Alþýðublaðið - 05.04.1959, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 05.04.1959, Blaðsíða 3
tMMMUMMMHMMHHUMIUM HÍN NYJÁ HOFUÐBO ' RASILIUMENN eru að byggja höfuðborg. Hún er byggð á hásléttu 1000 kíló- metra frá Rio de Janeiro og hún er fyrsta borgin í heim- inum, sem skipulögð verður frá grunni, þar eð hún er reist í óbyggðum. in vígð og forseti landsins og 6000 stjórnarembættismenn setjast að £ borginni. Aðalskipuleggjandi hinn- ar nýju borgar er arkitekt- inn Lucio Costa. Gert er ráð í júní síðastliðnum fór fyrir aS hálf milljón manna forseti Brasiííu til hinnar nýju höfuðborgar og vígði forsetahöllina, sem er fyrsta húsið, sem þar er reist. Stuttu síðar var lokið við komi til með að búa í Brasil- 40 000 manns vinna dag og nótt að byggja borgina, sem á að verða fegursta borg jarð ar. Hún er byggð í líkingu við flugvél. Stjórnarbygg- ingarnar verða þar, sem vél- in ætti að vera. Opinberar byggingar, sendiráð, kirkjur íu, en það er nafn hinnar útvarpsstöðvar, bankar, verzl nýju höfuðborgar. Ekkert svipað þessu hefur unarhús og kvikmyndahús teygja sig meðfram átta km. gerzt síðan Washington var langri breiðgötu. smíði hins geysistóra hótels kyggð á fenjum og var gerð Brasilia Palace. 21. apríl 1960, þegar 100 ár verða liðin frá fæðingu Tiradentes þjóðhetjunnar, er frelsaði Brasilíu undan oki Portúgala, verður höfuðborg .•;a^is£feí'v Forsetahöllin er reist þvert á „vængi“ flugvélarinnar, að höfuðborg Bandaríkjanna árið 1800. Brasilia er reist á hásléttu miðja vegu milli hinna þétt- byggðu héraða strandarinn- ar og Amazonfrumskógarins. prýði borgarinnar. m«.. i umferðin fer víða undir bygg ingar, vötn og tjarnir eru búnar til og víðáttumiklir skemmtigarðar eru helzta MKMMmMmWMMMMMMWWMÍWMMtMWMMMWWMMMWWMMMMMMMMMMMMMW STJÖRNMALA 6ÁRPUR KRETTÁN ára strákur í Danmörku vakti nýlega nokkra athygli er hann stóð upp á opinberum fundi í Kol- ding og bar fram fyrirspurn- ir til fyrirlesarans, sem var að ræða sameiginlega mark- aðinn. Drengurinn heitir Johnny Christiansen og hann vildi fá að viJ a hverjar afleið- ingar það hefði fyrir danskt athafnalíf ef Danir gerðust . aðilar að sameiginlega mark- aðinum. Eftir fundinn náði blaða- maður frá Sosialdemokratisk provinspresse Johnny litla og hafði viðtal við hann. Hann er Sonur slátrarasveins í Kol- ding, sem lítinn áhuga hefur fyrir stjórnmálum. — Þetta hófs+ fyrir tveim- ur árum. sagði Johnny. Þá fékk ég áhuga á stjórnmálum og fór að kaupa öll blöð, sem ég komst yfir. Ég vildi kynn- ast miálunum' sem bezt. En kennarinn minn hvatti mig til að kynnast málunum. Á hverj um laugardegi varði hann einum klukkutíma til þess að skýra okkur frá ýmsum at- riðum í erlendum stjórnmál- um, og við bárum fram spurn- ingar. — Tókuð þið afstöðu til málanna? —- Nei, við skiptum okkur ekki af flokkspólitík. Það eru vandamáhn, sem við höfum áhuea á. Ég hlakka til laug- ardagstímanna. — Hvað segja skólafélagar þínir? — Þeir hlæja að mér, en ég skinti mér ekki af því. — Lestu mikið af bókum? — Já. sérstaklega bókum um pólitík. Mig langar til þess að lesa bók Pasternaks. Hún er