Tíminn - 07.12.1965, Side 3

Tíminn - 07.12.1965, Side 3
ÞRIÐJUDAGUR 7. desember 1965 TÍMINN Guðmundur P. Valgeirsson: rotna ýtan á Ströndum Þann 10. 11. s.l. birtist á síðum stjórnarblaðsins „ísafold og Vörð ur‘‘ kafli úr 7 ára gömlu frétta- bréfi til Tímans frá mér. Til hlið- ar er svo mynd af tveim jarðýtum sem unnu við lagningu vegarins yfir Veiðileysuháls á s.l. sumri. Engum, sem þessa uppsetningu sér dylst löngun íhaldsins til að slá sér upp og miklast af því verki sem hér var unnið í sumar. Þó er það hálffejmið við að bera fram beinum orðum hrós sér til handa. Þ\rí grefur það nú upp þennan gamla bréfkafla, sem á að sýna mismuninn á afrekum þess og Vinstri stjórnarinnar. Varla er hægt annað en dást að natni þess og hæversku við þetta. Þessu er ætlað að vera skrautfjöður í stjórnarhatti íhaldsins og sýna föðurlega umhyggju þess fyrir þegnum sínum og örlætj, sem nær út á yztu hjara þessa strjálbýla lands. En sagan af brotnu ýtunni í Trékyllisvík er ekki öll sögð í þess um upprifjaða bréfkafla mínum. En úr því að brotna ýtan okkar á árinu 1958 er nú tengd við lagn ingu vegarins í Árneshrepp á ár inu 1965 á þennan hátt, finnst mér varla verði hjá því komizt að segja þá sögu nokkuð gerr, en þar er gert. Veit ég, að íhaldið muni verða þakklátt fyrir það, þó það af hæversku sinni hafi sleppt því úr. í þessum endurprentaða bref- kafla segir, að jarðýtan okkar sé brotin og fyrirhuguð vinna í vegi og jarðrækt fallið niður af þeim sökum. Þessi ýta okkar, sem var Inter- national T D9 var þá orðin 8 ára gömul. Með henni höfðu verið leyist mörg og erfið verkefni hér í hreppnum, bæði við ræktun og vegagerð. Sumt af þessu var um- fram það, sem afl hennar og stærð leyfðu. Hygg ég það ekki of mælt. að þau verkefni, sem með henni voru unnin, hafi að verulegu leyti komið í veg fyrir flótta manna frá búi og byggð hér, eins og átti sér stað í öðrum sveitum með svip aða aðstöðu. Menn sáu, hvað hægt var að gera, ef tæki og fjármagn væru fyrir hendi. — Nú var ýtan orðin slitin og úr sér gengin. Við gerðir og endurbætur var óhægt að framkvæma hér. Því var það að við höfðum sótt um innflutnings leyfi fyrir nýrri og stærri beltis dráttarvél á árinu 1958. — Öllum var ljóst hver nauðsyn það var einangraðrj byggð, sem ekkert gat sótt til annarra í þessum efn- um, en átti nóg verkefni framund an í ræktun og þá ekki síst vega gerð innan sveitarinnar til að tengja saman býlin, eftir því sem fjármagn hrykki til. og auðvelda þar með samgöngur og aðflutn- inga heimilanna. Umsókn okkar var því tekið með skilningi af þeim, sem með völdin fóru, og eins þeim, sem fóru með innfjutn ings- og gjaldeyrismál á þeim tíma. Höfðum við fengið skýlaust lof orð fyrir innflutningi á 15 tonna ýtu snemma á árinu 1959. Einnig höfðum við fengð loforð um styrk til kaupanna frá Vélasjóði, allt að helmingi kaupverðsins. En nú urðu þáttaskil í þessum efnum, sem okkur og öðrum urðu til tjóns. Vinstri stjómin fór frá völdum, en íhaldssamsteypa sú sem síðan hefur ráðið ríkjum, tók við völdum. Afleiðing þess varð sú, að okkur var algerlega synjað um innflutning á þeirri vél, sem við höfðum loforð fyrir. 