Tíminn - 21.11.1965, Qupperneq 9
SUNNUDAGUR 21. nóvember 1965
21
TÍMINN
ARABÍU LAWRENCE
teknir í tyrkneska herinn og náið eftirlit var með öllum
uppreisnartilburðum í landinu. Feisal skrifaði föður sínum
og ráðlagði honum að fresta öllum aðgerðum, minnsta kosti
þar til stríðsgæfan sneri baki við Tyrkjum.
I.
Uppreisn í Arabíu.
Morgun hins fyrsta júní 1916 skyldi aftaka fara fram
í Damaskus. í fyrstu morgunskímunni var blóðugt og kramið
hrúgald, sem eitt sinn hafði verið Arabi, dregið út á aðal-
torg borgarinnar til aftökustaðarins. Á miðju torginu stóð
illa gerður gálgi. Reipi dinglaði í andvaranum og kerra, sem
múlasna var beitt fyrir, stóð við gálgapóstinn. Þetta var
frumstæð og einföld aftökuaðferð. Fanganum var ýtt upp
í aftökuvagninn, böðullinn setti snöruna um hálsinn á
honum og eftir andartak myndi vagninn hreyfast úr stað
og einn myndi enn einu sinni hanga í loftinu og kafna.
Ef það drægist svo, að hætta yrði á því að morgunverður
landsstjórans kólnaði, myndi böðullinn koma til aðstoðar og
kippa í fætur hangsins og þar með kippa hanga úr háls-
liðnum.
Nokkrir menn horfðu á aftökuna af palli. Sjö þeirra
voru Tyrkir, landstjóri Sýrlands, Jemal Pasha, fangelsisstjór-
inn og áðstoðarforingjar þeirra. Sá áttundi var Arabi, smá-
vaxinn, augun lágu djúpt, nefið upphafið og þunnt og
munnsvipurinn bar vott um viðkvæmni, skegg hans var rækt-
arlegt og fevart. Þótt hann væri ekki hávaxinn mátti kenna,
að þar fór sonur emírsins í Mekka, prins af Arabíu og
herra eyðimerkurinnar. Hann bar þess engin merki að hafa
verið gesíJangi Jemal Pasha og hann virtist ósnortinn af
þeirri móðgun og svívirðu,' sem landi hans varð að þola
og átti að verða honum sjálfum til viðvörunar.
Þeir, sem skyldu hanga þennan morgun, voru sýrlenzkir
vinir hans, sem Tyrkir höfðu ákært fyrir landráðabrugg,
sem stefnt væri gegn veldi Ottomana. Þetta voru hættulegir
byltingaseggir upptendraðir af frelsisþrá Araba . . . Einn
ANTHONY NUTTING
þeirra var frændi hans, sem hann hafði átt leynifundi með
þar til fyrir fáum vikum fyrir handtöku hans. í nokkurn
tíma hafði Jemal neytt Feisal til að vera við aftökurnar,
ef það mætti verða til að draga kjarkinn úr byltingar-
mönnum, með því að þeir myndu álíta Feisal á snærum
Tyrkja eða að nærvera hans yrði til þess að einhver hinna
dæmdu myndi sýna þess augljós merki, að hann þekkti Feis-
al og á þann hátt koma upp um hann sem aðalleiðtoga
arabisku þjóðernissinnanna í Sýrlandi. En enginn hinna
dæmdu hafði sýnt þess nein merki, að þeir þekktu Feisal
né hann þá. Báðir vissu, að minnsta merki um slikt myndi
koma upp um það, sem hinir hötuðu Tyrkir vildu fá upp-
lýst og þannig eyðileggja alla von um frelsi Araba.
