Tíminn - 15.12.1965, Side 2
MIÐVIKUDAGUR 15. desember 1965
TB8VBINN
Ráðherranefnd Evrópuráðsins hélt fundi í París s. I. föstudag og laugardag. Emil Jónsson utanríkisráðherra
sdtti fundina ásamt Pétri Eggerz ambassador og Nfels P. Sigurðssynl deildarstióra. Myndin er tekin í funda.
hléi s. I. föstudag, og sýnir þá Emil Jónsson og Wilfried Gredler-Oxenbauer sendiherra Austurríkis hjá Evrópu-
ráðinu ræða við Péfur Eggerz ambassador.
STJÓRNIN BER ÁBYRGÐ
Á Þ YRILSHNEYKSUNU
Stjórnarblöðin beita útúrsnúningum til varnar hneykslinu
Handbók bygginga-
manna er komin át
Upplýsingar þær, sem Tíminnl
birti á laugardaginn og fram komu i
í ræðu Helga Bergs við 2. umræðu i
fjárlaganna um söluna á olíuskip
inu Þyrli hafa vakið almenna at-
hygli. Alþýðublaðið á sunnudag
og Morgunblaðið í gær reyna að
klóra í bakkann og réttlæta þetta
hneyksli.
Morgunblaðið telur, að hér sé
nm að ræða árás á Einar Guðfinns
son og reynir með því að draga
athyglina frá þeirri staðreynd, að
það er ríkisstjómin og hún ein,
sem ber ábyrgð á málinu. Stað-
reyndir málsins eru þær að ríkis
stjórain ákveður að Skipaútgerð
ríkisins forspurðri ,að rífa af
henni eina skipið, sem hún hefur
rekið með tekiuafgangi, sem hef-
ur vegið svolítið á móti þeim stór
fellda halla, sem hefur verið á
rekstri hinna skipanna og selja
það fyrir 5 miUjónir króna. Hafði
þó nýlega farið fram viðgerð á
skipinu fyrir 2% milljón króna
og varahlutabirgðir fyrir nærri
eina miUjón króna fylgdu með í
kaupuuum. Þegar þetta gerist eru
rekstrarhorfur skipsins góðar
vegna vaxandi olíu- og lýsisflutn-
inga vegna mikilla sfldveiða. Hvaða
r■ ■
nauðsyn rak þá til að selja skip
ið?
Það kemur fr.am í Mbl. að skip
ið var ekki selt Einari Guðfinns
syni sjálfum, heldur hlutafélaginu
Dagstjömunni, en í því félagi eiga
fyrirtæki Einars og sona hans tvo
þriðju hluta hlutafjárins. Snertir
það auðvitað ekki kiarna málsins.
Með rangri tilvitnun í Tímann
reynir Mbl. að láta líta svo út, sem
því hafi verið haldið fram, að
eðlilegt söluverð skipsins hafi
verið 25 millj. kr. Þetta er auðvitað
ckki rétt. Nóg er nú samt. Tíminn
upplýsti að endurkaupsverð skips
ins hafi verið metið 25 millj. kr.
Það er alkunna að þegar metið er
til endurkaupsverðs er það metið,
hvað nýbyggingakostnaður hins
metna sé á gildandi verðlagi.
Kjarni þessa máls er sá, að með
sölunnj á Þyrli hefur ríkisstjórnin
tekið af Skipaútgerðinni það skip
hennar, sem beztum fiárhaglegum
árangri hefur skilað. Þetta er lið
ur í þeirri ætlan ríkisstjórnarinn
ar að Iáta Skipaútgerðina veslast
upp í stað þess að byggja upp á
ný þá strandferðaþjónustu, sem
vanrækt hefur verið um árabil
með þeim árangri að halli henn-
ar nemur nú hátt á fiórða mUIjóna
tug og þjónustan við strendur fer
versnandi.
Mál þetta er nánar rætt á bls.
8 í blaðinu í dag.
í SKJÓLI NÆiUR
HZ-Reykjavík, laugardag.
Út er komin bók er ber heítið
í SKJÓLI NÆTUR eftir Mary
Stewart. Það er Skálholt h. f. sem
sér um útgáfuna. Saga þessi, sem
á frummálinu heitir Nine coaches
waiting er í þýðingu Magnúsar
Torfa Ólafssonar.
