Alþýðublaðið - 03.04.1959, Qupperneq 9

Alþýðublaðið - 03.04.1959, Qupperneq 9
( ÍÞrófflr ) Meistaramót S-Ameríku: Um þessai' mundir stendur yf ir meistaramót S.-Ameríku í íknattspyrnu og hefur verið töluverður hiti í leikjunum eins og venja er þegar þeir leika knattspyrnu þarna suður frá. í byrjun þessarar viku var Braz ilía ©fst með 9 stig, Agentína 8, Peru 5, Uruguay 5, Paraguay 4, Ohiie 3 og Bolivia 1. Argen- tína hefur leikið einum leik færra en Brazilía. Mesti „slagsmálaleikur51, — se msögur fara af var s.ennilega leikur Brazilíu og Uruguay í keppni iþessari. 'Slagsmálin náðu hámiarki í síðari Málfleik, þegar Brazilíumaðurinn Almir 'brá fæti fyrir Silveira. Félagi Silv- eira, Douskas varð óður og hljóp að Almir og gaf honurn á hann og þá var ekki að spyrja að því, knattspyrnan gleymdist og hófst flokkakeppni í hnefa- leikum, sem stóð víst samfleytt í 23 mínútur. Meira en 200 lögregluþjónar j komu á vettvang og tókst að I koma á ró, en áhorfendur voru víst einnig byrjaðir. Leiknum lauk með sigri BraziHu 2:1. — . Það er hiti í þeim í Suður Ame- ríku! Undanúrslit í keppninni um Evrópubikárinn svonefnda í handknattleik var hiáð fyrir nokkrum dögum milli ssenska félagsins RedibergsMds og Hels- ingör, sem ihér var í keppnisför s. 1. vor. . iSvíarnir sigruðu með miklum yfirburðum 22 miörk gegn 12, í hálfleik.var staðan 8:ð. Bezt- ir í liði Helsingör voru Per Theilmann, Bjiarne Jensen, Mog ens Cramer og markmaðurinn Bent Mortensen. í liði Svía voru beztir Donald Lindblom, Hasse Olsson og Gunnar KámpedaM. Úrslitaleikurinn verður iháð- ur 18. apríl n. k. og þá léika Svíamir gegn hinu sterka, þýzka liði Göppingen og reikna margir með sigri þýzka liðsins. efglsi í Jóseps Bláflöflum í SKÍÐASKÁLA Ái'manns í Jósefsdal dvöldu rúmlega 100 manns yfir páskahátíðina. í Jósefsdal var lítill snjór, en nægur snjór í Bláfjöllunum og suður umFIeiðina há, enda fóru Ármenningar á hverjum degi í lengri og s'kemmri ferðir um BláfjölHnn. Á laugardaginn fyr ir páska snjóaði noklkuð efra, og á páskadagsinorguninn, þeg- ar skíðafólkið kom í Bláfjöllin til þess ?að taka þátt í íhinu ár- lega þáskamóti, var glampandi sólskin og silkifæri. Keppt var í 4 flokkum: — kvennaflofcki, telpnaflokki, karlaflokki og drengjiaflokki, — með samtals 26 þátttakendum. Úrslit í 'kvennaflokki urðu þau, að Ásthildur Eyjólfsdóttir sigraði, á 58,6 sek., önnur varð Haldóra Árnadóttir á 69,4 og þriðja Margrét Ólafsdóttir á 93,6. í telpnaflokki varð sigurveg'- ari Guðrún Bjömsdóttir, á 81,6 og nr. 2 varð Kristín Björns- dóttir á 101,4. -—• Þessir flokkar kepptui í sömu braut. Brautar- lengdin var um 200 metrar, 12 hlið. í karlaflokki varð fyrstur Ing ólfur Arnason, á 82,4 sek.,,2. Elías Hergeirsson 85,3, 3. Eirí'k- ur Kristinsson, 88,7. — Brautar lengdin var 350 metrar, 25 hlið. í drengjaflokki varð nr. 1 