Alþýðublaðið - 14.04.1959, Blaðsíða 11

Alþýðublaðið - 14.04.1959, Blaðsíða 11
Flugvélarnars Flu&félag íslands. Millilandaflug: Millilanda- flugvélin Gullfaxi fer til Glas gow og Kaupmannahafnar kl. 9.30 í dag. Væntanleg aft- ur til Reykjavíkur kl. 23.45 í kvöld. Flugvélin fer til Glas- gow og Kaupmannahafnar kl. 9.30 í fyrramálið. Innanlands flug: í dag er áætlað að fljúga til Akureyrar, Blönduóss, Eg- ilsstaða, Flateyrar, ísafjarðar, Sauðárkróks, Vestmannaeyja og Þingeyrar. Á morgun er á- setlað að fljúga til Akureyrar, Húsavíkur, ísafjarðar og Vest mannaeyja. Pan American flugvél kom til Keflavíkur í morg- un frá New York og hélt á- leiðis tíl Norðurlandanna. Flugvélin er væntanleg aftur annað kvöld og fer þá til New York. Sklpiiis Ríkisskip. Hekla er á Vestfjörðum á suðurieið. Esja er í Reykjá- vík. Herðubreið er á Aust- fjörðum á suðurleið. Skjald- breið er á Húnaflóá á leið til Reykjavíkur. Þyrill er á Aust fjörðum. Helgi Helgason fer frá Reykjavík í dag til Vest- mannaeyja. Baldur fer frá Reykjavík í dag til Sands, Gilsfjarðar- og Hvammsfjarð arhaína. Skipadeild SÍS. Hvassafell er í Þorláks- höfn. Arnarfell fer í dag frá Svalbarðseyri til Stykkis- hólms. Jökulfell fór 11. þ. m. frá Djúpavogi áleiðis til Grimsby, London, Boulogne og Amsterdam. Dísarfell er á Sauðárkróki. Litlafell er í Reykjavík. Helgafell er á Svalbarðseyri. Hamrafell er í Reykjavík. Eimskip. Dettifoss kom til Áhus 11/4, fer þaðan til Riga. Fjail íoss fór frá Hafnarfirði í gær kvöldi til Vestmannaeyja, London, Hamborgar og Rot- terdam. Goðafoss fór frá New York 7/4 til Reykjavíkur. Gullfoss er í Kaupmanna- höfn. La'garfoss fór frá Rvík 5/4 til New York. Reykjafoss kom til Rotterdam í gær, fer þaðan í dag til Hamborgar. Selfoss kom til Reykjavíkur í gær frá Hamborg. Trölla- foss fór frá Gdansk í gær til Kaupmannahafnar, Leith og Reykjavíkur. Tungufoss fór frá Óspakseyri í gær til Flat- eyrar og Faxaflóahafna. Katla fer frá Reykjavík í dag til Vestur- og Norðurlands- hafna. . BRÆÐRAFELAG Laugarnes sóknar heldur fund í kvöld kl. 8.30 í fundarsal kirkj- unnar. Fundarefni: Félags- mál, sýnd verðu.r kvik- mynd, Sigurður Ólafsson syngur. Sjávarffl^egsmál Framhald af 5. síðu. irbúningi nýs fyrirkomu- lags á ráðningu og kaup- igreiðslum til sjóimanna. Starf hennar er því hið þýðingarmesta 0g mun geta skipt þjóðarbúið ótrú- lega háum upphæðum. Það er því von allra, sem þessi mál snerta, að nefndin láti nú hendur standa fram úr ermum og hefjist handa sem fyrst. — jh. ur sem ekki hræddist hætturn ar, en hann vildi ekki koma konunum í vanda. „Hvað finnst ykkur?1 spurði hann. „Það er langt síðan við kom um til virkisins11, sagði Dona Catalina. „Ég á vinkonur þar. Mér líst vel á að fara.“ „Það gerir okkur síður en svo skaða að það fréttist að við séum gestir Don Diego Vega“, sagði Don Carlos. „Hvað finnst dóttur okkar?“ Það var óvenjulegt að spyrja hana og Ssnorita Lol- ita skildi að slíkt var aðeins gert vegna þess að Don Diego biðlaði til hennar. Hún hikaði nokkra stund áður en hún svaraði. „Það væri gaman“, sagði hún. „Mig langar að fara til borgarinnar, það kemur aldrei neinn hingað. En þá fara menn að tala um Don Diego og mig. „Vitleysa!“ sagði Don Carl- os reiðilega. „Hvað er eðli- legra en við heimjsækjum Vega fjölskylduna? Er okk- ar ætt ekki næstum því eins göfug og göfugri en f lestavaðr ar?