Alþýðublaðið - 19.04.1959, Blaðsíða 6

Alþýðublaðið - 19.04.1959, Blaðsíða 6
ŒL «• E> Rætt við Arndísi Björnsdóttur | ‘Ætlaði mér aldrei að verða leikkona’ ARNDÍS BJÖRNSDÓTTIR leikkona átti fjörutíu ára leikafmæli ekki alls fyrir löngu og var þess að verð- leikum getið í blöðum og minnst á ýmsan annan hátt. Opnan heimsótti Arndísi skömmu eftir hádegi síð- astliðinn miðvikudag í til- efni afmælisins, og ræddi við hana um gamla tímann og sitthvað fleira. — Þið komið á óhentug- um tíma, blessaðir, sagði Arndís. Það er nú orðið svo í seinni tíð, að ef ég á að leika um kvöldið, þá er ég farin að skjálfa um miðjan dag. Og þannig er þessu varið nú. Ég er hrædd um, að þið hafið ekki mikið upp úr mér. Ég er alveg tóm þessa stundina. Við báðum Arndísi að segja okkur eitthvað frá fyrstu sporum sínum á leik sviði, og fyrr en varði var spjallið hafið. , — Ég ætlaði mér aldrei að verða leikkona. Ég þvældist út í þetta ein- hvern veginn. Það vantaði leikkonur, og þegar ég var einu sinni byrjuð, þá var ekki hægt að stanza. — Hvert var fyrsta hlut- verkið? x — Ég lék fyrir Hringinn, og það var náttúrlega fyrst og fremst góðgerðarstarf- semi. Leikritið var eftir Anatole France og hét „Mál lausa konan“, að mig minn- irir. Svo var það eitt sinn, að Óskar Borg kom til Mynd: Oddur Ólafsson. Texti: Gylfi Gröndal. mín og bað mig að leika í veikindaforföllum Soffíu Guðlaugsdóttur í leikritinu „Madame X“. Ég neitaði þessu, en fyrir rest lét ég undan og sagði: „Ég skal gera það, ef þú færð enga aðra“. — Þannig hófst þetta, og þegar fyrstu spor- in eru stigin — þá er ein- hver fjandinn sem heldur í mann. »— Það hefur mikið ver- ið skrifað um aðstæðumar í Iðnó í gamla daga. Hvern ig var þetta í raun og veru? — Ég vissi nú ekki af því, þegar það var verst. En það var kalt í Iðnó og við konurnar höfðum að- eins eitt lítið herbergi til þess að búa okkur í. Og svo voru rotturnar í kjall- aranum, sem eru orðnar frægar. Sérstaklega man ég þó eftir kuldanum. Það var undarlegt, að við skyldum ekki fá tæringu. Einhverju sinni áttum við allar að vera í flegnum kjólum. Húsvörðurinn hafði verið beðinn um, að reyna að hafa eins heitt og hann gæti. En þegar við stigum inn á sviðið, — það var eins og að fara inn í íshús. Það var hræðilega kalt. — Og þetta var allt sjálf boðavinna? — Já, við unnum öll, yfirleitt til klukkan sjö á kvöldin. Þá var rétt tími til að gleypa í sig matar- bita og svo á æfingu — kannski fram á rauða nótt. — Fenguð þið enga til- hliðrun hjá atvinnurek- endum? — Guð minn góður, mað ur þorði ekki einu sinni að fara fram á það. Enda var atvinnuleysi á þessum ár- um, og maður gat átt á hættu að mlssa vinn- una. — Fenguð þið nokkuð kaup hjá Leikfélaginu? — Jú, það var nú lítils- háttar. En þetta var engan veginn gert í gróðaskyni, heldur af áhuga einum saman. Ég fékk 15 krónur fyrst, fyrir hverja leiksýn- ingu, en þegar ég lék í „Gullna hliðinu“ fékk ég 35 krónur. Þetta voru svo sem ekki miklir peningar, jafnvel í þá daga. Og þetta var geysilegt erfiði. Það er varla hægt að lýsa því. Ég var oft orðin svo þreytt, að ef ég sá stól eða legu- bekk, þá varð ég að beita mig hörðu til þess að fieygja mér ekki upp í hann. Einu sinni, ég held það hafi verið fyrir 24 árum, þá fengum við loksins frí um hvítasunnuna. Ég vakn aði á hvítasunnudagsmorg- un og fékk mér göngutúr. Þegar ég kom heim borð- aði ég og fór síðan aftur að sofa. Og ég svaf í einni lotu til næsta morguns. Mér er enn þá í fersku minni vellíðanin, sem fólst í þessari langþráðu hvíld. Það var undarlegt, að við skyldum halda heilsu. — En ánægjan var samt einhver af þessu. — Jú, jú. Mikil ósköp. Það var oft fiörugt á bak við tjöldin. Ég man eftir einu atviki. 