um ágóð ann en pólitfkina. Viðskipta- vinurinn er oftast einhver að- ili, sem ekki getur komizt yfir vopn á venjulegan hátt. Stund- um er hér um að ræða óvin- sælar stjórnir, eða uppreisn- arsinnaða byltingaflokka í Afríku, Asíu eða S-Ameríku. Það er orðið mjög algengt, að ríkisstjómir í hinum ný- frjálsu löndum styðji vopnuð átök, með því að senda öðr- um aðilanum vopn. Þetta skeði í Kongó, þegar lönd eins og Egyptaland, Ghana og fl., sendu vopn flugleiðis til Ug- anda eða Sudan. Vopnunum var síðan smyglað inn í Kongó. Fundizt hafa vopn frá Rauða -Kína hjá uppreisnarmönnum í Kongó, sem upphaflega vora send til Zanzibar, og þaðan vora þau flutt til Tanganyika á fiskibátum, og síðan með lest til landamæraþorpsins Fizi í Kongó. Forráðamenn hinna ýmsu Afríkuríkja hafa kvartað yfir vopnasmygli inn í lönd sín. í apríl sl. fór einn af þing- mönnum Kongó fram á það að stjómin reyndi að koma í veg fyrir frekari vopna- smygl til landsins en þá hafði komið í ljós að mikið magn af vopnum frá Kína var komið til Kongó. Kúba er nú miðpunkturinn í vopnasmygli í Suður-Amer- íku, en Rússar og aðrar A- Allt það vopnamagn, sem notað er í Víetnam kemur frá Bandaríkjamönnum annars vegar og frá Rússum og Kín- verjum hins vegar. Ef Grikk- land og Tyrkland myndu berj- ast vegna Kýpurdeilunnar þá myndu báðir aðilar nota am- erísk vopn af sömu gerð. Ind- verjar og Pakistanir notuðu jöfnum höndum vestræn og austræn vopn í átökunium á dögunum. Rússar sendu í sum- ar mikið magn af vopnum tfl grísku Kýpurbúanna þ. á. m. vora 32 skriðdrekar sex tund- urskeytabátar, loftvamabyss- ur og einnig rússnesk flug- skeyti sem komu frá Kairó. Þessi vopnaverzlun sem er orðin umfangsmikil í dag byrj aði í lok 13. aldar að sðgn sagnfræðinga. Belgar vora um- fangsmestu vopnaframleiðend- ur á miðöldum og framleiða enn mjög góð Jvopn. Það voru vopnaframleiðendur í Liege sem sáu sér leik á borði og seldu framleiðslu sína jafnt til Þýzkalands og Frakklands. Árið 1468 var borginni út- rýmt og allir borgarbúar drepn ir en borgin var fljótlega end- urbyggð enda var .- vopnasala mikil til hinna ýihsu ríkja Evrópu. Árið 1890 reyndu þær Ev- rópuþjóðir sem áttu nýlend- ur í Afríku að takmarka flutn- ing á vopnum þan-gað með því að undirrita samning. Eþí- ópía -varð þá miðstöð óleyfi- legrar vopnasölu til nágranna- ríkja sinna þ. á. m. til araba- landanna. Þetta varð til þess að Bretar Frakkar og ítalir ætluðu að koma í veg fyrir alla vopnasölu til Afríku árið 1906 en allt kom fyrir ekki. Samá ár tóku 13 þjóðir sig sam an um að afla sameiginlegra upplýsinga um sölu og flutn- inga á vopnum í heiminum. Eftir fyrri heimsstyrjöldina fengu sigurvegararnir miklar áhyggjur vegna þess hve mikl- Ungverski herinn er einn bezt útbúnl herinn í Austur-Evrópu, en herinn í Alsír gefur honum ekkert eftir í vopnagæöum, enda fá báSir aðiiar vopn sín frá Rússlandi.

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.