Björn Bjarnas'on, á 72,1 sek., 2. Brynjólfur Bjarnason, 86,2, 3. Guðmundur Sigurjónsson. — Braut þeirra var um 250 metrar með 15 hHðumi. Yerðlaun voru aflhent sigur- vegurunum' á kvöldvökunni á páskadagskvöldið. Kvöldvökur, með leikþáttum, upplestrumi og ýmiskonar leikj- um eru haldnar á ihverju kvöldi í skálanum’, og fullyrða má, að fátt sé hollara ungu fólfei, en að dveíja í frístundum sínum í góðum félagsskap upp til fjalla. | Hinn snjalli hástökkvari | | John Thomas meiddi sig á 1 | fæti fyrir nokkrum dögum I | og verður að hvíla sig al-1 1 gjörlega í sex til átta vikur. | | Ekki er álitið að meiðslini | séu mjög alvarleg. 'ílÍllll!llllll!IIHIIIIIIIIIIIIIII!lllllllll|||l||||||||||||||IIIIIl7. Ármenningar við „Himnaríki“ í Bláfjöllum á páskum 1959. FEIRREIRA da SILVA hefur verið boðið til Bandaríkjanna í keppnisför í apríl og maí n. ik. Hann hefur iþegið boðið og seg- ist vera í góðri æfingu og þar af leiðandi búazt við góðum ár- angri. uimiiiiiiuitiijiiiiiiiiiiiiiiiiuiiiiuiiiiiiiriiiiiiiiiiiiiiiiiiii I Beztír í kúluvarpi ( § Eftir árangurinn í kúlu- = | varpi á mótinu í Santa Bar- | I bara lítur afrekalistinn í = | greininni út sem hér segir: | 1 P. O. Brien, USA, 19,35 ’56 í I D. Long, USA, 19,25 ’59 | 1 W. Nieder, USA, 19,13 ’59 1 i D. Davies, USA, 18,41 ’58 | | K. Bantum, USA, 18,30 ’56 | I S. Lambert, USA, 18,13 ’54 | 1 D. Owen, USA, 18,13 ’57 f I J. Skobla, Tékk., 18,05 ’57 | 1 T. Jones, USA, 18.01 ’55 f = A. Rowe, England, 17,96 ’58 | 1 J. Fuchs, USA, 17,95 ’50 | 1 V. Ovsepian, Rússl. 17,93 ’58 | | D. Vick, USA, 17,89 ’57 l | S. Meconi, ítalía, 17,81 ’58 | | Varasnaukas, Rússl., 17,81 ’58 § 1 V. Lipsins, Rússl., 17,72 ’58 \ | C. Fonville, USA, 17,68 ’56 1 n 5 UIIIIIUIUIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIUIIIIIIIIUlllHlllllillllUIUIIU. ^-Ap, ☆ Félagslíf Valsmenn. Meistara og I. flokkur, úti- æfing í kvöld kl. 7,30. Fund- ur kl. 9. Mætið vel og stund- víslega. bjálfarinn. Frá Guðspeki- félaginu Reykjavíkurstúkan heldur aðalfund sinn í kvöld, föstu daginn 31. b. m. og hefst hann kl. 7,30 á venjulegum stað. Nauðsynlegt er, að félagar stúkunnar sæki fundinn. Að þeim fundi loknum, kl. 8,30, hefst venjulegur fundur. Grétar Fells flytur erindi, er hann nefnir Karl og kona. Að erindinu loknu verður sýnd kvikmynd. Veitt verður kaffi að lokum. Gestir velkomnir. Fermingarskeyfi skáta í Reykjavík. SKÁTAFÉLÖGIN í Reykja- vík munu eftirleiðis hafa til sölu heillaskeyti til fermingar- barna. Þessi fermingarskeyti eru litprentuð og sérstaklega vandað til þeirra. Ágóði af þessari skeytasölu rennur til bygginga skátaheim ila í úthverfum bæjarins. Fólk getur valið um ákveðinn texta sem kostar kr. 20.00, eða haft texta eftir eigin vali. Skeytin verða til sölu á eft- irtöldum stöðum: Skátaheimil- inu við Snorrabraut, Bóka- safnshúsinu Hólmgarði 34, Leikvallarskýlið við Barðavog, Barnaheimilið Brákarborg, Leikvallarskýlið við Rauða- læk, Skrifstofu B.