1960 var okkur einnig synjað um að fá vél keypta. — Það var ekki fyrr en á árinu 1961, sem við loks gátum fengið flutta jnn litla ýtu með aðstoð SÍS. — Á þessu tíma bilj hafði verð slíkra tækja allt að því tvöfaldazt og við það bætt ist, að sfyrkur til endumýjunar vélarinnar hafði verjð skorinn nið ur, og óvíst, að hann fengist nokk ur. — Okkur var því ókleyft að ráðast í kaup á stærri ýtu eins og við höfðum ætlað. pannig bætti núverandi sjórnar samsteypa úr vandræðum okkar með brotnu ýtuna. Þessu skraut blómj í stjómarhatti ,,viðreisnar- innar“ er ekki vert að gleyma, úr því að ritstjórar hennar fóru að rifja þetta upp. Hér skal það ekki rakið til hlít- ar, hver áhrif það hafði til tafa á nauðsynlegar framkvæmdir hér í hreppnum, ekki sizt vegagerðina. — Á næstu árum var verið að brjótast í því að fá ýtur inn í hreppinn til að framkvæma það litla, sem fé var veitt til. Fóru þá vænar sneiðar af litlum fjárveit- ingum í það að flytja þessar ýtur fram og aftur og komu hrepps- búum að engu gagni. — Sóun þess fjár, sem í þetta fór, verður að skrifast á hagsýslu íhaldsins. í hinum uppprentaða kafla úr bréfi mínu kemur fram uggur minn um framhald búskapar á þéim býlum, sem við samgöngu- leysi bjuggu. Mér var það ljóst. að þessi býlj áttu við svo mikla örðugleika að etja, að tvísýnt værj hve lengi ábúendur þeirra héldu út að búa við þá aðstöðu. Því taldi ég, að höfuðáherzlu bæri að leggja á að koma þessum býlum í vega samband við þá staði. sem þau ættu viðskiptj sín að sækja til. Uppse’tning íhaldsblaðsins á þess um bréfkafla mínum verður ekki skiljn öðru vísi en að þetta hafi verið eðlilegur ótti í tíð Vinstri stjórnarinnar. En föðurleg um- hyggja og framkvæmdir „Viðreisn arjnnar" hafi snúið þessu við og komið í veg fyrir þetta. En hver hefur raunveruleikinn orðið? Hvernig er komið hag þeirra sveitunga minna, sem ég hafði í huga, þegar ég lét í ljós þennan ótta minn? Eigi löngu síðar fluttu allar fjöl skyldurnar, sem þá bjuggu í Veiði leysu burtu. Veiðileysa hefur verið í eyði síðan. Þó var þap búið góðu búi- — ^ar var búið við vegleysu og torleiði. Og sömu dagana og þeir, sem ráða á stjómarheimilinu og eru að hnoðast með þessa sam anburðarmynd, birtist fréttin um það, að stórbýlið Ófeigsfjörður sé komið í eyði. í úfvarpi og stjórnarblöðunum, með viðtölum við Pétur Guðmundsson, sem þau kalla síðasta bóndann í Ófeigs- firði. — Ófeigsfjörður er eitthvert gagnauðugasta býlj á íslandi. Þar hefur verð búið við landskunna rausn og höfðingsskap um aldar skeið. Nú um veturnætumar flutti allt fólkið þaðan burtu. Þar verð ur ekki búið meir. — Er hægt að fá táknrænni mynd af umhyggju stjórnarvaldanna? — Orð Péturs Guðmundssonar. þessa hógværa öldungs, sanna það, sem segja þarf um þetta. Fyrst og fremst er það samgönguleysið og þeir örð ugleikar, sem það skapar, sem eru orsök burtflutnings fólksins. — Sjö ár eru liðin síðan ég lét frá mér fara þessj endurvöktu varn- aðarorð. Þau vom að engu höfð þar til nú, að þau eru dregin fram í skopi til að sína, hve óþörf þau hafi verið — Frá því þau voru fram borin hefur ekki verið velt stein úr_ götu þessu fólk til hag- ræðis Árneshreppur og Árnes- hreppsbar hafa orðið fyrir stóru áfalli (mér liggur við að segja slysi) sem seint eða aldrei verð ur bætt. — En höfðingjarnir á stjórnarheimilinu eru kampakátir. Smalahagar þeirra hafa færzt sam an og þeim sparazt erils spor. Lágkúruleugu hundaþúfusjónar- miði þeirra hefur bætzt nýr sig- ur. — Samanburðarmyndin í Morg unblaðinu gæti eftir önnur sjö ár minnt þá á það. — Eitt býli í hreppnum fyrir utan Dranga, þ e. Seljanes, býr nú við algert veg- leysi. Verða örlög þess sömu og hinna? Vegur er nú kominn í Árnes- hrepp og tekinn í notkun, þó ó- fullgerður sé eins og sakir standa. Það síendur til bóta á næstunni. — Þetta ber vissulega að þakka þeim, sem að því hafa stuðlað. Og fyrir mitt leyti skal það gert hér með. — En það er óhætt að segja, að stjórnarliðið hefur ekki af miklu að státa í þessu sam- bandi. Afstaða þess til þessa veg ar var orðin hrejn þjóðarskömm. Atkvæðagreiðsla s’tjórnarliðsins um tillögu Hermanns Jónassonar og Sigurvins Einarssonar í þessu máli var kórónan á því öllu saman. Enda er sagt, að ýmsir stjórnar- sinna hafi látið svo um mælt að henni lokinni, að þeir skömmuð ust sín fyrir hana. — Að vegar- gerðin er svo á. veg komin sem raun ber vitni, á fyrst og fremst rætur að rekja til almenningsálits ins á meðferð stjórnarsinna á mál inu á þingi og þeirrar þungu and úðaröldu, sem hún olli meðal í- búa hreppsins, þegar menn sáu, hver áttj að vera 4 ára fram- kvæmdaáætlun stjórnarliðsins. Fjölmargir hreppsbúar undirrit- þá eindregið áskorunarskjal til samgöngumálaráðherrans um að verkið yrði unnið þegar á þessu ári. Hafísinn á s.l. vetri hafði kennt mönnum þá lexíu sem dugði til þess, að kjósendur stjórnarliðs ins stóðu þar fremstir í flokki, en létu eigi önnur sjónarmið hafa áhrif á afstöðu sína, — eru þeir menn áð meiri fyrir vikið. — Þeg ar svo oddviti hreppsins og sýslu nefndarmaður komu fram fyrir ráðherra með undirskiftir þessara manna og lýstu afstöðu hreppsbúa til málsins, var loks látið undan síga. og undirbúningur vegagerðar hafinn. Því er þessum áfanga náð. Póli- tískur sigur eða skrautfjöður fyr- ir íhaldið getur það aldrei orðið Svo seinheppnar hafa allar gerðir þess í þessum málum verið — Læt ég svo lokið þeim hugleiðing um, sem fyrst og fremst leituðu á huga minn við lestur þessa gleymcla bréfs míns og myndar innar, sem birt var með því. Guðmundur P. Valgeirsson r Sængur Endurnýjum gömlu sængina. Eigum dún- og fiður- held ver. Nýja fiðurhreinsunin, Hverfisgötu 57 A, Sfmi 16738. Hafnarstæði við Dyrhéíaey Árið 1963, um vorið, munu sýslunefndir Vestur-Skaftafells sýslu og Rangárvallasýslu hafa kosið menn f nefnd til að hafa forustu um að ýta á eftir rann sóknum og athugunum á hafn araðstæðum við Dyrhóley fékk nefndin nafnið hafnar nefnd. Nú vita það allir, ekkert mál hefur á síðustu tim um verið jafn ofarlega í hug- um almennings í Vestur-Skafta fellssýsiu og einnig í austur hluta Rangárvallasýslu og draumurinn um höfn við Dyr- hólaey. Fullyrða má, að allir, sem hér eiga hlut að máli, hugðu gott til þessarar nefndar, sem myndi snúa sér af alefli að málínu og neyta allra bragða til að halda því gangandi og knýja stjórnarvöldin til öfl- og að ugra vinnubragða u« athugan- ir og rannsóknir á hafnarstæð um við Dyrhólaey En hvað hefur skeð? Það er ekki vitað að nefndin hafi haldíð einn einasta fund um þetta mikilsverða mál, hvað þá meira. Formaður nefndarinnar er sagður vera Einar Oddsson, sýslumaður Skaftfellinga í Vík. Hvers vegna kallar hann nefndina ekki saman til fund- ar um Þetta stórkostlega mál, sem brennur í hugum og hjört um allra Vestur-Skaftfellinga? Eg vil ekki trúa því, að hann sé svo sínnulaus um þetta, að hann þess vegna haldj ekki fundi í nefndinni og vekji hana til starfs. Það verður að álykta að honum sé haldið niðri af