Alþýðublaðið - 16.04.1959, Blaðsíða 6

Alþýðublaðið - 16.04.1959, Blaðsíða 6
HANN var sölumaður og seldi ekkert nema ryksugur. Hann var þar af leiðandi illu vanur og kippti sér ekki upp við spark í endann eða þunga eikarhurð á nefbrodd inn. Hversu undrandi og á- nægður varð hann því ekki, þegar hann hringdi dyra- bjöllu dag nokkurn og ung frú brosti til hans og b;- honum inn í stofu. Og ekki nóg með það! Hún hlustaði með hinni mestu athygli á lysmgar hans á ágæti ryk- suganna og hversu verðið væri lágt og kjörin hagstæð í alla staði. Þegar hann hafði lokið við romsuna, varp hann öndinni léttar og hallaði sér aftur á bak í mjúkan hægindastólinn. •— Hann var sannfærður um, að þarna hefði hann loksins höndlað hamingjuna og selt eina ryksugu. Frúin brosti elskulega og bað hann að hafa sig afsak- aða augnablik. Hún kom aft ur að vörmu spori með seg- ulbandstæki í hendinni: — Má ég ekki biðja yður að endurtaka það, sem þér sögðuð áðan. — Maðurinn minn selur nefnilega sams konar ryksugur, — en mér finnst orðalagið betra hjá yður! 'Ú' ^ LEIKKONA við starfs- systur sína: Ég er oft að velta þvi fyrir mér, hvort þú leikur ekki alltof stór hlutverk í þinni eigin lífskomedíu! — JÚ, þakka þér fyrir. Hún er að lag- ast. Annars hefur hún verið anzi slæm að undanförnu, eilífðar kvef í henni, inflú- enza og ég veit ekki hvað og hvað. Enda er það ekki nema von ELVIS PRESLEY er heims- ins mesta fuglahræða. — Þetta er ekki aðeins álit þeirra, sem ekki geta þolað söng hans, — heldur visinda lega sannað. Presley hefur leyst vandamál, sem enginn hefur getað ráðið við til þessa. Á flugvellinum í London er mikið af mávum, — alltof mikið: þeir trufla umferð- ina. Náttúrufræðingur fékk það verkefni að reyna að fæla þá burt og áleit hann, að vænlegast mundi að losna við þá með angistar- veini úr fugli. Hann fékk sér því segulbandstæki og fór heim til sín til þess að fá sér kaffi, áður en hann labbaði sig út í náttúruna í leit aðangistarveininu. Börn náttúrufræðingsins höfðu á- girnd á segulbandstækinu og meðan pabbinn var að drekka, spiluðu þau nokk- ur æðisgengin rokklög með Elvis Presley inn á bandið. Að loknu indæliskaffi, hélt pabbinn út í náttúruna með bandið og fékk sitt ang istarvein með ærinni fyrir- í þessari ótíð, eilífðar frost og djöfulgangur. En nú er þetta að lag- ast. Nú er tíðin að batna. Hún lagast alit- af á taugunum með vorinu og góða veðr- inu og . . . og . . . og . . . þekkirðu hana? höfn. Léttur í spori hélt hann til flugvallarins von- góður um verðugt hól fyrir hugvitssemina. Hann setti bandið á. En æ! Bansettir mávarnir hreyfðu sig ekki úr sporunum og höfðu aldr- ei verið til meiri trafala í umferðinni en einmitt með- an náttúrufræðingurinn var að „Ieysa vandann“. Þá gerðist kraftaverkið. Dynj- andi rokklög með Elvis Pres ley ómuðu úr segulband- inu, og vesalings náttúru- fræðingurinn varð furðu lostinn og titraði af skelf- ingu yfir þessum.hrapalegu mistökum. En viti menn! Gátan var Ieyst á samri stundu. Mávarnir flugu burt, langar leiðir og komu ekki aftur, fyrr en longu seinna. Eftir þetta hljómar rokk- ið á flugvellinum í London mávunum til hrellingar. — Segi menn svo, að fuglar hafi ekkf vit á.tónlist! ☆ ÞAÐ er