Tíminn - 07.12.1965, Page 6
ÞRIÐJUDAGUR 7. desember 1965
TIMINN
Níræð í dag:
Guðríður Guðmundsdóttir
Tillögur aðalfundar
Bandalags kvenna
í dag er níræð ein af fremstu
hefðarkonum Vestfjarða; frú Guð-
ríður Guðmundsdóttir á Sveins-
eyri — ekkja Guðmundar Jóns-
sonar kaupfélagsstjóra, sem gerði
garðinn frægan. Við hann kann
ast allir þar vestra og víðar, því
hann var þjóðkunnur maður.
y Guðríður er amfirzk að ætt,
fædd að Fífustöðum í Dalahreppi
7. des. 1875, dóttir hjónanna Guð-
mundar Þorsteinssonar og konu
hans Ingibjargar Helgadóttur, er
þá bjuggu þar, en síðar að Skeiði
í sömu sveit. Þau eignuðust 12
börn. Átján ára að aldri missti Guð
ríður móður sjna, og féll þá í
hennar hlut ásamt hinum elztu
systrunum að standa fyrir hinu
fátæka og barnmarga búi föður
síns, unz hann lézt fjórum árum
síðar. Þanníg lagðist ábyrgð lífs-
ins snemma á herðar Guðríði,
hvíldi þar lengi allÞung, og hefir
ekki yfirgefið hana enn þann dag
í dag. Slíkt er viðhorf hennar.
Hún hefir aldrei verið utabgátta,
heldur lifað lífinu lifandi.
Eftir lát föður síns — liklega
aldamótaárið — fluttist Guðríður
til Tálknafjarðar, þar sem spor
hennar öll áttu eftir að liggja æ
síðan. Þar var hún fyrsta árið í
vinnumennsku í Litla-Laugardal
og jafnframt fyrirvinna einhverra
yngstu systkína sinna. Þar lágu
leiðir þeírra fyrmefnds manns
hennar, Guðmundar Jónssonar aft
ur saman, en síðar varð hann alls
Sveinseyri
herjar sveitarhöfðingi þeirra
Tálknfirðinga um langt árabil.
Þau gengu í hjónaband árið 1901,
og var það upphaf farsællar sam-
búðar á sjötta áratug, fram að
andláti hans 1953. Fyrsta hjú-
skaparár sitt bjuggu þau á Tanna
nesi, Þar útmeð firðinum, en flutt
ust árið 1902 að Sveinseyri, þar
sem þau bjuggu við rausn og
skömngsskap meðan báðum entist
aldur.
Börn þeirra Guðríðar og Guð
mundar urðu 8. Eitt þeirra, stúlku
barn, dó á fyrsta árí. Hin, öll á
lífi, eru þessi, eftir aldursröð:
Guðmundur, iðnverkamaður og
bóndi í Hafnarfirði. — Jón, bóndi
og smiður á Sveinseyri. — Magn-
dís, ekkja í Reykjavík. — Rann-
veig, saumakona á sama stað. —
Albert, kaupfélagsstjóri og arftaki
föður síns í Tálknafirði. — Ingi-
leif, frú á Akureyri — og Jóna,
yfirhjúkmnarkona Slysavarðstof-
unnar hér í Reykjavik. Öll em
Þau systkinin dugnaðar og mann-
dóms fólk, og kippir þanníg í kyn
ið. Auk bama sinna ólu þau Sveins
eyrarhjón upp að mestu eða öllu
leyti fjögur skyldmenni sín:
Bertu Ólafsdóttur, frú á Patreks
firði — Magnús Einarsson, pípu-
lagninga meistara hér í borg —
Ingiberg Guðmundsson smið
á Akureyri, nú látinn, og Viggó
Valdimarsson, bónda á Hulduhól
um í Mosfellssveit. Mörg böm,
skyld og vandalaus, voru auk þess
á heímilinu um lengri eða
skemmri tíma.
Að gefnum þessum upplýsing-
um, má Ijóst vera, að ærið verk
efni hlaut að vera fyrir stafni
hjá húsmóðurinni á Sveinseyri,
þótt fleira hefði ekki komið til.
En á hana lagðist þó til viðbótar
margt annað, sem flestar húsmæð
ur eru lausar við. Vegna óvenju-
legra umsvifa og forystu manns
síns alla þeirra búskapartíð, bætt
ist við erill og annríki, oft á nóttu
sem degi; þúsundþætt fyrir-
Framhald á bls. 11
Þessar tillögur vom samþykkt-
ar á aðalfundi Bandalags kvenna,
8..—9. nóvember 1965.
