Alþýðublaðið - 07.04.1959, Blaðsíða 12
r
STARFFRÆÐSLUDAGUR-
INN, sem haldinn var í Iðn-
-s'kólanum sunnudaginn. 5. þ. m.
tófest.með afbrigðum vel. Alls
lieimsóttu starfsfræðsluna þenn
an dag 1665 manns og er það
45ð meira en í fyrra pg' Ifðlega
fjórum sinnum fleiri en vitað
er nm að heimsótt hafi svipaða
jstarfsfræðsludaga annars stað-
a,r á Norðurlöndum.
Starfsfræðsludagurinn hófst
'sneð því að Ólafur Gunaarsson,
isáliræðingur minntist Gísla
Jónsspnar, bifrei ðasmiðaœtneistr
'ara,. sem lézt 15. marz s. 1. en
fhann ihafði frá upphafi verið
fulltrúi sinnar stéttar. á starfs-
íræðsludögum.
'Pá fiutti Óskar Hallgrímsson,
fc-rmaður Iðnfræðsluráðs, —
snjallt ávarp. Óskar gat þess
að starfsfræðsludagarnir væru
einn liður starfsfræðslunnar en
’þeim fjölgaði niú óðumi semj
skildui þörfina á því á ungling-
■uim væri kynnt hin mikla verka
skipting nútímaþjóðfélags x
þeim tilgangi að gera þeim
etarfsvalið sem auðveldast.
• Að ávarpi Óskars Hallgrjms-
sonar loknu tóku á annað hundr
að fulltrúa allra helztu starfs-
greina landsins sér sæti, hver
við sitt borð á þremur hæðum
í Iðnskólanum. Klukkan 14 var
liúsið opnað almenningi og voru
1>á komnir nemendur frá Hlíð-
ardalsskóla og Hveragerði auk
fjölda unglinga frá Kópavogi,
Hafnarfirði og Reykjavik, en
iskömtnu síðar komu nemend-
ur úr Gerðum og Keflavík, —
Var síðan óslitinn straumur
tings fólks til og frá Iðnskólan-
fúm isllan daginn.
Ekki hafa enn borizf tölur
urn aðsókn að öllum starfsgrein
iun en auk sýningarinnar er
vitað um aðsókn í þessum iðn-
greinum: Brauð- og kökugerð
7, bifvélavirkjun 25, gullsnriði
lö, hárgreiðslu 250, húsgagna-
Giníði 31, prentiðn 15, skósmíði
18.
Að frumkvæði Valgarðs Bri-
em, lögfræðings hafði sjávar-
■utvegurinn umfangsmikla sýn-
ingu í Iðnskólanum þar sem
tsýnö voru líkön, ljósmyndir og
íræðslukvikmynd, ennfremur
hjörgun úr sjávarháska. Ekki
varð komáð tölu á þá sem heim-
sóttu þessa deild en gera má
ráð fyrir að flestir sem í skól-
ann komu hafi-lagt þangað leið
sína.
Eullt var á öllum kvikmynda-
■sýningunum og 272 fóru með
sérstökum strætisvagni niður á
Ægisgarð og um borð í togar-
ann Bjarna Ólafsson sem dreng
irnir fengu tækifæri til að
skoða. Var þar um nýjung að
ræða í sambandi við starfs-
fræðsludaginn sem þótti heppn
ast mjög vel. Ekki er vitað um
heimsóknir í allar deildir sjáv
arútvegsins en við skólastjóra
Vélskólans ræddu 100, forstöðu
mann mótornámskeiða 43 og
við fiskimatsstj óra 40 og full-
trúa Matsveina- og veitinga-
þjónaskólans 35.
Landbúnaðurinn hafði glæsi-
lega myndasýningu á starfs-
fræðsludaginn og lögðu nijög
margir leið sína að s.já það
myndasafn en ekki varð ’komið
tölu á þá. Við fulltrúa landhún
aðarins ræddu 93, um garðyrkju
spurðu 28 og 10 um mjólkuriðn
að. .
Heilbngðismáladeildin var
einnig fjölsótt- 250—300 stúlk-
ur spurðu um hjúkrun og 10
karlmenn, 32 spurðu um lækn-
isfræði, 33 um lyfj afræði, 8 um
tannlækningar, 3 um tannsmíði,
32 um ljósmæðrastörf, 33 um
sjúkraleikfimi og nudd.
Við húsmóðirina ræddu 196
og auk þess sýndi hún kvik-
mynd í þéttsetinni skólastofu.