Í.S. Lauga- veg 37, Verzl. Hrund, Lauga- veg 27, Hrefna Thynes, Greni- mel 27, Leikvallarskýlið við Dunhaga. Opið alla sunnudaga sem fermt er frá kl. 10 til 19.00. Skátar munu sjá um dreif- ingu skeytanna. Ókurteisi á opin- berri skrifsioiu. KONA nokkur kom að máli við blaðið í gær og sagði sínar farir ekki sléttar af viðskipt- um sínum við opinbera skrif- stofu hér í bæ. Skýrði hún blaðinu frá því, að hún hefði þurft að fá nokkrar upplýsing- ar um heimilisföng nokkurra félagsmanna í félagi, er hún starfar fyrir. Hefði hún í fyrstu snúið sér til lögreglustöðvar- innar, en verið snúið þaðan til manntalsskrifstofunnar. Er þangað kom voru þar fyrir 3 menn skrifstofustjórinn, Jó- hann Hafsteinn Jóhannsson og 2 aðrir menn og virtust þeir hafa að gera. Konan kvaðst ætla að spyrjast fyrir um nokk ur heimilisföng. Varð Jóhann fyrir svörum og kvað engar upplýs'ingar um heimilisföng verða veittar að svo stöddu. Konan spurði, hvorí þetta væri ekki opinber skrifstofa, er lát- ið gæti í té upplýsingar um bú- setu manna. Jóhann svasraði hinu sama og áður og var stutt ur í spuna, Sagði konan þá, að lögreglan - hefði vísað sér á manntalsskrifstofuna og kvað þetta undarlegar móttökur á opinberri skrifstofu. Þakkaði konan síðan fyrir kurteisina og fór. Konan hélt aftur á lög- reglustöðina og skýrði frá við- skiptum sínum við manntals- skrifstofuna. Hringdi varðstjór inn þá í manntalsskrifstofuna og kvartaði yfir móttökum þar. Varð það úr, að konan skyldi koma aftur út á manntalsskrif- stofu. Kvaðst skrifstofustjór- inn þá geta tekið við nöfnum þeirra manna, er upplýsingar vantaði um og láta heimilis- föngin í té síðar meir. Við svo búið fór konan og varð hún síðan að kaupa upplýsingarnar hjá Hagstofunni. Selfyssinpr sigraðir Fregn til Alþýðublaðsins. Hvolsvelli í gær. MIÐVIKUDAGINN fyrir skír- dag fór fram að Gunnarshólma í Landeyjum skákkeppni milli Selfyssinga annars vegar og Hvolhreppinga og Víkverja úr Mýrdal hins vegar • Teflt var ú 20 borðum og fóru leikar þannig, að Hvolhrepp- irigar og Víkverjar báru sigur af hólmi. Hlutu þeir 103/2 vinn- ing, en Selfyssingar 9Iá vinning — Þess má geta, að Hvolhrepp- ingar áttu 6 af þessum IQV2 vinningi og tefldu þeir allir með svart. — Þ. S. /• r Árnesingar! Arnesingar! Fundur verður í Sjálfsbjörg, félagi fatlaðra, Árnessýslu, í Sélfossbíói sunnudaginn 5. apríl kl. 2 eftir hádegi. — Áríðandi mái á dagskrá. STJÓRNIN. ásgrímssýningin í Listasafni ríkisins í Þjóðminjasafninu er opin virka daga kl. 13—22, og helgi- daga frá kl. 10—22. Aðgangur ókeypis. SfúSkur óskasl í fiskvöskun og spyrðingu. FiskverkunarstöS JÓNS GÍSLASONAR Hafnarfirði — Sími 50-165 Alþý'ðubla'ðið — 3. apríl 1959 J

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.