Tíminn - 15.12.1965, Síða 7
MIÐVIKUDAGUR 15. desember 1965
ÞINGFRETTIR
TÍMINN
ÞINGFRETTIR
Þörf umbóta í hafnarmálum
Hér á eftir fer kafli úr ræðu
Gísla Guðmundssonar við 3. um
ræðu fjárlagafrumvarpsins.
Ég ætla ekki að ræða um þá
lækkun almennt, sem fyrirhuguð
er á framlögum tilNýmiss konar
framkvæmda víða um land, en
mér þykir ástæða til þess sérstak
lega að fara nokkrum orðum um
einn af meginþáttum þessara
framkvæmda, þ.e.a.s. hafna- og
lendingarbótagerð, sem ríkið hef-
ur stutt á mörgum stöðum, hvern
ig ástandið er nú í þeim málum
og hvað framundan virðist vera.
Samkvæmt lögum um hafnar-
gerðir og lendingarbætur frá 1946
og breytingum, sem síðar hafa ver
ið gerðar á þeim lögum, er svo
fyrir mælt, að rikið greiði fjár-
framlög og veiti ríkisábyrgð
vegna hafnarmannvirkja á 113
nafngreindum stöðum.
Á 78 stöðum er gert ráð fyrir
hafnargerð, en á 35 stöðum er
gert ráð fyrir lendingarbótum. í
skýrslu vitamálastjóra eru taldir
upp nálega 100 slíkir staðir, sem
fé hefur einhvem tíma verið veitt
til, en í reyndinni er unnið að
mannvirkjum öðru hverju á 60-70
stöðum. Segja má, að mannvirkja
gerð á rúmlega 60 stöðum, sé sú
alkunna hafnargerð, sem er í
gangi. Þær hafnir, tvær eða jafn-
vel þrjár, sem farið er með sam-
kvæmt ákvæðum landshafnarlaga,
eru þáttur út af fyrir sig. Um
aðrar hafnir og flestar lendingar-
bætur, sem nú er unnið að, eða
hefur verið unnið að nýlega, er
lagareglan sú, að ríkissjóði ber að
leggja fram 40% framkvæmda
kostnaðar, en hlutaðeigandi hafn-
arsjóði eða hreppsnefndarfélagi
60%. Gert er ráð fyrir, að svo
geti farið, að allt heimaframlagið
sé fengið að láni, enda hefur það
víða verið gert. Heimilt er að
láta ríkissjóð ábyrgjast greiðslur
lána allt að 60% hafnar-
gerða. Samkvæmt skýrslu hafnar-
málastjóra hefur á áxinu 1965
verið unnið að hinni almennu
hafnargerð fyrir nálega 105 millj.
kr. á 36 stöðum. Það sem ríkis-
sjóði bar að greiða af þessum
kostnaði voru rúmlega 40 millj.
kr. Mikið vantaði á, að ríkisfram-
lög þau, er veitt voru á árinu,
nægðu til að greiða þessá upp-
hæð. Þar að auki skuldaði ríkis-
sjóður vangreitt framlag frá fyrra
ári. Skuldahafi ríkissjóðs þ. e. s.
samandregnar skuldir við hafnar-
sjóði, sem flestir eru sjálfir skuld-
ugir og févana nú um áramótin,
svara sem næst til þess að ríkið
hefði ekkert greitt af sínum hluta
til hafnanna á þessu ári.
Fyrir árið 1966 hefur hafnar-
málastjóri gert áætlun um almenn
ar hafnarframkvæmdir fyrir ná-
lega 196 millj. kr. Þó er haft eft
ir honum í þingskjali, að mjög
verulega muni verða dregið úr þess
ari áætlun, og kostnaðurinn muni
að líkindum verða um 12 milij.
kr. hærri en í fyrra. Sé miðað við
vaxandi dýrtíð verður varla um
veruleg auknin'g framkvæmda á
næsta ári. Hluti ríkissjóðs af þeirri
upphæð er 48 millj. Gert er ráð
fyrir, að í lok fjárlagaársins 1966.
verði óbreytt ríkisframlag komið
upp í 60 millj. og meira ef fram
kvæmdaáætlun hafnarmálastjóra
verður lækkuð minna en hann tel
ur líkur benda til. Þessar tölur
sýna glögglega, að fjárveitingar til
hafnarmála hafa verið, og eru enn,
allt of lágar. En hér með er þó
ekki öll sagan sögð. Ég held það
sé almennt álit þeirra, sem hafa
kynnt sér þessi mál, að nauðsyn
ber til, að ríklssjóður greiði eftir
leiðis meira en 40% af hafnar^
gerðarkostnaðinum við hina al-
Gísli GuSmundsson
mennu hafnargerð. Ég fyrir mitt
leyti get ekki fundið rök fyrir því,
að þjóðfélagið kosti einstaka hafn
ir að öllu leyti, en að allur þorri
hafnarsjóðanna, eða sveitarfélag-
anna, eigi að leggja fram 60%.
Ef slíku heldur fram mun þeirri
stefnu aukast fylgi, að ríkið byggi
hafnirnar yfirleitt á sinn kostnað
á sama hátt og þjóðvegi.