um pólitík. — Þú virðist hafa áhuga á sameiginlega markaðinum’ — Já, ég held að það hafi mikla þýðingu fyrir Dani að þeir fari að öllu með gát í bví máli. Ég held að ef við ger- umst aðilar þýði það örðuga samkeppni. ítalir, sem hafa lág laun geta selt vörurnar ó- dýrari en við, og það getur haft slæm áhrif á atvinnuá- stand hér á landi. Það er mikilsvert að stofn- uð verði Bandaríki Evrópu. Það yrði mótvægi gegn Rúss- um. — Hvað ætlar þú að verða þegar bú verður stór? — Ég vildi verða blaðamað ur, og ferðast til útlanda og_ læra erlend mál. Ég þekki bandarískan blaðamann, sem én kynntist hjá bandarískum hjónum. Það hlýtur að vera gaman að vera fréttaritari í útlöndum. — Fannst þér ekki erfitt að taka til máls á opinberum fundi? — Nei, það var alveg eins og að spyrja kennarann í tím- unum. Maður verður líka að spyrja, annars fær maður aldi'ei neitt að vita. Krepsokka- buxur tvær tegundir, —• Ódýrar, góðar. —• Þorsteinsbúð, OKKAR Á MILLl SAGT ÖÐRU HVERJU komast á kreik lausafregnir þess efnis, að fj'rir dyrum séu seðlaskipti og er þá oft gefið í skyn, að þessi ráðstöfun eigi að verða eins konar eignakönnun um leið . . . Þessar fregnir eru úr lausu lofti gripnar . . , Hins vegar hefur alllengi verið á döfinni útgáfa nýnra seðla, rétt eins og gefin eru út ný frímerki . . . Verða þar á meðal 25 krónu seðlar, 1000 krónu og 5000 krónu seðlar . . . Þeir verða öðru visi í laginu en eldri seðlar, hæðin aðeins helmingur bneidd- ai'innar . . . Siagt er, að Skuli fógeti eigi að vera á 5000 krónu seðlunum með myndum af stóiriðj uverum. Innflutnings- og gjaldeyrisnefnd er að byrja afgreiðslu á umsóknum um fjárfestingu þessa dagana, og verður þar ákveðið, hvað leyft verður að byggja á komandi sumri af því, sem leyfi þarf fyrir. Sölumiðstöð hraðfrystihtisanna vill fá að koma upp nýrri krassagerð( sem hún á siálf, lenda þótt stórfyrirtæki sé fyrir í þeirri starfsgrein. Meðal háskólamanna er þegar farið að velta vöngum yfir, hver hljóta muni nrófessorsembætti það, sem hinn nýkjörni 'biskup, heri'a Sigurbjörn Einarsson áður skipaði . . . Nefndir leru tveir af lærðustu klerkum landsins, séra Guðmundur Sveinsson, skólastjóri í Bifröst, og séra Jóhann Hannesson, þjóðgarðvörður á Þingvöllum. Bókbindarar gefa út snoturt stéttarblað, sem birtir með- al annars hressilegar greinar til að hvetja til aukinnar vand- virkni í stéttinni . . . Ársæll Árnason vandar til dæmis um fyrir þeim, sem hefta bækur nú á tímum . . . Segir hann að þeir noti vélar „með slíku offorsi, að þeir oft og tíðum stór- skemmi bækurnar“. Miklar vangaveltur um framboð eru að sjálfsögðu í öllum flokkum, þar sem kosningar eru fyrir dyrum . . . Þjóðvamarmenn segjast ætla að einbeita sér að Reykjavík, sem er eini staðurinn þar sem þeir hafa nokkra von . . . JÓN GÍSLASON mun ekki reyna aftur fyrir Framsókn í Vestur- Skaftafellssýslu, og er þar talað um ODD SIGURBERGS- SON lcaupfélagsstjóra í Vík og ÓSKAR GUÐMUNDSSON fulltrúa hjá sama kaupfélagi . . . Framsóknarmenn á Ak- ureyri tala meðal annara um ARNÞÓR ÞORSTEINSSON, frmkvæmdastjóra Gefjunar, bróðir Eiríks