Meðan samsærismennirnir, félagar hans dingluðu í snör-
unni, stóð Feisal við hlið Jemals á pallinum án þess að
virðast sjá það, sem fram fór. Honum tókst að fela sárt
hatrið í huga sér, nema einu sinni, þegar sjálfstjórn hans
brast. Drengur, sem var ekki meira en tólf ára gamall hafði
náðst af Tyrkjum, þar sem hann fór með skilaboð til Mekka
frá Fetah. Hann var sonur góðvinar Feisals. Þar sem dreng-
urinn var léttur varð dauðastríð í snörunni óvenju langdreg-
ið. Hann var síðasti hanginn og því var ekki beðið eftir því
að hann gæfi upp öndina. Pallfólk hélt því á braut til
morgunverðar, meðan barnið var að kafna í snörunni. Þetta
var of mikið fyrir Feisal og hann sagði við Jemal: „Slíkur
ruddaháttur mun kosta ykkur alla það, sem þið eruð að
reyna að bjarga. Hinu tyrkneska réttlæti mun hefnast“.
„Við slíku landráðahjali manns, sem klæðist tyrkneskum
liðsforingjabúningi er dauðarefsing“, svaraði Jemal Pasha
kuldalega.
Feisál var handtekinn og var haldið í einmenningsklefa
næstu vikurnar, hann vissi aldrei hvenær hann yrði færður
í snöruna. Eftir að málið hafði verið rætt af nokkurri skyn-
semi í Konstantínópel yarð sú s.koðun oýan á, að hann væri
Tyrkjum dýrmætari lifandi heldur en dauður. Hann var
leystur úr haldi og varð aftur gistifangi Jemals Pasha. Öviss-
an í fangelsinu hafði nokkur áhrif á taugar hans. Þar við
bættist að fréttirnar, sem hann fékk, þegar hann var leyst-
í LEIT AD ÁST
ELANORFARNES
24
4 kafli.
Þegar Fíóna skildi bílinn eftir
á stæðinu morguninn eftir og
hraðaði sér að innganginum velti
hún fyrir sér því smáatviki, sem
'gerzt hafði milli þeirra Peters
kvöldið áður, og hvernig þau
yrðu í viðmóti hvort við' annað.
Hún hafði ákveðið að láta sem
ekkert hefði gerzt. En hvernig
mundi Perter verða? Hún hefði
ekki þurft að ala með sér áhyggj-
ur vegna þessa, því að Peter
var önnum kafnari en svo, að
hann gæfi sér tíma til að hugsa
um slíka smámuni. Þegar Fíóna
kom inn var eftirlitsmaður starfs-
fólksins hjá honum og báðir voru
þýsna alvörugefnir á svip.
. Hún lagði veskið og hanzkana
niður í skúffu og tók fram rit-
vélina sína. Hr. Ilowell sagði:
— Þér vitið, hvernig allt er í
pottinn búið. Yður er ljóst, að
engum verður sagt upp starfi en
samt eru þeir ekki ánægðir.
— Senduð þér listana út?
— Já, en þeir voru ekki anægð-
ir með það. Þeim finnst, að það
hefði átt að halda fund um málið.
— Við héldum fund, en helrn-
ingurinn var svo áhugalaus, að
þeir létu ekki sjá sig.
Þeir töluðu enn saman nokkra
stund og þegar hr. Howell var
farinn, bað Fíóna Peter að segja
sér, um hvað málin snerust. Hún
var fljót að setja sig inn i málið,
því að faðir hennar átti öðru
hverju við svipuð vandamál að
glíma.
— En hvaða afstöðu tekur
trúnaðarmaðurinn?
Peter leit hissa á hana, þetta
var skynsamleg spurning, sem
hún hafði borið fram.
— Sem betur fer með okkur,
sagði hann.
— Hann er fyrirtaks náungi.
Það hafa aldrei verið nein vanda-
mál í samskiptum við hann og
starfsmönnunum fellur hann vel í
geð. Hann vill ekki leggja þetta
undir stéttafélagið nema í ítrustu
neyð.
— Getur hann talað við yerka-
mennina?