Við Framsóknarmenn höfum
'hér á Alþingi undanfarið ár lagt
til, að kostnaðarhlutur ríkisins, að
því er varðar mest aðkallandi hafn
armannvirki, verði hækkaður úr
40% upp í 65%. Það er í samræmi
við endurskoðun á hafnarlögum,
sem fram fór fyrir nokkrum ár-
um að tilhlutan Alþingis. Ef ríkis-
framlagið væri þannig hækkað,
yrði minni hætta á því, að ríkis-
sjóður þurfi að greiða vexti og
afborganir af ríkisábyrgðarlánum
til hafnarframkvæmda. Það er
ólíkt viðkunnanlegri og heppilegri
aðferð, að peningarnir komi þann-
ig sem hreint framlag. Svo að segja
allar hafnir hér á fslandi eru, að
meira eða minna leyti fiskihafnir,
sumar nær eingöngu. Undanfarin
ár hefur verið uppgripaafli hér
við land, og er enn á þessu ári.
í slíku einmuna góðæri til sjáv-
arins sýnist mér tímabært, að rík-
isstjórn og Alþingi horfist í augu
við þau verkefni, sem aðkallandi
eru í hafnarmálum, og láti það
ekki reka á reiðanum, eins og nú
er gert. Þegar verið er að lækka
ríkisframlög til hafnarframkvæmda
í staðinn fyrir að hækka þau, eins
og þyrfti að gera, finnst mér illa
horfa, og meira en það, hjá hinni
miklu fiskveiðiþjóð, íslendingum.
Það verða menn að gera sér ljóst,
að það eru hafnarstaðirnir við
firði og víkur þessa lands, sem
eru hinir náttúrulegu byggðakjarn
ar, að minnsta kosti í mifclum hlut-
um landsins. Frumskilyrði þess, að
þessir byggðakjarnar geti þróazt,
er að viðunandi hafnarmannvirkj-
um sé lokið sem allra fyrst. Ég
segi viðunandi mannvirkjum, og
á þá auðvitað við tímabundið mat
í þeim efnum. Ég hef m. a. gefið
því gætur, að í míriu kjördæmi
munu sveitarfélög eða hafnarsjóð-
ir eiga inní um næstu áramót, rúm
lega 7 millj. kr. í ógreiddum rík
isframlögum til hafnarmannvirkja,
sem þegar hafa verið gerð
á þessum stöðum. Eg veit
ekki með neínni vissu, hve
mikið verður um hafnarfram-
kvæmdir á þessu svæði á næsta
ári, en svo mikið er víst, að hin-
ar lækkuðu fjárveitingar til þess
ara hafna, eru mjög fjarri því að
vera í samræmi við, jafnvel lægstu
áætlanir, sem til greina virðast
koma.
Ég vil vekja athygli á þvi, að
úthlutun á rífcisframlagi til hafn-
anna virðist í vaxandi mæli verá
að dragast úr höndum Alþingis
yfir í hendur ráðherra. Á árinu
1965 er úthlutað á fjárlögum að
frádregnum 20% 15 millj. 680 þús.
kr. En á þessu sama ári hefur
ráðherra haft í sínum höndum að
úthluta úr hafnarbótasjóði og með
sérstakri fjárveitingu nálega 11
millj. kr. Þegar svo er komið er
varla hægt að segja, að Alþingi
ráði því lengur, hvað hver ein-
stök höfn fær úr ríkissjóði ár
hvert til framkvæmda sinna, held-
ur hafi hér dregizt í hendur rík-
isstjórnarinnar vald, sem Alþingi
hefur haft. Sú sama þróun hefur
Framhald á 14. síðu.
Á ÞINGPALLI
•fc Fjárlagafrumvarpið var afgreitt sem lög í gær. Grciðsluafgangur
hefur minnkað í meðfönim þingsins í eina til tvær milljónir, en
var rúmar tuttugu og fimm, þegar Magnús Jónsson lagði frumvarpið
fram í upphafi þings. Allar breytingartillögur Alþýðubandalagsins
voru felldar, en tillögur frá fjárveitingarnefnd lilutu biessun stjórn-
arinnar.
★ í efri deid mælti Magnús Jónsson fyrir frumvarpi um tollskrá
Frumvarpið miðar a'ð því að setja lagaheimild fyrir reglum um toll-
frjálsan innflutning einstaklinga, sem koma frá útlöndum. Engar
reglur hafa verið til um þetta og skapar það tollheimtumönnum mikil ó
Þægindi. Mæltist ráðherrann til, að afgreiðslu málsins yrði hraðað.
Hannibal Valdemarsson flutti í neðri deild breytingartillögu við
frumvarp um húsnæðismálalöggjöfina, sem flutt er vegna sam-
komulagsins við verfcalýðsfélögin. Efni tillögu Hannibals var, að
lán vegna íbúðarhúsbygginga samkvæmt yfirlýsingu stiórnarinnar
yrðu ekki vísitölutryggð. Ríkisstjórnin lét lið sitt fella tillöguna.
Ágúst Þorvaldsson flutti breytingartillögu þess efnis, að hætt
yrði við að sexfalda fasteignamatið. Einnig þessi tillaga v.ar felld.
BEDFORD!
ViÐ ALLRA HÆFI
Kaupendur vörubíla um allan fieim völdu BEDFORD umfram alla aðra vörubíla áriff 1964. Astæðan: sérstak-
ur léttleiki og lipurð í akstri, hagkvæmur rekstur og góff ending.
BEDFORD hefur yfir 45% af öllum útfiutningi brezkra vörubíla.
BEDFORD!
er mest seldi vörubíllinn á íslandi, Finnlandi, Dan-
mörku, Ástralíu, Nýja Sjálandi, Belgíu og mörgum
Asíu- og Afríkuríkjum.
BEDFORD!
er mest seldur af brezkum vörubílum i Svíþjóð,
Hollandi, Sviss, Noregi, Frakklandi og Austurríki.
Gjörið svo vel og leitið nánari upplýsinga. Véladeild SÍS, Armúla 3. Sími 38900