Alþýðublaðið - 20.03.1959, Síða 3
V-þýzkSr jafnaðarmenn gefa
úf „áæflun ffilr Þýzkaland'
Gerir ráð fyrir óvopnuðu svæði í 5
Mið-Evrópuríkjum og sameiningu.
BONN, 19. marz (REUTER).
Jafnaðarmenn í Vestur-Þýzka-
landi hvöttu í dag tii að komið
yrði á fót svæði í Mið-Evrópu,
þar sem ekki yrðu leyfð atóm-
vopn og hvorki vestrænir né
austrænir herir. Sögðu jafnað-
armenn í bæklingi, er nefnist
„Áætlun fyrir Þýzkaland“, að
það væri frumskilyrði fyrir
sameiningu Austur- og Vestur-
Þýzkalands, að dregið væri úr
hernaðar-spennu í Evrópu.
'Skömmu eftir a‘ð áætlunin
var gefin út lýsti blaðaskrif-
Léfusf ekki
Mg ■
KOMBASA, 19. marz, (REU-
TER). Læknir Kenya-lögregl-
unnar bar fyrir rétti í dag, að
líkamar þeirra 11 Mau Mau
manna, er létust eftir árekstra
við fangaverði, hafi borið með
sér, að þeir hafi orðið fyrir
miklum barsmíðum. Þá hafi
séð stórlega á 23 öðrum föng-
um.
Stjórn Kenya tilkynnti 4.
marz, að Mau Mau menn hafi
látizt af því að drekka vatn.
Hins vegar bar efnafræðingur
fyrir réttinum í dag, að ekkert
eitur hefði fundizt í líkunum.
111! 111111111111111111III! 111111111111111II1111III111II1111111111111 r
Jafnaðarmem sigra
í kosningum í
Nepal.
KATMANDU, 19. marz (REU-
TER). Kongress-flokkurinn í
Nepal, sem hefur sósíal-demó-
kratíska stefnu, virðist næstum
öruggur um. að ná algjörum
meirililuta í fyrstu allsherjar-
kosningum, sem fram fara í
landinu um þessar mundir. —
Flokkurinn hefur þegar unnið
38 af 55 sætum, sem úrslit hafa
fengizt um. Kommúnistar hafa
aðeins hlotið eitt sæti og for-
ingi þeirra er fallin. Kosið er
nni 103 sæti og er kosið til 3.
apríl n.k.
stofa kristilega demókrata-
flok'ksins Ihenni sem „hættu-
legri“. Sagði skrifstofan, að í
áætluninni væri sterkt bergmál
af tillögum kommúnista.
NÆR TIL 5 LANDA
Hið íyrirhugaða svæði mundi
ná til Austur- óg Vestur-Þýzka
lands, Póllands, Tékkóslóvakíu
og Ungverjalands. Sagði Erich
Ollenlhauer, formaður jafnaðar
mannaflokksins, að lokaumræð
ur um áætlun þessa hefðu farið
fram með tilliti til þeirra við-
ræðna, er Carlo Sehmid og
Fritz Erler hefðu átt við Krúst-
jov í Moskva um síðustu helgi.
OllenJhauer kvað flokkinn álíta,
að þörf væri fyrir tillögur frá
vesturveldunum. Hann kvað
orðróm um tillögur Banda-
ríkjamanna um friðarsamning
við Þýzkaland sýna framtak í
þessa átt,
FARI ÚR BANDALÖGUM
Áætlunin gerir ráð fyrir, að
herir þjóðanna á svæði þessu
mættu ekki hafa atóm- eða
vetnisvopn og vígbúnaður
þeirra yrði takmarkaður. Öll
ríkin mundu, ásamt Bandaríkj
unurn og Sovétríkjunum, und-
irrita sáttmála um heildarör-
yggi og til að tryggja þetta fyr-
irkomulag yrði efirlit haft á;
landi og úr lofti. Ríkin á svæð-
inu ganga úr Atlantshafs- og
Vafsjárbandalögunum,
FJÖGUR SKREF
TIL SAMEININGAR
Þá gerir áætlunin ráð fyrir,
að vegna mismunandi þróunar
í foáðum hlutum Þýzkalands
verði sameiningu ekki komið á,
nema smám saman, og er gert
ráð fyrir fjórum skrefum í þá
átt.
I Barátta gegn |
( drykkjuskap (
( gengurilla. (
1 MOSKVA, 19. marz, (REU- 1
| TER). Barátta sovétstjórnar- |
1 innar gegn ofdrykkju virð- |
= ist ekki hafa liaft nein áhrif |
| í Penzenskihéraði 375 mílur |
| fyrir sunnan Moskva. Prav- i
| da skýrir frá því, að í næst- \
| um liverju þorpi í héraðinu i
1 sé sjaldgæfur sykur og ger |
| notað til að brugga bjór og |
| vodka. Hafa 500 ólögleg |
| bruggunartæki vefið gerð |
| upptæk í héraðinu á sl. ári. §
n —
uiiiiiiiiiiiiiiiiiiuiiiiiiiiiiiimiiiiiiiiiittiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiii
ítalir og Frakkar
ræða Þýzka-
landsmálin.