Við verkstjóra ræddu 30 og við
slökkviliðsmanninn 41. Fóstran
ræddi við 100 stúlkur og kenn-
arinn við 74 kennaraefni, 49
töluðu við tollþjóninn, 62 við
bílstjóra, 152 við lögregluþjón,
þar af 64 stúlkur, en kvenþjóð-
in hefur váxandi áhuga á því,
að komast í lögregluna. Um tón
list spúrðu 100 og 60 um leik-
list.
Landssíminn hafði eins Qg að
úndanförnu myndasafn til sýn-
is og leituðu 200 frétta um aRs
konar störf innan vébanda sím-
ans og 10 spurðu um störf á
pósthúsi og er það helmingi
meira en í fyrra.
Ekki varð komið tölu á þá
Fi’amhald á 2. síðu.
„Húmar hægf að kvöldi"
fríimsýnf á föstudag
LEIKRITIÐ „Long- Day’s
Journey Into Night“, eftir ame-
iúsfca Nóbelsverðla'unasfeáldið
Eugene O’NeiII, sem í .hinni ís-
lenzku þýðingu- sr. Sveins Vík-
imgs hefur hlotið nafnið „Húm-
ar hægt að kveldi“, verður
«æsta verkefni Þjóðleifchúss-
líiis. Það verður frunisýnj n, k.
fÉöstudag, þann 10. apríl.
Leikendur eru Arndís Bjöi’ns
dóttir, sem Ieikur þetta hlut-
verk í tilefni 40 ára leikafmæl-
i-: síns, Valur Gíslason, Róíbert
Arnfinnsson, Erlingur Gíslason
. og Kristbjörg Kjeld. Einar Páls
son er leikstjóri en Gunanr
Bjarnason hefur gert Ieiktjöld-
ín.
Þjóðleikhúsið hefur áður sýnt
eitt af leikritum Eugene O’
iÆeilIs, „Anna Christie“, árið
4952.
- Eugene OWeilI er einn af
«Iórbrotnustu leikritaskáldum, 1
Arndís Björnsdóttir
sem uppi hafa verið, og minnir
hvað mest á Strindberg, sem
hann og sjálfur telur lærföður
sinn í dramatískum skáldskap.
Af öðrum leikritum hans, sem
Framixald á 2. BÍðy.
Torfi Asgeii’sson
Fulltrúaráðsfund-
urinn verður
í kvöld
FULLTRÚAKÁÐ Alþýðu-
flkoksins í Reyfcjavík heldur
fund í kvöld x Ingólfscafé, og
hefst hann kl. 8,30. Á fundin-
um flytur Torfi Ásgeirsson hag
fræðingur ræðu, er nefnizt —
jWýja og gamla vísitalan“.
Torfi hefur ekki áður talað á
fundum í Aiþýðuflokknum, —
umræðuefnið er nú mj ög til um
ræðu naeðal almennings og er
j.þess þvx' að vænta að fulltrúarxx
ir fjölmenni. Auk þessa verða
svo einnig tekin fyrir þýðingar
mikþ mál vegna 'komandi al-
þingiskosninga.
Danskur afbrofasálfræðingur
flyfur hér fvo fyrirlesfra
40. árg. — Þriðjudagur 7. apríl 1959 — 77. tbl.
r
Alyktun bæjarstjórnar Siglufjarðar í gær
Fregn til Alþýðublaðsins, i
Siglufirðl í gærkvöldi.
FYRIR bæjarstjórnarfundin- j
u)tn í dag lá eftirfarandi álit I
bæjarráðs: „Siglufjarðarvegur |
ytri (Strákavegur). Fyrir lá á-
lit frá vegamálastjóra um hvað
kosta muni að fullgera Stráka-
veg á næstu þremnr árum. Er
þar gert ráð fyrir, að brýr, 4
smábrýr og 2 stærri brýr, kosti
kr. 1,2 millj., vegagerð 2,7 millj.
og jarðgöng kr. 8,6 millj.
Verði jarðgöngin hins vegar
boðin út í ákvæðisvinnu er á-
ætlað, að jarðgöngin kosti kr.
10,3 millj. — Bæjarráð álykt-
ar eftirfarandi:
Bæjarráð fellst á það álit
vegamálastjóra, hr. Sigurðar
Jóhannssonar, að heppilegt
verði að Ijúka við lagningu
Siglufjarðarvegar ytri (Stráka-
vegur) á næstu þrem árum. —
Bæjarráð samþykkti því að
ieggja til við bæjarstjórn Siglu
fjarðar:
Að hún samjþykkti að fara
þess á leit við ríkisstórn og al-
þingi, að tekið verði lán allt að
10,3 milijónum til að greiða
kostnað við gei’ð jarðganganna
gegnum Stráka, en lán þetta
endurgreiðist aftur af framlagi
því, sem veitt verður á fjárlög-
um til vegarins á næstu árum
eftir að lánið verður tekið.
