Alþýðublaðið - 14.04.1959, Blaðsíða 9

Alþýðublaðið - 14.04.1959, Blaðsíða 9
( ÍÞréWlr"') Fundur íþróttafréttamanna og knattspyrnuleiðtoga: .. Mörg mál bar á górna, yrnræður jákvæðar SAMTÖK íþróttafréttaritara efndu á sunnudaginn var til fundar með forráðamönnum knattspyrnuihreyfingarinnar. — Þeir, sem á fund þenna komu, voru stjórn og varastjórn KSÍ, formaður og varaformaður KRR, formaður landsliðsnefnd- ar og þjálfari KSÍ. Atli Steinarsson, formaður Samtaka íþróttafréttaritara, setti og stjórnaði fundinum og í ávarpi, sem hann flutti í fund arbyrjun, bauð hann oddvita knattsp'yrnuhreyfingarinnar velkomna og þakkaði þeim fyr- ir hversu vel þeir hefðu brugð- izt við að koma til þessa um- ræðufundar, þegar þess hefði verið farið á leit við þá. En til- -gangurinn með slíkum fundum sem þessurn væri sá, að efla og styrkja samistarf þessara aðila, m,eð því að skiptast á skoðunum og.ræða sameiginleg atriði, sem þess.a vinsælu íþrótt, knatt- spyrnuni, varðaði og verða mættu henni til enn aukinnar eflingar og gengis hérlendis. Fimmi meginatriða gat formað- ur í þessu sambandi, sem Saim- tök íþróttafréttaritara vildu hér ræða við þetta tækifæri, en þau væru: Þjálfun knattspyrnu manna, Aðstaða knattspyrnu- manna til æfinga, Knattspyrnu mótin, Viðskiptin við útlönd og Samstarfið við félögin úti á landi. Kvað hann Frímann Helgason vera kjörinn fram- sögumann fyrir fundarboðend- ur. Flutti Frimann Helgason síð- an ýtarlega framsögiu’æðu um þessi fimmi atriði. Hóf hann mál sitt með því að segja, að Þjálfun iknattspyrnumanna væri bæði of lítil og skipulags- iaus, eins og nú háttar. Kvað, hann það vera verkefni starfs- manns KSÍ, sero er hinn kunni knattspyrnulþjálfari Karl Guð- mundsson, að gera alvarlega tilr.aun til að bæta hér úr, með- al annars með því að koma á leiðbeiningarnámskeiðum fyrir þá, sem tækju að sér að kenna og. sjá um. þjálfun hinna ýmsu knattspyrnuflofcka1 bæði hér og annars staðar í landinu. Áhug- inn fyrir knattspyrnuíþróttinni er alls staðar. vaxandi hér á landi, en það vantar jafnframt víða menn til ,að beizla þann á- huga og beina honum inn á rétt ar brautir. Hér verður yfir- stjórn þessara mála að koma til og rétta fraim höndina til að- stoðar. Stutt námskeið myndu koma að miklu gagni í þessu skyni. Þá minntist framsögu- maður á nauðsyn Þess að efla semmest áhugann fyrir því að knattþrautum KSÍ væri meiri sómi sýndur en hingað til, og þær ræktar af meiri alvöru en oft hefði verið. Knattþrautim- ar og sú æfing, sem í þeim fæl- ist, væri einn merkilegasti þátt- urinn í ,að skapa góða knatt- ^ spyrnumenn, og þeir unglingar, sem hefðu stundað þær af al- vöru, sköruðu framúr í leikn- um. Þá gat framsögumaður um að erlendis hefði verið tekin upp kennsla í knattspyrnu með bréfaskóla, og væri sjálfsagt að fylgjast með hvernig þeirri til- raun reiddi af utanlands og taka þá slíkt upp hérlendis ef ástæða væri til. Loks gat