PARÍS, 19. marz (REUTER).
Forsætisráðherrar Frakka og
ítala náðu „algjöru skoðana-
samræmi“ í viðræðum hér um
Berlínar- og Þýzkalandsmálin,
sagði talsmaður frönsku stjórn
arinnar í dag. Segni og Pella,
forsætis- og utanríkisráðherrar
ítala, ræddu við hina frönsku
starfsbræður sína, Debré og de
MurviIIe, í fjórar og hálfa
klukkustund. Þá i-æddust utan-
ríkisráðherrarnir auk þess við
einslega í tvær stundir.
Bætti talsmaðurinn við, að
frönsku ráðherrarnir hefðu
„kannað á mjög hliðhollan hátt
það hlutverk, er ítalir gætu leik
ið í samningaviðræðum austurs
og vesturs“. Ekki vildi hann
segja meira um þetta atriði.
Fellst á, að fundur utanríkisráðherra
hefjist II. maí. Rólegur og gæfur á
hlaðamannafundi
Samkomulag í
i
GENF, 19. marz, (REUTER).
Fulltrúar Breta, Bandaríkja-
manna og Rússa náðu í dag
samkomulagi um þrjár greinar
að auki í fyrirhuguðum samn-
ingi austurs og vestur um bann
við tilraunum með kjarnorku-
vopn. Hefur þá náðst samkomu
lag um sjö greinar síðan ráð-
stefnan hófst 31. október. Grein
ar þær, sem samþykktar voru í
dag, fjalla um tímalengd samn-
ingsins, endurskoðun ákvæða
samningsins.
iórnar Maldi
Risin vegna boðs Breta um að
senda matvæli til uppreisnarmanna
frá Bretlandi til Maldive-eyja,
er sagðar eru svelta. Sakaði
stjórn Maldive-eyja Breta urn
„fimmtu lierdeildar aðgerðir“,
er þeir gengju gegn óskum
hennar með því að láta eyja-
COLOMBO 19. marz, REUTER.
Bretar og stjórn Maldive-eyja
skiptust í dag á ásökunum í
sambandi við flutning matvæla
iiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiNiHiiaiiiiiiiiiiiitiiiiinMiiniiiuu
| Rússar byggja (
( olíuhöfn í Memel. 1
I HELSINGFORS, 19. marz I
1 (REUTER). Finnska blaðið |
| Nya Pressen skýrir frá því í |
| dag, að Rússar séu aðbyggja |
| mikla olíusöluliöfn í Memel |
| í Lithaugalandi. Hygjast þeir I
| afgreiða þar olíu þá, sem til |
| þessa liefur verið flutt frá |
| höfnum við Svartahaf. Bú- §
= izt er við, að hafi verði flutn =
| ingur á olíu fá Memel eftir |
| nokkra mánuði. Rússar eiga |
| nú þegar olíuleiðslu til Mosk |
I vu og mun í ráði að lengja þá |
| leiðslu til Eystrasalts. |
■ 1111111111111111111111111111M1111111111111111II1111111111111111111111
MOSKVA, 19. marz (REUT-
ER). Nikita Krústjov, forsætis-
ráðherra Sovétríkjanna, hafði í
dag fyrra fallið á hlutunum og
féllst á, að fundur utanríkisráð
herra austurs og vesturs skyldi
hefjast 11. maí, þó að orðsend-
ing vesturveldanna með þessari
tillögu í sé enn til umræðu í
höfuðborgum vesturveldanna
og hafi enn ekki verið send til
Moskva. Þetta gerðist á fundi
með 5000 blaðamlönnum, rúss-
neskum og erlendum, en það er
annar blaðamannafundurinn,
sem Krústjov heldur í Kreml.
Hann las upp 1200 orða yfirlýs
ingu og svaraði um tug spurn-
inga.
Krústjov 'kvað Rússa ekki
mundu befja neinar aðgerðir
27. maí — en það er dagurinn,
sem hann ætlaði upphaflega að
afhenda Austur-Þjóðverjum
Austur-Berlín — nema vestur-
veldin hefðu þá neitað að taka
tillögur Rússa um framtíð borg
arinnar til athugunar.
VHOURKENNIR RÉTT
VESTURVELDA
Er ráðherrann var spurður
um réttindi vesturveldanna í
Berlín, svaraði íhann rólega:
„Já, ég álít, að Bretar, Frakik-
ar ‘Og Bandaríkj amenn hafi
lagalegan rétt til að hafa her í
Berlín sem hernámislið. Þessi
réttur leiðir af uppgjöf Þýzka-
lands. Við viðurkennum þenn-
an rétt. En við erum einnig
þeirrar skoðunar, að 14 ár séu
liðin, og það sé nóg og því beri
að binda endi á þetta ... og þess
vegna segjum við: Við skulum
gera fiúðarsamming og binda
endi á þessi hernámsréttindi.“
EINN FUNDUR VARLA
NÆGILEGUR
Krústjov ítrekaði, að Rússar
mundu undirrita friðarsamn-
ing við Austur-Þjóðverja eina,
ef slíkur samningur yrði ekki
gerður við bæði þýzku ríkin.
