Tíminn - 07.12.1965, Blaðsíða 8
i________________________TÍMiNN__
SJöfyg í dag:
Anna Guðný Guðmundsdóttir
fyrrverandi skólasfjóri
í dag er sjötug frú Anna Guðný
Guðmundsdóttir, kona Halldórs
Ásgrfmssonar, alþíngismanns,
StigaMíð 2, Reykjavík.
Frú Anna er kona, sem á mikið
dagsverk að baki. Enda bar fljótt
á bæfni hennar til starfa.
Hún var ekki gömul né há í lofti
þegar hún fór að hjálpa föður
sínum í fiskaðgerð, en hann gerði
út árabát
Um fermingaraldur var hún orð
in flíót að fletja fisk og Þótti það
þó ekki kvenmannsverk og lítið
iðkaS af því fcyninu.
Hún var mjög félagslynd, var
álhngasamur félagi í stúkunni í
þcn-pinu og gæzlumaður bama-
stúkunnar var hún frá 1916—1940.
Fyrir fermingu gekk hún í lestrar
félag sveitarinar og starfaði þar
míkið og var síðar formaður þess
félags um mörg ár. Fáar samkom-
ur voru því haldnar á árunum
milli 1910—20 að hún hefði ekki
eimhvern Þátt tmdírbúnings eða
framkvæmda á hendi en á þessum
árum var mikið um samkomur í
Bakkagerðisþorpi þó fámennt væri.
Frú Anna var ein af fyrstu nem
endum Þorsteins M. Jónssonar í
unglingaskóla sem hann stofnaði
1909 á Borgarfirði. Skömmu
eftir að hún hafði lokið prófi þar
fór hún í Kennaraskólann og
lauk námi þaðan 1916. Næstu ár-
in kenndi hún nokkuð við barna-
skólann á Borgarfirði í forföllum
Þorsteins M. Jónssonar, skóla-
stjóra, sem þá sat á þíngi.
Til Danmerkur fór hún 1921,
í náms og kynnisför.
Haustið 1920 tók frú Anna við
skólastjórastarfinu við Bamaskól-
ann á Borgarfirði og gegndi Því
starfi til ársins 1940, að þau hjón-
ín fluttust til Vopnafjarðar, þar
sem Halldór tók við kaupfélags-
stjórastarfi.
Það mætti margt segja um frú
Önnu, hjálpsemi hennar og frá-
bæra gestrisni, en að þeim þætti
vék ég í línu, sem ég skrifaði, er
hún varð sextug. En gestir virðast
ekki geta slitið sig frá þeim
hjónum. Þegar þau komu til
Vopnafjarðar, þá munu hafa
leitað til þeirra margir Vopnfirð
ingar og aðrir, sem leið áttu um,
og í Reykjavík Þar sem þau búa
yfir veturinn er oft gestkvæmt og
sama má segja um heimlli þeirra
á Egilsstöðum, þar sem Halldór er
nú bankastióri. Þetta gerist enn
þrátt fyrir það að margir kunnugir
þeim hjónum vita að heilsa frú
Önnu er ekki góð, þá gleymist það
víð hinar Ijúfmannlegu og glað-
legu mótttökur.
Innilegar kveðjur sendum við
hjónin afmælisbaminu og manni
hennar.
Jón Bjömsson.
Frú Anna Guðný Guðmundsdótt
ir, Stigahlíð 2, Reykjavík, er sjöt-
ug í dag. Frú Anna er ættuð úr
Borgarfirði eystra og voru for-
eldrar hennar Guðmundur Jóns-
son, bóndi á Hóli, og kona hans
Þórhalla Steinsdóttir. Anna var
fyrst við nám í unglingaskólanum
í Borgarfirði veturna 1909—11, en
fór nokkru síðar í Kennaraskólann
og lauk kennaraprófi þaðan 1916.
