Tíminn - 07.12.1965, Page 11

Tíminn - 07.12.1965, Page 11
 ÞRIÐJUDAGUR 7. desember 1965 TÍIV8INN n SJÖTUG Framhald aí bls 8 allur vandinn og öll fyrirhöfnin er hjá konunum. En Anna var þeim vanda vel vaxin, hjartahlýja hennar er svo mikil, að það er henni veruleg nautn að líkna öðr- um og greiða fyrir þeim. Og þrátt fyrir sitt stóra heimili virtist Anna æfinlega hafa tíma til að sinna gestum. Á Vopnafirði voru vanalega 12 manns í heimili í kaupfélagshús- inu, fyrir utan aðkomumenn og gesti, og segir sig því sjálft að önn dagsins hefur verið mikil. Náttúrlega var Anna þar ekki ein að verki. Guðrún Sigurðar- dóttir, mesta myndarstúlka, var lengi hjá henni, og ekki má gleyma Þórlaugu Einarsdóttur, sem alltaf var í eldhúsinu og öll- um vildi gott gera. Annars var það kona, sem var lítið fyrir lífið, en vegna hugulsemi og umönnun frú Önnu bar hún harm sinn í hljóði og virtist heldur hressast seinni árin. Þá voru á heimilinu tveir gaml- ir menn, annar vandalaus. Ekki get ég hugsað mér meiri ná- kvæmni og hlýju en Anna sýndi þeim, og það fór svo vel um þá sem mest mátti vera. Auk heimilisstarfanna kenndi Anna í barna- og unglinga- skóla, bæði hér og á Borgarfirði, en um það fjölyrði ég ekki, enda mun þess sennilega verða getið af öðrum. Það er föst venja Önnu að fara í kirkju, þegar messað var á Vopna firði. Þetta er ef til vill ekki nú talið mikilsvert, en það sýnir með- al annars skyldurækni hennar, sem alls staðar kom fram, og hygg ég að mangir hefðu gott af að hugsa svo, og bömunum er það góð fyr- inmynd. Það er sagt að þar sem góðir menn fara, séu guðs vegir, og mér yirtist Anna fara svo nærri því áð ganga á guðs vegum sem okk- irr breyskum mönnum er hægt. Ég vil svo að síðustu óska þér, kæra Anna, ails góðs á sjötugs- afmælinu og ókomnum ævidögum. Ég þakka þér alla vináttuna og risnuna viðvíkjandi okkar heimili og óska þér og þínum nánustu alls góðs og guðs blessunar. Friðrik Sigurjónsson ____________________ Ytri-IDÍð. NÍRÆÐ Framhald af 6. síðu greiðsla og beini í áratugi, sem ekki t.ióar að gera tilraun til að lýsa. f öllu þessu umróti kring um lífaðstöðu Guðmundar — sem var örgeðja hamhleypa og sást ekki alltaf fyrir í önn dagsins — «tóð Guðríður jafnan sem klettur úr hafinu. Á henni brotnuðu áreið anlega margar bárur, óvænt og fyrirvaralaust. Aldrei mun Þó Guð ríður 'hafa tekið neitt illa upp fyr ir bónda sínum. Minnist eitt barna þeirra ekki að hafa heyrt móður sína mæla til föður síns sterkarí áminningar- eða umkvörtunarorð- um en þessum, þegar hinum sókn- djarfa og skemmtilega víking svall mest móður og hæst söng í tálkn unum á honum. „Æ, láttu ekki svona, maður!“ Þessi fáu, hóg- væru brð Guðríðar lýsa henni vel — hugarró hennar, staðfestu og jafnvægi, þótt hún væri síður en svo hlutlaus gagnvart viðburðum daganna. Þau hjón voru mjög ólík að skapgerð, en aðlöguðust hvort öðru á hinn farsælasta hátt sökum frábærra mannkosta beggja. Hafi hann veri seglin á lífsfleyi þeirra, má fullyrða, að hún hafi verið kjölfestan. Sliks sannmælis myndi Guðmundur vissulega hafa viljað unna henni, svo mikið veit ég fyrir víst. ■ Nú, þar sem Guðríður mín í hárri elli sinni situr á friðarstóli heima á Sveinseyri, hvar hún lifði dáðríku lífi sínu í gleði og sorg, veit ég, að hugur hennar dvelur tíðum við minningar liðinna daga, og þá einkum þær Þeirra, sem eru tengdar honum, er hún unni og ann. Þar næst kemur í öndvegi umhyggjan fyrir yngri afkomend- unum. Hún strýkur mjúklega huga og hendi mynd þeirra allra og bið ur þeim blessunar guðs síns. Barnabörnin hennar eru nú orðin 14 og barnabarnabörnin 33, þar af 3 nöfnur. Þetta er hennar elsk aði fjársjóður. Guð blessi henni hann til hinzta dags. Það myndi henni mest gleði. Guðríður mín! Eg sendi þér hjartans kveðju mína á þessum merka tímamótadegi þínum. Með fylgir innileg Þökk fyrir áratuga vináttu þína og