ekkert sem hefur eins örfandi á- hrif á kvenfólkið eins og nýr hattur. Hann getur til dæmis hvatt kvenfólkið til þess að — fá sér nýja dragt og tvö pör af skóm, sem eru í stíl við hattinn! ^ SKOPSÖGUR ur búa eru þegar fa: birtast í heimspressu Hér er ein úr dönskt Tveir ferðalanga Marz gengu eftir j Kaupmannahöfn. An brunahana, vék sér £ úm og sagði: — Afsakið! Getið £ mér, hvar næsta sale . Þá hnippti hinn fei urinn í hann og sag — Það þýðir ekl spyrja þennan. Sérð að þetta er smástrák HLERAÐ á tveggja vinkve síma: •— Og liugsaðu þé Hún eignaðist þribui ars er það ekki nen Hún hefur unnið. se ritunarstúlka. á skri: fimm ár, greyið, — vön að taka þrjú e öllu, sem hún vélrits RÚSSNESKA skopblaðið „Krokodil" gefur í ■ skyn með nokkrum skopsögum í síðasta hefti, að barátta Krústjovs gegn vodka og öðrum sterkum drykkjum hafi lítil áhrif: Hér er ein af söguniun, sem blaðið birti: Tveir verkamenn, sem báðir unnu í stórri verk- smiðju, sátu (auðvitað yfir glasi af vodka) og annar spurði: — Jæja, hvaða fram- leiðslutölu gaf forstjórinn þér nú, félagi? — Hún var nú ekki slor- leg: 100% Ekkert minna! — Það er ómögulegt. Síðast varstu bara með 60 %. — Rétt er það, en svo laumaði ég að forstjóranum einni flösku af vodka — og þá var það í lagi. Þú skilur: framleiðslutala 60%, — vodka 40%. Það gerir sam- anlagt 100%. ★ NOKKRÍR ungir banda- rískir skopteiknarar hafa ný lega sent á markaðinn ný- stárlegt póstkort. Þetta eru hvorki jólakort, nýárskort né afmæliskort. Þetta eru af sökunarkort fyrir karlmenn — sem verða fyrir óþægi- legum óhöppum. Ef þú ert til dæmis að gera hosur þínar grænar fyrir kvenmanni á balli og býður henni upp, en verður svo fyrir því hroðalega óláni — sem kvenfólk fyrirgefur aldrei, að troða ofan á stóru tána á henni sem skagar út úr módelskónum, lökkuðu með nýtízku grænu nagla- lakki, — þá geturðu sent henni eitt þessara nýju póst- korta daginn eftir. Á. kort- inu er mynd af hundi, sem liggur skömmustulegur á gólfinu og auðmýktin skín úr augum hans. Fyrir neðan stendur. „Ég er yðar auð- mjúkur þjónn!“ Ef þú hefur rifizt við elsk una þína og viðhaft stór orð, sem erfitt er að taka aftur, geturðu sent henni póstkort daginn eftir, sem á er letrað: „Ég hata þig, ég hata þig, ég hata þig!“ — Þegar flett er við, stendur hins vegar: —■ „Hvers vegna hringdirðu ekki?“ Þessi póstkort eru þegar orðin vinsæl og hafa komið mörgum klaufanum að góðu haldi. LEYNDARDÓMUR MONT EVEREST HVAÐ í veröldinni eiga þeir nú að gera? Bob veit vel, hvernig hann og Frans geta sloppið, en þeir geta með engu móti yfirgefið Grace og Filipp. En hér verð ur að hafa snör handtök, því að sjálfsögðu mun verða EITT er að gefa — annað að rétt andi hönd. — Cou: HÉR Á OPNUNÍ ust fyrir nokkrum glefsur úr nýútkomi: — sem hefur að geyi frá lesendum fjöl stórblaða í Bandaríli Bréfin hafa það sg: legt að þau f jalla öll sónuleg vandamál ara. „Abby“ (Abig Buren) hefur svara um bréfum og gei ráð (ef ráð skyldi Margir hafa óskað i fá að heyra meixa í gert viðvart fyrr eð „Þjónninn heldur, höfum farizt, og me höldum kyrru fyrii við ekki í neinni hæt ir Bob, „En ég veit s' g 16. apríl 1959 — Alþýðublaðið

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.