Árin 1916—18 kenndi hún við
barnaskóla Borgarfjarðar, í forföll
um Þorsteins M. Jónssonar, skóla
stjóra sem Þá sat á þingi. Vetur
inn 1919—20 kenndl hún í
Hjaltastaðaþinghá, en varð þá
skólastjóri í Borgarfirði. Sumarið
1921 dvaldi hún í Danmörku við
framhaldsnám. Skólastjóri barna-
skólans í Borgarfirði var frú
Anna tSl ársins 1940, að hún flutti
til Vopnafjarðar. Þegar hún kom
hingað, fór hún strax að kenna og
varð fyrst stundakennari við ung-
lingaskólann, veturinn 1942—43,
en varð nofckru síðar, nánar til-
tekið 1946, fastur kennari við
bamaskólann. Hélt hún því starfi
til ársins 1959, en þá fluttu þau
hjón héðan. Fleiri menningarstörf
leysti frú Anna af hendi utan síns
heimilis. Hún var t. d. gæzlumað
ur bamastúkunnar „Æskubrautin"
í Borgarfirði frá 1916—40 og
bama. og unglingastúkunnar
„Jöklasóley“ á Vopnafirði frá
1943—59. Leysti hýn þau störf aí
hendi af miklum áhuga og sam-
vizkusemi. — Frú Anna giftist Hall
dóri Ásgrímssyni, kaupfélagsstjóra
og síðar alþíngismanni, árið 1922,
og eiga þau fimm mannvænlega
syni.
Eg, sem þessar línur rita, á frú
Önnu mikið að þakka. Hún var
samstarfsmaður minn hér við skól
ann nær hálfan annan áratug, og
mér er óhætt að segja að á það
samstarf hafi hvorki fallið blettur
né hrukka. Frú Anna var fyrir-
myndar kennarl og fóra þar sam
an ágætir kennarahæfileikar, góð-
ur agi, dugnaður og samvizkusemi.
Hún virtist hafa gott lag á að fá
bömin til að tileinka sér námsefn
íð og sérstaklega var henni sýnt
um að kenna ungum bömum. Svo
gott lag hafði hún á bömunum,
að ekki man ég eftir að ég heyrði
óróa eða ólæti í hennar bekk.
Um heimili þeirra hjóna mætti
margt segja, en þar sem mig grun
ar, að aðrir muni geta þess að ein-
hverju læt ég hér staðar numið.
Þó skal þess getið, að það var
annálað fyrir gestrisni, enda held
ég að Þar hafi ekki oft verið gesta
laust.
Kæra frú Anna. Þessi fáu og
fátæklegu orð eiga að færa þér
innílegar hamingjuóskir frá okk
ur hjónunum. Við þökkum þér
margra ára tryggð og vináttu og
fyrir allar samverastundirnar,
bæði á heimili þínu og utan þess,
og óskum þér og heimili þínu
allrar blessunar, nú og framveg-
ís.
Björn Jóhannsson,
fyrrv. skólastjóri, Voipnafirði.
Mér er fortalið að Anna Guðný
frænka mín sé sjötug í dag. Þetta
getur svo sem verið satt því ekki
veit ég hvenær hún er fædd. Eg
■bókstaflega hata allai tölur
á hvern hátt sem þær eru notaðar,
því lygin virðist pippa af hverri
tölu. Eg var fyrrmeir talinn dá
lítið ýkinn einkum á gamansög-
ur, en eftir að stjórnmálamenn,
hagfræðingar og aðrir slíkir fyrir-
menn, fóru að ljúga í tölum féll
ég fyrir borð og var að engu getið.
En hitt veit ég með sanni, að
Anna Guðný er fædd á Borgar-
firði eystra, dóttir Guðmundar
Jónssonar og Þórhöllu Steinsdótt
ur, sem þar bjuggu.
Ég mætti kannski að nokkru
teljast uppeldisbróðir hennar því
þar dvaldi ég langtímum saman á
heimili foreldra hennar, bæði við
nám og sem flæklngur, því ætt
mín stóð öll á Borgarfirði og við
Sveinn bróðir Önnu vorum fóst-
bræður, að gömlum sið.