órofa tryggð, allt frá því ég flatmagaði alsæll í gamla hlýlega og hreina bænum þínum, löngu fyrir þjóðhátíðarár- ið frægasta, og til síðustu sam- funda okkar fyrir ekki svo löngu í stofunum þínum í stóra húsinu. Alltaf var kærleíksþel þitt og hjartahlýia hin sama. Og ekki svo lítið á ég að þakka bónda Þínum og börnum. Eg bið þér blessunar í bráð og lengd! Baldvin Þ. Kristjánsson. Á VÍÐAVANG! starfsemi bankanna og getur þannig í höfuðatriðum ráðið fjárfestingunni í landinu. Stefna Sjálfstæðisflokksins er að styðja stórrekstur einstak linga, sem hann nefnir „at- hafnamenn". Þeir skulu svo aftur vera máttarstoðir flokks ins og leynir sér ekki við kosningar hvaða flokkur hefur fyrst og fremst yfir fjármagni að ráða. Það eru fölsk hljóð að heyra Morgunblaðið lofsyngia frelsi og lýðræði því hvorugt styð- ur það í þágu borgaranna al- mennt, heldur sem sérréttindi lítils hluta af þjóðinni. En sá Iitli hluti er auðvaldið á ís- Iandi, sem allir hinir mörgu verða að greiða drjúgan skatt og þola fyrir margs konar ó- frelsi“ TILLGGUk Framhald af 6. síðu sala haustafurða á mörgum stöð um í borginni, svo að húsmæður eigi hægara með að ná í þennan liolla mat á hóflegu verði. Núver- andi sölumáti sláturafurða er al- gerlega óviðunandi. 3. .Fundurinn skorar á forstjóra i Grænmetisverzlunar landbúnaðar- ■ ins að hlutast til um það, að kart i öflur verði einnig seldar í 2—2% kg pokum, því að 5 kg skammtur ' er alltof stór fyrir lítil heimili. ; 4. Fundurihn sborar á Sölufélag garðýrkj umanna og Grænmetis- verzlun laindbúnaðarins að koma á grænmetismarkaði í borginni. 5. Fundurinn skorar á neytenda- sanatökin og Kaupmannasamtök íslands að hlutast til um það, að neytendur fái í hendur allar upp- lýsingar, sem fylgja vörunum frá framleiðendum. 6. .Fundurinn tekur undir kröfur Neytendasamtakanna um, að sett verði reglugerð um vörumerkingu og skorar á viðskiptamálaráðherra að hraða framkvæmdum þessa máls. 7. Fundurinn skorar á verðlags- stjóra að herða á eftírliti með verð lagj á vörum og þjónustu, að sjá um, að framfylgt sé reglugerðinni um yerðmerkingar í verzlunum og að láta herða á viðurlögum við brotum. 8. Vegna þeirrar dýrtíðai'. sem myndazt hefur á undanförnum ár- um og eðlilega kemur mjög við heimilin í landinu, skorar fundur- jnn á stjórn og löggjafarþing að aflétta að verulegu leyti verðtolli og söluskatti af brýnustu nauðsynj um. 9. Fundurinn mótmælir afnámi á- kvæða um hámarksálagnimgu verzl ana á ýmsum nauðsynjavörum s..s. búsáhöldum, leirvöru, barna- og kvenskófatnaði, heimilisvélum, byggingavörum og öllum fatnaðar vörum og krefst þess, að aftur verði sett ákvæði um hámarksá- lagningu á þessar vörur. 10. Fundurinn beinir því til stjórn arvaldanna að gera þegar í stað ráðstafa-nir til þess að tryggja það að landbúnaðarframleiðslon verði sem fjölbreyttust og í sem mestu samræmi við neyzlu íslendinga sjálfra, svo að stórfelldir neyzlu- styrkir til erlendra þjóða verði ekki til þess að magma verðbólg- una í 1-andinu. Fram-hald. HVER ÞEKKIR SKÁLD? Framhaltl at 5. síðu hvernig Davíð orti ljóðið Skógar hindin er mikilvæg heimild. Páll ísólfsson nefnir þátt sinn Á ströndinni og vísar þar til samverustunda með Davíð aust ur á Eyrarbakka. Þetta er hugn- anlegur þáttur og segir þar lítið eitt frá stefnumótum ljóða og laga. Þátt-ur séra Péturs Sigur- geirssonar greinir frá því, hvem ig bænarljóðið, Ég kveiki á kertum mínum, varð til. Það er falleg saga og gaman að trúa henni. Einn lengsti þáttur bókarinn- ar eftir Ríkarð Jónsson, mynd höggvara, og segir þar frá^ sam fylgd hans og Davíðs á Ítalíu Þetta er bráðskemmtileg ferða saga, og þó að Davíð sé þér ekki aðalsöguhetjan, finnur maður jafnan nálægð hans og skynjar skáldlega hrifningu hans. Þarna er greint frá ýmsum atvikum er leiddu til ljóðagerðar. Það hafði mér aldrei dottið í hug, að ljóðið um Katarínu hefði