“ „En þetta er heimili Don Diegos en fekki föður hans. Samt — hann verður ekki heima í nokkra daga og við getum verið farin þegar hann kemur“. „Þá förum við“, sagði Don Carlos ákveðinn. „Ég fer að hitta bústjórann óg iskipa hon um fyrir verkum. Hann flýtti sér inn í hús- ið og hringdi á bústjórann, hann var mjög ánægður. Þeg ar Senorita Lolita sæi glæsi- leg húsgögnin í húsi .Don Diego Vega, þá mundi hún láta sig. Þegar hún sæi silk- ið og satínið, fögur vegg- teppin, húsmunina, sem lagð ir voru gulli og dýrmætum steinum, þegar hún skildi að allt þetta gæti orðið henn- ar og miklu meira til — Don Carlos hélt að hann þekkti konur. Skömmu eftir siesta var komið með carreta, sem dreg- inn var af múlösnum og ek- ið af Indíána. Don Catalina og Lolita settust inn og Don Carlos steig á bag bezta gæð- ingnum og reið við hlið vagns ins. Og þannig fóru þau nið- ur að þjóðveginum og oftir þjóðvieginum í áttina að Reina de Los Angeles. Þau mættu fólki, sem undr aðist yfir þeirri sjón að sjá Puliodo fjölskylduna á ferða- lag'i, því állir vissu um ill ör- lög þeirra og að þau fóru aldrei neitt. Því var meira að segja hvíslað að konúrn- ar fylgdust ekki með tízk- unni og þjónarnir fengju lít- ið að borða, en væru aðeins kyrrir vegna góðsemi. En Dona Catalina og dótt- ir hennar báru hátt höfuðið og sama gerði Don Carlos, þau heilsuðu þeim, sem þau þekktu og riðu áfram. Brátt komu þau að beygju, og sáu borgina í fjarlægð — torgið og kirkjuna með háa krossinum og krána og vöru geymslurnar og hús fína fólksins, eins og Don Diego og hans líka, og kofa inn- fæddu mannanna og fátækl- inganna. Vagninn staðnæmdist fýr- ir framan dyrnar á húsi Don Diegos og 'þjónarnir þyrptust út til að bjóða gestina veíi komna, þeir breiddu teppi frá vagninum að djrrunum til að konurnar þyrftu ekki að stíga í rykið. Don Carlos gekk inn í húsið eftir að hann hafði skipað að annast um hestinn og múlasnana og að láta vagn inn inn í hús. Þar hvíldust þau og þjónn kom með vín og mat. Þau gengu síðan um húsið og jafnvel Dona Catalina, sem oft hafði komið á rík- mannleg heimili, starði. Ann að eins skraut hafði hún ald- reið séð. „Að hugsa sór, að dóttir okkar þarf aðeins að segja eitt orð til að eignast þetta allt!“ stundi hún. 17 eftir Johnston McCuiiey Senorita Lolita sagði ekk- ert, en henni datt í hug að það væri ef til vill ekki sem verst að giftast Don Ditego. Hún átti í miklu stríði, hún Senorita Lolita. Öðru megin var auð_ ur og há staða, öryggi og björt framtíð foreldra hennar — og líflaus maður fyrir eigin- mann; 0g hinum megin var rómantík og ást eins og hún æskti sér. Hún vildi ekki sleppa • því síðastnefnda fyrr en öll von væri úti. Don Carlos fór út og gekk yfir torgið að kránni, þar sem hann hitti nokkra eldri hefð- armenn og talaði við þá, hann 'fann vel að enginn þeirra var einlægur í kveðjum sínum. Hann bjóst við að þeir væru hræddir við að vera vingjarn legir við hann, þar sem lands stjórinn var svo mikið á móti honum. „Eruð þér hér í viðskipta- erindum?“ spurði einn þeirra. „Nei, ekki er svo, senor“, svaraði Don Carlos og gladd_ ist, því þarna gat hann rétt hlut sinn. „Hermennirnir eru að elta Senor Zorro“. „Það vitum við“. „Það er ekki a ðvita nema til bardaga eða róstra slái, þvf nú hefur frétzt að S'enor Zorro hafi með sér ræningja og búgarður minn stendur einn sér og liggur vel við ár- ásum“. „Ah! Og þess vegna komið þér með fjölskyldu yðar hing að til borgarinnar?“ „Mér hafði nú ekki komið það til hugar, eri í morgun fékk ég beiðni frá Don Diego Vega um að koma með fjöi- skyldu mína og dveljast í húsi hans, þar eð hann hefur far- ið til búgarðs síns og verður þar um stund.“ Þeir sem heyrðu þetta litu stórum augum á hann, en Don Carlos lét sem hann sæi það ekki og saup á víninu. „Don Diego kom að heim_ sækja mig í gærmorgunn". hélt hann áfram. „Við riíjuð um upp gamlar endur minn- ingar. Og Senor Zorro kom í heimsókn á búgarð minn í gærkveldi eins og þið hafið sjálfsagt frétt og þegar Don Diego frétti það kom hann aftur. þar sem. hann var hræddur um að eitthvað illt hefði hent okkur“. „Tvisvar á einum degi“ kallaði einri þeirra, sem á hlýddu. „Svo sagði ég, sienor“. „Þér — það er að segja — dóttir yðar er mjög falleg, er ekki svo, Don Carlos Pulidos? Og sautján ár — er ekki svo — eða um það bil?