Ung brezk kona ræður sig sem
heimiliskennara á franskt óðals-
setur í eígu munaðarlauss drengs-
Stúlkan leynir frönskukunnáttu
sinni, en kemst af þeim sökum
brátt á snoðir um, að hjónin, sem
annast rekstur óðalssetursins og
eru nánir ættingjar drengsins,
brugga honum banaráð og ætla
að láta grun falla á hana. Stúlkan
berst nú örvæntingarfullri bar-
áttu fyrir lífi drengsins og ást
sinni, því að allar horfur eru á, að
maðurinn, sem hún elskar, eigi
Þátt í launráðum hjónanna. . . .
Bókin sem alls er 316 blaðsíður
að stærð, skiptist í 21 kafla.
MB-Reykjavík, föstudag.
Út er komin Handbók bygginga
manna á vegum Sambands bygg-
ingamanna, og er þetta í fyrsta
sinn sem sú bók er gefin út, en
væntanlega ekki hið síðasta. Er
í henni að finna fjölmargar upp-
lýsingar um hin ólíklegustu mál
efni, sem menn Þurfa að vita deilí
á í daglega lífinu, og einnig um
ýmis félagsmál iðnaðarmanna og
launþega yfirleitt. Auk þess er
í bókinni almajizk fyrir næsta ár
í dagbókarforri »g ítarleg rit-
gerð um meðferð á viði.
f formála segir m. a.: „Bókinni
er ætlað að vera í senn fræðandi
uppsláttarbók og handhæg vasa-
og minnisbók með almanaki.
Henni er ætlað, að einhverju leyti,
að bæta úr þeim skorti sem verið
hefur á handhægum upplýsingum
um faglegt og félagslegt efni.
Ætlunin er að bókin komi út ár-
lega, fyrir hver áramót, með end-
urbættu efni, þannig að í hverri
útgáfu komi nýtt efni um ýmsa
þætti byggingariðnaðarins, með
svipuðu sniði og kaflinn um með
ferð á tré í þessari bók.
Ritnefnd bókarinnar skipa, fyr
ir hönd Sambands bygginga-
manna, þeir Þórður Gíslason,
Kristján Guðlaugsson og Bolli A.
Ólafsson.
RÓSARÍMUR
GE-Reykjavík, mánudag.
Rósarímur heitir nokkuð stórt
rímnakver eftir Jón Rafnsson, og
hefur nú nýlega verið gefið út að
tilhlutan bókaútgáfunnar Asor.
Kverið telur sex rímur misjafn
lega langar og auk þess eru í því
margar teikningar eftír Kjartan
Guðjónsson. Höfundur segir í
formála, að rímur þessar séu til
orðnar á löngum tíma og í áföng
um og hafi með vissum hætti
verið sameiginlegt gamanmál hans
sjálfs og Rósa, eða Rósinkranz
fvarssonar, en hann lézt í sept-
ember síðastliðinn. Rósinkranz var
míkill sósíalisti og baráttumaður,
og á 85 ára afmæli sínu, skömmu
áður en hann lézt sendi hann mál-
gagni sósíalismans sparifé sitt að
gjöf. Höfundur getur þess og í
formála. að hugsanlegur hagnaður
af kveri þessu muni renna i sama
sjóð til þess að heiðra minningu
hins aldna baráttumanns. Kverið
er 96 blaðsíður, prentað í Hóla-
prenti.
Bókin er til sölu í bóka- og rit
fangaverzlunum og auk þess á
skrifstofum sambandsfélaganna.
Nánari upplýsingar veitir skrif
stofa Sambands byggingamanna,
Laugavegi 18, sími 22856“.
Gætið varúðar í
'imferðinni
HZ-Reykiavík, þriðjudag.
Á fundi með Pétri Sveinbjöms
syni, blaðafulltrúa uinferðarnefnd
ar, Sverri Guðmundssyni yfir-
varðstjóra og Óskari Ólafssyni yf
irvarðstjóra í dag var rætt um
jólaumferðina, sem er vaxandi
vandamál.
Öngþveiti skapast auðveldlega í
umferðinni, þar sem daglegur
fjöldi ökutækja er aka um Reykja
vík er um jólin nálægt 20 þús-
und, og ónæg bílastæði eru fyrir
hendi. Því hafa verið teknar upp
tímatakmarkanir á mörgum göt-
um t. d. Hverfisgötu, Snorrabraut,
Barónsstíg, Frakkastíg, Garða-
stræti o. fl. og eru bifreiðastöður
takmarkaðar við % klst. Stöðu
mælaskylda fylgir lokunartíma
verzlana.