alþingismanns V estur-ísf irðinga. ÆGIR skýrir frá tilraunum með. síldveiðar í flotvörpu seinni hluta síðasta árs . . . Niðurstaðan er sú, að enn einu sinni hefur tilraununum lokið án þess að ákveðið var, jákvætt eða neikvætt, hafi fengizt um þýðingu slíkra síldvieiða hér við land. MMMMMMMMMMMMMMMMMMMMWWMMMMMMMMMMI Kosningar í Grlkklandi í dap. BÆ JARSTJ ÓRN ARKOSN - INGAR fara fram í Grikklandi í dag. Kosningabaráttan hefur verið róleg þar til tvo síðustu dagana að komið hefur til ó- eirða sums staðar. Ríkisstjórn- in segir, að kosningarnar séu ópólitískar og hefur hvatt fólk til þess að kjósa hæfasta fram- bjóðandann í hverju tílfelli. Vinstri flokkarnir hafa lagt á- herzlu á, að kosningarnar eigi að sýna andstöðu þjóðarinnar gegn stjórninni og hefur Kýp- urmálið verið tekið sem dæmi um, að stjórnin hafi gert sam- særi með Bretum og Tyrkjum gegn Kýpur. Forsæfisráðherra, sm fér 1400 km, ganpndí fil ai s Si F- YRIR skömmu ákvað Kanadastjórn að veita Ný- fundnalandi efnahagsaðstoð að upphæð 36 500 000 dollara í viðbót við þær 6 milljónir dollara, sem Kanada veitir þessu fólksfæsta og fátækasta fylki sínu. Nýfundnaland sameinaðist Kanada árið 1949. Fram til þess tíma hafði Ný- fundnaland verið brezk krúnu nýlenda, sem orðin var gjald- þrota. Síðan það sameinaðist Kanada hefur framleiðslan þar aukizt um helming, en samt sem áður er fjarri því að framleiðslan standi undir þörfum landsins. Núverandi forsætisráðherra Nýfundnalands hefur undan- farið vakið talsverð'a athygli fyrir að banna verkalýðsfé- lögum landsins að vera í al- þjóðlegum verkalýðssamtök- um. Forsætisráðherrann, J. R. Smallwood, er sjálfur fyrr- verandi verkalýðsleiðtogi. Á árunum 1932—1936 ferðaðist hann um alla ströndina og skipulagði samtök sjómanna á Nýfundnalandi. Og hann er frægur fyrir að hafa eitt sinn farið fótgangandi 1400 kíló- metra vegalengd til þess að taka þátt í verkfalli járnbraut arstarfsmanna. Smallwood hefur ekki ein- ungis verið verkalýðsleiðtogi heldur einnig' blaðamaður, útvarpsstarfsmaður og bóndi. Hann hefur meira að segja tekið þátt í kosningabaráttu í Bandaríkjunum. Smallwood er í Frjálslynda flokknum og hefur verið for- sætisráðherra síðan Nýfundna land sameinaðist Kanada fyr- ir tíu árum. Hann átti stærst- an þátt í þeirri sameiningu, en samt hefur hann lýst yfir að hann muni vinna að því, að Nýfundnaland slíti þessu sambandi þegar tími er til kominn. Smallwood er fæddur árið 1900 á aðfangadag. Hann átti að læra til prests, en fór í þess stað til Bostonar og starf aði við blöð þar í borg. Síðan gerðist hann útvarpsfyrirles- ari í höfuðborg Nýfundna- lands St. John og vann að því, sem hann kallaði að vekja íbúa Nýfundnalands til vit- undar um ágæti sitt. Small- wood segist elcki vera stjórn- málamaður, en samt sem áður er það fyrir tilstilli hans að Ný fundnaland var eina fylkið í Kanada þar sem Diefenbaker jók ekki fylgi sitt í þegar síð- ast var kosið þar til þings. . HúsnæðismiðSuiiin Bíla og fasteignasalan Vitastíg 8A. Sími 16205. Alþýðublaðið 5. apríl 1959 3

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.