fram- sögumaður erindis, sem Bene- dikt Jakobsson íþróttakennari flutti umi þjálfun á vegum KSÍ, semi hann sagði að væri eitt af því bezta, sem sagt hefði verið um þetta efni og fram sett á mjög aðgengilegan hátt. Vildi hann láta sérprenta erindi þetta og gefa út, því það ætti að vera í vörzlu hvers einasta íþrótta- manns. Um aðstöðuna til æfingai að minnsta kosti hér í Reykjavík kvað framsögumaður vera orðna það góða, að ekki gætu knattspyrnumenn brugðið því við lengur eða afsakað sig með því að skilyrðin hömluðu æf- ingamöguleikum. Út á landi þar sem áhugi væri fyrir hendi, en skilyrði héldust ekki í hendur við áhugann, vildi hann að KSÍ beitti sér fyrir því við ráða- rnenn slíkr.a staða að úr yrði bætt, og taldi að KSÍ gæti á- orkað þar einhverju. Viðvíkjandi knattspyrnumót- unum og skipulagi þeirra benti framsögumaður á, að aðalmóti knattspyrnunnar, íslandsmót- inu, yrði að sýna meiri sóma en gert hefði verið oft á tíðum og væri það ekki vans.alaust að láta þetta mót vera á hrakhól- um, eins og oft hefði komið fyr ir, með því væri knattspyrnu- íþróttinn í landinu mikil óvirð- ing gjör. Móti þessu á að sýna alla þá virðingu, sem unnt er, og láta það fara fram svo há- tíðlega sem- kostur er, Því það er hámark knattspyrnunnar á hver.jum tíma, kjarni sjálfrar knattspyrnuhreyfingarinnar í landinu. Nú væri tvöföld um- ferð tekin upp í þessu móti, og það gæfist eins vel og vonir standa tii, ætti einnig að taka upp þá aðferð í öðrum mótum. Þá vildi framsögumaður að KSÍ reyndi að hafa áhrif á gang og skipulag ihéraðsmótanna á 'hverjum stað. Heildarskipulag knattspyrnunnar í lasndinu er í höndum KSÍ, sagði ræðumaður að lokum, og hversu tiltekst um framkvæmd þess orkar á allan framgang íþróttarinnar með þjóðinni. Um viðskiptin við útlönd og heimsóknir erlendra flokka kvað ræðumaður að hæfilekt væri að hafa á ári landsleik heimia og heiman, ef þess væri kostur. Heimsóknir erlendra liða ti'l félaga mættu ekki vera of tíðar árlega, mótin innan- lands biðu tjón af siíku. Hins vegar væri hér um ,að ræða all- slungið mál, ekki aðeins knatt- spyrnulega heidur og fjárhags- lega, því oft væri nokkur fjár- von fyrir það félag, sem heim- sókn fengi, og alitaf væri fjár- þörfin mikil hjá félögunum. Sarastarfið við knattspyrnu- félögin úti á landi kvað fram- sögumaður mikla nauðsyn á að efla sem bezt og eftir Því sem kostur er á á hverjum tíma, og þar sem íþróttin ætti í erfiðleik um, bæri sérstaklega að rétta hjálparhönd og það yrði bezt gert með. því að KSI sendi er- indreka sinn á viðkomandi staði. Björgvin Sdhram, formaður KSÍ, tók næstur til máls. Þakk- aði hann boðið og kv.aðst fagna þeirri auknu samvinnu við í- þróttafréttamenn, sem þessi fundur væri órækt tákn um. Skýrði hann fyrst frá nýlegum viðskiptum sínum við erlendan Framhald á 2. aitSu. - Skofland ENGLENDINGAR sigruðu Skota í landsleiknum á laug- ardaginn með 1 marki gegn 0, Það var Charlton, sem