Tryggingamál.
I. Fundurinn fagnar því, að við
síðustu endurskoðun tryggingalag-
anna vora tekin upp ýmis atriði,
sem Bandalag kvenna hefur bent
á í ályktunum sínum undanfarin
ár, meðal annars að nú hefur verið
viðurkenndur réttur húsmæðra til
sj úkradagpeninga, þótt sú upphæð
sem miðað er við, sé of lág.
Jafnframt leyfir fundurinn sér
að vekja eftirtekt á eftirfarandi
atriðum, sem hann telur. að þurf;
breytinga yið:
a. 16. gr. 4. málsgr. orðist þannig:
Greiða skal ekkli allt að fullum
barnah'feyri. Skal það einnig ná
til annarra feðra, sem einir hafa
böm á framfæri sínu.
b. Barnalífeyrir vegna munaðar-
lausra bama sé greiddur tvöfald-
ur. í stað heimildar kom; fullur
réttur.
c. Heimilt sé að greiða lífeyri með
ófeðraðum bömum, ef sérstakar á-
stæður era fyrir hendi, sem trygg
ingarráð viðurbennir.
d. Stefnt sé að því, að ellitrygg
ingu sé breytt í það kerfi, að kom-
ið sé á lífeyrissjóðstryggingum
fyrir alla þegna þjóðfélagsins.
e. Heimilt sé að láta rétt til elli-
lifeyris haldast við sjúkrahússvist
allt að 26 vikum á ári.
f. Fundurinn telur, að sú upphæð
sem sjúkradagpeningar húsmæðra
er miðuð við. sem sé lífeyrisupp-
hæð elli- og örorkulífeyrisþega,
sé of lág.
g. Fundurinn telur sjálfsagt og
eðlilegt, að bótagreiðslur trygging
anna verði verðtryggðar í sam-
ræmi við samninga sem ríkisstjóm
hefur gert við Alþýðusamband fs-
lands.
III. Fundurinn leggur áherzlu á
að fram fari athugun á því, hvort
ekki .sé unnt að taka tannviðgerð
ir inn í hinar almennu sjúkratrygg
ingar.
IV. Fundurinn álítur það ranglátt,
að ellilífeyrir hjóna skuli vera
minni en einstaklinga, og gerir þá
kröfu, að hjónalífeyrir verði jafn
og tveggja einstaklinga.
Verðlags- og verzlunarmál..
1. Fundurinn fagnar þeim árangrj
sem náðst hefur með heilbrigðis-
eftirliti í borginni, en skorar um
leíð á borgarlækni að herða á eft
irliti með þvi, að settum reglum
um heilbrigðismál sé framfylgt.
Jafnframt beinir fundurinn þeirri
áskoran til húsmæðra, að þær taki
höndum saman um eftirlit hrein
lætis í matvöruverzlunum og láti
heilbrigðiseftirlitið vita. ef þeim
finnst úrbóta þörf.
2. Fundurinn skorar á seljendur
sláturafurða (SÍS og SS) að gang
ast fyrir því, að framvegis verði
Framhald á bls. 11
itttt um síldurflutn-
ingu frá Austurlandi
f Morgunblaðinu 25. sept. í
haust, var grein eftir Sigurjón
Jónsson á Hólmum í Vopnafirði.
Yfirskrift greinarinnar er — Síld-
arflutningar frá Austurlandi.
Tilefnið era þau fádæmi, sem
gerzt hafa nú í sumar varðandi
þessa flutninga, þar sem mikið af
síldinni hefur verið flutt suður
í verksmiðjumar við Faxaflóa, á
sama tíma og norður- og aust-
fjarðaverksmiðjumar hafa tímum
saman staðið hráefnislausar.
Málflutningur Sigurjóns er lát-
laus, en með fullum rökum. Auð-
vitað er sjálfsagt að nýta veið-
ina svo, sem unnt er, því við ráð-
um svo litlu um veiðar annarra
þjóða hér við land. Þó gæti hvarfl
að að manni að einhvem tíma
kynni að verða ofveiði í síldar-
stofninum — ekki sízt þar sem
svo virðist að ekki komizt upp
árgangar af henni nema öðra
hverju. Hvað sem veldur.