Davíð mælt af munni fram með stúlk- una sjálfa á hnjánum, en Rík- arður Jónsson ritar það upp með fljótaskrift nótt eina suður á Kapri, og gerð þess þegar ver ið isvo heil, að það hefði litlum breytingum sætt síðar. Trúi nú hver sem má. Sigurður Nordal á þarna tvær greinar, minningarorðin, sem hann flutti í útvarpið á útfarar- degi skáldsins, og glefsur úr gömlum bréfum. Lítill vafi er á því, að sá þáttur hef-ur mest heimildargildi í bókinni og er að ýmsu leyti tíðindamestur, enda koma þar fram hendingar, vísur og jafnvel heil Ijóð, sem Davíð hefur aðeins skrifað Nor dal. Bezt skrifaða greinin í safni þessu er þó líklega þátturinn, Skáldið að norðan eftir Stein- grím J. Þorsteinsson. Það er fal- leg hugvekja, og Þar er fæðingar saga þessara orða: „Hvað varðar þá um vatnið, sem vínið rauða trega? Hvað varðar þá um jörð ina, sem himinn eiga?“ og er nokkurs virði. Þorst-einn M. Jónsson segir skilmerkilega frá skiptum skálds og útgefanda, og víst er þar ýmislegt fprvitnilegt.Einniglýsir þar bókasafnari öðrum bókasafn ara af fullum skilningi. Hann segir einnig nokkrar skemmtileg ar sögur af Davíð, t.d. af spila- mennsku þeirra höfðingjanna á Akureyri, þegar þeir léku sér heila nótt eins og börn. Þorsteinn Jósefsson lýsir all- náið hinu mikla bókasafni Davíðs og rekur söfnunarferil hans og bókamat eftjr föngum. Loks er ættartala Davíðs eftir Einar Bjarnason. Að síðustu er frásögn af útför Davíðs. Fjölmargar og ágætar mynd- ir eru í bókinni, sem er sérlega smekkleg að allri gerð í útsetn- ingu Hólaprentsmiðju og vand- legri umsjá Árna Kristjánsson- ar og Andrésar Björnssonar. Illa er ég svikinn, ef þjóðin telur ekki bókina um skáldið frá Fagraskógi öðrum kverum girnilegra á þessum jólamarkaði. Frá M.Í.R. V. í. Vútsel. sérfræðingur í stíflugerð, flytur í kvöld kl. 8.30 fyrirle-stur á vegum MÍR um þró un raforkumála í Sovétríkjunum og næstu verkefni á því sviði. Vútsel hefur starfað að bygg- ingum stórra raforkuvera i landi sínu og starfar nú að virkjurar- rannsóknum hérlendis á vegum Sameinuðu Þjóðanna. Fyrirlesturinn verður haldinn i Þingholtsstræti 27 og þýddur á íslenzku. AB-BÓK Framhald af bls. 2 Bók þessi er, eins og fyrsta bók. in i Alfræðasafni AB, 200 bls. að stærð í stóru broti, og í henni eru ekki færri en 110 myndasíður, þar af rúmlega sjötíu prentaðar í fjórum litum. SÍLDARAFLINN Framhald af bls. 1. fram undir áramót og jafnvel lengur. Bezt er að spá engu um áframhald veiðanna, en komi nokkrar góðar hrotur í des- ember gæti svo farið, að aflinn nálgaðist fimmtu milljónina. Aflinn sunnanlands síðast- liðna viku nam 148.169 upp- mældum tunnum og er heildar aflinn sunnanlands orðinn 137. 147 uppmældar tunnur, og er það einnig miklu meira en var í fyrra. PÚSSNINGAR- SANDUR VIKURPLÖTUR Einangrunarplast Seljum allar gerSir af pússningarsandi, heim- flutfan og hlásinn inn. Þurkaðar vikurplötur og einangurnarplast. Sandsalan vi8 Elliðavog sf. Elliðavogi 115. Sími 30120 HLAÐ RUM Hlaðrúm henta allstaðar: i bamaher* bergið, unglingaherbergið, hjónaher- bergið, sumarbústaðinn, veiðihúsið, ■barnaheimili, heimavistarskóla, hótel. Helztu kostir hlaðrúmanna Æru: ■ Rúmin má nota eitt og eitt sér eða hlaða þeim upp í tvær eða þrjár hæðir. H Hægt er að £á aukalega: Náttborð, stiga eða hliðarborð. H Innanmál rúmanna er 73x184 sm. Hægt er að fá rúmin með baðmull- ar og gúmmídýnum eða án dýna. H Rúmin hafa þrefalt notagildx þ. e. kojur,einstaklingsrúm oghj ónarúm. H Rúmin eru úr tekki eða úr br'enni (brennir'úmin eru minni ogódýrari). H Rúmin eru öll í pörtum og tekur aðeins um tvær mínútur að setja þau saman eða talca í sundur. HÚSGAGNAVERZLUN REYKJAVÍKUR BRAUTARHOLTI 2 - SÍMI 11940 VÉLAHREINGERNING r~ Vanir menn. Þægilegl Hjót'eg Vönduð vinna. ÞRIF — sími 41957 og 33049.. * BiLLINN ient an Ioeoar AK

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.