Að bæjiarsjóður Siglufjarðar
taki á sig einn eða ásamt öðrum.
að greiða vexti af láni þessu,
en ábyrgð þessi verði bundin
þvá skilyrði, að bæjarsjóði Siglu
fjarðar verði með lögum heim-
ilað að le^gjia' vegarskatt á bif-
reiðar, er fara um jarðgöngia,
Áð fara þess á leit við þing-
mennina Áka Jakobsson, Gunn-
ar Jóhannsson og þingmenn
Skagfirðinga, að þeir í samráði
við lákisstjórnina og vegamála-
stjóra flytji á alþingi frumvarp
tii laga' um fyrrnefnda lántöku
og vegaskatt.“ Var þetta álit
bæjarráðs samþykkt í bæjar-
stjórnarfimdinum í kvöld.
HUGMYNDINNI HREYFT I
ALÞÝÐURLAÐINU.
Vert er að vekja athygli á
þvi, issö þessari hugmynd' var
hreyft í grein, sem birtist í Al-
þýðuiblaðinu 7. marz s. 1. Þar
sagði m. a.:
„Nú hefur sú hugmynd kom-
ið fram til lausnar á þessxxm
Framhald á 2. síðu.
FLOKKSFÉLAGAR
NÆSTI fundur í Mál-
fundahópi Alþýðuflokks-
manna í Rvík verður nk.
miðvikudagskvöld, í Grófin
1, og hefst kl. 8,30. Umræðu
efni þessa fundar verður
kjördæmamálið; en ætla má
að bað hafi þá komið fram
á alþingi.
Framsögumaður málsins
verður Benedikt Gröndal,
alþingismaður. — Þess er
vænzt, að Alþýðuflokks-
menn fjölmenni á fundinn,
enda mikilsvert að kynna
sér og ræða þetta stórmál.
DANSKUR afbrotasérfræð-
ingur, frú Karen Bemtsen,
flytur hér tvo fyrirlestra um
enduruppeldi afbrotamanna.
Sálfræðingurinn er hér stadd-
ur á vegum Barnaveradarfé-
lags Reykjavikur og Kvenrétt-
indafélags íslands, sem Ieituðu
eftir því s. 1. sumar, hvort
Karen Berntsen gæti komið
hingað til Iands og flutt fyrir-
lestra.
Fyrri fyrirlesturinn er í
kvöld kl. 8.30 í 1. kennslustofu
Háskóla , íslands og nefnist
. „Institutionsbehandling“ (Með
ferð í stofnunum), en hinn
síðari n. k. fimmtudagskvöld á
sama stað og tíma. Nefnist sá
„Ambulant Behandling" (Með-
ferð utan stofnana), en sam-
heiti fyrirlestranna er „Resoci-
alisering af Kriminelle“ eða •
Enduruppeldi afbrotamanna,
| eins og fyrr segir.
Blaðamenn áttu x gær fund
I með frú Karen Bemtsen. Hún
kvað sálfræðihjálp afbrota-
manna í Danmörku hafa byrj-
að fyrir u. þ. b. 10 árum og
væru nú 10—12 sérfræðingar á
bessu sviði starfandi í landinu,
Er starfsemi þeirra fólgin í þvi
aðallega, að rannsaka persónu-
■leika og leita orsaka afbrot-
ann, svo og leiðbeina hinum
brotlegu inn á rétta braut eft,-
ir að heir hafa tekið út refs-
ingu sína.
UM ÁRANGURINN.
Um árangurinn. af þessu
starfi sagði frú Bemtsen, að>
erfitt væri að svara til hlítar.
Þó tók hún sem dæmi, að ekki
Framhald á 3. síðu.
iniiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiifiiiiiiiiiniiiiiiiiiiiiinniiuitir iniimimiiniiiiiiiiiiitiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiMiiniTmmfiNiHiHiiimiiiiiiiiiiiiiiHiii^
20 króna
velfan
Tuttugu króna velta Alþýðuflokksins veltur vel
og örugglega. Dragið ekki að skila áskorunum,
ef á ykkur er skorað. Skorið strax. það léttir fólk-
inu störfin á skrifstofu flokksins. Munið símana:
15020, 16724 og 14900. Ef þið hafið ekki tíma til
að koma sjálf, þá hringið!
aiiuuHiiimiiiiiimiimiiHiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimiiiimiiiiiiiiiiiiiiiiiniiiiiiiiiiiiiiiiiiiHii'iiiiiiiiiiiiiiiiiiHiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiniiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiuiiiHHiiiiiiiiiiiiiimiiiiiiiiif