Hann kvaðst álíta erfitt að út-
kljá öll mál á einmn fundi og
betra væri að leysa Berlínar-
og Þýzkalandsmálin fyrst, þar
eð umræður um þau væru þeg-
ar hafnar. Hins vegar væru báð
ir aðilar samála um, að um önn-
ur mál væri að ræða, sem leysa
þyrfti.
RÓLEGUR OG GÆFUR
Knústjov virtist vera að
reyna að draga úr spennu í sam
bandi við Berlínar-deiluna og
brýndi ekki röddina eða sagði
styggðaryrði í öllu viðtalinu,
sem stóð í tvær klukíkustundir.
í orðsendingu 2. marz sl.
féllst sovétstjórnin á tillögu
vesturveldanna um utanríkis-
ráðiherrafund.' Eru vesturveld-
in nú að útbúa svar við þeirri
orðsendingu og er búizt við, að
þau muni stinga upp á, að ráð-
herrarnir hittist H. mai í Genf.
í dag sagði Krústjov, að
stjórn sín væri fús til að kanna
hverja „skynsamlega“ tillögu
vesturveldanna um Berlínar-
og Þýzkalandsmálin. Hann
hrósaði einnig sjónavarpsræðu
Eisenhowers Bandaríkjaforseta
um þetta mál á mánudagskvöld.
Reynf að múta
skeggjum, sem hafið hafa upp-
reisn gegn stjórninni, í té mat-
væli.
Fulltrúi Maldive-stjórnar í
Colombo skrifaði landsstjóra
Breta á Ceylon bréf, þar sem
hann húðskammaði Breta fyrir
þessar aðgerðir. Sakaði hann
Breta um að reyna að kljúfa
eyríkið með því að senda mat-
vælin og ala þannig á illvilja
og misskilning í garð stjórnar
Maldive-eyja. Fulltrúi Bret-
landsstjórnar svaraði, að ekki
væri snefill af sannleika í ásök-
unum Maldive-stj órnar.
Maldive-stjórn þrætir fyrir,
að nokkur maður hafi svelt til
bana í ríkinu og segir, að upp-
reisnin í ríkinu sé aðeins með-
al 5000 manna á Addu-eyja-
klasanum.
INVERNESS, 19. marz, (REU-
TER). Faðir sendisveinsins,
sem talið er, að lögreglumenn
hafi barið, bar í dag fyrir rétt-
inum, að sér hafi verið boðnar
ýmsar fjárhæðir, allt upp í 100
sterlingspund, ef hann vildi
falla frá málaferlum út af mál-
inu. Kvað hann annan lögreglu
manninn hafa komið til sín
með þetta boð. — Það, sem um
er að ræða í þessu máli, er trú
brezks almennings á lögregl-
unni, svo sem sagði í blaðinu í
gær.
Bretar greiða
jkuldir.
LONDON, 19. marz, REUTER.
Bretar greiddu í dag 200 mill-
jónir dollara af 561 milljóna
láni, sem þeir fengu hjá Al-
þjóða gj aldeyrissj óðnum í 'des-
ember 1956.
Barállan milli Moslnrn-kommúnisla
og arabiskra þjóðemisslnna halin.
segir Kairó-útvarpið. •.
KAIRO, 19. marz, (REUTER).
Kairó-útvarpið sagði í dag, að
baráttan á rniili kommúnista,
studdra af Moskvu, og rab-
ískra þjóðernissinna væri liaf-
in. „Það er augljóst, að arab-
ískir kommúnistar í okkar
landi eru erindrekar kommún-
istaflokksins í Moskva“, sagði
útvarpið. Voru ummæli þessi
höfð eftir hinni liálfopinberu
fréttastofu „Austurlönd nær“.
Krústjov sagði fyrr í yikunni,
að Nasser væri farinn að nota
orðfæri „heimsveldasinna" í
árásum sínum á kommúnista.
Sagði Kairó-útvarpið í dag, að
þessi orð Krústjovs-hefðu „lyft
blæjunni af stefnu Moskva
gagnvart Aröbum ... Árás Krú-
stjovs á þjóðernisstefnu Araba,
einingu Araba og á Gamal Ab-
del Nasser hefur kallað fram
fordæmingu meðal allra Araba
og hefur kommúnistahatur
þeirra aukizt. Þjóðin telur, að
við munum einnig verða sigur-
sælir í þessari baráttu, sagði
útvarpið.
Alþýðuhlaðið — 20. rnarz 1959 J
*-.).! c ii
's