Svona flutningar eru ef til vill
réttmætir í miklum aflahrotum og
virðingarverð tilraun, sem nú ætti
að mega draga lærdóma af, ef
*gætt verður sanngirni og vits. Víst
er þó, að til heilla þjóðinni verð-
ur það ekki ef síld&riðnaðurinn á
Norður og Austurlandi verður eyðí
lagður. Eins er það víst að Suð-
urlandssíldin hefur verið hér svo
öldum skiptir, sem og hitt, að
þannig hefur því verið farið með
norður- og austfjarðasíldina. Hvor
ugt er neitt stundarfyrirbrigði. —
Tæknin er það, sem gert hefur
fært að finna hana og fylgja
henni eftir. Það er allt sem gerzt
hefur. Spurningin er hvernig á
að taka á þessum nýju viðfangs-
efnum, svo að til farsældar verði
þjóðinni.
Það er álíka fráleitt að síldar-
verksmiðjur á Norður- og Austur-
landi standi aðgerðarlausar með
dýrt vinnuafl á tryggingum, með-
an síldin er flutt til vinnslu suð-
ur að Faxaflóa, eins og það væri
fráleitt að flytja vertíðarþorsk-
inn héðan austur á land til
vinnslu þar.
Það hagkvæma tíðarfar, sem
verið hefur fyrir austan í haust
bjargar og þessu eitthvað, er
hundaheppni, sem ekki má treysta
á og ef svo hefði ekki verið, væri
nú algjört öngþveiti með afkomu
þar.
Sigurjón þarf ekki að búast við
svari. Rökum er yfirleitt ekki svar
að. En það er til önnur leið, það
er að láta sem maður hafi ekkert
heyrt eða séð, en koma með lagi
á framfæri vamar og lofgjörðar
skrifum um flutningana til Faxa-
flóans. — Og það er þegar komið
á daginn. f dagblaðinu Tíminn
3. okt. f haust, er nokkurs konar
viðtal við einhvern Gunnar Ólafs-
son, sem er víst viðriðinn félagið
Síldarflutningar s.f.
Ég tek hér orðréttar nokkrar
glefsur úr þessu viðtali. „Telja
forsvarsmenn Síldarflutninga, að
þessi tilraun hafi veríð mjög þýð
ingarmikil og sýnt fram á að
heppilegra verður í framtíðinni,
að flytja síldina til verksmiðjanna,
heldur en að byggja verksmiðjur
út um allt land.“ — Þá veit mað-
ur það.
Síldarverksmiðjur á Norður- og
Austurlandi teljast sennilega ekki
verksmiðjur. Undir því nafni virð
ist þó Klettur, Faxi og aðrar síld-
arverksmiðjur hér sunnan heiða
einar standa.
Ekki hefur atvinnuleysið verið
hér við Faxaflóa í- sumar. Verka-
menn yfirborgaðir langt umfram
taxta og vöntun á fólki. — Svo
einhver sjónarmið eru hér að
verki önnur en umhyggja fyrir
verkalýðnum. En nóg um það. Ég
tilfærði svo aðra smá klausu úr
þessari Tímagrein. Hins vegar
sagði Gunnar að flutningar hefðu
reynzt mjög dýrir í sumar og
segja mætti að verksmiðjumar
hefðu tapað á þeim en það lægi
í því ýmsir byrjunarerfiðleikar
hefðu komið í ljós sem eflaust
mætti bæta úr.“ Svo mörg eru
þau orð. Fjögurra daga sigling
verður þó sennilega eftir sem áð-
ur milli Austfjarða og Reykjavík-
ur (fram og til baka) þrátt fyrir
allar lagfæringar. Svo tilfæri ég
enn nokkur orð úr niðurlagi
greinarinnar.
„Leigan á skipunum er 200
pund á dag (á eflaust að vera
sólarhring athugasemd mín) og
er þá allt innifalið nema olían.“
Ekki ætti leigan þá eftir gengi
sterlingspundsins ásamt smum-
ingu o.fl. á sólarhring að vera
hátt reiknuð á kr. 24 þúsund að
viðbættu Vz tonni af olíu eða sem
svarar kr 1.000 samt. kr. 25 þús.
á sólarhring. Miðað við fjögurra
daga siglingu fram og til baka
milli Austfjarða og Reykjavíkur
verða þetta þá kr. 100 þús. á
hvem farm ca. 7—8 þús mál. og
getur Þá hver sem vill sjá hvað
leggst á hvert mál miðað við það
ef landað væri fyrir austan.