— Hann hefur gert það og mun
gera það aftur. hr Howell líka
Ég þarf að tala við aðalforsprakk
GoSforth í dag. Það minnir mig
á að ég átti að eiga fund með
kokknum klukkan hálf ellefu og
ég hef alls ekki tíma til þess.
Gætuð þér gert það fyrir mig,
ungfrú Chard. Kvartanir út af
matnum auðvitað, þær berast allt-
af reglulega. Þér verðið að fara
vel og fínt að honum og reyna að
komast að því, hvað er eiginléga
að og sjá hvað ráð eiga við til
úrbóta. Ég harma að þurfa að
biðja yður um þetta, en ég get
ekki eytt tíma í slíka smámuni,
þegar áriðandi mál eru annars
vegar. ,
— Ég skal gera, hvað ég get,
sagði Fióna.
— Dugleg stúlka Og Walter |
frá teiknistofunni kemur lika.
Vill skipta um vinnu. Ég skil ekki
hvers vegna. því að þetta er ljóm-
andi starf. Getið þér reynt að:
komast að. hvað liggur þar til j
grundvallar?
— Ég skal gera tilraun. ef
hann vill þá tala við mig.
Jæja, það hefði ekki verið þörf
á að gera sér áhyggjur. hugsaði
Fíóna. þegar hún settist við skrif-
borðið sitt í dae hefur hann ekki
hugmynd um að ég se til. Klukk
an hálf ellefu talaði Fíóna við i
C The New Ameriean Library
kokkinn og stundu síðar við hinn
Rétt fyrir hádegið kom Peter
og gaf henni nokkur fyrirmæli og
hvarf svo aftur til að borða há-
degisverð með hr. Howell, Fíóna
hallaði sér aftur í stólnum og lét
hugann reika andartak, þegar
ungfrú Healey kom inn til að
spyrja, hvort hún slægist i för
með sér niður í matstofuna.
— Já, ætli það sé ekki skyn-
samlegast. í gæi fékk ég mér bara
brauðsneið og kaffi og var hálf-
dauð úr hungri um kvöldið. Og
ég verð að athuga, hvers konar
matur er, fyrst sífellt e* verið
að kvarta
— Það verða ailtai emhverjir
til að nöldra, sagði ungfrú Healey,
sem sjálf kvartaði aldrei yfir
nokkrum sköpuðum hlut.
Þegar þær voru á leiðinni niður
í matstofuna, spurði ungfrú Heal-
ey?
— Ætlið þér á dansleikinn?
— Já, svaraði Fíóna, og þér?
— Nei, ég fer stundum á böll-
in hérna á veturna, bvi að þá
skiptir ekki svo miklu máli, i
hverju maður er. En á þessum
tennisdansleik skarta allir sínu
dýrlegasta og ég á engan kvöld-
kjól. svo að ég er þá ekkert að
koma.
— Munduð þér fara, ef þér ætt-
uð kjól? spurði Fíóna.
Ungfrú Healey hikaði
— Ef ég á að vera hreinskilin,
þá held ég ekki, svaraði hún. Að-
göngumiðinn er svo dýr. Ég veit
það hljómar ótrúlega, en ég verð
að horfa i hvern skilding. Ég
segi það ekki hvenum sem er,
en ég hef ekkert á móti þvi að
sgja yður frá því. Móðir mín
er sjúklingur og við erum bara
tvær. Við lifum af því, sem ég
vinn mér inn, og svo fær hún
smávegis styrk. Ég verð að eiga
hvern kjól árum saman. Ég hef
aldrei átt kvöldkjól.
Fióna fann ósjálfrátt til sam-
vizkubits vegna þess að hún
sjálf þurfti aldrei að hugsa um
slíka hluti. Hún óskaði af öllu
hjarta, að hún gæti hjálpað ung-
frú Healey, ekki aðeins með kjól
og aðgöngumiða að dansleiknum,
heldur og að öðru leyti. En hún
stillti sig og tautaði aðeins nokk-
ur samúðar og skilningsorð.