Það var svo sem efcki hátt ris
á Borgfirðingum í Þá daga, en
gleðin og kátínan gerði lífið sætt
og aidrei hef ég viitað aðra eins
iijálpsemi innbyrðis eins og í
því þorpi. Maður gæti sagt, án
þess að skrökva mikið, aS bitam-
ir hefðu gengið frá manni til
manns, frá þeim sem meira átti
til hins sem minna átti. Þetta
þykir nú stórmennum lítið lof,
enda kenndi Kristur þetta.
Hér er ekki rúm til að lýsa
heimili Guðmundar og Þórhöllu.
Ég hef áður skrifað minningar-
grein um Guðmund og gat þess
þar og var þó buinn að telja öll
Irreppuárin við þennan kost, að
ég liefði ekki getað hugsað mér
neinn stað þar sem Guðmundur
hefði ekki getað séð heimili sínu
farborða, svo var atorka hans og
útsjón bæði til sjós og lands.
Hann vildi með réttu halda mn
sitt, en aldrei heyrði ég hann
letja þess að látið værí af hendi
til þeirra sem minna höfðu og
var þó ekki skorið við nögl, þegar
Þórhalla var að búa út bögglana.
Sumir töldu Guðmund íhalds-
saman, en ég vil bara geta þess,
að hann gekk ótrauður í Fram-
sóknarfl. þegar hann var s-tofn-
aður, sem þá var eins róttækur og
þeir, sem teljast kommar nú.
Þórhalla var stórgáfuð kona og
skörangur svo af bar, en hún hef-
ur eins og margt alþýðufólk leg-
ið óbætt hjá garði. Þar sem hún
tók skarið af, var ekki á máli
mælt, því þar fór saman kjarn-
yrði og mælska.
Ofurlítið atvik lýsir þessu bet-
ur en langur lestur. Ég heyrði
hana einu sinni þegar ég var ungl
ingur halda ræðu á samkomu. Og
það sem mér er fastast í minni
er tillaga sem hún bar fram, þó
ég skildi hana ekki fyrr en löngu
seinna.
Tillagan var á þá leið að nauð
syn bæri til, að hagnýta betur sjáv
araflann. Þá var auðvitað ekkert
hirt nema bolurinn af fiskinum,
sem var langt spor aftur á bak,
frá því sem var löngu áður. En
það var ekki það sem hún meinti,
heldur hagnýta allt af fiskinum á
hagrænan og vísindalegan hátt
og koma upp verksmiðju í því
skyni.
Ég hef ekki dæmi þess, að nokk
ur kona á þeim tímum hafi vakið
sér þetta fyrir ræðuefni.
Anna Guðný ólst því upp í góð-
um foreldrahúsum og má segja að
hana hafi ekki skort til fæðis og
klæðis.
Hún gekk snemma að allri
vinnu bæði til lands og svo fisk-
vinnu, enda var hún snemma ötul
og kappsöm að hverju sem hún
gekk. Anna Guðný var afar vin-
sæl í æsku, því lítt mun hún
hafa gert á hluta manna, en vildi
alls staðar vel. Sjálfsagt hefur hún
haft sína galla, en fjandinn hafi
sem hún virtist nokkurn tíma um
ævina koma þeim að. Ég verð þó
að geta eins, sem mig snertir og
til þess er hefur verið mitt leynd
ar mál.
Ég hélt til á Hól bæði meðan
ég var í barnaskóla um tíma og
svo í unglingaskóla. Þá fékkst ég
við að hnoða saman vísum eins
og unga menn hendir og hafði
þá ort brag, sem ég lét ekki ber-
ast út, en einhverjir vissu þó um.
