Alþýðublaðið - 09.04.1959, Blaðsíða 9

Alþýðublaðið - 09.04.1959, Blaðsíða 9
( ÍÞróttir 3 Bréf Einir Frímannsson seili ísi mef s Iðnostökki innan húss KR-INGAíl héldu innanfé- lagsmót í langstökki með at- rennu í húsi fé'lagsins nýlega. Einar Frímannsson, KR, setti pýtt íslandsmet, stö-kk 6,58 m. Gamla metið átti Torfi Bryn- geirsson, og var það 6,48 m. Annar í keppninni var Vialbjörn Þorláksson, Í'R, 6,26 m, og þriðji Ingvar Þorvaldsson, KR, 5,96 m. o Fyrsta keppni frjálsíþrótta- ttanna úti á þessu ári var inn- anfélagsmót KR á íþróttavell- inum sl. liaugaradg. Úrslit urðu sem hér segir: Kúluvarp: Friðrik Guðmundss., KR 13,61 Halldór Halldórsson, ÍBK 12,72 Iþrótíir erlendis SJÖTTA innanhússmeistara mót V-Þjóðverja f frjálsíþrótt- um var háð nýlega í hinni stóru og fullkomnu íþróttahöll, „Ðeutschlandshalle“ í Berlín’ Mjög góður árangur náðist í mörgum greinum og verður hér getið þess bezta. 70 m .hlaun: Armin Hary, 7,5 sek. Hans P. Stumpen, 7,8 sek. Manfred Steinbach, 7,9 sek. 400 m. hlaup: Albert Raduseh, 50,8 sek. Manfred Kinder, 51,5 sek. 800 m. hlaun: Paul Scmidt, 1:57.4 mín. Horst Grohne, 1:57,7 mín. 1500 m. hlaun: Olaf Lawrence, 3:56.0 mín. Edmund Brenner. 3:57,0 mín Gúnter Dohrow, 3:57,1 3000 m. hlaup: Ludwig Múller, 8:30.4 mín. Horst Floshbach, 8:32,2 80 m. grind: Gúnter Brand, 10.7 sek. Klaus Núske, 10,7 sek. Bert Steines, 10,9 sek. Hástökk: Theo Púll, 2.00 m. A. G. Hardenberg, 1,93 m. Stangarstökk: Klaus Lehnertz, -4.10 m. Horst Drumm, 4,10 m. Lamrstökk: Manfred Molzberger, 7.22 m. .Manfred Steinbach, 7,15 m. Þrístökk: Burkhart Lochow, 14,97 m. Manfred Bácker, 14,57 m. Kúluvarp: Hermann Lingnau, 17,18 m. Karl-Heinz Wegman, 16,59 Kringlukast: Þorsteinn Löve, IR 46,15 Friðrik Guðmundss., KR 44,73 Halldór Halldórsson, ÍBK 41,95 Sleggjukast: Þórður B. Sigurðsson, KR 45,17 Friðrik Guðmundss., KR 42,57 Jchannes Sæmundss., KR 34,93 M EISTARAMÓTIÐ í körfu- knattleik heldur áfram að Há- logal-andi í kvöld og hefst kl. 20.15. Fyrst leika1 Ármann og KR í meistaraflokki kvenna, en það er fyrsti leikurinn í kvenna- flokki. Kvennaliðin eru mjög jöfn og leikurinn getur orðið skemmtilegur. Hinn leikurinn er milii KFR og ÍKF í 2. flokki karla. í ALÞÝÐUBLAÐINU þann 15. marz 1959, er birtur grein- arstúfur, um eftirlit með skipum, og þar sem ég und- irritaður er annar tveggja (ekki einn þriggja) skoðunar- manna, sem þar er veitzt að, vildi ég gjarnan ræða nokkur atriði úr nefndri grein. Það er ekki nema rétt og sjálfsagt að fram komi gagn- rýni á þessi störf, sem og önn ur þau, er unnin eru í þágu almennings, en þó þurfa menn að gæta þess að sú gagnrýni hafi við eitthvað að styðjast og sé gerð af sanngirni, en ekki rætni. Greinarhöfundur skýtur sér undan því, að birta nafn sitt, en setur aðeins tvo stafi — sem sé H. O. Dulbúinn vill hann vera, þá það. Ef til vill fer bezt á því fyr- ir hann, og þá ætla ég ekki að draga hans virðulega nafn fram í dagsljósið, enda er hann bezt geymdur þar sem hann er kominn, við eldavél- ina neðan þilia og af mörg- um talinn góður kokkur, og er það sjálfsagt, því honum er vart alls varnað fremur en öðrum, þó víða sé hann bú- inn að vera, af hverju sem það nú er. Það veit hann kannske bezt sjálfur. Dulbúni - kokkurinn segir svo í grein sinni: „Mér finnst ekki við- eigandi að aðalskoðunarmað- urinn skuli vera fastur starfs maður hiá stærsta útgerðar- manni bæjarins11. Er dulbúni kokkurinn að sneiða að hlutaðeigandi, að um mútur sé hér að ræða? Mjög ótrúlegt. Síðan segir dulbúni kokk- urinn: ,.Um hina tvo skoðun- armennina er það að segja, að þeir sjást mjög sjaldan við þessi störf og jafnvel aldrei“. Enn segir svo dulbúni kokk- urinn: ,,Það hefur tjáð mér gamall og reyndur formað- ur, að sennilega væri eftirlit- ið hér á Skaganum mun betra en víða annars staðar á land- inu“. Nú, jæja, þá verður nú mörgum