— Ég er ekki að barma mér,
sagði ungfrú Healey. Þetta er
engin fórn fyrir mig. Mamma er
engill og kvartar aldrei og hún
gerir allt. sem hún getur heima.
Nú skulum við athuga. hvað er 6
ÚTVARPIÐ
Sunnudagur 21. nóvember.
8.30 Létt. morgunlög. 8.55 Fréttir
9.10 Veðurfregnir. 9.25 Morgun
tónleikar. 11.00 Messa í Nes-
kirkju. Prestur; Séra Frank M.
IHalldórsson.
Organleikari:
Jón ísleifs-
son. 12.15 Hádegísútvarp. 3.15 Er
indaflokkur útvarpsins. Afreks-
menn og aldafar i sögu íslands.
Jónas Kristjánsson skjalavörður
talar um mann 14. aldar. Lárent
íus Kálfsson. 14.00 Miðdegistón-
leikar: Frá tónlistarhátíðinni í
Björgvin. 15.30 Á bókamarkaðin
um. Vilhjálmur Þ. Gíslason út-
varpsstjóri kynnir nýjar bækur.
17.00 Tónar j góðu tómi: Maria
Lanza syngur vinsæl lög. 17.30
Bamatími: Helga og Hulda Valtýs
dætur stjórna. 81.20 Veðurfregn
ir. 18.30 íslenzk sönglög: María
Markan syngur. 19.30 Fréttir. 20.
00 Dante. Vilhjáimur Þ. Gíslason
flyúír'fyrra erindi: Ævl hans. 20.
25 Tónleikar í útvarpssal Tónleik
ar í útvarpssal. Sónata fyrir selló
og píanó op. 4 eftir Zoltan Kod
ály. Hafliði Hallgrímsson og Ó1
afur Vignir Albertsson leika. 20.
45 Sýslurnar svara. Húnavatns-
sýsla og Skagafjarðarsýsla keppa
sln á milli. 22.00 Fréttir og
veðurfregnir. 22.10 Danslög. 23.
30 Dagskrárlok.
í dag
Mánudagur 22. nóvember
7.00 Morgunútvarp. 12.00 Hádeg
[isútvarp
113.15 Búnað-
1 arþáttur:
Séð og heyrt fyrir vestan. Ólaf
ur E. Stefánsson ráðunautur flyt
ur fyrra erindi sitt. 13.30 Við
vinnuna: Tónleikar. 14.40 Við
sem heima sitjum. Þóra Borg
les framhaldssöguna „Fylgikona
Hinriks VHI.“ eftir Noru Lofts,
í þýðingu Kolbrúnar Friðþjófs-
dóttur (5), 15,00 Miðdegisútvarp.
16.00 Síðdegisútvarp. 17.20 Fram
burðarkennsla í frönsku og
þýzku. 17.40 Þingfréttir. 18.00
fslenzkir drengir til sjós. Rúrik
Haraldsson leikari les söguna
„Hafið bláa" eftir Sigurð Helga
son (5). 18.20 Veðurfregnir. 18.
30 Tónleikar. 19.30 Fréttlr. 20.
00 Um daginn og veginn Ragn
hildur Helgadóttir talar. 20.20
„Einn sit ég yfir drykfcju"
Gömlu lögin sungin og leikin.
20.30 Tveggja manna tal. Matthías
Johannessen ritstjóri ræðir við
Jóhann Hannesson prófessor. 21.
15 Symphonic Metamorphosis eft
ir Paul Hindemith um stef eftir
Weber. 21.35 Útvarpssagan:
„Paradísarheimt" eftir Halldór
Laxness. Höf. flytur (9) 22.00
Fréttir og veðurfregnir. 22.10
Hljómplötusafnið j umsjá Gunn
ars Guðmundssonar. 23.00 Að
tafli. Guðmundur Aralaugsson
flytur skákþátt. 23.35 Dagskrár
lok.