Nú er ég staddir í húsi í byggð-
inni og þar segir húsbóndinn mér,
sem var ágætismaður, en ofurlítið
glettinn, að Anna hefði náð í
braginn og farið með hann til
prestsins, meira að segja. Eg trúði
manninum svo fast, að ég grófst
ekki fyrir um þetta, heldur fyllt-
ist af heift og hafði allt íllt á
hornum mér við hana. Auðvitað
átti hún sér einskis ills von, en
lét mig þó aldrei gjalda
þessa, sem fyrntist svo yfir af
minni hálfu, en þó vissi ég ekki
sannleikann fyrr en löngu seinna,
var þá ekki maður til að biðja
fyrirgefningar.
Fram á þennan dag hefur sam-
vizkan oft hnubbað í mig út af
þessu, því mér sveið ekki minna
að Þórhalla sá þetta, sem var mér
eins og bezta móðir og tók alltaf
svari mínu. Ég vona samt að þær
fyrirgefi mér báðar sinn hvorum
megin. En það vildi ég segja, að
svona, þó í glettni sé, getur haft
örlagaríkar afleiðingar.
Það var mikill hvalreki þegar
Þorsteinn M. Jónsson og Sigur-
jóna Jakobsdóttir fluttu til Borgar
fjarðar, það var raunveruleg bylt-
ing hvað skólahald og menningu
snerti.
Ýmsir öfluðu sér meiri mennt-
unar og var Anna Guðný ein af
þeim. Hún gekk í Kennaraskól-
ann og útskrifaðist þar með lof-
legum vitnisburði. Bæði var, að
hún hafði góðar námsgáfur og eins
hitt að hún stundaði námið eins
og annað af kostgæfni. Síðan
varð hún skólastjóri á Borgar-
firði um langt skeið.
Svo varð hún fyrir því óláni
eins og flestar konur að giftast,
en slífct ættu þær kannski ebki
að gera.
Ekki er ég þó með þessu að
lasta mann hennar Halldór Ás-
grímsson nú bankastjóra, því vel
féll á með okkur þó við værum
ekki samherjar í pólitík, en ég
sleppi því að hæla honum hér.
Eftir að Anna Guðný giftist Hall-
dóri, reyndi fyrst á forustu henn-
ar og þrek.
Heimili þeirra var skáli um
þjóðbraut þvera. Þau máttu eng-
an sjá án þess að hann yrði
að þiggja góðgerðir. Halldór var
kaupfélagsstjóri og þar var sjálf-
sagt að allir sveitamennirnir gistu,
meðan nokkurt pláss fannst
á gólfi. Heimili þeirra var ekkert
líkt öðram heimilum, heldur líkara
matsölu eða veitingahúsi að öðru
leyti en því, að þar fékk enginn
að borga.
Anna Guðný hafði að vísu oft
góðar þjónustustúlkur vegna vin-
sælda sinna, en yfirsjón alla þurfti
hún að hafa og ganga að verki,
með skólastarfinu. Það var gam-
an að gægjst inn í eldhúsið á
Borg, þar stóðu hlaðnir skutlar af
kjöti, sviðum, hrútspungum, há-
karli og harðfiski, auk annars
fagnaðar, því þar var alltaf veizla.
Fyrir utan hið stóra heimili
með strákunum 5, sem oft var
snúður á, var hún á oddinum,
eða með í allskonar félagsmálum,
sem þar voru uppi. Sama sagan
mun hafa endurtekið sig á Vopna
firði eftir að þau fluttu þangað og
þar stundaði hún einnig kennslu.
Og ég býst við að þetta hafi fylgt
þeím til Egilsstaða. Eg kom þar
s.l. sumar ,og þá var hún við
rúmið, en ekki var um annað að
jRIÐJUDAGUR 7. desember 1965
tala en hita kaffi. Síðan kom mað
ur hennar og framreiddi okkur
dögurð og það verður líklegast
sá eini sem bankastjóri ber fyrir
mig sjálfur.