2 sveitastúlkur sátu á fyrsta bekk og höfðu auðsiáanlega aldrei áður komið í leikhús. Við vor- um að leika hádramatískt leikrit, en stúlkurnar hlógu og flissuðu og oftast, þeg- ar dramatíkin var á há- punktinum. Friðfinnur Guðjónsson lék með okkur og hann á+ti að segja í leiknum: „Viljið þið þegja!“ — En þegar kom að þess- ari setriingu, sneri hann sér að stúlkunum á fyrsta bekk og hrópaði: „Því í andskotanum þegið þið ekki!“ Það var oft 'hlegið á vitlausum stöðum, og er enn. Mér er sérstaklega minn- isstæð ein sýning. Það var frumsýning á leikritinu „Á útleið“, sem er með spiri- túellu mótívi. Það fjallar um fólk, sem er dáið, en veit ekki af því. Þið mun- ið náttúrlega ekki eftir því. Það var fyrir ykkar tíð. Við vissum ekki hvernig fólk mundi taka leikriti af þessu tagi og vorum mjög spennt og hrædd. Forspilið hófst. Það var eftir Mend- elsohri. Við stóðum öll þegjandi og biðum eftir að tjaldið yrði dregið frá. Það var dauðaþögn í salnum allan tímann og þegar tjald ið féll í síðasta sinn, var klappað, og klappið var svo innilegt, að ég gleymi því aldrei. rit, sem þarfnast umhugs- unar, og er spurt, hvernig því hafi líkað það, þá svar- ar það: „Æ, það var ekkert skemmtilegt!11 — „En þetta er gott leikrit“, svörum við. „Já, svoleiðis. En það er bara ekkert hægt að hlæja að því.“ — Mér finnst þetta viðhorf til leiklistar væg- ast sagt hryggilegt, ekki fyrst og fremst vegna okk- ar leikaranna, heldur vegna fólksins sjálfs. — Alvarleg leikrit voru í gamla daga sýnd svona 12 sinnum, — gamanleikir gátu gengið allt að 40 sinnum. „Gullna hliðið“ var sýnt 60 sinnum og það var met þá. — Er ekki misgott að leika fyrir fólk? — Jú, vissulega. Stund- um er eins og að leika fyr- ir steina, en stundum finn- um við, að fólkið hlustar og skilur og finnur til með persónunum. Flestir gera sér sennilega ekki ljóst, að við opnum allar okkar sálargættir, þegar við leik- um, og einn maður í saln- um getur eyðilagt allt fyr- ir okkur. Við erum við- kvæm, kannski alltof við- kvæm, en svona er þetta. — Eru skólasýningar ekki slæmar? — Jú, það vill brenna við. Þegar við sýndum „í deiglunni“ eftir Arthur Miller fyrir nemendur, vor um við dálítið kvíðin. En þá brá svo við, að krakk- arnir hlustuðu með athygli og það var í alla staði ynd- islegt að leika fyrir þau. Við fréttum á eftir, að kennararnir hefðu rætt um leikritið og höfundinn við nemendurna fyrir sýningu, og þess vegna skildu þau og hlustuðu og nutu leiks- ins. Það væri vissulega þarft verk að gera meira af þessu. LEYNDARDÓMUR MONT EVEREST ÞESSI furðulegi prófess- or . lætur dæluna stöðugt ganga. „Komið þið bara nær, vinir mínir“, segir hann. „Rannsakið fm'ðu- smið mína í rólegheitum. •— Ég þekki völundarhús vís- indanna . . .“ — Bob rekur augun í einhvers konar fall Ola lllllllllllllllllllllllllllllltllllll — Hvernig er að leika fyrir þingmennina? — Ja, fyrst þið spyrjið, þá dettur mér £ hug lítið atvik. Það var í hléi og publikum hafði verið ó- venjulega erfitt. Þá varð einum leikaranum að orði: „Hvaða veraldai blikum er þetta í kvöld?“ — Ai aði; „Veiztu j manneskja? Það mennirnir.“- — megið þið ómögi á prent. Ég vil e okkar ágætu s menn. — Hvað eru orðin mörg, Am — Ég veit þi segja ekki. Þau 120, þegar ég hæ og það var fyri árum. “ — Hvert þeirr isstæðast? — Mér þykir að fólk man ei „Loganum helgí heyrt fólk mim því hlutverki. C in í „Gullna h náttúrlega mei skemmtilegustu um. Einnig vil f á hlutverk mitt hægt að kveldi“, byssu, sem stend gólfinu. „Hvað ei inlega, prófessoi já þetta. Hafið þ svona maskínum KRULLI /756 \-opyriqht P . B Box 6 CopenTia — Hvernig var aðsóknin að alvarlegum leikritum? — Hún var allgóð. Mér finnst, eins og fólk hafi ekki verið eins hrætt við alvarleg leikrit hér áðúr fyrr eins og nú. Það er hræðilegt að heyra, hvern- ig sumt fólk talar um leik- list. Ef það hefur séð leik- £ 19. apríl 1959 Alþýðublaðið

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.