“ „Átján, senor. Ég hygg hún sé talin fögur“, viðurkenndi Don Carlos. Þeir, sem sátu umhverfis hann litu hver á annan. Nú myndi Pulido fj öldskyldunni vegna vel á ný og þá gæti ver ið að vinir hans vildu að hann minntist sín og hugsaði um þá, sem höfðu staðið með honum. Þeir þyrptust að honum og vildu allt fyrir hama gera, spurðu hann um uppskeruna, hjarðiir hans og býflugur og hvernig honum litist á olívu uppskeruna í ár. Don Carlos leit á þetta eins og siálfsagðan hlut. Hann þáði vínið, sem þeir keyptu og keypti sjálfur vín og feiti kráareigandinn þaut um til að sæk.ja það, sem þeir æsktu og reyndi að reikna saman í huganum, hvað hann hefði grætt í dag, en það var von- laust verk. Þegar Don Carlos fór af kránni um sólsetur eltu nokkr ir þeirra hann til dyra og tveir áhrifamenn gengu með hon- um að húsi Don Diegos. Ann_ ar þeirra bað Don Carlos að líta' inn um kvöldið ásamt konu sinni og Don Carlos þáði boðið. Dona Catalina hafði staðið við gluggann og andlit henn- ar ljómað , þegar hún tók á á móti honum. „Allt gengur vel“, sagði hann. „Mér var tekið opnum örmum. Og ég hef þáð boð um heimsókn í kvöld“. „En Lolita?“ mótmælti • Dona Catalina. „Hún verður auðvitað hér. Er það ekki í lagi? Það eru um það bil fimmtíu þjónar ■hér. Og ég hefi þegar þegið boðið, vina mín“. Það v.ar ekki hægt að hafna slíku boði og málið var lagt fyrir Lolitu. Hún mátti vera í stofunni og lesa ljóðabók, sem hún hafði fundið þar, og svo gat hún farið til herberg is síns. þegar hann syfjaði. Þjónarnir myndu gæta henn- ar og despenseroinn myndi sjálfur líta eftir vellíðan henni ar. Senorita Lolita lagðist á sófa með kvæðabókina í kjölt unnf og hóf að lesa. Kvæðin voru öl] um ástir og ástríð_ ur. Hún undraðist yfir að Don Diego skyldi lesa slík ljóð jafn daufgerður og hann virt- ist ‘vera, en bókin bar það með sér að hún var mikið lés- in. Hún stökk úr sófanum og gekk að bókahillu, sem var við vegginn. Og undrun henn- ar óx enn. Bók eftir bók var um ástir, bækur um hestamennsku, bækur um skilmingar, bæk_ ur um mikla hermenn og hers höfðingia voru þar eínnig. Þessar bækur gátu ekki átt við mann með skapferli Don Diegos. Og svo datt henni í hug að hann hefði ef til vill gaman að þeim þó hann lifði ekki því lífi, sem þær préd- ikuðu. Don Diego var henni ráðgáta hugsaði hún í hundr- aðasta sinn og fór aftur að lesa. í því barði Ramon kapteinn á útidyrnar. 13. Desjvmseroinn flýtti sér að opna. „Mér finnst léitt að Doni Diego er lekki heima, senor“, sagði hann. „Hann fór til bú_ garðs síns“. „Það veit ég vel. En er ekkj; Don Carlos, kona hans og dótt ir hér?“ „Don Carlos og kona hans eru ekki heima í kvöld, sen- or“. „Senoritan —”. „Er auðvitað heima“. „Þá ætla ég að heilsa upp á senorituna“, sagði Ramon kapteinn. „Senor! Afsakið en unga stúlk an er ein.“ „Og er ég ekki boðlegur gestur?“ „Það e): — það er ekki rétt að hún taki á móti heim sóknum, þegar duenna henn ar er ekki viðstödd11. „Hvað ert þú að skipt^ þér af mér?“ heimtaði Ramon kapteinn. „Burt óþverrinn þinn! Gerðu það, sem mér er á móti skapi og ég skal hegna þér. Ég veit ýmislegt um þig“. Despenseroinn fölnaði við þessi orð, því kapteinninn sagði satt og gæti gert hon- um ýmislegt til miska og jafn vel látið setja hann í fang_ elsi. En hann vissi sarnt, hvað honum bar. „En, senor —“ mómælti hann. — Hver var pao. .,ua sagði 10 000? Alþýðublaðið — 14. apríl 1959 JJ,

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.