viðkomandi stjórnarvöldum og bannað að hreyfa málinu. Ef svo er, þá verður almenningur í þessum héruðum að rísa upp og krefjast aðgerða í þessu mikla máli. Það er enn ein stórsyndin. ef ríkisstjórnin bipdur hendur Einars Oddsson ar i þessu máli og sannar, að allt það, sem stjórnarliðar hafa verið að telja fólki trú um, að Þeir séu að vinna í hafnarmál inu sé hrein sýndarmennska og gerð í blekkingarskyni. Það verða að fást skýr svör við því, og það strax, hvers vegna Einar Oddsson sýslumað ur boðar ekki til fundar í hafn arnefnd, sem vinna á að hafn- argerð við Dyrhólaey Almenn ingur í viðkomandi héruðum unir þessu sinnuleysi ekki leng ur, enda málið orðið hreint hneykslismál. Óskar Jónsson i Á VlÐAVANGI Yfirbót Mogga Þess er vert að geta sem gert er. Morgunbiaðið hunzaði alveg ræðu þá sem Siguxður Líndai flutti í Háskólanum 1. desember og birtist ekkert um hana né úr henni daginn eftir í því blaði. Hins vegar fékk Sig urður Bjarnason, sem flutti úr- dráttarræðuna fyrir stúdenta- öldungana hjartastað Morgunblaðsins til sýningar þann dag. En sem betur fer munu þeir sjálfstæðismenr vera til enn sem ekki una svona ,frelsi“ þegiandi, og nokkurt ónæði mun hafa orð- ið af því á ritstjórnarskrifstof um Morgunblaðsins. - Árangur ÞesS varð svo sá að Morgun- blaðið skammaðist sín örlítiS og birtir ræðu Sigurðar Líndal á þriðja degi. Er það ofuriítil yfirbót, sem vert er að viður- kenna. „Viðreísnar"-frelsi í framkvæmd Norðlenzkur bóndi Olgeir Lúthersson, segir svo í stuttri grein í Þjóðviljanum í gær: „Morgunblaðið sagði á dög- unum að enn veiddist síldin, útflutningsverðmætin væru orðin meiri en nokkru sinni fyrr á einu ári og ekki hefði byrjað að snjóa fyrr en um miðjan nóvember. — Allt er þetta að þakka hinni góðu stjórnarstefnu — bætti blað- : ið við. i Þessa sömu daga deildi Morg unblaðið fast á Framsóknar- menn fyrir að þeir vildu leiða yfir þjóðina ófrelsi og fiár- festingarhöft (Maður talar nú ekki um sósialista). Morgun- blaðið vill hafa allt frjálst og segist alitaf vera að auka fresi þjóðarinnar á öllum sviðuni — Er það saninleikur, eða er það lygi og blekkingar? En bessa sömu daga gekk á þrykk í útvarpinu tilkynning frá stjórn Stofnlánadeildar land búnaðarins til bænda um að þeir yrðu fyrir vissan dag í janúar n. k. að sækja um lán tii deildarinnar vegna fyrirhug aðra framkvæmda sinna á kom andi ári. Veðbókarvottorð skyldi fylgia lánsunisókninni og yfirlýsing frá hlutaðeigandi hér aðsráðunaut um að fyrirhug uð framkvæmd bóndans væri þörf og skynsamleg! Þetta fjárfestingarófrelsi hef ur verið leitt yfir bændur sam kvæmt núverandi stjórnar- stefnu, en lieitir á máli Morg unblaðsins: AUKIÐ FRELSI - TIL IIANDA BÆNDUM. Héraðsráðunautunum er gef ið vald til að stöðva fyrjrhug aða fjárfestingu bænda ef þeim býður svo við að horfa, og er það í fullu samræmi við þann drottnunaranda sem ein kennir núverandi ríkisstjórn. En þvinganir hennai gagnvart alþýðunni á að fela bak við skrautmælgi stjórnarblaðanna um „fretsi“ og meira ,frelsi“ Enginn vandi var fyrir Stofn tánadeildina að fá yfirlit um fyrirhugaða fjárfestingu bænda án allra bvingana gegn þeim.’’ „Frelsið" er sérrétt’ indi Annað dæmi um dulbúna fjár festingarfiötra er lánastarfsemi bankanna. Allir vita að ríkis stjórnin drottnar yfir útlána- Framhald á bls. 11

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.