að sjálfsögðu á að spyrja sem svo: Hverni/g er þá með eftirlitið á þeim stöð- um, þar sem það er verra en hjá skoðunarmönnum, sem sjást sjaldan og jafnvel aldr- ei? Þetta er Ijótur áburður á skoðunarmenn annarra lands- hluta og í mesta máta ósmekk legur, bví þó kokkurinn sé víðförull, er hann tæpast svo kunnugur þessum málum. Það er rétt að láta þess get- ið. í sambandi við þau orð kokksins, að um þrjá skoðun- armenn sé að ræða, — veður hann villu, — sem hans var von og vísa, því þeir eru ekki nema tveir og hefði hann mátt leggja það á sig að leita sér upplýsinga þar að lútandi, t. d. í skrá yfir skoðunarmenn, útgefinni í janúar 1959 og bví varla hægt að telja ,,úrelta“. En kannske hefur hann séð þarna smugu sér til handa sem þriðja mann. Það yrði nú mannval!!! Sjómaður telst hann þó vera. Það lætur dulbúni kokkur- inn frá sér fara „'að ekki sé hægt að skálka lestarlúkur á sumum bátunum, einfaldlega| vegna þess, að enginn útbún- aður er um borð í þeim til þess“. Þetta segir kokkurinn vís- vitandi ósatt, enda ef satt væri ,harla lítill hróður fyrir skipshöfn þeirra báta og þá helzt formenn, að láta svo lít- ilfjörlega hluti vanta, sem þó eru svo nauðsynlegir, vitandi vel, að skylda er að hafa þá í hverjum bát samkv. lögum þar um. Þegar skoðun báta var um það bil hálfnuð eftir áramót- in, varð aðalskoðunarmaður- inn snögglega veikur og lá rúmfastur nokkurn tíma, þá skoðaði undirritaður vél og búnað flestra þeirra báta, sem þá voru eftir, en bolskoðun báta fer fram einu sinni á ári og þá á landi. Þrátt fyrir þetta segir dul- búni kokkurinn, að ég sjáist mjög sjaldan, eða jafnvel aldrei. Þannig er allur hans málflutningur. Enn segir dulbúni kokkur- inn: ,,Ég set ekki þessar línur hér fram til að kasta rýrð á einn eða neinn“. Nei, það er nú það. Hvað kallar sá dul- búni að kasta rýrð á einn eða annan. ef ekki með bví að bera þeim á brýn svik/tmi í opinberu starfi, sem þeim er trúað fyrir og þeir taka laun fyrir? Nálgast þetta ekki áburð um óheiðarlegan verknað? Skyldi hann sjálfur lifa eft- ir þessum hugsunarhætti? Þegar kokkurinn talar um gamlar reglur og lög sem séu úrelt, þá hefði ekki verið svo fjarri lagi fyrir hann að líta í bók, sem afhent hefur verið í hvern bát hér og heitir „Reglur um eftirlit með skip- um og öryggi þeirra“. Þá hefði hann ef til vill séð, að undirskrift hennar hljóðar svo: Samgöngumálaráðuneyt- ið, 20. janúar 1953, og þá mega allir sjá, hvað úreltar þessar reglur eru. Hvað það er, sem knúið hefur þennan ágæta kokk til þessara ritsmíða veit ég ekki. Á upphafsorðunum tek ég ekki mark, en kannske það sé bara tilbreytingaleysi hvers- dagslífsins og þrá eftir að láta eitthvað af sér leiða. Það var þó tilbreyting á vertíðinni í fyrravetur, það þarf helzt eitthvað að ske og þá helzt við hæfi og innræti hvers og eins. Akranesi, 23. marz 1959. Hendrik Steinsson, BÍLASALAN Klappastíg 37 S E L U R : Ford ’59 Skipti hugsanleg. Dodge ’55 Sjálfskiptan, með vökvastýri og Ioft- bremsum. Chevrolet ’55 6 cylindra, sjálfskiptan, ekinn 38 þúsund km. Mercedes-Benz 220 ’55 Skipti hugsanleg. 4ra til 5 manna Fiat 1400 ‘58 ekinn 7000 km. Volksvvagen ’50. ’53, ‘54, ’56, ’57, ’58 Austin A-40 ’52 vel með farinn. Ford Zopliyr ’55 Ford Zodiak Oopel Rekord ’55 ekinn 30 þúsund km. Örugg þjónusta. BÍLASALAN Klappastíg 37, Sími 19032. verður í ár haldin frá 26. apríl til 5. maí. Á 410 búsund fermetra sýningarsvæði verður sýnt flest það, sem vestur-þýzkur iðnaður framleiðir, en höfuðáherzla. bó lögð á tækniframleiðsluna. 1858 kom hálf önnur milljón gesta frá 90 löndum á sýninguna. Upplýsingar og aðgönguskírteini hjá oss. Ferðaskrifstofa ríkisins. Sími 1 15 40. Prýðið heimilið fyrir ferminguna Úrval af teppum — Margar stærðir. TEPPI H F. Aðalstrœti 9 Alþýðublaðið — 9. apríl 1959 $

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.