Bílaeigendur eru vinsamlegast
beðnír um að leggja bílum sín-
um á bjfreiðastæðum og götum
utan við hjarta miðborgarinnar. Á
fimm stærstu bílastæðunum eru
gæzlumenn er greiða fyrir umferð
á þeim. Þeir bílstjórar sem erindi
eiga í margar verzlanir eru beðn
ír um að ganga frá bílnum og
fara gangandi í verzlanirnar í
stað þess að aka milli búða í von
um að fá þar bifreiðastæði.
Öll umferð um Laugaveg er
óæskileg, hentugra væri að aka
Skúlagötu eða greiðfærar götur
til þess að minnka álagið á Lauga
veg, þar sem umferð um hann er
mjög hæg. Sem dæmi um Þetta
má nefna að á laugardagínn var
tók ferð bíls frá Snorrabraut til
Lækjargötu eftir Laugaveginum
20 mínútur.
Einstefnuakstur hefur verið tek
inn upp á Vatnsstíg frá Lauga
vegi til norðurs og á Frakkastíg
frá Hverfisgötu að Lindargötu og
auk þess hefur hægri beygja ver
ið bönnuð á ýmsum götum.
Bflstiónar og fótgangandi sýnið
tillitssemi og kurteisi í umferð-
inni. Vinnum öll að þvi að allir
geti átt gleðilegar jólastundir.
SKOZK SLATURHUS FRAMLEIÐA
MJÖL ÚR BEIN- OG BLÓÐÚRGANGI
ÍSIfNDINGAR i LANDBÍINADARKVNNISFðR TU BRETLANDS
HZ—Reykjavík, þriðjudag.
Ilinn 4. desember síðastlðinn
hélt 17 nianna hópur til Bret
lands á vegum Búnaðarfélags
íslands og í samráð;' við SÍS.
Fararstjóri var Árni G. Péturs
son ráðunautur Búnaðarfélags
íslands. f fyrradag, 12 des. kom
hópurinn heim. Við náðum tali
af Þórarni Sigurjónssyni, bú
stjóra tilraunabúsins á Laugar
dælum en hann var einn þátt-
takenda og raktj hann ferðasög
una í stórum dráttum
— Við héldum utan laugar-
daginn 4. des. með flugvél F.í.
og átti hún að lenda í Glasg.
en sökum slæmra veðurskil-
yrða neyddist hún til þess að
lenda í Prestvík. Þaðan héldum
við til Glasgow í bíl og héld-
um förinni áfram til London
flugleiðis. Þar á flugvellinum
tók á móti okkur Hjalti Páls-
son. forstjóri Véladeildar SÍS
og fylgdi okkur til Regent hót-
elsins þar sem við bjuggum
næstu daga. Hjalti Pálsson sá
um undirbúning fararinnar og
skipulagði hana með mestu
prýði og erum við honum sér-
staklega þakklátir fyrir það,
hversu vel ferðalagið tókst.
— Á sunnudaginn fór Hjalti
Pálsson með okkur i.m borg-
ina og sýndi okkur helztu stað-
ina sem markverðir þykja m.
a. þinghúsið. Það var anzi fróð
legt að sjá milljónaborg með
öllum sínum glæsibrag. Að
hringferðinni um borgina lok-
inni drukkum við kaffi í boði
Intemational Harvester, og
síðan létum við fyrir berast
í rólegheitum það sem eftir
var dagsins.
— Daginn eftir skoðuðum
við Smithfield sýninguna, sem
er landbúnaðar- og vélasýning,
í boði International Harvester.
Rúmlega 400 fyrirtæki áttu
þarna vélar af öllum gerðum
og stærðum og gripina, sem
voru 1800, fengum við að sjá
seinna þegar búið var að slátra
þeim. Af þessum afurðum var
jólakjötið valið.
— Á þriðjudaginn var hald-
ið á sýninguna að nýju þar
sem við komumst ekki fyrir að
skoða nema hluta hennar dag-
inn áðiir.
— Á miðvikudaginn skiptist
hópurinn í tvo flokka, nokkr-
ir okkar fóru í boði SÍS í
London að skoða Smithfield
kjötmarkaðinn, en frá honum
er selt vikulega um 7000 tonn
Framhald á 14. síðu.
I