Það __má teljast með undrum
hvað Önnu Guðnýju hefur enzt
þrek, með sín mörgu og margvís
legu störf. Ég talaði áðan um
veitingahús, en því má bæta við,
að andinn var ekki settur í krók
bekk þar. f stofum var málverk á
öllum veggjum og ekki af verri
sortinni og skrifstofan var full
af bókum í hillum frá lofti til
gólfs, allt í kring. Anna Guðný
hefur um skeið ekki gengið heil-
til skógar, en ennþá ljóma hennar
fögru augu og lýsa upp hinn
mennska svip hennar.
En hvort sem hún lifir lengur
eða skemur, er eitt víst, að hún
hefur skilað því ævistarfi, að
minningu hennar verður óhætt og
ég er ekkert hræddur um hana
hinumegin.
Halldór Pétursson.
í dag verður frú Anna Guðný
Guðmundsdóttir sjötíu ára. Það
gengur svona, tíminn líður óðar
en mann varir.
Á þessum tímamótum langar
mig til að minnast hennar með
nokkrum línum.
Annað er ættuð úr Borgarfirði
eystra og alin þar upp hjá ágæt-
um foreldrum og þar dvaldi hún
að mestu sín æskuár. Hún giftist
Iíalldóri Ásgrímssyni alþingis-
manni 11. júní 1922, var þá Hall-
dór kaupfélagsstjóri á Borgarfirði.
Þau fluttu til Vopnafjarðar árið
1940, þegar Halldór varð kaupfé-
lagsstjóri á Vopnafirði, og dvöldu
þar til ársins 1959.
Frú Anna er sú kona, sem alls
staðar aflar sér vinsælda, hvar
sem hún er og hverjum sem hún
kynnist. Hún er greind kona og
glaðlynd, hún er víða heima og
allir, sem kynnast henni hafa
ánægju af að tala við hana og
vera með henni. — Hún er svo
gestrisin og góðgerðasöm, að
lengra verður varla komizt og er
þeim hjónum mjög samhent um
það.
Ég heyrði annálaða gestrisni
þessara hjóna á Borgarfirði, það
var sagt, að þar hefði alltaf ver-
ið mjög gestkvæmt. Margir þurftu
að finna kaupfélagsstjórann og þá
sjálfsagt að veita góðgerðir eða
gistingu, eftir því sem húsrúm
leyfði, því ekki var gistihús þá
á Borgarfirði, fremur en víða
annars staðar úti um land á þeim
árum. Þetta voru líka allt sveit-
ungar og kunningjar, og því eðli-
legt, að svona færi, þegar um var
að ræða gestrisin hjón. En svo
fluttu þau, eins og áður segir, til
Vopnafjarðar, í alókunnugt hérað
og héldu þá margir, að nú myndu
hjónin ekki aftur venja á sig
gesti. En hvað skeður? Ekki leið
á löngu þar til ýmsir fóra að
venja komur sínar í kaupfélags-
húsið og þiggja þar mat og kaffi
og jafnvel gistingu, ef svo bar
undir.
Ég dvaldi á þessu heimili aUtaf
þegar ég var á Vopnafirði, og
oft á vetrum um lengri tíma, þeg-
ar ég var við skattanefndarstörf,
og hef ég oft undrazt, hve þau
hjón voru samhent og hvað þeim
var eiginlegt að gera gott og
hlynna að öðrum, ekki sízt þeim,
sem minna máttu sín.
En það var fleira en góðgerð-
irnar, sem menn sóttu inn á
þetta heimili. Veitingunum fylgdi
græskulaust spaug og gamanyrði,
svo að tíminn leið án þess að
menn vissu af, og svo eftir lang-
an tíma vaknaði maður kannski
við þá miklu raun. að lífið er
ekki eintómur leikur. sem sjálf-
sagt er líka heppilegra.
■ Það er stundum sagt, að aað
sé ekki mikill vandi fyrir húsbænd-
urna bjóða inn og hafa gesti
og sannarlega er það rétt. þv að
Framhald á bls. 11.