Svo kemur annað til sjálfsagt
batnar sfldin ekki né drýgist við
þennan umfram tíma sem hún
liggur í lestunum.
Nýting á flutningaskipunum og
þá um leið ódýrari rekstur með
meiri afköstum hlýtur allavega að
vera betri ef skipin sigla sem
nemur tveggja sólarhringa styttri
leið til löndunarstaðar.
Ekki munu löndunartæki vera
betri hér við Faxaflóa en fyrir
austan. Það tók víst 3—4 sólar-
hringa síðast að losa „Síldina."
Tilfærsla á norður og austfjarða
sfldinni er eðileg og vel má vera
að þessi háttur við veiðarnar eigi
fullan rétt á sér og sé það sem
koma skal. — Það er augljóst að
í góðum veiðihrotum getur veiði-
flotinn þá aflað margfalt meira.
— Fyrir næstu vertíð þarf að
tryggja Norður- og Austfjarða-
verksmiðjunum flutningaskip og
sennilega meira geymslurými.
Vafalaust verður þessi flutninga-
skriða ekki stöðvuð úr þessu
enda ekki víst að það væri neitt
æskilegt. Hætt er þó við að góð
söltunarsfld sem er verðmæt
vara slæddist um of í verksmiðj-
umar. Það er svo mál sem þarf
sinnar athugunar.
Við höfum einhvern veginn ver-
ið lagnir á það að reka undir-
stöðuatvinnuvegina þannig að
þeir beri sig ekki. Þó held ég nú
að hvalirnir og gróðurhúsin og
kannski fleira skrimti enn eitt-
hvað. Landið er gott sjórinr. sömu-
leiðis en hvað um mannfólkið?
Ég er nú orðinn við aldur og
einhvem veginn hefur mér aldrei
tekizt að lifa á tapi og ég held
að svipað verði með þjóðir þegar
til lengdar lætur þó í stærri stfl.
Ekki verða endalaust til feitar kýr
handa þeim mögru að éta.
Það er allt í lagi þegar plönin
á Norður- og Austurlandi anna
ekki vinnslunni að flytja það sem
umfram er til Afríku Grænlands
eða Faxaflóa. En ekkert umfram
það. Sé það gert þá ráða þar
einhver önnur sjónarmið en þjóð-
arhagur.
Norðlendingar og Austfirðingar
tryggið ykkur flutninga á kom-
andi sumri til verksmiðjanna og
á plönin. Þið hafið margfalt betri
aðstöðu til þess hvað vegalengd-
ir og kostnað snertir.
En fyrst og fremst komið ykk-
ur upp í tíma atvinnugreinum —
iðnaði óháðum síldinni. — Auð-
ur hafsins getur verið hverfull og
þá gildir ekkert nema fjölþætt
atvinnulíf. — Sjávarþorpin mega
ekki veðja á einn ás. Nú þegar
er orðið of mikið af svo góðu.
— íslendingar austan- og norð-
anlands, ætlið þið að halda við
byggð í þessum landsfjórðungum?
Það er ykkar að berjast fyrir því
að ákveða það. Hjálpin kemur
ekki frá öðram meðan svo er í
pottinn búið sem nú er. í land-
inu eru nóg verkefni fyrir miil-
jónaþjóð. Við seljum megnið af
framleiðslunni hálfunnið og verð-
iítið úr landi geysflega möguleika
til fiskiræktar í ám og vötnum
við eigum fiskimiðin og moldina
svo fátt sé nefnt. í sumar var
smalað hálfgerðum krökkum hér
í Reykjaík til vinnu við losun
og fermingu skipa og komið mun
það hafa fyrir að erfitt var að
ná afla upp úr skipum. Sem sagt
mikill skortur á vinnuafli hér í
Reykjavík og nágrenni. En hver
eru svo úrræðin. Alumínverk-
smiðja í nágrenni Reykjavíkur. —
Vinnuaflinu sem sú verksmiðja
þarf og það er mikið) verður
svo dælt hingað af Vestur- Norð-
ur- og Austurlandi. — Þetta era
nýjustu úrræðin til að stöðva flótt
ann utan af landinu Qg auka jafn-
vægið í byggð landsins. Þeir sem
að þessu stóriðjubrölti standa
vita vel hvað þeir eru að gera og
uppskera efalaust samkvæmt verð-
leikum.
Hitt er svo annað mál hvað
þjóðin græðir og til hvers vel-
famaðar það verður henni.
Þórarinn frá Steintúni.