skoraði markið á 14 mín. síðari hálf- leiks. Lið Skotlands var mjög lélegt og það sama má segja um Englendingana, nema Wright og framverðina. Svanberg Þórðarson. Svanberg Þórðarson Rvíkur* eisfari í sfórsviii STÓRSVIGSKEPPNI meist- aramóts Reykjavíkur fór fram við Skálafell á sunnudaginn í blíðskaparveðri. Keppnin var mjög skemmtileg og jöfn, en brautin í styttra lagi. Reykjavíkurmeistari varð Svanberg Þórðarson, ÍR, 45,2 Stefán Kristjánsson, Á, 45,9 Úlfar Skæringsson, ÍR, 46,6 Valdimar Örnólfsson, ÍR, 46,7 Ólafur Nilsson, KR, 46,7 C-flokkur: Ágúst Björnsson, ÍR, 45,6 sek. Þórir Lárusson, ÍR, 45,7 sek. Hreiðar Ársælsson, KR, 46,9. Drengjaflokkur: Troel Bendtsen, KR, Hörður Ölafsson, KR, Davið Guðm., KR. í B-flokki mætti aðeins einn keppandi til leiks og var svo dæmdur úr. Kvennakeppnin féll niður vegna þátttökuleysis. Stefánsmóti KR-inga lauk á laugardaginn og var keppt í A- flokki karla í svigi. Brautin var nokkuð stutt, eða rúmlega 30 hlið. A-flokkur: Svanb. Þórðarson, ÍR. 64.4 sek. Stefán Kristjánss., Á, 66,9 sek. Guðni Sigfússon, ÍR, 68,0 sek. Ásgeir Eyjólfsson, Á, Ólafur Nilsson, KR, Aðeins einn keppandi mætti í B-flokki, Björn Steffensen, KR, en kvennakeppni féll nið- ur. IR - IS í í KVÖLD heldur körfuknatt leiksmótið áfram. Þá fer fram úrslitaleikurinn í meistara- flokki karla milli ÍR og ÍS. Getur leikurinn orðið mjög spennandi og ómögulegt að segja hvernig hann fer. Reikna má með fyrsta flofcks körfu- knattleik að Hálogalandi í kvöld. Einnig lcika KR og ÍR í meistaraflokki kvenna. Enska knatlspyrnan ENSKA deildarkeppnln er nú orðin mjög spennandi í öll- um deildum, Úlfarnir og Man- chester Utd eru efst í I. deildl með 53 stig, en þeir fyrrnefndú. eiga eftir 4 leiki en M.U. 2, svo að Úlfarnir eru líklegri sigur- vegarar. Telja má nokkurn veginn öruggt, að Portsmouth sé fallið, hefur 21 stig, A. Villa (27), Leicester og Manchester City (bæði 28) eru öll í fall- hættu, en tvö lið falla niður. Fullham og Sheffield Wed. eru eiginlega örugg um að leika í I. deild næsta tímabil, en fall- hættan vofir yfir fimm liðum, þ.e. Barnsley, Rotherham, Grimsby, Loncoln og Leyton Orient. í 3. deild eru Plymouth og Hull City vel fyrst og munu sennilega leika í 2. deild í haust. Þess má geta, að liðin, sem féllu niður £ 3. deild í fyrra, Doncaster og Notts County, eru á góðri leið með að falla niður í 4. deild nú. Það eru 4 lið, sem árlega fara upp í 3. deild, og að þessum sinni verða það að öllum líkindum Port Vale, York City, Coventry og Exeter. Nánar verður skýrt frá ensku knattspyrnunni á í- þróttasíðunni á morgun. Okkar nýtízku skrifborð eru kærkomin fermingargjöf. Fást í eftirtöldum húsgagnaverzlunum Árna Jónssyni Laugaveg' 70 Karli Sörheller Laugaveg 36 Húsgagnaverzlun Reykjavíkur, Brautarholti 2 Axeli Eyjólfssyni Skipholti 7 Trjástofninn h.f, Alþýðublaðið — 14. apríl 1959 0

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.